04 Jan

Tímatafla 2017

Hæ elsku þið öll og takk fyrir að vera þið og leyfa mér að fylgja ykkur.  Ég ætla ekkert að kvarta undan tímaleysis en nú er bara að ná sér í skipulags bókina fyrir árið 2017 og græja örlitla stund til að skrifa blogg.

Jólahátíðin fór friðsamlega fram, ég náði mér í þetta fína kvef og er að jafna mig á því en það eftirminnilegasta er “workshopið” sem ég var með á milli jóla og nýjárs.  Anusara 5 daga “intensive” workshop sem hófst á því að gestakennari kom og startaði herlegheitunum.  Anusara jóga er dásamlegt, jóga hjartans að finna það góða í öllu sem er.  Leyfa sér að vera þar sem maður er og bara nákvæmlega eins og maður er þá og þá stundina.  Ég er heppinn já alveg ljónheppin að hafa svona yndislegt og gott fólk í kringum mig og þið sem komið til að stunda jóga og leyfa mér að fylgja ykkur og sjá ykkur styrkjast og þroskast í ykkar ástundum er algerlega ómetanlegt.  Ég get sagt stolt frá því að litla jógabúðin er að gera góða hluti og Shree Yoga nafnið verður ársgamalt nú í byrjun árs.  Það er nú samt þannig að ég var auðvitað löngu byrjuð að leiða jóga á staðnum en nafnið kom aðeins síðar og er ákaflega ánægð og stolt af því – enda leitast ég daglega við að vera SHREE ~ sem merkir meðal annars; góðvild, glitrandi fegurð í öllu sem er og að sjá það góða.

Námskeiðin hefjast öll 16. janúar n.k. og það verður ansi margt í boði.  Meðal annars

Byrjendanámskeiðin

Anusara námskeið

Ayurveda & jóga

Jóga og hráfæðishelgi  3 daga ferð – 10,11 og 12 mars n.k. staðsetningin verður á Vesturlandi, kemur nánar inn fljótlega ( takmarkaður fjöldi og þegar byrjað að skrá á námskeiðið)

Á þessu ári 2017 koma erlendir gestakennarar með dagsnámskeið, tveggja – þriggja daga námskeið og svo 2 klst námskeið sem verður nú á mánudagskvöld 9.janúar 2016.  Þá mun Rob sem er snillingur og mikill þjálfari fara í Body mobility æfingar ~ animal flow og bara kenna að nota líkama sinn.  Skráning hafin hér verð krónur 3000-

Mobility Development  9. janúar kl: 20-22:00

A seminar providing you with the chance to experience a new level of techniques for body maintenance and increasing your functional aptitude.

Rob Bozada; Nike Trainer, FRC Mobility Specialist, FRC

KINSTRETCH Instructor, and

VC Personal Trainer

~~~~

Gott í bili en kíkið á töfluna hvað varðar aukninguna og nýr tími á laugardögum – sá gamli verður á sínum stað.  En ég er aðeins að fikra mig áfram hvernig ykkur líkar með kvöldtíma – mun taka út tíma sem lítil eða engin mæting er í en vona þetta verði allt í gangi krakkar!!!

Nýja tímataflan hér

Nánari upplýsingar um námskeiðin hvert og eitt kemur bara inn á morgun þegar ég er búin að kaupa mér skipulagsbókina 🙂

Jai bhagwan.