Svadhyaya: Sjálfsvitund og samúð

Ferðalagið okkar er margslungið, já margslungið er skemmtilegt orð sem minnir mig á ömmu mína, alla vega krókar, hæðir og lægðir, hindranir, krossgötur, stórfenglegt, orkumikið, gefandi og dásamlegt.  Allir upplifa sitt ferðalag á einhvern máta og jú flest allir ef ekki allir ganga í gegnum hindranir í lífinu og yfirstíga þær hindranir á sinn máta, finna réttu leiðina og hlusta á hjartað.  Lífið er í raun heilmikil afrakstur og vinna að komast af, halda sér heilbrigðum í ferðalaginu

Svadhyaya er fjórða Niyaman,  gengur út á sjálfsskoðun og sjálfsvirðingu. Innri rödd Svadhyaya er ekki þessi sem segir; hey þú hefðir nú getað gert þetta betur eða þú ert nú meiri asnin, afhverju sagðir þú þetta? Já eða “hey ég átti langbestu handstöðuna í tímanum í dag”. Skoðum okkar innri mann og hvað hann hefur að geyma. Temjum okkur góðvild SHREE sjá allt það fallega í öllu sem er í okkur sjálfum einnig. Verum samúðarfull gagnvart okkur sjálfum og sýnum okkur virðingu og lífið verður miklu betra.

Þegar ég ákvað að fara til Thailands til frekari jóganáms í byrjun árs 2016 og um leið að vinna í sjálfri mér og fjárvesta í aukinni þekkingu á jóga, vera ein og fjarri mínum nánustu.  Ég hóf kennaranám í Anusara Jóga sem er jóga hjartans “open up to Grace  ~ flow with grace”  finna það góða í öllu.  Mig langaði mikið til að læra meira um Anusara þar sem ég var heilluð af tækninni sem mentorinn minn Jonas Westring notar.  

Mig þyrstir í að læra meira í Anusara undir leiðsögn Jonasar.  Þú útskrifast með kennara réttindi 200 RYT. Fyrsta skrefið er að útskrifast sem Anusara Elements jógakennari. Vinn þannig í tvö ár og því næst er að sækja um að vera “Anusara  – Inspired Techer” sem ég er að sjálfsögðu að vinna í en það krefst ótrúlega mikils sjálfsvilja og festu.  Vera ávalt við kennslu, finna fyrir því að maður þróar og  stækkar sviðið sitt,  þroskast sem kennari, kynnast sér og sínum innri mann.

Ég mun því kenna einu sinni í viku Anusara tíma sem verða 90 mínútna tímar og líklegast munu þeir vera áfram á laugardögum kl. 10 -11:30.  Þemað er mismunandi fyrir hvern tíma, sungin innsetning ( þið þurfið þess ekki ) Miklar áherslur eru lagðar í líkamsbeitingu í jógastöðunum.  Bara grunnstaðan t.d. grunnfjallið.  Staðsetning á fótum, tær og hælar, innanverðu jarki og utanverðu.  Draga orkuna upp finna fyrir vöðvunum, beinunum og finna kraftinn í grunnfjallinu.  Það er bara magnað krakkar.  Ég var auðvitað heilluð, hef alltaf kennt þannig að ég legg og hef alltaf gert lagt mikla áherslu á að leiðrétta og laga í stöðunum.  Ekki endilega fara sem dýpst og pína sig áfram… nei við eigum aldrei að pína.  Við finnum okkar mörk, þú gerir hverju sinni þína 100% jógastöðu og við höfum leiðbeiningarnar og reynum að nálgast stöðuna eins og útskýringarnar eru.  Ég get mögulega verið að laga og leiðrétta einn jógann í salnum, notað þrýstipunktana, innsnúning og útsnúning, herðalyftu og koma við og lyfta upp úr mittinu ofl.  en allir í salnum finna að ég er að leiðrétta hvern.  Anusara jógakennsla felst mikið í því að tala fólk inní jógastöðurnar en ekki gera þær og leiða þannig inn, það er töff, miklu erfiðara en að gera jóga með jógunum allann tímann hvort sem hann er 60, 75 eða 90 mínútna tími, trúið mér!  En það er líka skemmtileg reynsla, skemmtilegt ferðalag og þegar ég var útí Thailandi upplifði ég mig algerlega vanmáttuga stundum þegar átti að leiða tíma, kenna á ensku og leiða í gegnum tíma án þess að sýna jógaæfingarnar.  En ég komst yfir þessa hræðslu, komst yfir það að halda ég talaði slæma ensku og komst yfir það að þurfa ekki að sýna allar jógastöðurnar.  Heitið á jógastöðunum þarf að vera fast í minni, ensku  og íslensku heitið og helst Sanskritar heitið.

Það sem ég vildi aðeins útskýra með þessu bloggi er hvað Anusara jóga er og til þess að sækjast eftir því að vera Inspired Anusara jógakennari þarf ég að taka upp nokkra jógatíma og senda á mentorinn minn og hann mun yfirfara og senda svo á  Anusara Yoga School of Hatha og Yoga Alliance. Þetta verður spennandi ég mun byrja taka upp í sumar, en þið elsku jógar eruð ekkert endilega í mynd, kannski mögulega þegar ég er að aðstoða ykkur, en aðallega hvernig ég leiði tímann ( ekki vera hrædd – ég mun auðvitað láta ykkur sértaklega vita af því ) svo er bara svo hallærislegt að heyra í sjálfum sér í mynd og hálf asnalegt að fylgjast með sér í upptöku!!!   Ennnnn við græjum það – þetta verður engin hindrum.

“Yoga is the journey of the self, through the self, to the self.” — The Bhagavad Gita.

En jóga er ekki jóga ef þú stúderar ekki Yamas & Niyamas úr jógasútrum Patanlai’s hin áttfalda leið jógans. Sumir kalla Yamas og Niyamas “10 boðorðin í jóga” Engin sem stundar jóga af einhverju alvöru kemst hjá því að rekast á Yamas og Niyamas.  Leiðin sjálf til sjálfsvirðingar og hamingju, leitast við að lifa lífinu án ofbeldis, hreinleiki, fara ekki með fleipur, vera sannur sjálfum sér og öðrum, borða hollan mat.  Góð lýsing er að samaeina huga líkama og sál – jú það er það sem jóga gengur útá og Yömur og NiYömur hjálpa til við að hreinsa hugann og hugarstarfsemina og reyna tengjast líkamanum.

Ein af Niyömunum er Svadhyaya stunda sjálfsskoðun, lesa heilög rit og uppgötva það guðlega í manni sjálfum.  Þar er ég akkúrat núna, vinna í þessari Niyömu.  Erfitt ja það er erfitt að fara í gegnum sjálfskoðun – hverjum finnst það ekki?  Því meir sem við ástundum sjálfsskoðun komumst við að því hver við raunverulega erum, hvert við stefnum – það er eins og allt skýrist upp.  Nákvæmlega það sem öll jógaástundun snýst um.

Í jógaástundun getum við notað Svadhyaya, til dæmis stunda öndunaræfingar og hugleiðslu.  Einnig á jógadýnunni í jógastöðu spyrðu sjálfan þig; hvernig þessi jógastaða mun hafa áhrif á líf mitt. Hver er rótin og hvað læri ég af þessu?

Hlakka til að leika með ykkur í Prana Power tímum og Anusara jógatímum.

“Watch your thoughts, they become words;
watch your words, they become actions;
watch your actions, they become habits;
watch your habits, they become character;
watch your character, for it becomes your destiny.”

– Author Unknown

Til gamans set ég textann af innsetningunni á Anusara jógatíma….  Það er dásamlegt að syngja möntrur

Jai bhagwan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math