Spegilmyndin mín… ég sé mig í þér.

I see you, I see me in You……   ótrúlega fallegur text í titillagi Avatar  I see you  sem Leona Lewis syngur svo ótrúlega fallega.

Ástæða mín fyrir þessu bloggi er að ég hef verið að uppgötva ( svo ótrúlega gott að þroskast og eldast ) fatta og tengja….  að þegar ég hitti fyrir einstakling sem er öskrandi reiður, glaður, sorgmæddur, hamingjusamur eða sýnir tilfinningar sýnar á þann hátt að það geti pirrað aðra í kringum hann.  Þá er svo gott að skoða sinn innri mann og spyrja “hey afhverju er þetta að trufla mig” ?   Vittu til svarið býr hið innra með þér.  Já þú sérð að aðrir verða spegillinn þinn.  Allir í kringum þig eru spegilmyndin þín.  Þegar þú upplifir og bregst ílla við reiði hjá besta vini þínum eða maka, kafaðu inná við og skoðaðu þitt eigið sjálf, spurðu sjálfan þig afhverju þú ert að upplifa þessa reiði og afhverju hún fer svona ílla í þig.  Um leið og þú kafar inná við fattar þú að tilfinningar þínar eru að segja ÞÉR eitthvað.  Þú gætir uppgötvað að viðbrögð þín hafi verið þess valdandi að þú þurfir að hlúa að sjáfum þér og lækna og leiðrétta og um leið og þú hefur gert það þá líður þér enn betur og sérð allt í réttu ljósi.

Sömuleiðis vegna vinnu þinnar eða hverju sem er að þú ert spurð/ur um taka fund og um leið hvaða tími henti þér.  Þá gæti svarið verið eins og ég hef oft gert sjálf.. tja svarið er / var oft eitthvað á þessari leið;

  • “Ég veit að þú ert frekar upptekin, svo bara þegar þér hentar”
  • “Ég get unnið eða raðað mínum tíma upp eftir þinni dagskrá”
  • “Hafðu ekki áhyggjur af mér, ég er laus og liðug – þú bara kallar”

Okey kannist þið við þetta?  Hér uppgötva ég að ég er alls ekki að bera virðingu fyrir mér eða mínum tíma.  Þarf að skoða afhverju ég svara svona og gef til kynna að þinn tími er dýrmættari en minn tími!  Þetta er alls ekki rétt og nú finn ég hvað ég hef verið að breyta þessum töktum hjá mér.  Spyr mig hreinskilnislega hvað myndi henta mér svo ekki skarist við annað sem er á minni dagskrá.  Svo að allt kemur niður á eitt að bera viðringu fyrir sjálfum sér, elska sjálfan sig og hlúa að sjálfum sér.  Ef ég ber enga virðingu fyrir mér sjálfri og mínum tíma og minni vinnu já afhverju ættu aðrir að bera virðingu fyrir mér!

Ég hef sérstaklega gaman að gleðja aðra með því að gefa þeim gott að borða, ég get sagt með fullri virðingu fyrir sjálfri mér að ég bý til alveg ósegjanlega gott hráfæðiskonfekt og hráfæðismat. Hér undir uppskriftum eru mikið af uppskriftum og hvet ég þig til að prufa.  Ég get dæmt það sömuleiðis sjálf og aðrir hafa sagt mér hvað ég er að gera góðan mat og fallegan og svo konfektið Gyða Dís!  En svona tekur auðvitað tíma að meðtaka og segja bara; já þakka þér fyrir 🙂  þetta er nú bara eitt það besta sem ég hef gert hingað til.

Sömuleiðis elska ég að gleðja með handavinnunni minni.  Ég er eins og sagt er hér,,, súkkulaðifíkill og já handavinnufíkill sömuleiðis.   Ég elska að prjóna og hekla..  sauma nú ekki mikið nema í neyð!  Í júní síðastliðnum tók ég að mér ótrúlega skemmtilegt kærleiksverkefni já tók að mér verkefni fyrir sálina mína og spegilmyndirnar mínar.  Ég heklaði Ponsjó fyrir allar æskuvinkonur mínar sem eru með mér í saumaklúbb sem við köllum “saumó laumó”.  Við erum allar orðnar fimmtugar og ég ákvað að hekla á hverja og eina og hugsaði til þeirra sem ég heklaði í hvert sinn fyrir, hugleiddi sem ég geri alltaf með handavinnunni minni og hugleiddi og leiddi hugan að því hvað hún er mér í lífinu, hvað hún hefur mótað mig, hvaða styrk hún hefur og hvernig það styrkir mig.  Ég skal viðurkenna að ég elska þær allar innilega en að sjálfsögðu eins og hverju sambandi erum við ekki alltaf sammála.  Verkefnið tók tvo mánuði, sex ponsjó og sex mismundandi litir.  Ég var alls ekki lengi að sjá og ákveða lit fyrir hverja og eina.  Þegar ég kafaði inní litina sem er svo gaman og fræðandi fyrir jógakennara að gera því litir segja svo mikið, sjáðu til dæmis orkustöðvarnar og litina í þeim.  Við erum allar mismunandi í útliti, stærð og styrk og engin okkar er lík nema þá helst að við speglum hverja aðra.  Við speglum þá sem við umgöngumst.  Það eru þeir sem við umgöngumst sem móta okkur.  Mér finnst þetta magnað að segja þetta og hvað þá að skrifa það.  Þetta er bara svo mikill sannleikur, hugsaðu þér hvernig lífið og hvað lífið færir okkur daglega.  Þú finnur líka oftar enn ekki hvernig er að vera í návist fólks, hvernig áran þeirra er, hvernig útgeyslunin er og hvernig það hefur áhrif á þig.

Nú í lok ágúst höfðum við saumaklúbb þar sem ég var frekar mikið spennt að koma með alla fallegu kassana og ponsjóin innpökkuð í silkipappír og ofan á lág bréf til hennar frá mér og orkusteinn.  Stelpurnar áttu ekki til orð og felldu tár sem eðlilegt er enda var ég að skrifa til hverrar einnar sem hún einungis las, skrifaði styrkleikann hennar og hvernig hún hefur mótað mig í gegnum árin.  Tek það aftur fram við allar sex erum ótrúlega ólíkar og engin okkar til að mynda vinnur við sömu grein.  Starfsheiti þeirra eru;

  • Hjúkrunarfræðingur
  • Grafískur hönnuður og menningar- og viðburðarstjórnandi
  • Móttöku- og skrifstofuritari
  • Kennari, ferðamálafræðingur
  • Tæknifræðingur ( í meistaranámi )

Og ég er jógakennari….  ótrúlega skemmtileg blanda ekki satt?

Hér er úrdráttur úr bréfunum til þeirra….

14265004_10210481456171606_3658423721979752220_n

“Þú speglar mig í að elska skilyrðislaust, finna til samúðar og skynja frið í hjarta. Vera í jafnvægi, friðsæl, blíð, léttlynd og samúðarfull. Þú speglar mig að kafa eftir þessum eiginleika sem búa hið innra finna dygðina og að gefa af sér án þess að þurfa nokkuð til baka nema gleði í hjarta. Styrkur þinn og ást speglar mig í að sýna kærleika í verki og orðum, vera þakklát fyrir það sem ég hef hverju sinni og umburðarlyndi til allt og allra. Þú ert miðpunkturinn sem tengir þennan allra besta, fjölbreytilega og blíðasta hóp saman. Speglar mig í að vera í hjartanu og kærleikanum og gera góðverk”.
“Þú speglar mig í gegnum viljakraft þinn og hæfileika til að stjórna og skipuleggja. Speglunin felur í sér að vera mannleg og sína samkennd, vera mannúðlegur og taka því sem að manni er rétt í lífinu. Þú speglar mig í því að sjá að allt er nákvæmlega eins og það á að vera. Speglar mig í því að hugsa fallegar hugsanir og tala fallega og gera góðverk. Þú hvetur mig áfram til að afla þekkingar og menntunar á hinum ýmsum sviðum, sömuleiðis visku til að rækta sjálfan mig, sækja kraftinn hið innra”.
“Þú speglar mig í allri gleði og kátínu sem þú berð með þér. Aðdráttarafl og eldmóð fyrir því sem þú tekur þér fyrir hendur og allt sem þú gerir, gerir þú uppá 100%. Þú ert hvatningin mín og örvun í að gera betur í dag en ég gerði í gær. Þú speglar barnið í mér, staldra við og vera hér og nú. Njóta augnabliksins og vera í núinu og upplifa stundina NÚNA. Það er alls ekki öllum gefið og þeir sem ná því eru blessaðir. Speglar mig í því að taka lífinu ekki of alvarlega. Flýgur um höfin blá og nýtur lífsins og lystisemi og örvar framtaksemina mína og minnir mig á að lifa lífinu án efa og sektarkenndar”.

 

“Kletturinn minn í þessum hóp sem mér er mjög hjartfólgin og styrkir mig og styður í öllu sem ég geri vegna þess að þú speglar mig. Ég sé mig í þér. Þú speglar styrk minn í því að halda áfram, vera jarðbundin og vera til staðar. Þú speglar mig í að gefa af mér til þeirra sem eiga um sárt að binda jafnt andlega og líkamlega. Þú ert kletturinn sem ég get treyst, leitað ráða og bara að vera í návist þinni einni styrkir. Áran þín og lífsorka veitir manni von, von um að allt verði betra og öllum til heilla”.

 

“Þú speglar mig í gegnum glæsileika þinn, fegurðar og fagurðfræði. Hvetur mig til að tjá mig ávallt með heiðarleika, sannsögli og kærleika, rökfestu í að standa mig í mínum daglegum verkum að gefast aldrei upp. Koma til dyrana eins og ég klædd og óttast ekki. Speglar mig í að gefa uppbyggilega leiðsögn, tjá mig með orðum, söng eða lystum. Þú ert sömuleiðis gríðarleg hvatning fyrir ímyndunarafl mitt og framtíðarsýn að fara ekki með fleypur, forðast ofskynjanir og fylgja innsæi mínu. Þú ert fagurkeri fram í fingurgóma. Fegurð þín og glæsileiki minnir mig á að kafa eftir demantinum sem býr langt hið innra með mér og leyfa honum að skína og koma fram í dagsljósið”.

img_3980

Ég skal viðurkenna það að ég var svo gríðarlega spennt að hitta þær og afhenda þeim pakkann sinn já sérstaklega vegna þess að þær höfðu enga hugmynd um hvað ég væri að gera.  Þrátt fyrir að hafa fylgst með mér með heklunálina og aldrei með sama litinn.  Ég notaði hverja frístund til að hekla, í bílnum, við sjónvarpið og bara alltaf þegar ég settist niður og spjallaði við fólk, var alltaf með nálina með mér í töskunni!

Við tókum skal ég segja ykkur ákvörðun um að gefa ekki gjöf í eiginlegri merkingu heldur að fara allar saman til útlanda þegar við værum allar orðnar fimmtugar en eins og starfsheitin gefa til kynna þá erum við svo ótrúlega uppteknar allar saman hver sem ein að við förum líklega ekki í ferð fyrr en haust 2017.  En það er alveg í lagi, ég ákvað að gefa þeim gjöf sem notagildi væri í, úr yndislega mjúku og hlýju garni eða Alpaca Air frá Drops.  Ég raðaði þeim öllum upp í hring og tók smá jóga á þær – þær voru einnig pínu spenntar og vissu ekkert hvað um væri að vera enda var ég ekki með pakkana sjáanlega skal ég segja ykkur.  Lét þær loka augunum og á meðan skrap ég útí bíl og náði í pakkann og rétti hverri og einni.  Þær settust niður og lásu bréfin og það mátti heyra saumnál detta í þarnæsta húsi….  þetta var mögnuð sælu tilfinning fyrir mig.  Þarna fannst mér ég vera góðhjörtuð og vera gefa svolítið af sálfri mér óumbeðið.  Að gera góðverk / Seva kemur margfalt til baka.   Það er eins og búmmerangið – kemur alltaf allt til þín aftur.

K A  R M A….   Ég hef einsett mér að gera þetta þrennt í lífinu;

  • Hugsa fallegar hugsanir
  • Tala fallega
  • Gera góðverk

Allt verður eitthvað svo miklu betra og fallegra í lífinu.  Gefðu af þér og þá um leið fara gjafir alheimsins að elta þig á röndum.

Þetta er auðvitað innsýn inní líf mitt og hver ég er í raun og veru.  Í upphafi þessara bloggs eða skrifa þá einmitt sagði ég frá því að ég hef kafað djúpt inná við og skoðaða hver ég er í raun og veru, hvaðan ég kem og hvert ég stefni.  Hvað ég geti gert til að létta öðrum lífið með því að taka tillit til mín sjálfrar, elska mig í leiðinni og vera bara nákvæmlega eins og ég er sjálf.

Skilaboð mín til þín í þessum pistli er að kafa inná við og finna demantinn hið innra með þér – hann er þarna og stundum þurfum við að kafa dúpt inná við til að finna hann.  Fara í gegnum þykk lög af skít og drullu og hindrunum og óuppgerðum tilfinningum.  Vinnann er svakaleg en hún er vel þess virði.

  • Samgleðstu þeim sem gengur vel í lífinu og standa sig vel.
  • Aldrei að öfunda.
  • Talaðu alltaf vel um alla, ekki taka þátt í kjaftagang.
  • Vertu þú sjálf/sjálfur. Finndu kosti þína og galla og þú þarft að ná sætti við þá alla. Vera meðvitaður og gera betur í dag en í gær.
  • Við gerum öll mistök einu sinni en ef þú gerir sömu mistökin tvisvar sinnum þá er það heimska.
  • Forðastu aðstæður þar sem neikvæði er ríkjandi.
  • Þú ert einstök / einstakur ~ Engin er eins og þú.

Jai bhagwan.

14440873_10154518861347346_6680824685690688255_n

ps… þarna er ég í öllum speglimyndunum mínum og mitt er það sem ég vef mig í með þeim öllum.  Gráa ponsjóið mitt sem ég vef um hálsin minn er með kögrið í öllum litunum þeirra.

ps ps …  hér er fallega uppáhaldslagið mitt alltaf … I see you úr Avatar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math