Fæ þessar spurningar oft; hvað er Anusara yoga, Prana Power Yoga og Hatha yoga??  Hver er munurinn?  Setti saman lýsingu sem er þó ekki tæmandi svo þú fáir nokkurskonar hugmynd um hvað tímarnir eru.

ANUSARA 

Það má segja að í Anusara jóga erum við alltaf að leita og kafa eftir því góða og hinu guðdómlega hið innra með okkur.  Sjá það góða í hverjum og einum til þess að öðlast færni til að sjá og finna það hjá sjálfum sér. Meðal annars með því að; vekja upp hjartastöðina og meðvitundina, stöðugleika og gleðina hið innra. Gleðin endurspeglast, hún og leyfir hjartanu þínu að skýna eða glitra þessu góða út í samfélagið og alheimin. Það er mjög mikil áherslu á hvernig líkamsstaðan er, jógakennari aðstoðar og leiðréttir nema í tímum. Ávinningurinn er að nemandinn öðlast góða meðvitund um líkamann sinn og fer öruggur í jógastöður, nær enn meiri opnun og tengslum við sjálfan sig og jógastöðuna sem kennarinn leitast við að koma nema í með virðingu fyrir hverjum og einum og þú ert alltaf á þínum eigin forsendum og enn og aftur hlustar á líkama þinn.  Með djúpri virðingu fyrir því liðna, ósk um bjarta framtíð með þakklæti og kærleika fyrir því sem er.Anusara jógakerfi er heilandi og heillandi kerfi hentar öllum stigum.

PRANA POWER YOGA

Er í raun allt jóga sem ég kenni.  Leitumst ávalt við að byggja upp Prönuna eða lífskraftinn.  Prana er lífskraftur eða lífsorka og er í öllu sem er.  Segi stundum “prana er lífið og lífið er prana”  vegna þess að þar sem engin prana er er ekkert líf.  Prana er í öllu sem lifir dýrum, plöntum og mönnum.

Þessir tímar byggja svo sannarlega á Hatha yoga eins og allt jóga gerir.  Legg áherslur á öndun, hugleiðslu, styrk og kraft. Ýmsar grunn jógastöður t.d. fjallið er margoft tekið fyrir viku eftir viku til að minna á hversu raunveruleg staðan er og hvað staðan gerir fyrir þig og undirbýr þig fyrir aðrar erfiðar og úthaldsmeiri jógastöður.  Viðsnúnar stöður, undirbúningur fyrir drottningu allra jógastaða sem er herðastaðan nú og svo einnig fyrir konung allra jógastaða sem er Höfuðstaðan.  Við leitumst ekki eftir útkomunni heldur hvernig þér líður í jógastöðunni, hvernig ber þú þig að, hvert ferðalagið þitt er og hvernig það er.

Þú getur valið um kröftuga PPY tíma, morgun tímar og hádegistímar.

JÓGAFLÆÐI 

Jógaflæði seinniparts tímar eru grunnur 1 og 2.  Allir velkomnir í þessa tíma, hér er farið hægar yfir, hver staða skoðuð og sýnd.  Í öllum jógatímum notumst við við “props” eða aðstoðarhluti svo sem kubba, strappa eða púða.  Þeir sem eru lengra komnir eða hafa stundað jóga í töluverðan tíma finnst gott að koma í Grunn aftur og aftur til að minna sig á áhersluatriðin og fara rétt í jógastöðuna.  Þessir tímar henta vel byrjendum og já lengra komnum, ég legg alltaf áherslur á mikilvægi Öndunar (pranyama) Jógastöður (asana) hugleiðslu og slökun Möntrur (dharana) í öllum tímum.

JÓGA FYRIR 60 ÁRA +

Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins.  Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, liðleik, hugleiðslu og slökun. Jóga fyrir 60+ hentar vel þeim sem vilja auka vöðvastyrk, hægja á beinþynningu, ná betra jafnvægi og auka úthald við dagleg störf.  Hér þarftu ekki að vera orðin 60 til að koma í tímann.  Ef þú hefur átt við langvin veikindi að stríða og ert að koma þér af stað aftur þá henta þessir tímar þér vel.  Auðvitað geta tímarnir verið kröftugir en alltaf innan ákveðinar marka.

Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
 Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
 Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.

SÚKKULAÐI & JÓGA

Hráfæðis súkkulalaði og jóga….  geggjað að gera þitt eigið konfekt og eiga mola í skápnum.Næring fyrir þig… ofur næring fyrir líkama og sál. Lærðu af hverju þú ættir að borða dökkt súkkulaði fyrir heilsuna þína… Á námskeiðinu verður farið yfir meðal annars:

* Ofurfæðan súkkulaði og heilsueflandi áhrif þess á líkamann.

  • Vísindin á bakvið kakóbaunina, næringarefni og virk efni.
  • Áhrif súkkulaðis á geðið, þyngdarstjórnun, hjarta-og æðakerfi..
  • Sætuefni og hráefni til að nota í súkkulaðigerð og heilsubakstur
  • Kvöldnamskeið /  Dagsnámskeið

* Uppáhalds súkkulaðiuppskriftirnar mínar:

– konfekt, kökur og fleira gómsætt

* Allir þáttakendur fá súkkulaðiglaðning með sér heim

Þátttakendur fá súkkulaðiuppskriftir,

YOGA NIDRA & YIN YOGA   EÐA   DJÚPSLÖKUN & DJÚPTEYGJUR

Yin Yoga er tilvalið til að efla núvitund og styrkja orkubrautirnar og líffærin. Í Yin Yoga er asana/jógastöðu haldið í 5 – 10 mínútur sem hefur styrkjandi áhrif á bein og bandvef og opnar fyrir orkuflæði í líkamanum.  Frábær leið til að auka einbeitingu og liðleikann og um leið er það hugleiðsla inná þau svæði sem við erum að opna.  Tíminn byrjar á 25 mínútna Yin æfingum og svo er það Yoga Nidra.

Jóga Nidra er forn jógaástundun sem hefur notið vaxandi vinsælda í hinum vestræna heimi á liðnum árum. Ekki síst vegna þess að aðferðin losar um streitu og spennu sem fylgir auknu álagi, hraða og annríki nútímamannsins.

Nidra þýðir svefn, en ólíkt svefni er Jóga Nidra meðvituð, djúp slökun, mætti líka kalla liggjandi hugleiðslu. Í Jóga Nidra er leitt í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna, þar sem engin streita býr og fullkomin eining ríkir.  Þessi djúpa slökun hjálpar við að losa um spennu og hindranir hugans sem geta dregið úr okkur í daglegu lífi.

Streita er undirliggjandi orsakaþáttur í mörgum sjúkdómum. Hún getur birst í mismunandi myndum og er stundum svo samofin tilverunni að við tökum jafnvel ekki eftir henni fyrr en hún er farin að valda vandamálum. Jóga Nidra er ein af mörgum aðferðum að vakna til vitundar!  Þú gefur líkamanum leyfi til að heila sig, náð jafnvægi og losað um streitu, kvíða og órólegar hugsanir. Þessi tækni hentar hraustu fólki við að takast á við mikið álag og getur hjálpað veiku fólki til að losna við sjúkdóma.

ÖNDUN & HUGLEIÐSLA