Komdu þér í betra form fyrir haustið!

Ágúst ámskeiðin verða svona:

Byrjendanámskeið 

7.ágúst – 30.ágúst
Þriðjud. og fimmtud. 12:05-13:00
Þriðjud. og fimmtud. 16:30-17:30
Verð: 22.000 kr.
Kennari; Gyða Dís

Í þessum tímum verður boðið uppá jóga fyrir byrjendur.  Farið verður í alla þrjá þætti sem tengjast jóga; Öndun (pranyama) Jógastöður (asana) hugleiðslu og slökun Möntrur (dharana)

yoga-men-side-plank2

 

Farið verður rólega af stað en tímarnir geta verið mjög kröftugir. Hér reynum við á alla þætti líkamans, aukum liðleikann á allan hátt, hryggurinn verður liðugri, opnum öll liðamótin betur og náum betri og meiri teygju og liðleika.  Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu, aukinn styrkur og úthald og síðast en ekki síst öðlumst við betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur.

Þegar við byrjum að ástunda jóga markvisst fer ákveðið ferli í gang, leysum úr læðingi „prönuna“ eða lífsorkuna og hreinsun á sér stað í líkamanum, taugakerfið róast, stoðkerfið eflist og öll líkamsstarfsemi verður virkari.  Í jóga fáum við tækifæri til að stíga út úr huganum og leita inná við í hjarta okkar.  Allir geta stundað jóga, krakkar, unglingar, fullorðnir og einnig fólk sem á við veikindi eða fötlun að stríða. Viskan býr hið innra og við verðum meira og meir meðvituð um sjálfan okkur við ástundun jóga.    Skráning hafin.

 

Frísk, fjörug og sterk eftir fertugt.  

2.ágúst-31.ágúst

Ertu komin yfir fertugt? Það skiptir svo sum ekki öllu máli hvaða aldur það er,  en langar þig ekki að vera í þínu besta formi eftir fertugt, eftir fimmtugt eða sextugt?  Vera frísk, fjörug og sterk?

  • Formi
  • Liðug
  • Sterk
  • Kraftmikil
  • Orkumeiri
  • Hamingjusamari
  • Betri í dag en í gær

Svo margar spurningar en um leið þá höfum við ekki mikinn tíma til að stunda líkamsrækt sem hentar mögulega.  Þegar við eldumst viljum við einnig vera í formi.  Í dag er ég í miklu betra formi en ég var tvítug.  Ég er 53 ára, elska líkama minn og næri hann og styrki daglega með jóga og styrktaræfingum.  Ég hef fundið það út að einungis jóga er ekki nóg vegna þess að ég elska mat, elska súkkulaði elska að næra mig og borða en ég þarf á hreyfingunni og brennslunni að halda til að halda mér gangandi.  Ég þarf að æfa minna, færri stundir á dag því ég blanda saman jóga, þreki og tabata / brennsluæfingum með í mína daglegu rútínu.

Hreyfing er góð, öll hreyfing og ég hvet þig til að fara út að ganga á hverjum degi, hjóla eða synda og jafnvel skokka.  En ef þú kemst í jóga þá er það gott og stunda einhverja styrktaræfingar og brennslu til að halda þér og lífsklukku þinni gangandi.

Vertu sterk og ungleg

Ég er mun sterkari og unglegri að innan sem utan heldur en ég var á þrítugsaldrinum. Í alvöru, ég hef að vísu ekki birt myndir af mér opinberlega frá þessum tíma ( hef bara ekki þorað því ) en leyndarmálið er bætt matarræði og hreyfing.  Engin geymvísindi og mig langar svo til að miðla þessu og þessari reynslu áfram..  hvað þú getur gert til að bæta heilsu þína og líkamlegt ástand án þess að æfa í marga tíma á dag.  Þú getur horft á þetta svona í stað þess að æfa í tvær klukkustundir daglega þá gefur þú þér 60 mínútur daglega í 30 daga til að koma inní þetta prógram.  Ef þú ert á leiðinni í frí færðu æfingaplan til að gera og betra er að standa áætlunina og gera sína “rútínu” svo þú getir notið enn meira í fríinu.

Samantekt yfir ávinningin – verðlaun þín:

  • Tíma til að leika þér og vera með fjölskyldunni “your life back”  þarft ekki margar klukkustundir daglega til að komast í form.
  • 30 daga af orkumiklum Shree Yoga æfingum í jógasalnum og heima hjá þér. Byggir upp kviðstyrk, handleggi, fætur. Umbreytingin verður slík að þú getur séð fyrir þér jóga og crossfit set saman.
  • Upphitun í formi Vinyasa yoga flæðis, flæði og jafnvægi í upphafi og í lok tíma.
  • Þol, vöðvastyrkur og brennsla eins og þú hafir æft í nokkra klukkustundir
  • Meira jafnvægi, liðir, stöður og anatomy ( líffræðilegar ) upplýsingar um líkamsbeitingu
  • Dagleg áskorun til að halda þér frá meiðslum.
  • Uppliftandi og áhugasamar ábendingar til betri lífs og sjálfsöryggi
  • Heilsusamlegar ábendingar um matarræði – engar öfgar, engin verður hungraður.  Æfingarnar verða skipulagaðar svo þú getir borðað.
  • Endurhlöðunar “restorative” jógastöður fyrir betri hreinsun eða Detox og meltingu og síðar en ekki síst svefn.  Svefnin skiptir höfuðmáli.
  • Djúpslökun, yoga nidra einu sinni í viku.  Endurröðun á líkama huga og sál.  Algerlega nauðsynlegt fyrir meiri og betri árangur.
  • Hugleiðslu- og öndunartækni sem einfaldlega hjálpa þér að sofa betur og takast á við daglegt amstur.

Fyrir hverja er þetta námskeið?

  • Þið sem viljið spennandi, skemmtilega og kerfi sem virkar
  • Þið sem hafið átt við meiðsli ( er nokkuð góð í að aðlaga og leiðrétta ) æfingameiðsli og eruð að koma ykkur aftur af stað þá er þetta kjörið fyrir þig.  Ekki ef þú hefur átt við alvarleg meiðsli að getur ekki æft á nokkurn hátt.  Þá gætu byrjenda tímar ( kemur inn síðar uppl) hentað betur.
  • Allur aldur yngri sem eldri ( ég hefði viljað slíka tíma þegar ég var á þrítugsaldrinum ) 40 ára og eldri þú getur þetta
  • Allir sem áhuga hafa á jóga blandað jóga, handstöðum og kröftugum æfingu.  Eru upptekin og hafa aðeins 60 mín til að stunda sína hreyfingu.
  • Crossfit og HIIT eða ræktar unnendur sem vilja fá svipað út úr tíminum en hafa minni tíma.
  • Allir sem vilja stunda jóga með styrktarþjálfun
  • Allir sem vilja auka úthaldið og þolið
  • Allir sem vilja halda vöðvastyrk og stykja bein og beinþéttni
  • Detox já þeir sem vilja ná árangri og létta sig og minnka ummálið
  • Allir sem vilja halda áfram að borða sinn elskandi mat
  • Allir sem áhuga hafa á breyttum lífstíl og árangri

Um Gyðu Dís

Gyða Dís hefur kennt frá því hún hóf sinn feril sem jógakennari strax í upphafi námsins hóf hún kennslu í World Class og á eigin vegum og úti í náttúrunni Skógarjóga.  Hefur breytt viðhorfi fólks til jóga og jógaástundunar með því að setja inn fjölbreytileikann, sjá fegurðina í öllu sem er.  Jóga er fyrir alla, hreyfingin er fyrir alla þú gerir það sem þú getur hverju sinni.  Hef lært víða og komið víða við í kennslu meðal annars kennt í World Class, heima í stofu með allavega námskeið í upphafi ferils, kennt Skógarjóga. Kenndi í Heilsuborg til nokkura ára og Hreyfingu.  Hóf samstarf við Gerplu fimleikafélag 2014 opnaði eigið jógastúdíó Shree Yoga í Versölum, Kópavogi.  Námskeið hérlendis og erlendis. Heilsuferðir ~ Jóga- og hráfæðisnámskeið styttri og lengri.  Leitt 7 daga Lúxus Detox “retreat” á Ibiza einnig 4 jógaferðir um landið okkar fallega ísland.

Menntun:

~ 240 RYT Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar Kristmannsdóttur. Júní 2012.

~ 200 RYT Anusara, Shantaya Yoga ~ Jonas Westring. Thailand febrúar 2016.
~ Thai Yoga Bodywork Massage ~ Shantaya Yoga ~ Jonas Westring. Ágúst 2015
~ 560  RYT Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar Kristmannsdóttur. Janúar 2018
~ Ýmsir námskeið, Anatomy, Yamas og Niyamas hérlendis og erlendis

Hvernig virkar þetta?

Byrjum strax 2.agúst næst komandi, þú færð hvatningu á hverjum virkum degi. Gefur þér gjöfina að æfa í jógastúdíóinu Shree Yoga að minnsta fimm sinnum í viku. Hina tvo dagana hefur þú kost á að æfa heima eða í fríinu.

Frí gjöf til þín daglega

Andlegur og uppörvandi stuðningur með áhrifamiklum og gefandi orðum í tímum.  Fréttabréf vikulega og uppskriftir af t.d. dásamlegum söfum og hristingum. Gjöfin verður innblástur fyrir hamingjusamara, heilbrigðara og fullkomin lífsstíl.  Afsláttur af klippikorti í lok námskeiðs.

Byrjaðu strax!

Skráðu þig í frísklegt námskeið strax.  Ef þú ert peningalítil en hefur áhuga hafðu þá samband samt sem áður.  Ég vil allt fyrir þig gera en þú þarft einnig að vinna vinnu þína og mæta í tíma, ástunda heima eða í fríínu og mæta öflugri og sterkari þú daglega í þín dagleg störf og vinnu.

Hlakka mikið til að vinna með þér. Hér kemur inn fljótlega linkur til að kaupa námskeið beint á netinu.

Verði fyrir 30 daga námskeið er krónur 35.ooo.- aðgangur í alla tíma í töflu.  Fastur tími námskeiðs eru þessir

Mánudagar, Miðvikudaga og Föstudagar 6:30-7:30

Þriðjudaga og Fimmtudaga 6:30-7:30

Laugardagar 9:30-10:30

AYURVEDA

Ayurveda og jóga

8. ágúst – 31. ágúst 2016
Miðvikudaga kl: 17:-19:30 lokaðir tímar.
Mæting í morguntímar, hádegistímar og kvöldtímar ( opin tafla )
Verð: 25.000 kr.
Athugið Takmarkaður fjöldi.
Kennari; Gyða Dís

Umbreyting til hins betra með jurtum, jóga og breyttum lífsstíl.námskeið

Hvað er Ayurveda?
Ayurveda eru systurvísindi jóga, hið forna og hefðbundna form læknisfræðinnar á Indlandi. Ayurveda eykur skilning okkar og ábyrgð á eigin heilsu og að ná jafnvægi með einstaklingsmiðaðri næringu og lífsstíl. Það er tilhneigin innan þjóðfélags okkar að telja að heilsa sé sú sama fyrir okkur öllm sértaklega þegar við tölum t.d. umfæði. En það er kannski ekki alveg rétt, það hentar okkur ekki öllum það sama, við lítum mismunandi út, skoðaðu í kringum þig. Kannski hentar þinni Dhosu/líkamsgerð að borða heitan mat þegar það hentar öðrum einstaklning að borða kaldan mat og svo framvegis. Við erum nefnilega öll mismunandi og þurfum því mismunandi hluti til að haldast hraust, líkamlega, tilfinningalega og hugarfarslega.

Hvað læri ég á námskeiðinu?Þú munt líta á sjálfa þig, líkama þinn og venjur þínar á algjörlega nýjan hátt. Þú munt læra að þú raunverulega hefur valdið og getuna til þess að leitast við að lifa heilbrigðara og hraustari lífi með því að skoða Ayurveda ~ Lífs Vísindin.

• Læra hvað Ayurveda er
• Kynnast þinni eigin líkamsgerð ~ Vata ~ Pitta ~ Kapha
• Læra daglega rútínu til að halda betri heilsu og jafnvægi með jurtum og mat ( innifalið er máltíð )
• Jógastöður sem koma jafnvægi á þína líkamsgerð
• Læra sjálfsnudd
• Læra hvernig má halda líkamanum skýrum og hreinum í gegnun “Neti”

Þú getur lesið meira um Ayurveda ~ Lífsvísindin hér á blogginu ( eldri færsla )

 

 

Man kind of spices in wooden bowl and spoons

Öllum námskeiðum er frítt í alla opnu tímanna í töflunni.  Kíkið á töfluna sem er að fæðast.  Nýjir tímar ofl. skemmtilegt!

Svo er auðvitað gott að skutla sér í Salarsundlaugina eftir dýrðar jóga og slökunartíma.  Ef spurningar vakna hafðu endilega samband, sendu mér tölvupóst [email protected]  eða hringdu í síma 822 8803

 

HANDSTÖÐUR OG UNDIRBÚNINGUR MEÐ GÓÐUM LEIÐBEININGUM

Lærðu gruninn, komdu á “örnámskeið”  3 skipti með fimleikaþjálfara til að gefa ráðin og hvað skal styrkja og byggja upp.

1.ágúst -3 ágúst

Verð krónur 10.000-

frítt í alla opnu tíma í töflunni.

 

 

 

 

 

SKRÁNING Á ÖLL NÁMSKEIÐ

[email protected]   eða hringdu og heyrðu í mér í síma 822 8803.

Vonandi finnur þú eitthvað spennandi – hafðu endilega samband og  fylgstu með – sendu skilaboð ef þú hefur áhuga og eða vilt frekari upplýsingar.  Verð og meira til kemur inn í næsta mánuði.

Jóga- og heilsuferðirnar á sínum stað

Bjarnarfjörður haust 2018

Ibiza vor 2019

Spánn haust 2019 (nýtt !! uppl koma inn fljótlega )

Og svo er bara um að gera fylgjast með tilboðum í litlu jógasjoppunni

50%afsáttur af völdum kdeer leggings nýjar koma inn daglega til mánaðarmóta.

Jai bhagwan

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math