En meira að læra!

21 Feb
21. February, 2018

Jógadísin er stöðugt að mennta sig og efla til að vera sterkari og faglegri leiðbeinandi sem jógakennari.  Nú er fyrirhugað að skella sér í kennaranám í YOGA NIDRA sem er mjög svo spennandi enda er eitt það besta í heimi að komast í góðan djúpslökunartíma krakkar.  Ég elska að leiða ykkur í slökun og hvað þá í langa slökun sem er þó aðeins einu sinni í viku ( mögulega setjum við inn annan tíma ) eins og þið vitið er ég einnig með meistarahópana í Gerplu í jóga, djúpteygjum Yin Yoga og Djúpslökun Yoga Nidra og þau ELSKA þessa tíma.  Þegar þau koma inní salin þá er eins og þau hreinlega afsressast og byrja syngja kærleiksmöntruna og þau hreinlega klæða sig sjálfkrafa úr öllu stressi og ati sem fylgt hefur þeim þann daginn.  Eru svo ótrúlega fljót að hreinsa sig og núlstilla sig eða kjarna sig sem mér finnst svo töff!

Jógadísin tekur allt svona pínu alvarlega og verður því að fella niður tíma föstudagseftimiðdag, mánudag og þriðjudag.  Já þetta er kennaranám og hlakka til að deila þessari reynslu með ykkur En það verður tími á laugardagsmorgun.

ATHUGIÐ, TÍMARNIR SEM FALLA NIÐUR vegna námskeiðs

16:45-18:05    FÖSTUDAG

6:15-7:15   og 9:30 – 10:30   MÁNUDAG 

12-13 og 16:30-17:30 ÞRIÐJUDAG 

 

 

OM NAMO BHAGAVATE VASUDEVAYA

 

JAI BHAGWAN 

 

 

Anusara jógatímar

04 Feb
4. February, 2018

Heil og sæl kæru lesendur!

Anusara jógatímarnir voru gríðarlega vinsælir í janúar mánuði.  Ég ætla breyta til og taka alveg frí á sunnudögum og færa þá yfir á mánudaga kl 17:3 – 19:00 Þú bara mátt ekki missa af þessum tímum.  Jóga hjartans…. TANTRA jóga ef þú veist eitthvað um tantra ( ATH! alls ekki neitt kynferðislegt ). Að finna það góða í öllu sem er SHREE sjá það fallega í öllu og öllum.  “adjustment” að aðstoða jóga inní “basic” jógastöðu t.d. fjallið með anatomy og líkamsvitund.  INNER SPIRAL & OUTER SPIRAL…..  opna til hins æðra, orkan og flæðið.  Hvað einfaldar jógastöður geta verið mikil upplifun með réttri líkamsbeitingu og aðlögun og aðstoð.

Verð pr. ími er á 2.000-  þú getur keypt Anusara Mánaðarkort ( frítt í alla
aðra tíma ) krónur 20.000-

Meðlimir Shree Yoga greiða aðeins 1000- pr.tíma ( anatomy þekking kennara
mjög mikilvæg og leiðrétting inní stöður )

Stundataflan breytist örlítið aftur í febrúar og þá til að vera fram á IBIZA ferð.

HÁDEGIS TÍMARNIR koma til með að vera aftur á sínum stað á

**********     ÞRIÐJUDAGA  OG FIMMTUDAGA   12 – 13:00

MORGUNTÍMAR

**********      MÁNUDAGAR, MIÐVIKUDAGAR OG FÖSTUDAGAR   6:15  –  7:15 

MJÚKIR TÍMAR ( 60+ og þeir sem þurfa að fara varlega eða örlítið rólegra)

**********     MÁNUDAGAR, MIÐVIKUDAGSAR OG FÖSTUDAGAR   9:30  –  10:30

INVERSION   leidd höfuðstaða, herðastaða og plógurinn / Anusara

**********     FÖSTUDAGAR 16:45 -17:00

YOGA NIDRA / YIN YOGA  djúpteygjur og djúpslökun…. svefnjóga

**********     FÖSTUDAGAR 17:10  – 18:05

LAUGARDAGAR

**********     8:00 – 9:30  jógaþrek, armbalancing og body movement / hreyfiflæði. ( lengra komnir )

**********    10:00 – 11:00 Mjúkt jógaflæði – frábært fyrir byrjendur

VINYASA flæði / hratt flæði og kröftugt 

**********   ÞRIÐJUDAGAR OG FIMMTUDAGAR 17:45-18:50

BYRJENDA JÓGA ~ NÁMSKEIРalla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:30-17:30

Hér er frábært að detta inní magnaðan hóp sem eru að hefja sína ástundun og taka því rólega og byggja upp styrk til að koma í opnu tíma í töflu.  Þú ert með aðgang í alla opnu tíma á því 4 vikna tímabili sem þú kaupir námskeiðið á krónur 20.000-

 

ANUSARA jóga tímarnir hefjast á morgun.  Getur keypt þér aðild 4 vikur í senn og opið í alla aðra tíma í töflu.  Æskilegt að búið sé að taka byrjendanámskeið áður.

Ja hérna hér hvað ég hlakka til að hefja starfið í febrúar og fram á vorið því það lofar eitthvað svo fallega og góðu.  Við munum taka tíma og skoða anatomy, bandvefi, axlavandamál, herðablöðin, mjaðmirnar og skoða það hreinlega hvað mögulega getur verið að valda þér líkamseymslum og hvað jóga getur í raun og veru hjálpað þér.  Jóga er bara ótrúlega fallegt og öflugt tól til sjálfshjálpunar.  Manst bara þetta eitt að þú ert alltaf á þínum eigin forsendum í jógatíma.  Þú lærir að þekkja mörkin þín, lærir á líkama þinn og hægt og bítandi eflir þú styrkinn þinn.

Jógarnir í Shree Yoga stúdíó eru allir að taka þátt í febrúaráskorun… hún er aðeins gefin upp handa þeim er mæta í tíma og fá leiðbeiningar….  svo komdu og vertu með og leiktu þér og finndu hvað líkami þinn er brjálæðislega fallegur og öflugur í hvaða ástandi sem hann er.  Virðum mörkin okkar, virðum líkama okkar og gefum sálinni afraksturinn.

Jai bhagwan

ps… sendu mér póst [email protected]  eða hringdu í síma 822 8803

IBIZA ferðin er að fyllast þú sérð upplýsingar um hana hér örlítið neðar.

 

Jóga námskeiðin eru að hefjast í næstu viku

09 Jan
9. January, 2018

Byrjendanámskeið 

16. Janúar – 2. febrúar 2018
Þriðjud. og fimmtud. 16:30-17:30
Verð: 20.000 kr.
Kennari; Gyða Dís

Í þessum tímum verður boðið uppá jóga fyrir byrjendur.  Farið verður í alla þrjá þætti sem tengjast jóga;

Öndun (pranyama) Jógastöður (asana) hugleiðslu og slökun Möntrur (dharana)


 

Farið verður rólega af stað en tímarnir geta verið mjög kröftugir. Hér reynum við á alla þætti líkamans, aukum liðleikann á allan hátt, hryggurinn verður liðugri, opnum öll liðamótin betur og náum betri og meiri teygju og liðleika.  Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu, aukinn styrkur og úthald og síðast en ekki síst öðlumst við betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur.

Þegar við byrjum að ástunda jóga markvisst fer ákveðið ferli í gang, leysum úr læðingi „prönuna“ eða lífsorkuna og hreinsun á sér stað í líkamanum, taugakerfið róast, stoðkerfið eflist og öll líkamsstarfsemi verður virkari.  Í jóga fáum við tækifæri til að stíga út úr huganum og leita inná við í hjarta okkar.  Allir geta stundað jóga, krakkar, unglingar, fullorðnir og einnig fólk sem á við veikindi eða fötlun að stríða. Viskan býr hið innra og við verðum meira og meir meðvituð um sjálfan okkur við ástundun jóga.    Skráning hafin.

Karlmenn og Jóga

19. janúar – 9. febrúar

Föstudagar kl. 12:00 – 13:00

Verð: 10.000 kr.

Kennari; Gyða Dís

yoga-men-side-plank2

Hér er tækifærið fyrir þig til að koma og liðka þið og takast á við streitu með hinum strákunum.  Einn lokaður karlatími í viku og frítt í alla opnu tíma í töflu.  Oftar en ekki heyrir maður “jóga er ekkert fyrir mig, ég er svo stirður”  allir geta stundað jóga á hvaða aldri sem er og allir eru velkomnir ungir sem aldnir karlmenn í karlatímann á föstudögum.  Aukum liðleika, styrk og úthald. Öndun og hugleiðsla og slökun. Vinnum í að vera í stundinni hér og nú, núllstillum okkur og leitumst við að vera í kærleikanum í hjartanu.  Streita getur verið stór áhrifavaldur í lífinu okkar og hindrun í að halda áfram.  Svefnin laskast, hreyfigeta og orka minnkar.  Fæðuvalið verður mögulega verra… við ræðum þetta allt á námskeiðinu.  Skráning er hafin! Sendu póst á [email protected]   eða hringdu í síma 822 8803.

ANUSARA jóganámskeið

15.janúar – 29.janúar

Mánudagar kl: 17:00 – 19:00

Verð 15.000-

Kennari: Gyða Dís

Það má segja að í Anusara jóga erum við alltaf að leita og kafa eftir því góða og hinu guðdómlega hið innra með okkur.  Sjá það góða í hverjum og einum til þess að öðlast færni til að sjá og finna það hjá sjálfum sér. Meðal annars með því að; vekja upp hjartastöðina og meðvitundina, stöðugleika og gleðina hið innra. Gleðin endurspeglast, hún og leyfir hjartanu þínu að skýna eða glitra þessu góða út í samfélagið og alheimin. Það er mjög mikil áherslu á hvernig líkamsstaðan er, jógakennari aðstoðar og leiðréttir nema í tímum. Ávinningurinn er að nemandinn öðlast góða meðvitund um líkamann sinn og fer öruggur í jógastöður, nær enn meiri opnun og tengslum við sjálfan sig og jógastöðuna sem kennarinn leitast við að koma nema í með virðingu fyrir hverjum og einum og þú ert alltaf á þínum eigin forsendum og enn og aftur hlustar á líkama þinn.  Með djúpri virðingu fyrir því liðna, ósk um bjarta framtíð með þakklæti og kærleika fyrir því sem er.Anusara jógakerfi er heilandi og heillandi kerfi hentar öllum stigum.  Á námskeiðinu er frítt í alla opnu tíma í töflu.  Skráning er hafin.

Ert þú 60 ára eða eldri?  Áttu við vandamál að stríða eftir langvin veikindi eða slys? 

Þessir tímar eru opnir en fer reglulega og oft í upphafið og grunninn.

Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 9:30-10:30
Kennari; Gyða Dís

Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins.  Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, liðleik, hugleiðslu og slökun. Hentar vel þeim sem vilja auka vöðvastyrk, hægja á beinþynningu, ná betra jafnvægi og auka úthald við dagleg störf.

maxresdefault

Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
 Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
 Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.
 Gerðar verða léttar æfingar bæði á stól og á gólfi sem auka teygjanleika og mýkt, bæta jafnvægi og stöðugleika. 
Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga, líkama og sál.  Endurgerir og endurnýjar þig.

Verið hjartanlega velkomin að koma í prufutíma í jóga og skoða nýja jógasetrið í Kópavogim,  Shree Yoga, Versölum 3- 2 hæð fyrir ofan Salarsundlaugina.

jean-dawson-yoga-sukhasana-500x333

 

Svo er auðvitað gott að skutla sér í Salarsundlaugina eftir dýrðar jóga og slökunartíma.  Ef spurningar vakna hafðu endilega samband, sendu mér tölvupóst [email protected]  eða hringdu í síma 822 8803

Jai bhagwan

Kærleikur og ljós

Karlmenn og jóga

04 Jan
4. January, 2018

Hefur þú prufað jóga?  Kannski ekki, sumir karlmenn og konur reyndar eru eða segjast vera svo stirðir að þeir geti ekki farið í jóga!  En það er svo mikill miskilningur, þá er jóga einmitt fyrir þig.

Jóga fyrir karlmenn á föstudögum 12-13:00

4. vikna námskeið

Hefst 19.janúar – 9.febrúar 2018

Verð aðeins krónur 10.000-

frítt í alla opnu tíma í stundarskrá.

….Ertu að glíma við stirðleika? Er þá bara ekki tími til að kíkja í jóga?

Aukum liðleika, styrk og úthald. Öndun og hugleiðsla og slökun. Vinnum í að vera í stundinni hér og nú, núllstillum okkur og leitumst við að vera í kærleikanum í hjartanu.  Í hverjum tíma tökum við langa og djúpa slökun.  Streita getur verið stór áhrifavaldur í lífinu okkar og hindrun í að halda áfram.  Svefnin laskast, hreyfigeta og orka minnkar.  Fæðuvalið verður mögulega verra… við ræðum þetta allt á námskeiðinu.

Hlakka til að sjá ykkur sem flesta.

Skráning; sendið póst á [email protected]

eða hringið í síma 822 8803

Vertu breytingin ~ þú og aðeins þú getur bjargað sjálfum þér ~ engin annar!

02 Jan
2. January, 2018

“No one saves us but ourselves. No one can and no one may. We ourselves must walk the path.”
―Buddha   

Árið 2017 var viðburðarríkt og skemmtilegt.  Nú höfum við hinsvegar tekið á móti nýju ári, nýjum stefnum og örugglega markmiðum og mögulega áskorunum.  En fyrst og fremst verðum við að vera meðvituð um okkur sjálf.  Meðvituð um okkar eigin getu og líkamsástand.  Ef einn getur gert 100 armbeygjur í einu og annar 5 armbeygjur hámark þá eru báðir aðilar að toppa sig og í sínu 100% besta formi miðað við stund og stað!  Já sorry þannig er það en hinsvegar getur þú byggt upp þolið, styrkinn og ákveðnina.  Hvernig ætlar þú að standa við þín markmið og áskoranir?  Byrjaðu hægt, vertu staðfastur/staðföst, hafðu reglufestu og reglu á þínum daglegu venjum.

  • Vaknaðu alla morgna á sama tíma, farðu á sama tíma að sofa öll kvöld..
  • Andaðu já í alvöru taktu djúpar og góðar öndunaræfingar, með því ertu að styrkja frumurnar þínar og miðlar orkunni um allann líkaman
  • Húðburstun á morgnana,  örvar blóðstreymi til húðarinnar og fjölgar húðfrumum því örar, burstunin hreinsar dauðar húðfrumur og örvar sogæðakerfið og hjálpar þannig líkamanum að losna við eitur- og úrgangsefni úr líkamanum.
  • Ef þú hefur möguleika á að hefja daginn á örstuttu skokki innan dyra eða úti er það frábært.
  • Að sippa er einnig góð æfing og hjálpar til við að nudda sogæðakerfið og hreyfa við frumum og hjálpar að losa þig við bjúg.
  • Farðu í viðsnúna stöðu * æfðu þig í Halasana ~ Plóg,  Sarvangasana ~ Herðastöðunni eða Sirsasana ~ Höfuðstöðunni
  • Hvíldu þig, taktu 10 mínútur á dag í Savasana ~ líkstöðunni eða hinni frábæru stöðu Viparita Karani ~ fætur upp við vegg.  

Hér er slóð á eldri grein  Viðsnúnar stöður 10 ástæður til að gera daglega

Í ayurveda fræðunum er talað um reglufestuna.  Nennan er ekki alltaf með í liði og auðvitað er kannski bara gaman að fara út á kvöldin, hitta fólkið þitt eða horfa á góða bíómynd.  Ég skora hins vegar á þig að reyna á þinn eigin ásetning með það eitt að fara sofa á sama tíma alla daga um helgar líka!

Janúar áskorunin í Shree Yoga hófst í gær…. þú getur dottið inn í dag ef þú hefur tök á þvi.  Jóga í 31 dag alla daga í janúar mánuði.  Ég er með hastagið #janúaráskorun #31

Sunnudagstímar bættust við í stundatöfluna tímarnir eru klukkan 11-13:00 tveggja tíma Anusara jógatímar!  Klikkað gaman og alltaf kviðæfingar og viðsnúnar stöður / kennsla.

Sjáumst í salnum og munið litlu jógasjoppuna.

Jai bhagwan

 

 

 

 

Lúxus jóga- og heilsuferð til Ibiza 21-28 apríl 2018.

28 Dec
28. December, 2017

Þetta verður sannkölluð lúxus- heilsuferð með öllu.  Hverjum hefur ekki langað til Ibiza?  Og nei þetta er ekki bara “partý” eyja

Gefðu þér gjöf í lúxus ferð sem inniheldur allt það besta varðandi jóga, mataræði, sólarströnd og hvíld.  Heilsueflandi frí sem inniheldur :

~ 7 nætur í Lúxus “VILLU” á Ibiza

~ Daglega ástundun;  Morgunjóga, öndun og hugleiðsla, djúpteygjur, vinyasaflæði, yin yoga, yoga nidra og endurhlöðun /restorative yoga ~  jóga með Gyðu Dís alla daga.

~ Fult fæði; hráfæði og ayurveda ~~ förum saman eitt kvöld út að borða á klikkaðan “raw food” stað.

~ Paddle boarding að sjálfsögðu með kennslu ofl.

~ Ganga og upplifun að sjá sólsetur með leiðsögumanni

~ Hjólatúr með leiðsögumanni

~ Njóta á sundlaugabakkanum, stór einkasundlaug, stutt á ströndina

~ Húsið er girt og öryggishlið

~ 15 mín. nuddtími fylgir

~~~  getur pantað þér tíma aukalega í nudd

~ Getur pantað þér fót- og handsnyrtingu aukalega ( ekki innfalið )

Bæði nuddarar og snyrtifræðingar koma í hús eftir óskum.

Ekki innifalið flug og ferðir til og frá flugvelli.

 

Staðsetning:

Villan er staðsett í rólegu hverfi í suð/vestur parti á eyjunni.  Innan um dásamleg furutré og útsýni.  Falleg strönd í 10 mín göngufæri í San Antanio.  Það er aðeins 15-20 mín keyrsla á flugvöllinn og Ibiza town.

 

Verðmiðin er aðeins 168.000- 

Ef þú pantar og greiðir fyrir 4.febrúar 2018 þá er verðið 160.000-

Ef þú ert í korthafi / árskort eða hálfsárskort í Shree Yoga þá er tilboðið til þín aðeins 155,000-

Ef þú hefur áhuga þá er um að gera að hafa samband við mig strax s. 822 8803 eða [email protected]

Það mun fyllast í þessa ferð, auglýsingin fer inná veraldarmiðla nú fyrir áramótin.

 

….  svo nú er bara skrá sig og greiða inná reikning….  537-26-8803 kt.: 560316-0540.  Staðfestingargjald 50.000-

 

 

Súkkulaði og meira hreint súkkulaði ~ Súkkulaðikvöld

05 Dec
5. December, 2017

 

 

Nú er komið að því.  Það verður eðal súkkulaði “partý” í Shree Yoga á morgun miðvikudag 6. desember kl: 17:30 – 20:30

Við byrjum á jóga og viðsnúnum stöðum.  Höfuðstöðu, herðastöðu, handstöðu og svo hina skemmtilegu framhandleggs handstöðuna. Og förum í skemmtilegar jógastöðu – þína sem þig langar til að “mastera”

Leikum okkur í súkkulaði og truffle gerð og síðast en ekki síst tökum góða slökun með í dæmið. Að ná góðri slökun er besta hreinsun og vinnsla sem þú getur boðið líkama þínum uppá.

Á námsekiðinu ætla ég meðal annars að bjóða uppá nokkrar gerðir og úttfærslur á “trufflum” konfekti og svo auðvitað verður Kombucha te á kantinum og jurtate að sjálfsögðu.

Verð fyrir 3 tíma námskeið er kr. 6,900-

Meðlimir með áskrift á hálfsárs, eða árskorti í Shree Yoga kr. 4,900-

Þetta verður eðal jólastemming. Endilega skráðu þig með fyrirvara á [email protected] greiðsla inná

Bankareikning 537-26-8803    ~  kt. 560316-0540

Kærleikur og ljós.ps.  veistu hvað þú mátt borða mikið af súkkulaði á dag?

 

ps… Viðsnúnar stöður eru bara svo góðar fyrir þig ~ alla vega útfærslur og fyrir alla vega líkama og líkamsgerð.  Kannski ertu ekki enn komin í að fara í handstöðuna ~ þá gerum við allt annað fyrir þig!  Ekki vera hrædd/ur útfærslur eru margskonar og allir geta farið í viðsnúnar stöður!

Gjafakort

03 Dec
3. December, 2017

Nú loksins er vefsíðan komin í lag eftir langan tíma!

Nú verður hægt að kaupa gjafakort hjá Shree Yoga frá og með morgundeginum 4 desember.  Þú getur keypt fyrir smá og stóra upphæð sem gildir í jóga, nudd, jógaverslunina ( fatnaðinn og super food-ið) nú einnig Ayurveda og nýjasta verða ilmkjarnaolíurnar sem eru einnig að koma í hús á morgun.  Dásemdarolíur frá Floracopeia hreinar og lífrænar olíur.  Ilmirnir eða blöndurnar eru bæði heilandi, heillandi og ilmandi dásamlegir. Ilmkjarnaolíur til að koma jafnvægi á doshur eða líkamstegundirnar skv. Ayurveda Vata – Pitta og Kapha.

Netverslun er að fara í loftið í vikunni.  Þá geti þið bara verslað ykkar Kdeer leggings og toppa, Manduka og hvað sem í boði verður hverju sinni og alltaf einhver tilboð.

Sé ykkur í jógasalnum.  Það má bara alls ekki gleyma ástundinni sinni á aðventunni.  Ef þið komist ekki í tíma þá endilega að aga sig og setjast niður heima í sitt fallega og notalega horn, anda pranayama eða Anu loma Vi loma öndun og hugleiða eitt augnablik.  Já að er alls ekki flókið 🙂

Njótið aðvenutnar.

5 Tíbet æfingar sem þú ættir að gera á hverjum degi

25 Oct
25. October, 2017

Jóga hefur átt hug minn allan undanfarin ár.  Jóga er lífið og lífið er jóga.  Ég æfi mig töluvert mikið og vanda mig með hreyfingu.  Hreyfi mig daglega en tek þó einn dag ~ einn hvíldardag í viku og það eru sunnudagaranir.  Þeir eru mér heilagir ***. tja sko ég geri kannski ekki jóga stöður eða aðrar líkamsæfingar en þær að setjast niður í mitt sæti á mínum stað á mínu heimili og geri öndunaræfingar og hugleiði og jú fer út í göngu með hundinn minn hana Esju Ösp.

Ég kynntist þessu æfingakerfi Five Tibetan Rites of Tibetan um það leiti sem ég útskrifaðist sem jógakennari eða stuttu á eftir. Five Tibetan Rites of Tibetan er einnig þekkt sem  “Fountain of Youth,”  vegna þess hversu magnaðar og áhrifaríkar þessar æfingar eru fyrir allann líkamann.  Styrkja í raun allan líkamann þinn, styrkja og teygja aðal vöðvana.  Hjálpar þér í baráttunni við jafnvægið, kemur jafnvægi á hormónakerfið og allir sem geta staðið í fæturna og gengið um geta gert þessar æfingar.  Þær eru einfaldar, aðeins fimm æfingar og fullorðið fólk yfir 70 er að stunda þessar æfingar og þekki ég nokkra sem gera þessar æfingar daglega til að halda liðleikanum og styrknum í líkamanum.  Ég mæli með þessum æfingum fyrir þig og hvern sem er, aðeins fimm auðveldar æfingar og það tekur þig ekki nema mesta lagi 10 mínútr að framkvæma þær. Eins og ég segi hver á ekki auka 10 mínútur daglega til að koma kerfinu sínu af stað, keyra upp púlsin örlítið og njóta svo í slökun í lokin.  Alltaf förum við í slökun og róum púlsin.

Þetta er ekkert nýtt kerfi, aldargamalt upprunið frá Tibet sem færist yfir til vestrænna þjóða með þeim sem hafa heimsótt Tibet.  Ég hef lesið bókina The Ancient Secret of the Fountain of Youth skrifuð af Peter Kelder. Mögnuð bók, magnaður lestur sem segir til um áhrifin af þessu kerfi.  Ég las einnig viðtal við einn vestrænan jóga sem heimsótti Tibet, tók eftir því að fullorðin kona hóf að gera þessar æfingar úti daglega alltaf á sama stað og sama tíma.  Hann velti þessu fyrir sér vegna þess að þessi fullorðna kona var með líkama á við tvítuga manneskju.  Hann rannsakaði og hóf að gera æfingarnar með henni.  Iðullega komu fleirri á staðin til að framkvæma æfingarnar sínar í sinni þögn.

Ég mæli eindregið með því að gera þessar æfingar á morgnanna, ekki á kvöldin vegna þess að þú færð svo brjálaða orku af þessum æfingum.  Þegar við byrjum, þá byrjum við rólega og gerum æfingarnar fyrst 7 sinnum og þá allar fimm æfingarnar 7 sinnum.  Byggjum upp styrkinn uppí 14 sinnum og svo færum við okkur uppí 21 skipti en aldrei fleiri í einu.  Mátt gera þetta 2 eða 3 sinnum á dag en bara ekki á kvöldin.

 

Rite 1

Byrjar fyrstu æfinguna á því að snúa í hringi í sólarátt.  Horfir á þumalfingur á hægri hendi allan tímann og snýrð þér í hringi.  Ferð rólega og passar uppá að ekkert sé fyrir fótunum þínum, hafa ca mjaðmabreidd á milli fóta og ég get lofað þér því að þér mun svima en það stafar bara í stutta stund.  Þegar þú ert búin með 7 skipti stoppar þú og tekur utan um þig og hallar höfðinu niður að bringu þar til sviminn er farin.

Öndun: Andar inn um nefið og út um nefið, djúpa öndun.

Ráð: Ef þú getur engan vegið spinnað í hringi þá einfaldlega stendur þú kyrr, setur hendur í kaktus ( olnbogar í axlahæð ) andar djúpt að inn og snýrð aðeins til hægri og andar út og snýrð til vinstri.

Rite 2

Leggst á gólfið fyrir kviðæfinguna.  Hendur niður með síðu, fætur beinir og lyftir þeim upp og efri líkama um leið og í útöndun færir þú fætur niður og efri líkama niður en ekki láta hæla snerta jörðina. Halda mjóbaki í jörðu og þú munnt finna kviðvinnuna.

Öndun: Andar djúpt þegar þú lyftir fótum og efri líkama upp og andar frá þegar þú færir fætur og efri líkama niður.

Rite 3

Hné í gólfið, gott að setja undir ef þú ert slæm/slæmur í hnjám.  Kræktu tám undir þig og settu hendur undir rasskinnar eða aftanverðu lærin. Andar að og hallar þér aftur ( úlfaldinn/ kamel pose) haltu mjöðmum fyrir ofan hné allann tímann.  Andar frá hallar höfðinu og höku niður að bringu.

Öndun; Andar að og opnar brjóstkassa, andar frá hallar höku að bringu.

Rite 4

Sest á gólfið með beinar fætur, setur lófana upp við mjaðmir og ýtir þér upp í innöndun í viðsnúna borðið.  Andar frá og ferð niður og reynir að halda þér uppi – ekki setja rass/rófubeiní  jörðu.

Öndun: Andar að og lyftir framanverðu líkama upp, andar frá og ferð niður.

 

Rite 5

Hundurinn sem horfir upp og hundurinn sem horfir niður.  Kemur þér fyrir í hundinum sem horfir niður og keyrir beint í hundinn sem horfir upp í innöndun.  Djúp öndun sem og í öllum æfingunum. Andar frá í hundinn sem horfir niður.  Hér ertu komin með eitt skipti og heldur áfram klárar 7 skipti.

Öndun : Andar að í hundin sem horfir upp og andar frá í hundinn sem horfir niður.

Ég gæti dælt hér inn áhrifamætti þessara æfinga og æfingakerfis.  Það þarf að gera þær í réttri röð, alltaf að gera hverja æfingu eins oft og þú byrjaðir á þeirri fyrstu…. annað hvort geriri þú þær allar 7, 14 eða 21 sinnum.

Hormónakerfið já við þurfum aldeilis að passa uppá það, sogæðakerfið sömuleiðis og já þú ert að nudda innkirtlakerfið þitt líka, styrkja vöðvana þína, beinin og þéttleikan.  Styrkja öndun og lungun þín og það að keyra púlsin upp og já finna maður sé raunverulega á lífi er bara svo dásamleg tilfinning.

Mæli með því að þú prufir að keyra þessar æfingar af stað fyrir þína heilsu og það daglega í einn mánuð.. þar til þú getur fært þig upp í 14 sett… kannski gerir þú það fyrr og þar til þú getur gert þær í 21 skipti.  Ég set alltaf sama lagið á 🙂 og geri þessar æfingar ég er innan við 5 mín stundum aðeins 4 mín að gera þær allar 21 skipti.  Með æfingunni kemur hraðinn.  Vandaðu þig, ekki fara of geyst af stað.

Góða skemmtun.

Jai bhagwan

 

Lúxus jóga- og heilsueflandi hráfæðisferð til Ibiza 2018

19 Oct
19. October, 2017

Langar þig ekki að vera með í ferðinni til Ibiza 2018 með Shree Yoga?

Það verða tvær í boði

~ Apríl 2018

~ September 2018

7 dagar, verð kemur inn síðar.

Láttu þig dreyma um dásemd og notalegt líf á Ibiza, hér eru ábendingar um það sem við ætlum að gera!!!

Activity:   PADDLE BORDING

MOUNTAIN HIKE

SÓLSETUR

NUDD & DEKUR

Jóga 2 – 3 á dag – fer eftir “activity”

Hráfæði

Súkkulaði

Slökun

Verðin koma inn mjög fljótlega – þetta er allt að skýrast smátt og smátt.

Ibiza lover

Jai bhagwan