5 Tíbet æfingar sem þú ættir að gera á hverjum degi

25 Oct
25. October, 2017

Jóga hefur átt hug minn allan undanfarin ár.  Jóga er lífið og lífið er jóga.  Ég æfi mig töluvert mikið og vanda mig með hreyfingu.  Hreyfi mig daglega en tek þó einn dag ~ einn hvíldardag í viku og það eru sunnudagaranir.  Þeir eru mér heilagir ***. tja sko ég geri kannski ekki jóga stöður eða aðrar líkamsæfingar en þær að setjast niður í mitt sæti á mínum stað á mínu heimili og geri öndunaræfingar og hugleiði og jú fer út í göngu með hundinn minn hana Esju Ösp.

Ég kynntist þessu æfingakerfi Five Tibetan Rites of Tibetan um það leiti sem ég útskrifaðist sem jógakennari eða stuttu á eftir. Five Tibetan Rites of Tibetan er einnig þekkt sem  “Fountain of Youth,”  vegna þess hversu magnaðar og áhrifaríkar þessar æfingar eru fyrir allann líkamann.  Styrkja í raun allan líkamann þinn, styrkja og teygja aðal vöðvana.  Hjálpar þér í baráttunni við jafnvægið, kemur jafnvægi á hormónakerfið og allir sem geta staðið í fæturna og gengið um geta gert þessar æfingar.  Þær eru einfaldar, aðeins fimm æfingar og fullorðið fólk yfir 70 er að stunda þessar æfingar og þekki ég nokkra sem gera þessar æfingar daglega til að halda liðleikanum og styrknum í líkamanum.  Ég mæli með þessum æfingum fyrir þig og hvern sem er, aðeins fimm auðveldar æfingar og það tekur þig ekki nema mesta lagi 10 mínútr að framkvæma þær. Eins og ég segi hver á ekki auka 10 mínútur daglega til að koma kerfinu sínu af stað, keyra upp púlsin örlítið og njóta svo í slökun í lokin.  Alltaf förum við í slökun og róum púlsin.

Þetta er ekkert nýtt kerfi, aldargamalt upprunið frá Tibet sem færist yfir til vestrænna þjóða með þeim sem hafa heimsótt Tibet.  Ég hef lesið bókina The Ancient Secret of the Fountain of Youth skrifuð af Peter Kelder. Mögnuð bók, magnaður lestur sem segir til um áhrifin af þessu kerfi.  Ég las einnig viðtal við einn vestrænan jóga sem heimsótti Tibet, tók eftir því að fullorðin kona hóf að gera þessar æfingar úti daglega alltaf á sama stað og sama tíma.  Hann velti þessu fyrir sér vegna þess að þessi fullorðna kona var með líkama á við tvítuga manneskju.  Hann rannsakaði og hóf að gera æfingarnar með henni.  Iðullega komu fleirri á staðin til að framkvæma æfingarnar sínar í sinni þögn.

Ég mæli eindregið með því að gera þessar æfingar á morgnanna, ekki á kvöldin vegna þess að þú færð svo brjálaða orku af þessum æfingum.  Þegar við byrjum, þá byrjum við rólega og gerum æfingarnar fyrst 7 sinnum og þá allar fimm æfingarnar 7 sinnum.  Byggjum upp styrkinn uppí 14 sinnum og svo færum við okkur uppí 21 skipti en aldrei fleiri í einu.  Mátt gera þetta 2 eða 3 sinnum á dag en bara ekki á kvöldin.

 

Rite 1

Byrjar fyrstu æfinguna á því að snúa í hringi í sólarátt.  Horfir á þumalfingur á hægri hendi allan tímann og snýrð þér í hringi.  Ferð rólega og passar uppá að ekkert sé fyrir fótunum þínum, hafa ca mjaðmabreidd á milli fóta og ég get lofað þér því að þér mun svima en það stafar bara í stutta stund.  Þegar þú ert búin með 7 skipti stoppar þú og tekur utan um þig og hallar höfðinu niður að bringu þar til sviminn er farin.

Öndun: Andar inn um nefið og út um nefið, djúpa öndun.

Ráð: Ef þú getur engan vegið spinnað í hringi þá einfaldlega stendur þú kyrr, setur hendur í kaktus ( olnbogar í axlahæð ) andar djúpt að inn og snýrð aðeins til hægri og andar út og snýrð til vinstri.

Rite 2

Leggst á gólfið fyrir kviðæfinguna.  Hendur niður með síðu, fætur beinir og lyftir þeim upp og efri líkama um leið og í útöndun færir þú fætur niður og efri líkama niður en ekki láta hæla snerta jörðina. Halda mjóbaki í jörðu og þú munnt finna kviðvinnuna.

Öndun: Andar djúpt þegar þú lyftir fótum og efri líkama upp og andar frá þegar þú færir fætur og efri líkama niður.

Rite 3

Hné í gólfið, gott að setja undir ef þú ert slæm/slæmur í hnjám.  Kræktu tám undir þig og settu hendur undir rasskinnar eða aftanverðu lærin. Andar að og hallar þér aftur ( úlfaldinn/ kamel pose) haltu mjöðmum fyrir ofan hné allann tímann.  Andar frá hallar höfðinu og höku niður að bringu.

Öndun; Andar að og opnar brjóstkassa, andar frá hallar höku að bringu.

Rite 4

Sest á gólfið með beinar fætur, setur lófana upp við mjaðmir og ýtir þér upp í innöndun í viðsnúna borðið.  Andar frá og ferð niður og reynir að halda þér uppi – ekki setja rass/rófubeiní  jörðu.

Öndun: Andar að og lyftir framanverðu líkama upp, andar frá og ferð niður.

 

Rite 5

Hundurinn sem horfir upp og hundurinn sem horfir niður.  Kemur þér fyrir í hundinum sem horfir niður og keyrir beint í hundinn sem horfir upp í innöndun.  Djúp öndun sem og í öllum æfingunum. Andar frá í hundinn sem horfir niður.  Hér ertu komin með eitt skipti og heldur áfram klárar 7 skipti.

Öndun : Andar að í hundin sem horfir upp og andar frá í hundinn sem horfir niður.

Ég gæti dælt hér inn áhrifamætti þessara æfinga og æfingakerfis.  Það þarf að gera þær í réttri röð, alltaf að gera hverja æfingu eins oft og þú byrjaðir á þeirri fyrstu…. annað hvort geriri þú þær allar 7, 14 eða 21 sinnum.

Hormónakerfið já við þurfum aldeilis að passa uppá það, sogæðakerfið sömuleiðis og já þú ert að nudda innkirtlakerfið þitt líka, styrkja vöðvana þína, beinin og þéttleikan.  Styrkja öndun og lungun þín og það að keyra púlsin upp og já finna maður sé raunverulega á lífi er bara svo dásamleg tilfinning.

Mæli með því að þú prufir að keyra þessar æfingar af stað fyrir þína heilsu og það daglega í einn mánuð.. þar til þú getur fært þig upp í 14 sett… kannski gerir þú það fyrr og þar til þú getur gert þær í 21 skipti.  Ég set alltaf sama lagið á 🙂 og geri þessar æfingar ég er innan við 5 mín stundum aðeins 4 mín að gera þær allar 21 skipti.  Með æfingunni kemur hraðinn.  Vandaðu þig, ekki fara of geyst af stað.

Góða skemmtun.

Jai bhagwan

 

Lúxus jóga- og heilsueflandi hráfæðisferð til Ibiza 2018

19 Oct
19. October, 2017

Langar þig ekki að vera með í ferðinni til Ibiza 2018 með Shree Yoga?

Það verða tvær í boði

~ Apríl 2018

~ September 2018

7 dagar, verð kemur inn síðar.

Láttu þig dreyma um dásemd og notalegt líf á Ibiza, hér eru ábendingar um það sem við ætlum að gera!!!

Activity:   PADDLE BORDING

MOUNTAIN HIKE

SÓLSETUR

NUDD & DEKUR

Jóga 2 – 3 á dag – fer eftir “activity”

Hráfæði

Súkkulaði

Slökun

Verðin koma inn mjög fljótlega – þetta er allt að skýrast smátt og smátt.

Ibiza lover

Jai bhagwan

Vellíðan & Heilsan þín.

05 Oct
5. October, 2017

VELLÍÐAN & KVENNLEIKIN

HEILSAN ÞÍN & KVENLEIKINN

ÞYNGDARLOSUN & KVENLEIKINN

KVENNLÍKAMINN er margbreytilegur og við konur þurfum aldeilis að hugsa um okkur, hormónakerfið okkar, næra það með mat og jóga, næra sálina okkar með mat og jóga, næra andlega líkama okkar með mat og jóga.   Hér eru spurningar til þín:

Hvað gerir þú fyrir þig dags daglega?
Hvernig fóðrar þú líkama þinn?
Veistu hvað er gott fyrir þig?
Hvaða hreyfingu stundar þú?
Færðu nægilega hvíld
Færðu nægan svefn?
Veistu hvað það er sem getur hjálpað þér við baráttuna við vigtina?

Langar þig til að bæta heilsuna með matarræðinu, jóga og ayurveda fræðunum?

Kannski á þetta námskeið við um þig. Stutt og hnitmiðað námskeið. Hefst föstudagskvöld 20 okt. kl.19:00-21:00

Mánudagur 23.okt
Fimmtudagur 26.okt
Mánudagur 30.okt
Fimmtudagur 2.nóv.
Föstudagur 3. nóv Lokahittingur og lokapartý.

Frekari upplýsingar koma inn… en skráðu þig sem fyrst ef þú vilt vera með. Þetta námskeið fyllist fljót, hlakka til að vinna með þér.

Viðburðurinn er auglýstur á facebook ( já ég veit ) færri komast að en vilja.

Verðið krónur 25.000- frjáls aðgangur í alla jógatíma á meðan námskeiðinu stendur + 5 tíma klippikort til að halda áfram eftir námskeið.

Hafðu endilega samband ef þú vilt frekari upplýsingar.  Og já við munum borða súkkulaði og gera helling af súkkulaði á námskeiðinu!

 

Súkkulaði í hófi er allra meinabót! Það er að segja ef þú ert með hreint og alvöru hráefni í súkkulaðið þitt.

Jai bhagwan.

Stundatafla haust 2017

21 Aug
21. August, 2017

Nú hefur jógadísin alls ekki verið að standa sig vel varðandi tímatöfluna.  En nú er hún komin upp og er bara ef ég má segja sjálf mjög glæsileg og þú ættir að finna tíma fyrir þig og þess vegna ætla ég að vera með 20% afslátt af klippikorti ( eitt stk. )  Kíktu á töfluna og sé þig í tíma fljótlega.

MÁNUDAGAR 

 6:15 – 7:15   ~ Prana Power Yoga Kröftugt morgunjógaflæði

9:30-10:30 ~ Mjúkt jóga, hentar öllum þeim sem vilja hægari tíma og mýkri jóga.  60 ára + sérstaklega velkomnir

17:00-19:00 ~ Anusara jóganámskeið – allt í þessum pakka og hörku tímar, ítarlega farið í allar jógastöður, öndun, handstöðu, höfuðstöðu, herðastöðu ~ aðlögun inní stöðu.  Jóga hjartans ( Lokað ) hefst 11.september – 28.sept ( 3 vikur )

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

ÞRIÐJUDAGAR                                                        

12:00-13:00 ~ Hádegisflæði ~ Hatha yoga og jóga fyrir byrjendur og lengra komna.

16:30-18:30 ~ Byrjendanámskeið ( LOKAÐ ) næsta hefst 12 sept.

17:45-19:00 ~ Vinyasa jógaflæði – allir geta verið með

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

MIÐVIKUDAGAR                                                                   

 6:15 – 7:15   ~ Prana Power Yoga Kröftugt morgunjógaflæði

9:30-10:30 ~ Mjúkt jóga, hentar öllum þeim sem vilja hægari tíma og mýkri jóga.  60 ára + sérstaklega velkomnir

17:15-17:45 ~ INVERSION, stutt og hnitmiðað….  lærðu að fara örugg/ur í höfuðstöðu, lærðu lyklana til að halda stöðunni.

18:00-20:00 ~ Ayurveda & Yoga – Umbreyting & lífsvísindin ( LOKAÐ ) næsta hefst 13. sept.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

FIMMTUDAGAR:

12:00-13:00 ~ Hádegisflæði ~ Hatha yoga og jóga fyrir byrjendur og lengra komna.

16:30-18:30 ~ Byrjendanámskeið ( LOKAÐ ) næsta hefst 12 sept.

17:45-19:00 ~ Vinyasa jógaflæði – allir geta verið með

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

FÖSTUDAGAR:

 6:15 – 7:15   ~ Prana Power Yoga Kröftugt morgunjógaflæði

9:30-10:30 ~ Mjúkt jóga, hentar öllum þeim sem vilja hægari tíma og mýkri jóga.  60 ára + sérstaklega velkomnir

17:00-17:25 ~ INVERSION, stutt og hnitmiðað….  lærðu að fara örugg/ur í höfuðstöðu, lærðu lyklana til að halda stöðunni.+

17:30-18:30 ~ Djúpteygjur / Yin Yoga fyrri partur og seinni partur er Djúpslökun / Yoga Nidra – hin jógíski svefn löng og djúp leidd slökun.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

LAUGARDAGAR:   

8:00-9:30 ~ Jóga þrek ( kröftugir og brjáluð stemming )

10:00-11:30 ~ Vinyasa flæði, flæðir með kennaranum í gegnum “bjútifúl” og næringarríkan jógatíma.  Kertaljós, hiti og mögnuð slökun ~ passar svo fallega inni helgina.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Kennari;  Gyða Dís
~ 240 RYT Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar Kristmannsdóttur. Júní 2012.
~ 200 RYT Anusara, Shantaya Yoga ~ Jonas Westring. Febrúar 2016.
~ Thai Yoga Bodywork Massage ~ Shantaya Yoga ~ Jonas Westring. Ágúst 2015
~ 580  RYT Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar Kristmannsdóttur. Útskrift haust 2017

 

Athugið að jógadísin og kennarinn fer í frí og þá verður lokað í jógasetrinu og jógasjoppunni 

1.september – 6.september.  Opnar aftur 7. sept.

4.nóvember – 21.nóvember. Opnar aftur 22. nóv. lokaspretturinn í 580 tíma jógakennaranáminu.

Verðskrá

Stakur tími 2.000-

10 Tíma kort klippikort 15.000-

Sumarkort 25.000-

1 mánuður  13.000-

3 mánaða kort 36.000-

6 mánaða kort 48.000-

12 mánaða kort 88.000-

Einkatímar  9.000-

Thai Yoga nudd 9.000- ( 90 mín )

Heilsuhelgi ~ jóga og hráfæði ofl.

28 september – 1. október ~ Hótel Laugarholl, Bjarnarfirði.  Hafðu samband ef þú hefur áhuga ( er laust fyrir tvo )

Jóga, flot, Arm balance, handstöður, hráfæði, ayurveda, slökun, vellíðan, nudd og dásamleg samvera með hóp af fólki útí náttúrunni í burtu frá amstri hversdagsins.  Næring á huga, líkama og sál.   J Ó G A  🙂

Jógaferð til Thailands

14. janúar – 28. Janúar 2018 ~ Chiang Mai  – aðeins 20 komast að í þessa fyrstu ferð okkar til norður Thailands í dásamlegt andrúmsloft, jóga, hiti, thailensk matargerð, paddle boarding ofl. ( uppýsingar koma í byrjun september ) hafðu samband ef þú hefur áhuga á frekari upplýsingum. Ferðin verður auglýst í september.

Mundu tilboðið á klippikortinu sem gildir nú fram í september 🙂

 • Jóga er eining, eining huga líkama og sálar.
 • Jóga er tækni sem hjálpar okkur við að tengjast stundinni hér og nú m.a.
 • Að vera til staðar og upplifa, njóta og meðtaka inn um skilningarvitin.
 • Vera besta útgáfan af sjálfum sér, vera betri í dag en í gær.

JAI BHAGWAN

Heilsueflandi jóga- og hráfæðishelgi

27 Jul
27. July, 2017

Líkamleg og andleg hreinsun umkringd dásamlegri náttúruöfl, hreint loft, hreint matarræði, nátturulega upphituð einkasundlaug, flot og hrein dásemd innan um fallegar sálir.
~ JÓGA
~ NÁTTÚRA
~ SLÖKUN
~ KYRRÐ
~ ÖNDUN OG HUGLEIÐSLA
~ ÞÖGN
~ HREINT FÆÐI
~ HRÁFÆÐI
~ SÚKKULAÐI
~ FLOT ( EINKASUNDLAUG ) NÁTTÚRLAUG
~ AYURVEDA
~ JURTIR
~ THAI YOGA BODY MASSAGE
~ NÁTTÚRULAUG
~ ALGER HVÍLD Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU
~ JÓGA ~ allavega jóga
~ Hreyfiflæði
~ Arm balance ( handstöður, kennsla ofl. )
~ Kraftur og styrkur
~ NIDRA djúpslökun og hugleiðsla
~ FLOT í einni bestu náttúrulaug landsins
~ S L Ö K U N
~ ENDURNÆRING Á LÍKAMA, HUGA OG SÁL

Hvað er betra en að fara að heiman en vera samt heima hér á landi sem við ættum að elska enn meira en við gerum. Það er bara ekki alltaf í boði að fara erlendis í jóga og heilsueflandi ferð, landið okkar hefur uppá mikið að bjóða og er farið að vera sívinsælla að bjóða uppá ferðir hérlendis til heilsueflingar.

Þú þarft ekki að vera vanur jógi eða búin að stunda jóga til margra ára og komast í allaveg fettur og brettur. Hér eru öll stig velkomin, við ætlum að gefa egóinu frí og endurnæra sálina okkar og finna hver við raunverulega erum.

Heilsuhelgarnar sem ég hef leitt undanfarin ár hafa verið ótrúlega vinsælar og mikil ánægja og staðið undir væntingum. Treystu því bara að allt er nákvæmlega eins og það á að vera.

Verð fyrir 3 nótta ferð í himneska heilsuhelgi og í dásamlegum félagskap við himnasæluna á Hótel Bjarnafirði / Hótel Laughól 233km frá Reykjavík er krónur 55.000- á mann í tveggja manna herbergi. Ef þú vilt eins manns herbergi þá bætist við 10.000- krónur
Ef þú kemst ekki í 3 nótta ferð þá gætir þú komið í 2 nótta ferð föstudag-sunnudags 45.000 kr (tveggja manna herbergi )

20% afsláttur fyrir maka ef hann/hún vill vera með.

Staðfesting krónur 10.000- inná reikn 537-26-8803 kt 560316-0540
Ferðin verður 28.sept-1.okt. n.k.

Athugið!!!! þið getið fengið endurgreiðslu hjá félaginu ykkar vegna heilsueflandi ferðar.

Frekari upplýsingar koma inná viðburðin á facebook Hér 

Endilega staðfestið sem fyrst, aðsókn er mjög góð og/eða sendið mér fyrispurn ef frekari upplýsinga er þörf.

Kærleikur og ljós
Gyða Dís
[email protected]
s. 822 8803

 

Jóga námskeið ágúst 2017 ~ hagstætt verð

26 Jul
26. July, 2017

Er ekki tilvalið að skella sér í jóganámskeið í ágústmánuði á tilboðsverði…  kíktu á verðin 🙂 frítt í alla opnu tíma í töflu á meðan námskeiði stendur.

Dagsnámskeið

Anusara “workshop” Laugardaginn 5. ágúst kl: 9-12:00

Verð kr. 5000-

Handstaða- og “arm balance” stöður 

Laugardag 12. ágúst kl: 10-12

verð kr.2900-

Heilsueflandi jóga- og hráfæðishelgin  verður 28.sept.- 1.okt.  Skráning hafin.

———————————————————————————————————————————-

Ayurveda og Jóganámskeið

Miðvikudagar 9-30.ágúst 2017

kl: 18:00 – 20:00

Verð kr. 20.000

Hvað er Ayurveda?
Ayurveda eru systurvísindi jóga, hið forna og hefðbundna form læknisfræðinnar á Indlandi. Ayurveda eykur skilning okkar og ábyrgð á eigin heilsu og að ná jafnvægi með einstaklingsmiðaðri næringu og lífsstíl. Það er tilhneigin innan þjóðfélags okkar að telja að heilsa sé sú sama fyrir okkur öllm sértaklega þegar við tölum t.d. um fæði. En það er kannski ekki alveg rétt, það hentar okkur ekki öllum það sama, við lítum mismunandi út, skoðaðu í kringum þig. Kannski hentar þinni Dhosu/líkamsgerð að borða heitan mat þegar það hentar öðrum að borða kaldan mat og svo framvegis. Við erum nefnilega öll mismunandi og þurfum því mismunandi hluti til að haldast hraust, líkamlega, tilfinningalega og hugarfarslega.

Hvað læri ég á námskeiðinu?
Þú munt líta á sjálfa þig, líkama þinn og venjur þínar á algjörlega nýjan hátt. Þú munt læra að þú raunverulega hefur valdið og getuna til þess að leitast við að lifa heilbrigðara og hraustari lífi með því að skoða Ayurveda ~ Lífs Vísindin.

• Læra hvað Ayurveda er
• Kynnast þinni eigin líkamsgerð – Vata ~ Pitta ~ Kapha
• Læra daglega rútínu til að halda betri heilsu og jafnvægi
• Jógastöður sem koma jafnvægi á þína líkamsgerð
• Læra sjálfsnudd
• Læra hvernig má halda líkamanum skýrum og hreinum í gegnun “Neti”

Námskeiðið hefst miðvikudag 9. ágúst – 30. ágúst.  Opið í alla tíma í töflu Shree Yoga á meðan námskeiðinu stendur. Verð er krónur 20.000.- fæði og námskeiðsgögn innifalin í verði.

Athugið Takmarkaður fjöldi.
Skráning hér og [email protected]

Staðreyndir um Ayurveda; 
Ayurveda læknisfræðin er upprunnin á Indlandi og er nokkur þúsund ára gömul. Nafnið er komið úr sanskrít og er samsett af orðunum „ayur“ sem þýðir „líf“ og „veda“ sem þýðir „vísindi eða þekking“. Hugtakið „ayu“ felur í sér fjóra undirstöðuþætti eða samþættingu hugar, líkama, tilfinninga og sálar.

Ayurveda er heildrænt indverskt lækningakerfi með það að markmiði að veita leiðsögn varðandi mataræði og lífsstíl svo þeir heilbrigðu geti áfram verið heilbrigðir og þeir sem eiga við heilsufarsvandamál að stríða geti bætt líðan sína. Þetta er margbrotið kerfi sem á rætur að rekja til Indlands og er mörg þúsund ára gamalt. Til eru sögulegar heimildir um kerfið í fornum ritum sem kölluð eru einu nafni Veda-ritin. Í einu þeirra, Rig Veda sem er talin rituð fyrir meira en sex þúsund árum, er að finna yfir 60 þúsund lækningaaðferðir við hinum ýmsu sjúkdómum og kvillum. Ayurveda fræðin eru samt talin vera mun eldri og það er ekki litið á þau eingöngu sem lækningakerfi, heldur sem „vísindi lífsins“. Við erum öll hluti af alheiminum og eins og dýr og plöntur eigum við að lúta lögmálum alheimsins.

Matarræðið tekið í gegn skv. Ayurvedic fræðunum og yogaæfingar á hverjum degi – hér erum við aðallega að tala um að byggja upp heilsuna – byggja upp gott meltingarkerfi til þess að þér geti liðið sem best í eigin líkama/musteri. Ef ristillinn og meltingarkerfið í heild sinni er ekki að vinna og skila því sem þarf að skila getur það verið ávísun á veikindi og skv. Ayurvedic fræðunum þá byggist almennt heilbrigði á því að meltingin sé starfhæf og í lagi.

Jai bhagwan

digestive-fire

Byrjendanámskeið 

8. ágúst – 31. ágúst 
Þriðjud. og fimmtud. kl: 16.30-17.30
Verð: 15.000 kr.
Kennari; Gyða Dís

Í þessum tímum verður boðið uppá jóga fyrir byrjendur.  Farið verður í alla þrjá þætti sem tengjast jóga;

Öndun (pranyama) Jógastöður (asana) hugleiðslu og slökun Möntrur (dharana)

yoga-men-side-plank2

 

Farið verður rólega af stað en tímarnir geta verið mjög kröftugir. Hér reynum við á alla þætti líkamans, aukum liðleikann á allan hátt, hryggurinn verður liðugri, opnum öll liðamótin betur og náum betri og meiri teygju og liðleika.  Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu, aukinn styrkur og úthald og síðast en ekki síst öðlumst við betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur.

 

Þegar við byrjum að ástunda jóga markvisst fer ákveðið ferli í gang, leysum úr læðingi „prönuna“ eða lífsorkuna og hreinsun á sér stað í líkamanum, taugakerfið róast, stoðkerfið eflist og öll líkamsstarfsemi verður virkari.  Í jóga fáum við tækifæri til að stíga út úr huganum og leita inná við í hjarta okkar.  Allir geta stundað jóga, krakkar, unglingar, fullorðnir og einnig fólk sem á við veikindi eða fötlun að stríða. Viskan býr hið innra og við verðum meira og meir meðvituð um sjálfan okkur við ástundun jóga.

 

Spennandi nýtt jóganámskeið fyrir 60 ára og eldri.

7. ágúst – 30. ágúst 
Mánud. og miðvikud. 12:10-12:50
Verð: 10.000 kr.
Kennari; Gyða Dís

Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins.  Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, liðleik, hugleiðslu og slökun. Námskeiðið 60+ hentar vel þeim sem vilja auka vöðvastyrk, hægja á beinþynningu, ná betra jafnvægi og auka úthald við dagleg störf.

maxresdefault

Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
 Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
 Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.
 Gerðar verða léttar æfingar bæði á stól og á gólfi sem auka teygjanleika og mýkt, bæta jafnvægi og stöðugleika. 
Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga, líkama og sál.  Endurgerir og endurnýjar þig.

Verið hjartanlega velkomin að koma í prufutíma í jóga og skoða nýja jógasetrið í Kópavogim,  Shree Yoga, Versölum 3- 2 hæð fyrir ofan Salarsundlaugina.

jean-dawson-yoga-sukhasana-500x333

 

Svo er auðvitað gott að skutla sér í Salarsundlaugina eftir dýrðar jóga og slökunartíma.  Ef spurningar vakna hafðu endilega samband, sendu mér tölvupóst [email protected]  eða hringdu í síma 822 8803

Námskeið hefjast aftur í 10. september.

Mergjaður Kínóa grautur

27 Jun
27. June, 2017

Ég hef nú ekkert sett á bloggið mitt í allt of langan tíma.  Langar að einmitt til að gera aðeins of mikið.

 • uppskriftir
 • jóga
 • jógastöður
 • öndun
 • hugleiðsla
 • jóga “reatreat”
 • handavinnan
 • fjölskyldan
 • lífið

Ég er að segja þér það, en ég ætla byrja á því að setja inn uppskriftina af mergjuðum Kínóa grautunum mínum – ég samt vara þig við að þú getur sett í hann það sem þig langar til og hjá mér er hann aldrei eins!!!  Núna í morgun var hann klikkaður og ég ætla setja þá uppskrift inn 🙂 Hvernig líst þér á það?

Kínóa grauturinn er þrí dosha..  og þá sérstaklega góður fyrir Kapha doshur. Kínóa er virkilega góð uppspretta af próteini og ég bæti við hemp fræum og saman eru þau afar góðir prótein gjafar.  Hempið er gott og fallegt fyrir húð en sömuleiðs með góðum og nauðsynlegum amonísýrum.  Smart “combo” og einnig gefa hempfræin þér þann skammt af Omega 3 sem þú þarft á að halda daglega og þetta dularfulla “hnetu” bragð.  Að sjálfsögðu nota ég “Ayurvedic” tips fyrir góða meltingu, blóðflæði og bragðið.

Innihald:

1 bolli Kínóa …  Athugið að leggja í bleyti kvöldinu áður eða 8klst áður en þú notar.

4 bollar vatn

2 tsk. Spice mix  Hér eða

1/8 tsk Engifer, 1 tsk. kanil og 1/8 tsk. kardimommur

10 stk rúsínur

Sjávarsalt

 

Hreinsa kínóa grjón – skola vel. setja í pott ásamt öllu innihaldinu.  Sjóða í opnum potti í 20 mín. hræra af og til í pottinum.  Að því loknu er gott að setja lokið á, taka pott af hellu og láta standa örstutta stund.

Ég breyti oft til, set til dæmis þurkaða aprikosur og sveskjur eða döðlur. Epli skorið í bita og sýð með.

Naslið ofaná grautin:

1 msk. hemp fræ

1 msk. kókosflögur

1 msk. bóghveiti fræ sem þegar er búið að liggja í bleyti og þurkað í þurkofni ( má sleppa )

1 msk fræ, sólblóma og graskersfræ

Ef þú gerir ekki möndlumjólk getur þú sett t.d. möndlumulning útá.

Möndlumjólk, kókosmjólk, rísmjólk eða kínóamjólk. Ef þig langar til að sæta meira eða bara setja krydd útí suðuna þá er gott að setja hunang og hræra vel í skálinni eftir suðunni.  Alls ekki setja hunang útí pott og sjóða með….  þar eyðileggur þú hunangið og virkni hunangsins.

Hvaða upplýsingar langar þig í?  Nú er ég að prufukeyra brauð sem er mjög spennandi og læt ykkur vita hvernig gengur.  En verðandi amman hefur í nógu að snúast og orðin virkilega spennt fyrir nýju hlutverki í þessu geggjaða lífspartíi.

Hlakka til að heyra í þér… sendu mér endilega skilaboð

[email protected] eða comment hér fyrir neðan.

 

Kærleikur og ljós til ykkar allra,  Jai bhagwan

 

 

 

 

Ástar- og hatursamband mitt við svartan lakkrís!

16 May
16. May, 2017

Lakkrís er kjarni sem er unninn úr sætum, þurrkuðum rótum og jarðstöngli ýmissa afbrigða af lakkrísplöntunni,  Glycyrrhiza glabra, sem vex villt í heittempruðu loftslagi.  Forsíðumyndin er af lakkrísjurtinni.


Þetta fékk ég að láni hjá Heilsutorg.is “Ef hjarta þitt sleppir slagi í hvert skipti sem þú gerir sérlega vel við þig með svörtum lakkrís veit hjartað kannski eitthvað sem þú veist ekki“.

Ef þú borðar of mikið af honum kemur hjarta þitt raunverulega til með að taka kipp, sleppa úr slagi eða tveim, já eða jafnvel mörgum.

Þó það gerist sjaldan getur svartur lakkrís valdið óreglulegum hjartslætti hjá sumum, segir matvæla-og lyfjaeftirlitið (FDA) í Bandaríkjunum. Og umfram allt, þetta getur jafnvel valdið alvarlegum skaða.

í Kvennablaðinu 12 júlí 2015 skrifar Kolbrún Hrund um Lakkrísin og já fyrsta greinin sem ég las um það hvað lakkrís gæti verið í raun stórhættulegur þeim sem þola hann ekki eða með ofnæmi fyrir honum.  Ég var samt ekki að kveikja á neinum viðbrögðum þá!  Sjáið frábæru skrif Kolbrúnar og einlægni hennar um veikindi sín sem rekja mátti til ofneyslu á lakkrís  getur lakkrís verið lífshættulegur

Read more →

Nýjir tímar ~ hádegistímar alla vikuna ~ Planið vikuna 24-29. april 2017

23 Apr
23. April, 2017

Hvernig leitast þú við að rækta þinn innri mann, innri kennara?

Hvernig leitast þú við að rækta og leitast við að vera betri í dag en þú varst í gær?

Hvað gerir þú?

Hvað gerir þú með eigin vanlíðan og depurð sem við öll sem erum mannleg finnum fyrir einhvern tímann á lífsleiðinni?

Þegar stórt er spurt þá kannski eru fá svörin!!  Forðumst sektarkenndina og forðumst Rajas gúnuna sem leiðir okkur áfram inní Tamas gúnu.  Leitumst við að vera í SATTVIKU gúnunni okkar.  Leitaðu hið innra, kennarinn býr hið innra með okkur í heilbrigða egóinu okkar. Byrjaður á því að horfa í kringum þig og sjáðu gleðina í öllu sem er, byrjaðu þar, börnin, blómin, náttúran, vatnið, fjöllin, grasið, dýrin,vorið, lyktin af vorinu, náungarkærleikurinn og þakklætið.

Ég eins og allir spyr mig margoft þessar spurningar!!!!!   Hver er ég?  Hvaðan kem ég?  Hvert stefni ég?  Allt snýr þetta að okkur sjálfum og svörin búa hið innra með þér eða okkur sjálfum.  Þú ert þú, aðrir eru þeir sem þeir eru.  Viðurkenndu fyrir sjálfum þér að þú þarft mögulega að horfa inná við, kafa eftir demantinum og kjarkinum og vera tilbúin að segja við sjálfan sig ” ég er ekki fullkomin”.

Mig langar svo sannarlega að halda áfram með þetta og já ég geri það, þessar spurningar eru magnaðar og skoðaðu þetta með gúnurnar SATTVA, RAJAS OG TAMAS.  En þessi stutta lýsing er bara til að benda þér að kjarkurinn, dugnaðurinn og staðfestan býr hið innra með þér.  Skoðaðu heilbrigða egói og óheilbrigða egóið.  ÞÚ ERT MEISTARINN Í ÞÍNU LÍFI.

 

TÍMARNIR í Shree Yoga verða svona í vikunni…  nýjir hádegistímar!!!

M Á N U D A G U R

Jóga fyrir 60 ára+  og þá sem vilja rólegri og mýkri tíma   kl: 9:30-10:30

Hádegisflæði fyrir byrjendur og lengra komna  12:00-13:00

Þ R I Ð J U D A G U R 

Hádegisflæði fyrir byrjendur og lengra komna  12:00-13:00

Kvöldtími flæði fyrir byrjendur og lengra komna 17:30-18:30

M I Ð V I K U D A G U R 

Jóga fyrir 60 ára+  og þá sem vilja rólegri og mýkri tíma   kl: 9:30-10:30

ATHUGIÐ !  Það verður ekki hádegistími hér – en annars alla miðvikudaga.

F I M M T U D A G U R 

Hádegisflæði fyrir byrjendur og lengra komna  12:00-13:00

Kvöldtími flæði fyrir byrjendur og lengra komna 17:30-18:30

F Ö S T U D A G U R 

Jóga fyrir 60 ára+  og þá sem vilja rólegri og mýkri tíma   kl: 9:30-10:30  ( djúpteygjur og djúpslökun )

Hádegisflæði fyrir byrjendur og lengra komna  12:00-13:00

 

L A U G A R D A G U R 

Yoga Þrek  8:00-9:30

Prana Power Yoga flæði og Inversion 10-11:30  ~ hér geta allir leikið með 🙂

HLAKKA TIL AÐ LEIKA MEÐ YKKUR Í SALNUM.  Næsta blogg í vinnslu ” Hvað er Sattva, Rajas og Tamas” Fylgist með.

 

 

Svadhyaya: Sjálfsvitund og samúð

07 Apr
7. April, 2017

Ferðalagið okkar er margslungið, já margslungið er skemmtilegt orð sem minnir mig á ömmu mína, alla vega krókar, hæðir og lægðir, hindranir, krossgötur, stórfenglegt, orkumikið, gefandi og dásamlegt.  Allir upplifa sitt ferðalag á einhvern máta og jú flest allir ef ekki allir ganga í gegnum hindranir í lífinu og yfirstíga þær hindranir á sinn máta, finna réttu leiðina og hlusta á hjartað.  Lífið er í raun heilmikil afrakstur og vinna að komast af, halda sér heilbrigðum í ferðalaginu

Svadhyaya er fjórða Niyaman,  gengur út á sjálfsskoðun og sjálfsvirðingu. Innri rödd Svadhyaya er ekki þessi sem segir; hey þú hefðir nú getað gert þetta betur eða þú ert nú meiri asnin, afhverju sagðir þú þetta? Já eða “hey ég átti langbestu handstöðuna í tímanum í dag”. Skoðum okkar innri mann og hvað hann hefur að geyma. Temjum okkur góðvild SHREE sjá allt það fallega í öllu sem er í okkur sjálfum einnig. Verum samúðarfull gagnvart okkur sjálfum og sýnum okkur virðingu og lífið verður miklu betra.

Þegar ég ákvað að fara til Thailands til frekari jóganáms í byrjun árs 2016 og um leið að vinna í sjálfri mér og fjárvesta í aukinni þekkingu á jóga, vera ein og fjarri mínum nánustu.  Ég hóf kennaranám í Anusara Jóga sem er jóga hjartans “open up to Grace  ~ flow with grace”  finna það góða í öllu.  Mig langaði mikið til að læra meira um Anusara þar sem ég var heilluð af tækninni sem mentorinn minn Jonas Westring notar.  

Mig þyrstir í að læra meira í Anusara undir leiðsögn Jonasar.  Þú útskrifast með kennara réttindi 200 RYT. Fyrsta skrefið er að útskrifast sem Anusara Elements jógakennari. Vinn þannig í tvö ár og því næst er að sækja um að vera “Anusara  – Inspired Techer” sem ég er að sjálfsögðu að vinna í en það krefst ótrúlega mikils sjálfsvilja og festu.  Vera ávalt við kennslu, finna fyrir því að maður þróar og  stækkar sviðið sitt,  þroskast sem kennari, kynnast sér og sínum innri mann.

Ég mun því kenna einu sinni í viku Anusara tíma sem verða 90 mínútna tímar og líklegast munu þeir vera áfram á laugardögum kl. 10 -11:30.  Þemað er mismunandi fyrir hvern tíma, sungin innsetning ( þið þurfið þess ekki ) Miklar áherslur eru lagðar í líkamsbeitingu í jógastöðunum.  Bara grunnstaðan t.d. grunnfjallið.  Staðsetning á fótum, tær og hælar, innanverðu jarki og utanverðu.  Draga orkuna upp finna fyrir vöðvunum, beinunum og finna kraftinn í grunnfjallinu.  Það er bara magnað krakkar.  Ég var auðvitað heilluð, hef alltaf kennt þannig að ég legg og hef alltaf gert lagt mikla áherslu á að leiðrétta og laga í stöðunum.  Ekki endilega fara sem dýpst og pína sig áfram… nei við eigum aldrei að pína.  Við finnum okkar mörk, þú gerir hverju sinni þína 100% jógastöðu og við höfum leiðbeiningarnar og reynum að nálgast stöðuna eins og útskýringarnar eru.  Ég get mögulega verið að laga og leiðrétta einn jógann í salnum, notað þrýstipunktana, innsnúning og útsnúning, herðalyftu og koma við og lyfta upp úr mittinu ofl.  en allir í salnum finna að ég er að leiðrétta hvern.  Anusara jógakennsla felst mikið í því að tala fólk inní jógastöðurnar en ekki gera þær og leiða þannig inn, það er töff, miklu erfiðara en að gera jóga með jógunum allann tímann hvort sem hann er 60, 75 eða 90 mínútna tími, trúið mér!  En það er líka skemmtileg reynsla, skemmtilegt ferðalag og þegar ég var útí Thailandi upplifði ég mig algerlega vanmáttuga stundum þegar átti að leiða tíma, kenna á ensku og leiða í gegnum tíma án þess að sýna jógaæfingarnar.  En ég komst yfir þessa hræðslu, komst yfir það að halda ég talaði slæma ensku og komst yfir það að þurfa ekki að sýna allar jógastöðurnar.  Heitið á jógastöðunum þarf að vera fast í minni, ensku  og íslensku heitið og helst Sanskritar heitið.

Það sem ég vildi aðeins útskýra með þessu bloggi er hvað Anusara jóga er og til þess að sækjast eftir því að vera Inspired Anusara jógakennari þarf ég að taka upp nokkra jógatíma og senda á mentorinn minn og hann mun yfirfara og senda svo á  Anusara Yoga School of Hatha og Yoga Alliance. Þetta verður spennandi ég mun byrja taka upp í sumar, en þið elsku jógar eruð ekkert endilega í mynd, kannski mögulega þegar ég er að aðstoða ykkur, en aðallega hvernig ég leiði tímann ( ekki vera hrædd – ég mun auðvitað láta ykkur sértaklega vita af því ) svo er bara svo hallærislegt að heyra í sjálfum sér í mynd og hálf asnalegt að fylgjast með sér í upptöku!!!   Ennnnn við græjum það – þetta verður engin hindrum.

“Yoga is the journey of the self, through the self, to the self.” — The Bhagavad Gita.

En jóga er ekki jóga ef þú stúderar ekki Yamas & Niyamas úr jógasútrum Patanlai’s hin áttfalda leið jógans. Sumir kalla Yamas og Niyamas “10 boðorðin í jóga” Engin sem stundar jóga af einhverju alvöru kemst hjá því að rekast á Yamas og Niyamas.  Leiðin sjálf til sjálfsvirðingar og hamingju, leitast við að lifa lífinu án ofbeldis, hreinleiki, fara ekki með fleipur, vera sannur sjálfum sér og öðrum, borða hollan mat.  Góð lýsing er að samaeina huga líkama og sál – jú það er það sem jóga gengur útá og Yömur og NiYömur hjálpa til við að hreinsa hugann og hugarstarfsemina og reyna tengjast líkamanum.

Ein af Niyömunum er Svadhyaya stunda sjálfsskoðun, lesa heilög rit og uppgötva það guðlega í manni sjálfum.  Þar er ég akkúrat núna, vinna í þessari Niyömu.  Erfitt ja það er erfitt að fara í gegnum sjálfskoðun – hverjum finnst það ekki?  Því meir sem við ástundum sjálfsskoðun komumst við að því hver við raunverulega erum, hvert við stefnum – það er eins og allt skýrist upp.  Nákvæmlega það sem öll jógaástundun snýst um.

Í jógaástundun getum við notað Svadhyaya, til dæmis stunda öndunaræfingar og hugleiðslu.  Einnig á jógadýnunni í jógastöðu spyrðu sjálfan þig; hvernig þessi jógastaða mun hafa áhrif á líf mitt. Hver er rótin og hvað læri ég af þessu?

Hlakka til að leika með ykkur í Prana Power tímum og Anusara jógatímum.

“Watch your thoughts, they become words;
watch your words, they become actions;
watch your actions, they become habits;
watch your habits, they become character;
watch your character, for it becomes your destiny.”

– Author Unknown

Til gamans set ég textann af innsetningunni á Anusara jógatíma….  Það er dásamlegt að syngja möntrur

Jai bhagwan