Strákar og jóga

Það er ótrúlegt hvað strákarnir eru farnir að vera öflugir í jógatímunum.   Eru ávalt öflugir og flottir en þá meina ég öflug næting!   Hér er yndislegt myndband með nokkrum strákum sem fara útí náttúruna í sínu heimalandi og ástunda saman jóga.  Til þess að öðlast en meiri lífsorku þá er klikkað að vera útí náttúrunni og ástunda jóga.    Sjáið þetta videó  eða stuttu heimildamynd um þessa fjóra pilta.     https://vimeo.com/109012862

gerplastrákarEn og aftur er ég svo heppinn á mínum jógakennaraferli að fá að leiða hrikalega flotta og orkumikla stráka í jóga í Gerplusalnum.   Gerplukrakkar koma í fastann jógatíma og eru strákarnir mun öflugri en stúlkurnar í mætingu.  Þrátt fyrir að vera í meistarahóp í áhaldafimleikum sem er talin ein erfiðasta íþróttagreinin og útheimtir hrikalegann vöðvastyrk og tækni þá eru krakkarnir að mæta í jógatima til að fá teygjurnar, jarðtenginguna, finna að stundinn er akkúrat hér og nú og það að öndunin skiptir mjög miklu máli – öllu máli.  Öndunartækni sem þeir læra leiðir þá lengra og dýpra í sínum æfingarferli og lífinu sjálfu – ferðalaginu sem við öll erum í.  Strákarnir eru það langt komnir að þeir mæta í jógatímann til að fá slökunina / savasana / dead man’s pose…  jibbý og næsti tími er einmitt djúpslökun eða yoga nidra til að undirbúa þá fyrir keppnistímabilið sem er að byrja n.k. helgi.

savasana gerpla

 

Skilaboð dagsins eru þau að jóga er alls ekki bara eða aðeins fyrir konur nei sei sei nei…  allir geta gert jóga… konur og karlar – stúlkur og drengir – fólk á efri árum og sjúklingar.  Hlakka til að hitta minn hóp af Gerplukrökkunum á morgun – djúpslökun ZZZZZZzzzzz

Manduka_Spring2015_PROlite_Wisdom_Print_5x7

Lifðu lífinu til fulls og njóttu hverrar stundar.  Lífið er núna!

JAI BHAGWAN

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math