En hvaðan færðu þá prótein?

05 May
5. May, 2012

Dásamleg spurning,  já en bíddu nú við hvaðan færðu þá próteinið?  Ef þú borðar ekki kjöt og fisk og engar mjólkurvörur…  við sem erum á hráfæði og einnig þeir sem eru grænmetisætur fáum þessa spurningu lang oftast, jebb nánast daglega. Mér finnst gott að fá þessar spurningar og aðalbjútíð er að hafa svarið á hreinu. Ykkur að segja þá er ég að fá prótein úr öllum mat sem ég borða daglega, úr fræjunum og hnetunum og allt sem grænt er svo sem spínati, grænkáli, kryddjurtum og spergilkáli, sellery og svo lengi mætti telja.  Ég tek líka stundum syrpur og nota hampprótein útí súkkulaðisjeikinn minn, úr maca og blómafræflum eða bee pollen.  Hérna langar mig að deila með ykkur uppskrift af hummus sem ég hef útfært á alla kanta og fyrir löngu búin að lofa setja hér inn. Read more →

Njótum stundarinar.

26 Apr
26. April, 2012

Lifum hverja einustu stund….  njótum augnabliksins!

Jógakennarnámið mitt á hug minn allann þessa daganna, nóg að gera ég verð í Bláfjöllum alla helgina við nám og yoga og leik og dans og eitthvað meira skemmtilegt í fallegri náttúru með hrikalega skemmtilegu fólki og Kristbjörgu jógakennaranum mínum.  Hef nú aldeilis verið að æfa mig í að kenna undanfarnar vikur og gengið alveg þrælvel, finnst ég svo blessuð að fá að gera það sem mér þykir skemmtilegt.  Gefa af sér er ómetanlegt, lífið er dýrmætt!  Njótum stundarinnar, ef hnökrar koma í líf okkar væri þá ekki gott að geta fengið sér súkkulaði, fæði Guðanna það klikkar ekki og gæti bjargað deginum!   Namaste.

 

Patanjali, sutra 28.

17 Apr
17. April, 2012

Patanjali says, to repeat it with reflection upon its meaning is an aid.  Do not bother about the meaning in the beginning. Let the repetition  become a constant habit. When it becomes a firm habit, then you can thing, “what am I repeating?”  Then you will be able to think of the meaning without forgetting the repetiton itself because it has become a habit already.  Most things happen by habit in our lives.  Twelve o’clock means lunch; six o’clock, dinner. Just by the clock, things have become habits.  In the same way you can become what you are repeating.  If you repeat, “war, war,war,” one day you will be at war. Think, “monkey, monkey, monkey,” and probably within a week or two you will be jumping hear and there. Yes, “as you thing, so you become.” Knowingly or unknowingly, you imbibe the qualities of the thing named.

Hugsum um það hvað við erum að endurtaka aftur og aftur, léttum okkur lífið með að hugsa fallegar hugsanir. Um okkur sjálf, fjölskyldu okkar vini og heimin allann, jafnvel stjórnmálamenn.  Endurtekningin er spegilmynd. Við skulum ekki nota neikvæðar hugsanir, verum frekar jákvæð og muna að við erum það sem við erum.  Og allt er eins og það á að vera.  Eigið dásamlegan dag. Namaste.

 

Magnesíum og fæði guðanna.

14 Apr
14. April, 2012

Magnesíum er okkur nauðsynlegt til að byggja upp góða kalkið  í líkamanum.  Þetta lærði ég hjá honum David Wolfe eða David avacado sem er einn sá allra flottasti naglinn í þessum bransa sjá heimasíðu hans  http://www.davidwolfe.com/   magnesíum hefur einnig gríðarlega góð áhrif á taugakerfið, óreglulegan hjartslátt, þunglyndi, sinadrátt og margt fleira.  En stóra atriðið er það að taka einungis inn magnesíum alls ekki blöndu af kalki og magnesíum. Magnesíum sem fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum.  Eins og fyrr þá er ég engin sérfræðingur en hef prufað og lesið mig vel til. Read more →

Hvenær hættu allir að skokka?

12 Apr
12. April, 2012

Jógakennaranámið

11 Apr
11. April, 2012

Til þess að ég öðlast réttindi sem jógakennari þá fylgir náminu að leiða alla vega 20 tíma í jógakennslu. Maður byrjar á fjölskyldunni svo vinum og eitt leiðir af öðru þar til maður  verður að teygja sig svo svolítið útfyrir þægindarrammann og skella sér í djúpu laugina. Og það gerði ég í gær,  ég hef boðið foreldrum í félaginu Einstökum börnum að koma og upplifa jóga með mér.  Býð uppá byrjendajóga, slökkun og hugleiðslu.  Ég hef verið félagi í Einstökum börnum til margra ára,  starfað þar í stjórn félagsins, í ritnefnd og margt fleira skemmtilegt og félagið hefur gert svo dásamlega og einstaka hluti fyrir okkur fjölskylduna að nú var kominn tími á að borga aðeins tilbaka með því að bjóða langþreyttum foreldrum í jóga.  Gærdagurinn var dásamleg upplifun!

Hér getið þið fræðst um félagið  www.einstokborn.is.

Mæli með því að þið prufið að gera eitthvað eitt sem ykkur hefði aldrei dottið í hug að gera eða gætuð nokkurntímann gert, vegna þess að hugurinn segir og stjórnar okkur stundum algerlega og þar af leiðandi er hann búin að ákveða það að við getum ekki. Það er alveg þess virði að rannsaka sjálfan sig og vera.  Namaste.

Uppáhalds drykkurinn minn.

10 Apr
10. April, 2012

Einn af mínum uppáhaldsdrykk  þessa daganna er eplaedik með hungangi. Eplaedik inniheldur lifandi góða gerla og stuðlar að bættri þarmaflóru sem veldur  betri og örari meltingu. Það er því einföld og góð lausn fyrir þá sem vilja stuðla að bættri og betri heilsu.  Eplaedik er basískt, er súrt á bragið og gerir líkamann basískarann.  Gott ráð við bjúgsöfnun og ýmsum húðkvillum.  Hér kemur uppskriftin mín að dásamlegum drykk, hreinlega elska þetta súra bragð!

  • 2-3 msk. eplaedik
  • 1 tsk. hunang
  • Soðið vatn

Athugið að við leitumst við að nota lífrænt vottaðar vörur, eplaedikið frá Demeter sem fæst í heilsuhúsnum og Hagkaup er alveg magnað. Villiblóma hunangið frá Himneskt og fæst í Bónus er alveg himneskt.

Kostir eplaediks eru óteljandi, ég tek það fram að ég er engin sérfræðingur en hinsvegar hef ég prófað þetta sjálf og lesið mig til um kosti eplaediksins t.d. hef ég notað edikið sem hárnæringu 1 msk á móti 1 msk af vatni og hárið glansar.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um kosti eplaediksins:

http://en.wikipedia.org/wiki/Apple_cider_vinegar

http://www.heilsuhusid.is/?s=eplaedik

http://www.heilsubankinn.is/vefur/index.php?option=com_content&task=view&id=436

http://www.care2.com/greenliving/apple-cider-vinegar-miracle-for-home-and-body.html

Elskurnar eigið dásamlega dag.

Namaste.

 

Hver er þessi Gyða Dís?

08 Apr
8. April, 2012

Í dag 8. apríl 2012 er ég afmælisstelpa, hugrökk yogadís sem opnar heimasíðu með bloggi og upplýsingum um sín eigin áhugamál; jóga, matarræði, prjón og handavinnu og síðast en ekki síst súkkulaði. Síðar meir,  netverslun með hráfæði og ofurfæði (superfoods) jógavörur, fatnað og fleira margt skemmtilegt og fallegt.

Ég er 47 ára dásamlega hamingjusöm jógadís. Mottó mitt í lífinu er þetta; Allir dagar eru hamingjudagar og þess virði að elska lífið sjálft hvern einasta dag með gleði hlátri og að lifa lífinu til fulls hvern einasta dag. Ég er matarfíkill, já ég játa það, ég er súkkulaðifíkill, já ég játa það líka, ég er jógafíkill, já ég játa það og ég er prjóna og handavinnufíkill, já ég játa það….

En mest af öllu í mínu lífi elska ég og virði gullmolana mína þrjá og eiginmann minn sem hefur stutt mig og hvatt alla tíð, væri ekki á þessum stað í lífi mínu nema fyrir Valla minn enda er hann mikill nagli sjálfur.  Elsti strákurinn minn er 23 ára, miðjan mín 20 ára og sá yngsti 16 ára.

Ég á dásamlega móður, sem er ungleg, stundar golf og jóga eins og engin sé morgundagurinn. Ég á frábæran pabba sem stundar veiði og fiskeldi af miklu kappi og er alger hetja.  Ég á tvo bræður sem ég gæti ekki verið meira hamingjusamari með, réttsýnir og dásamlegir, ásamt því að þeir eiga þessa líka frábæra fjölskyldu, eiginkonur og börn.   Lífið er dásamlegt og nákvæmlega eins og það á að vera..   Vinir mínir, vá ég er dásamlega heppin mannvera….  þið eigið eftir að kynnast þeim hér á blogginu líka.

Ég leitast við að borða hreint og lífrænt fæði. Ég er á hráfæði og söfum. Allt er vænt sem vel er grænt, eins og sagt er. Ég er sem sagt „hráfæðisæta“  tillögur um betra orð eru vel þegnar á netfang mitt [email protected].  Ég byrjaði hægt og hljótt, tók í fyrstu út allann sykur, gos, unnar matvörur, ger og hveiti, mjólkurvörur, kaffi,  rautt kjöt, fisk og kjúkling og varð grænmetisæta (annað skemmtilegt orð) til margra ára og þaðan í hráfæði og lifandi fæði.

Ég stunda jóga, er í jógakennaranámi og útskrifast í júní n.k. með alþjóðlega jógakennararéttindi.  Ég elska líf mitt, finnst ég vera sem 27 ára yogadís en ekki 47 ára og þess þakka ég einfaldlega áhuga minn á lifandi fæði, jóga og heilbrigði almennt.  Mín dásamlega leið liggur í gegnum jóga og matinn….. ef þú ert í stuði til að breyta líferni þínu með bættu matarræði og jógaástundun þá ertu á réttri leið með að lesa þetta blogg, það er fyrsta skrefið. Prufaðu, því engin orð fá því líst í raun hvað þú uppskerð mikla vellíðan hvern einasta dag.

Mitt líf hefur tekið kúvendingu á síðustu 10 árum og allt til dagsins í dag, enda er enginn dagur eins og allir dagar hamingjudagar J útlit mitt hefur breyst, húðin glóir, hárið er þéttara og fallegra líkaminn minn þetta líka fallega musteri sem hefur að geyma sál mína sem hreinlega glóir.

Mín áskorun til ykkar er, ef þú vilt breyta fyrra líferni og vera hamingjusamari og líða betur og betur á hverjum degi byrjaðu þá á því að stunda jóga og hugsaðu um það hvað þú setur í munninn þinn.  Hér erum við að tala um okkar eigið musteri eða líkama okkar, og við eigum það svo sannarlega skilið að glóa og líða sem allrabest alla daga, alltaf.

Skref tvö……..  slökktu á tölvunni og stattu upp, hreyfðu við orkunni þinni og hugsaðu uppá nýtt hvað þú setur í magann þinn og gerðu veislu úr því.