You are a unique being. You have a unique talent and a unique way of expressing it. There is something that you can do better than anyone else in the whole world–and for every unique talent and unique expression of that talent, there are also unique needs. When these needs are matched with the creative expression of your talent, that is the spark that creates abundance. Expressing your talents to fulfill needs, creates unlimited abundance.  ~ Deepak Chopra

Marokkó bakaðar rauðrófur með granateplum, þurrristuðum pistasíum og balsamik gljáa. Auðvelt, hollt og hreint fæði úr plönturíkinu á diskinn þinn! En hvet þig til að lesa þennan pistil um NITUROXIÐ.

Ég hef mikinn áhuga á hreinu fæði úr plönturíkinu, fegurðinni og jú hvaða áhrif fæðið hefur á líkamann. Ertu ekki sammála með forvitnina til dæmis af hverju ættum við að borða rauðrófur eða granatepli? 

Ég skal segja þér af hverju.

Ákveðnar frumur í æðaveggjunum framleiða nituroxíð sem gegnir stóru hlutverki við stjórnun blóðflæðis um líkamann. Framleiðsla á nituroxíði er lykillinn að góðri efnaskiptaheilsu vegna þess að það gegnir mikilvægu hlutverki við að flytja súrefni til vefja líkamans. Áhrifa nituroxíðs gætir víða. Það hefur áhrif á kyngetu og það hversu orkumikil við erum svo eitthvað sé nefnt. Vísindamenn við Emory Læknaháskólann komust að því að skýringin á því að regluleg hreyfing og æfingar auka verulega líkurnar á að lifa af hjartaáfall hefur með nituroxíð að gera. Líkaminn framleiðir nituroxíð á meðan æfingum stendur og magn þess eykst í æðum og sér í lagi hjartanu. Líkaminn er vissulega alltaf að framleiða nituroxíð en áhrifin af æfingum verða þess valdandi að meira magn nituroxíðs er framleitt og það er m.a. til staðar í hjartanu. Nituroxíð er þannig talið eiga að minnsta kosti þátt í þeim verndandi áhrifum sem æfingar hafa á hjartað og blóðrásina. Fleiri þættir hafa vissulega þar áhrif. Verndandi áhrif nituroxíðs á heilbrigði hjarta- og blóðrásarkerfisins eru hins vegar tímabundin sem þýðir að fólk þarf að æfa reglulega. Ef hætt er að æfa dvína áhrif nituroxíðs. – (Circulation Research, útgefið á vefnum 4. Maí 2011)

Nituroxíð er efni sem líkaminn framleiðir sjálfur en með hækkuðum aldri minnkar framleiðslan á þessu mikilvæga efni. Einnig getur lífstíll haft áhrif á framleiðsluna, svo sem slæmt mataræði, reykingar og fleira.  Langtíma streita og álag eru einnig stórir þættir og hafa neikvæð áhrif. Það skiptir eiginlega ekki máli á hvaða aldri við erum, flestir hafa gott af því að auka magn þessa nauðsynlega efnis í líkamanum.  Neföndun er gríðarlega mikilvæg til að auka framleiðslu á Nituroxíð. 

Merkileg niðurstaða sem ég komst að í rannsóknarvinnu minni um Nituroxíð er í nýlegum vísindagrein er talið að Bhramari pranayama

öndunartækni “humming” geti aukið Nituroxíð um allt að helming. Svo ekki vanmeta öndunaræfingar – PRANAYAMA. Öndun er lífið sjálft um leið og síðasti andardrátturinn er tekin tæmist líkaminn af PRÖNU lífsorku.  

Rauðrófur innihalda andoxunarefni sem kallast alpha-lipoic acid, sem getur stuðlað að lækkun á glúkósa, aukið insúlínnæmi og komið í veg fyrir oxandi streituáhrif hjá þeim sem eru með sykursýki. Að auki getur alpha-lipoic acid haft jákvæð áhrif á úttaugakerfið.  Í rauðrófum er mikið af trefjum, en þær stuðla að góðri og reglulegri hægðalosun. Í rauðrófum er einnig kólín, sem er mikilvægt næringarefni sem stuðlar að betri svefni, vöðvahreyfingum, auðveldar nám og eykur minnisgetu. Kólín stuðlar líka að því að viðhalda formgerð frumuhimnunnar, hjálpar til við sendingu taugaboða, á þátt í upptöku á fitu og dregur úr krónískum bólgum.Í ljós hefur komið við rannsóknir að rauðrófusafar bæta súrefnisupptöku vöðva við æfingar og geta aukið æfinga úthald þeirra sem stunda íþróttir. Að auki geta þeir sem eru með hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarfæra- eða meltingarsjúkdóma, bætt mjög dagleg lífsgæði sín með því að auka súrefnisupptöku með rauðrófusafa.  

Svo eru það granateplin ~ talandi um liti og fegurð. 

Granatepli eru safarík, stútfull eða innihalda mikið magn af pólýfenól andoxunarefnum sem og nítrötum sem hafa æðavíkkandi eiginleika. Auka blóðflæði og skila súrefni til vöða.  Jæja þá er ég ekki búin að auka áhuga þinn örlítið ( það er að segja ef þú ert enn að lesa þessa færslu ) á rauðrófum og granateplum?  Var með þessa útfærslu í einu af hátíðarmatar upplifun í nóvember.

UPPSKRIFT  fyrir  4-6 og tekur um það bil 10-15 mínútur að undirbúa.

  • 2-3  meðalstóðrar rauðrófur – hreinsaðar og skornar í þunnar sneiðar eða litla bita. Má borða hýðið en þá hreinsa það og skrúpa mjög vel.
  • 2 msk. Hrein olífuolía 
  • 1 msk. Balsamik 
  • ½ tsk. Cumin fræ
  • ½ tsk. Fennel fræ
  • Salt
  • ½ tsk malaður pipar

Balsamik gljái

  • ½ bolli balsamik
  • 1 tsk. hlynsýróp

Toppar með 

  • ½ bolla granatepplum
  • ¼ bolli þurristaðar pistasíur
  • 1 msk. Appelsínubörkur lífrænt hreinsað
  • 1 msk. Ferskar kryddjurtir t.d. Mynta eða kóriandar

AÐFERÐ

Hita ofnin 280°  – Rauðrófur, olífuolía, balsamik kryddjurtir allt sett í ofnplötu hræra vel gott að leyfa marenerast í klukkustund stinga inní heitann ofninn og hræra í annað slagið.  Tilbúið þegar þú finnur mýktina ca 35-40 mínútur.  Gott að stinga í rauðrófu með gafli þá sérðu hvort er tilbúið. 

BALSAMIK GLJÁI

Hlynsíróp og balsamik sett í lítinn pott og hitað á lágum hita i ca 20 mín þá tilbuið (athugið að brenna ekki). Þegar rauðrófur eru tilbúnar þá setja í fallegt fat, hella balsamik gljáa yfir, granateplunum og pistasíunum.  Skreyta með appelsínuberki og kryddjurtum.

Auðvitað er ég spennt að heyra hvernig þér líkar við þennan rétt, fallegur sem aðalréttur en dýrlegur á hátíðarborðið með hvaða hátíðarsteik sem er.

Það eru að sjálfsögðu enn fleiri ástæður til að rannsaka hvað þú getur gert til að auka Nituroxið í líkama þínum í átt að betri heilsu. 

Gangi þér vel og hlakka til að heyra viðbrögðin þín yfir þessum dýrindis rétti. Honum var mjög vel tekið í hátíðar matarupplifun og óskuðu allar eftir uppskrift.

Jai bhagwan 

Gyða Dís