Orkubitar

Í gær laugardaginn 8 febrúar var ég með fyrsta námskeiðið á þessu ári. Já þetta líður svooooo alltof hratt.. en ég hef víst sama tímafjölda og þú í sólahringnum það er 24 stundur og það er barasta eins gott að nýta þær allar í eitthvað sem gerir gott fyrir mig, fjölskyldu mína og veröldina alla held ég bara svei mér þá.

Allt sem þú þarft í þessa uppskrift eru fræ; sólblóma, sesam, graskers, hamp og hörfræ (ég kýs gullin) kakónibbur og sætuefni.  Áhöldin eru einföld góður blandari ( kröftugur ) eða kaffikvörn til að mala nibbur og fræin.

ORKUBITAR – RAW

  • 1-2 bollar kakónibbur
  • 1/2 bolli hampfræ ( hampseed / hulled )
  • 1/2 bolli graskersfræ
  • 1/2 bolli sesamfræ
  • 1/2 bolli sólblómafræ
  • 1/4 bolli goji ber
  • 4-6 döðlur leggja í bleiti og klippa niður í uppskriftina eða 3 msk agave  nú eða búa til dölumauk og setja svona 4-6 msk.
  • pínu salt

Stundum set ég pínu kókosolíu líka og eða tahini (sesamsjör) gætir bætt einhverju öðru flottu stöfi útí að sjálfsögðu – leyfðu hugmyndarfluginu að   ráða!

AÐFERÐ:  Mala kakónibbur fyrst og set til hliðar.  Því næst eru fræin sett öll útí og malað.  Setja kakónibbumulningin útí aftur og bæta sætuefni við og þetta verður fínasta kása. Oftast nota ég matvinnsluvélina í frekar en blandarann til að setja allt saman.  En þegar þú hefur smakkað til ef þér finnst vanta meiri sætu þá skellur útí eða salt 🙂 pressar þetta fast ofaní form best að nota ferkanntað og frystir..  getur borðað strax er tilbúið volla.  En geymist lengi vel í frysti og í ísskápnum en þú veist þú verður búin með þetta áður en þú veist af!!!

image

 Hràfæðisorkubitar aðeins úr fræjum!

Njótið, lifðu lífinu lifandi

og umfram allt elskaðu sjálfan þig.

Jai bhagwan

One Reply to “Orkubitar”

  1. Var að gera þessa til að taka með sem nesti í vinnuna. Setti reyndar kako í stað kakónibba og smá kókosolíu til að bleyta aðeins. Jeminn hvað bitarnir eru góðir. Þeir eru það góðir að ég hugsa að ég þurfi að “fela” þá í ísskápnum fyrir tveimur eldri gaurunum mínum ef ég a að fá eitthvað 🙂

    k.v Sandra Dögg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math