Vertu breytingin ~ þú og aðeins þú getur bjargað sjálfum þér ~ engin annar!

“No one saves us but ourselves. No one can and no one may. We ourselves must walk the path.”
―Buddha   

Árið 2017 var viðburðarríkt og skemmtilegt.  Nú höfum við hinsvegar tekið á móti nýju ári, nýjum stefnum og örugglega markmiðum og mögulega áskorunum.  En fyrst og fremst verðum við að vera meðvituð um okkur sjálf.  Meðvituð um okkar eigin getu og líkamsástand.  Ef einn getur gert 100 armbeygjur í einu og annar 5 armbeygjur hámark þá eru báðir aðilar að toppa sig og í sínu 100% besta formi miðað við stund og stað!  Já sorry þannig er það en hinsvegar getur þú byggt upp þolið, styrkinn og ákveðnina.  Hvernig ætlar þú að standa við þín markmið og áskoranir?  Byrjaðu hægt, vertu staðfastur/staðföst, hafðu reglufestu og reglu á þínum daglegu venjum.

  • Vaknaðu alla morgna á sama tíma, farðu á sama tíma að sofa öll kvöld..
  • Andaðu já í alvöru taktu djúpar og góðar öndunaræfingar, með því ertu að styrkja frumurnar þínar og miðlar orkunni um allann líkaman
  • Húðburstun á morgnana,  örvar blóðstreymi til húðarinnar og fjölgar húðfrumum því örar, burstunin hreinsar dauðar húðfrumur og örvar sogæðakerfið og hjálpar þannig líkamanum að losna við eitur- og úrgangsefni úr líkamanum.
  • Ef þú hefur möguleika á að hefja daginn á örstuttu skokki innan dyra eða úti er það frábært.
  • Að sippa er einnig góð æfing og hjálpar til við að nudda sogæðakerfið og hreyfa við frumum og hjálpar að losa þig við bjúg.
  • Farðu í viðsnúna stöðu * æfðu þig í Halasana ~ Plóg,  Sarvangasana ~ Herðastöðunni eða Sirsasana ~ Höfuðstöðunni
  • Hvíldu þig, taktu 10 mínútur á dag í Savasana ~ líkstöðunni eða hinni frábæru stöðu Viparita Karani ~ fætur upp við vegg.  

Hér er slóð á eldri grein  Viðsnúnar stöður 10 ástæður til að gera daglega

Í ayurveda fræðunum er talað um reglufestuna.  Nennan er ekki alltaf með í liði og auðvitað er kannski bara gaman að fara út á kvöldin, hitta fólkið þitt eða horfa á góða bíómynd.  Ég skora hins vegar á þig að reyna á þinn eigin ásetning með það eitt að fara sofa á sama tíma alla daga um helgar líka!

Janúar áskorunin í Shree Yoga hófst í gær…. þú getur dottið inn í dag ef þú hefur tök á þvi.  Jóga í 31 dag alla daga í janúar mánuði.  Ég er með hastagið #janúaráskorun #31

Sunnudagstímar bættust við í stundatöfluna tímarnir eru klukkan 11-13:00 tveggja tíma Anusara jógatímar!  Klikkað gaman og alltaf kviðæfingar og viðsnúnar stöður / kennsla.

Sjáumst í salnum og munið litlu jógasjoppuna.

Jai bhagwan

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math