Karlmenn og jóga

04 Jan
4. January, 2018

Hefur þú prufað jóga?  Kannski ekki, sumir karlmenn og konur reyndar eru eða segjast vera svo stirðir að þeir geti ekki farið í jóga!  En það er svo mikill miskilningur, þá er jóga einmitt fyrir þig.

Jóga fyrir karlmenn á föstudögum 12-13:00

4. vikna námskeið

Hefst 19.janúar – 9.febrúar 2018

Verð aðeins krónur 10.000-

frítt í alla opnu tíma í stundarskrá.

….Ertu að glíma við stirðleika? Er þá bara ekki tími til að kíkja í jóga?

Aukum liðleika, styrk og úthald. Öndun og hugleiðsla og slökun. Vinnum í að vera í stundinni hér og nú, núllstillum okkur og leitumst við að vera í kærleikanum í hjartanu.  Í hverjum tíma tökum við langa og djúpa slökun.  Streita getur verið stór áhrifavaldur í lífinu okkar og hindrun í að halda áfram.  Svefnin laskast, hreyfigeta og orka minnkar.  Fæðuvalið verður mögulega verra… við ræðum þetta allt á námskeiðinu.

Hlakka til að sjá ykkur sem flesta.

Skráning; sendið póst á [email protected]

eða hringið í síma 822 8803

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *