Þegar þú hugsar um að fara í jóga- og heilsuferð verður þú þá óttafull?

Hvað hugsar þú um þegar þú heyrir um jóga- og heilsuferðir.  “Retreat” ?  Að það sé mögulega mikill agi, kröfuharka, hræðilega erfitt mataræði, gras í öll mál og mikil vinnusemi eða kapp að vera bestur í armbeygjukeppni?  Hér eru ástæður fyrir því að þetta er ein besta leiðin til að taka frí og kúpla sig frá daglegu amstri.  Leyfa líkama, sálinni og huganum að jafna sig fyrir komandi tíð.

Jóga ferðir eru fyrir alla, í alvöru þá eru einstaklingar sem halda það að svona ferðir séu aðeins fyrir þá sem eru í jóga á hverjum degi, komast í handstöðu, fulla brú, og allar þessar erfiðu jógastöður.  Eða geta setið daginn út og daginn inn í setstöðunni LOTUS, með krosslagðar fætur sem margir eiga hreinlega erfitt með.

Mér finnst svolítið skondið að setja þetta upp svona og langaði að leyfa þér að kíkja á þessar hugsanir og hvað finnst þér.

Tækifærin mín að taka frí “alein” eru ekki mörg yfir árið, kannski ein vika á ári, svo ég óttast heraga, brjálaðar æfingar.  Ég þarf hvíldina!

Já komdu þá í jóga- og heilsuferð með Shree Yoga.  Dagarnir byrja á Öndun og hugleiðslu.  Jógaflæði sem hentar öllum, krefjandi já stundum og þér mun einungis líða brjálæðislega vel og fallega inní daginn.  Svo er nægur tími til að leggja sig, fara í flot ( sundlaugina ) og erlendis t.d. á Ibiza að leggjast í sólbað ~ hvað er dásamlegra?

Svo er það maturinn, sumir eru hræddir við breytingar en aðrir spenntir.  Sumir telja að frí sé einmitt þá sem maður má og á að borða hvað sem er!

Nei þú þarft alls ekki að vera hrædd við matarræðið. RAW food, hreint matarræði, upplifun, og engin neyðir þig, þú borðar það sem þér þykkir gott, öllum þykir þessi matur góður og skemmtilegt ferðalag og reynsla.  Sjá hvernig slíkur matur og desertar, súkkulaði ofl. fari í þig og þína meltingu.  Það fer engin hungraður heim, það skemmtilega er að allir fá uppskriftir og leika sér með hráefni þegar heim er komið.

Ég er ekki nóg, ekki nag fit til að taka þátt!  Hver hugsar ekki svona?

Þetta er einfalt, þú hugsar alltaf um eigin getu. Engin er að dæma engin horfir á jógadýninu við hlið sér.  Fólk hefur verið í allavega ásigkomulagi t.d. ný stigið upp úr erfiðum veikindum.  Í fyrra í Bjarnarfirðinum voru einstaklingar sem gerðu ekkert í jógatíma þ.e. gerðu ekki jógastöður nema þá SAVASANA – slökunarstöðuna alla tímann, heilu 2 klst. og upplifðu samt sem áður mikilfengleikan, því líkami þeirra fór á flug, sofnuðu ekki, innkirtlakerfið og ónæmiskerfið styrktist og batin kom hægt og sígandi hjá þeim einstaklingum.  Við hlustum alltaf á okkar eigin þarfir og liðkamsgetu.  Engin er eins og ÞÚ ert alveg nóg!

Ég þekki engan!  Þetta er það dásamlegasta við svona ferðir að fara einn og þekkja engan.

Allir eru sammála um að jógaferðirnar eru svo heillandi á margan hátt.  Þú kynnist öðrum dásamlegum mannverum á allt annan hátt, sattviskan og dásamlegan hátt.  Það myndast magnaður vinskapur á meðal jóga eða einstaklinga í svona ferð. Ekki vera hrædd um að koma ein, það er þroskandi og einn betri parturinn af ferðalaginu.  Kynnast sjálfum sér á nýjan hátt í nýju umhverfi.

Okey, ég er samt ekki tilbúin til að sofa “hjá” ókunnugum!

Nákvæmlega en þú getur að sjálfsögðu verið ein í herbergi.  En mæli með því að vera með öðrum til að kynnast fólkinu og ná betri tengslum.  En ef það er alls ekki fyrir þig og þú þarft á hvíldinni að halda þá auðvitað tekur þú einstaklingsherbergi.

Það er allt of dýrt fyrir mig að fara í svona heilsueflandi jógaferð.

Já við reynum að lágmarka allan kostnað.  En taka þarf með í reikninginn þú eyðir engu í mat,  allt er innifalið.  Morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur.  Snarl og te og súkkulaði inná milli máltíða. Aðstaðan er alltaf eins góð og kostur er í Bjarnarfirði er einkasundlaug, náttúrulaug stór sem er dásamleg til að fljóta í, flothettu getur þú fengið að láni, gisting er góð, jógaaðstaðan er frábær öll aðstaða er 100% fyrir svona heilsuhelgi til að kúpla sig út úr daglegu amstri, byggja upp þrek og þol, bæta meltingu, bæta svefn.  Nuddarar verða með í ferð og hægt verður að fá nudd bæði í vatninu og á nuddbekk og það pantar þú og sérð um þann kostnað.  Verðum að reikna allt með inní dæmið.

Hvað finnst þér, nú getur þú verið óttalaus og kannski hugað að slíkri ferð til að næra huga, líkama og sál.  Komdu með Shree Yoga býður uppá ferð í Bjarnarfjörðin 4-7. október n.k. og það er eitt tveggja manna herbergi laust.

Hafðu samband ef þú vilt fara út fyrir þægindaramman og skella þér í heilsuferð hérlendis eða erlendis.  Næsta verð til Ibiza verður í apríl og mai 2019.

Hlakka til að heyra í þér

Kærleikur og ljós til þín, Gyða Dís s: 822 8803  eða [email protected]

JAI BHAGWAN

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math