Axlargrindin, íþróttameiðsl og meðhöndlun.

01 Mar
1. March, 2020

19 Jan
19. January, 2020

240 klst. Viðurkennt jógakennarnám Shree Yoga í samstarfi við Reebok Fitness á Íslandi hefst 24. september 2020.  

Jógakennaranámið í heild sinni mun bera keim af Anusara yoga. “foundation and form of fundamental” Open up to Grace eða  jóga hjartans.

Viltu dýpka þekkingu þína fyrir þig sjálfa/n og gefa þér gjöfina? Við bjóðum einnig núverandi jógakennurum til að auka skilning og getuna á því að kenna jóga sem mögulega hafa tekið langa hvíld frá kennslu nú eða vilja bæta við sig svona stig af stigi, góðar leiðbeiningar og lagfæringar í jógastöðum. Ekki eftir útliti heldur líkamsgetu hvers og eins. Leggjum aðaláhersluna á það, hver og einn er með sína getu og nálgast jógastöðuna á sinn hátt. Í jógakennaranáminu leitumst við að sjá fegurðina hjá hverjum og einum nemanda. Ekki hversu djúpt hver og einn kemst í jógastöður t.d. fulla brú eða splitteygju svo eitthvað sé nemt.

IMMERSION I, Er hannað fyrir framsækna einstaklinga sem óska eftir því að dýpka þekkingu sína á jóga og jógafræðinni.   Hér byrjar jóga eða nemandinn dýpkar fyrri þekkingu sína í jógatækninni.

 • Grunnþjálfun í jóga
 • Anusara Alignment principles – Spíralarnir og loops
 • Jógastöður
 • Elementin fimm og jógafræðin
 • Ayurveda ~ systurvísindi jóga kynnt
 • Pranayama, jógaöndun
 • Möntrur
 • Hugleiðsla
 • Yoga sutrur Patanjalis

Hin áttfalda leið skoðuð gaumgæfilega

 • Nemi skilar inn stuttri ritgerð
 • Yamas & Niyamas —- hvernig nýtum við okkur Yömur og Niyömur sem kennarar og  í daglegu lífinu okkar. 

IMMERSION II, Hér er farið enn dýpra inn í jógafræðina, jógasagan og jógaheimspekin. Nemarnir fara í dýpra og framsæknari ferðalag í líkamsskynjun, líffæra- og lífeðlisfræðilega eru jógastöður skoðaðar gagnvart líkama og líkamsgetu, orkuflæði, orkustöðvar og orkubrautir. Anatómían og lásarnir þrír

 • Jógafræðin, jógaheimspeki á dýnunni og utan hennar
 • Anatomya – líkamsvitundin – stoðkerfið
 • Orkustöðvar, hlutverk þeirra – skilningur dýpkaður.
 • Orkubrautir
 • Bhagavate Gita og Yoga Sutrur Patanjalis
 • Jógastöður, leiðum og leiðréttum í og úr jógastöðum.
 • Hvernig höndlar þú “sjúklinga” eða barnshafandi konur í jóga
 • Jógakennsla nemi leiðir tíma án kennara á sínu heimasvæði og fær umfjöllun sem þeir skila inn
 • Nemar leiða og byggja upp 60 mínutna jógatíma, hér er lagt áherslu á uppbyggingu og að henni sé fylgt.
 • Stick figures, teikna upp jógatíma – fylgja því eftir.
 • Að jógakennari geti kennt jógatíma án þess að gera jógastöður sjálfur, leiðir tíma munnlega, mun hins vegar nota “hands on” leiðbeiningar inní og úr stöðum. Fær jafnvel annan úr salnum til að sýna jógastöðu.
 • Viðskiptahliðin, kostnaðurinn, hvar á að kenna, hvar á að byrja og hvernig á kennari að beita sér við jógakennslu
 • Siðfræðin, klæðaburður og líkamsburður verðandi jógakennar. Hvað er boðlegt og hvað ekki.
 • Lífsloftin fimm Vayusarnir skoðaðir,
 • Karma, Jnana, Raja og Bhakti Yoga
 • Skoðum Kosha body, Gunur og Dhosur

Ef nemi hefur uppfyllt kröfur í Immersion I og II þá er hann útskrifaður sem jógakennari með viðhöfn og skirteyni þann 24.janúar 2021.

NÁMIÐ:  Nemandi þarf að taka sér frí frá vinnu og eða öðrum störfum meðan á dvöl útá landi stendur yfir.  Æskilegt að nemi geti sótt 2-4 opna tíma vikulega og ástundi daglega heima fyrir – öndun og hugleiðslu.

Námið hefst með dvöl útá landi, Bjarnarfirði þann 24.september -1.október 2020. Himeskur matur og nattúrufegurð. Núllstillum kerfin okkar til að opna fyrir því sem jóga kennaranámið býður uppá.

HELGARVINNA;  föstudaga 17:30-20:30. Laugardaga 10:30-17:00 og Sunnudaga 10:30-17:00.  Þessar tímasetningar gætu breyst / opnir jógatímar allar helgar sem koma inní helgarnámið.

ATHUGIÐ!! DAGSETNINGAR fyrir helgar- og heimavinnu gætu mögulega breyst, allir verða vera með í helgarvinnu.

 • 30.okt-1.nóv 2020.  ANATOMY kennsla. Rakel Dögg sjúkraþjálfari og jógakennari og meistari í þessum fræðum.
 • 13-15. nóvember
 • 27-29.nóvember
 • 8-10.janúar 2021
 • 22-24. janúar
 • Útskrift 24.janúar 2021.

Inntökuskilyrði:

Almenn heilbrigð skynsemi og tilbúin að hella sér í innri vinnu og skilning á jóga og jógafræðunum. Jóga er meira en að komast í jógastöðu. Jóga er lífið og lífið er jóga. Ef þú hefur áhuga þá skilar inn skriflegri umsókn hér [email protected] einnig hægt að hafa samband s. 822 8803

Aðalkennari:  Gyða Dís

~ 240 RYT Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar Kristmannsdóttur. Júní 2012.

~ 200 RYT Anusara, Shantaya Yoga ~ Jonas Westring. Febrúar 2016.

~ Thai Yoga Bodywork Massage ~ Shantaya Yoga ~ Jonas Westring. Ágúst 2015

~ 560  RYT Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar Kristmannsdóttur. Janúar 2018

~ Anatomy nám hjá Jonas Westring, m.a. farið í líkhús, líkami, vefir, vöðvar, sinar bein rannsakað ofl.

~ ýmis námskeið og vinnustofur í Anatomy, Vinyasa flæði, Yamas og Niyamas ofl. hérlendis og erlendis.

Kennir i Shree Yoga – Versölum 3,Kóp. og Reebok Fitness Lambhaga.

Heildarverð krónur 440.000.- bæði Immersion I & II, greiðsludreifing – raðgreiðslur sem auðvelda þér kostnaðinn.

Lífið er jóga og jóga er lífið.

Megi þér ganga vel á þinni leið.

JAI BHAGWAN 

Gleðilegt nýtt heilsuár 2020

06 Jan
6. January, 2020

Andleg melting: agni, tejas og prana.

Þegar kemur að matarræði þá reyni ég eftir fremsta megni að vanda mig á allan hátt. Hefur þú tekið eftir því að við erum mögulega háð tilfinningum okkar þegar við ákveðum hvað við borðum? Það er réttast að borða sem fjölbreytast að sjálfsögðu og sem hreinasta fæðu er mögulegt er. Vanda vel vökvamagnið, drekka vel og viðhalda vökvamagni sem líkaminn þarf á að halda daglega.  Það má alveg passa sig á því hvað hugurinn vill eða óskar eftir og hvað þú rauverulega þarft til að þrífast og takast á við hin daglegu störf.  Undir miklu álagi er ekki óalgengt að skyndibitamaturinn sé sterkur inni, gos, sælgæti og óþarfa “þægilegt” fæði sem gefur akkurat enga orku þegar á þarf að halda heldur dregur þig niður, gerir þig lata, syfjan og missir einbeitingu – verður einfaldlega sljór í hugsun og gjörðum. Sömuleiðis á þetta við t.d. í mikilli vinnutörn eða prófum þá er oftar en ekki “dottið” í það: kaffidrykkja algerlega úr öllu hófi, örvandi te eða gosdrykkir.  Afleiðingarnar – já þið þekkið það örugglega þú endar mögulega með einhvers konar kvíða ( nærð alls ekki að klára verkefnin ) og svefnleysi. Að vera meðvitaður um ástandið og taka í taumanna er besta vopnið til handa þér sjálfum/sjálfri.

Agni er meltingareldurinn og þann eld viljum við hafa sterkann og þéttann og hvernig gerir þú það?

Tejas er kjarni elds er stjórnar  meltingu, uppsogi næringarefna og samlögun.

Prana er lífskraftur, orka, lífskraftur eða lífsorka og er í öllu sem er.  Segi stundum “prana er lífið og lífið er prana”  vegna þess að þar sem engin prana er er ekkert líf.  Prana er í öllu sem lifir dýrum, plöntum og mönnum.

Ojas  hefur verið þýtt sem “vigor” á ensku eða “lífsþróttur”. Ojas í líkamanum tengist eiginleikum eins og styrk, heilsu, langlífi, ónæmiskerfinu og huglægri sem og tilfinningalegri velferð.

Allt hefst þetta á fæðunni sem við innbyrðum og þá er það umbreytingin. Agni meltingareldurinn þarf að vera öflugur og til taks í réttu samræmi við Prana / lífsorkuna og því næst er það Tejas umbreytingin og uppsog.

Þetta er nú ekki langur pistill eða þungur en í meginatriðum fyrir þig að uppgötva hvað fæðan skiptir okkur miklu máli.  Ég hef engan áhuga á því að leiðbeina fólki til þess eins að fara í megrun eða grennast!!!  Bara alls ekki krakkar enda er það svo löngu úrelt.  Ég vil hinsvegar leiða þig áfram í átt að betri þú, bætt heilsa með bættu matarræði og góðri hreyfingu. Styrktaræfingum, jóga, hugleiðslu og slökun. Ef þú hélst að ég ætlaði að tala eitthvað um “megrun” eða hvernig þú eigir að létta þig þá ertu ekki á réttum stað.

Ayurveda vísindin eru systurvísindi jóga og ótrúlega mögnuð vísindi sem ég er enn að fræðast um og læra daglega eitthvað skemmtilegt.  Ég elska að benda ykkur á það hvað örvar meltinguna jú vegna þess að um 80% sjúkdóma tengjast meltinarfærunum okkar…. hugsaðu þér.  Heilbrigð melting = ljómi í maganum.  Úthald og heilsa og ljómi.

Ghee eða skírt smjör er talið “demanturinn” Ayurveda læknavísindunum.

Líkt og kókosolía inniheldur ghee miðlungslangar fitusýrur sem nýtast okkur beint sem orka og kemur jafnvægi á hormónabúskap líkamans. Frábær fita sem þessi vinnur jafnframt gegn öldrun, lækkar slæma kólestrólið, hamlar myndun bólgu- og sjálfsofnæmisjúkdóma og geymir hinar lífsnauðsynlegu omega 3 og 6 fitusýrur í hárnákvæmum hlutföllum. Það sem ghee hefur umfram kókosolíu er að hún er sex sinnum öflugri næring fyrir heilann skv. vísindalegum rannsóknum. Þetta birtist í því þegar líkaminn brýtur niður fituna til að framleiða ketóna. Það ferli krefst mikillar orku sem færir okkur kýrskíra hugsun.

Ghee er einfalt að gera sem krefst kannski smá þolinmæði til að byrja með en þér tekst vel til ég skal lofa þér því. Ghee eða skírt smjör þjappar saman og styrkir Agni, Tejas, Ojas og Prönu.  Langar þig til að spreyta þig á ghee-i? Kíktu á uppskriftina og fleiri mjög góðar uppskriftir sem koma öllum líkamanum og líkamsgerðunum í jafnvægi hér.

Byrjum árið á því að huga að hvort þú sért að borða fyrir egóið eða sálina, góðri ástundun jóga, hugleiðsla, öndun og styrktaræfingum. Held áfram að spjalla um Ayurveda og lífsstílinn inní komandi áratug 2020… #tuttugututtugu.

Þú mannst einnig eftir áskoruninni #gangadaglega3km og auðvitað er jógadísin með sína áskorun meðal annars spígat teygjuna sem virðist alveg vera vonlaus en gefst ekki upp.

Haltu áfram að bæta þig og vera betri útgáfa í dag en í gær.  Hættum að horfa á eftir fornum frægðum eða það sem við vorum og erum ekki í dag.  Vertu í nútíðinni og líkaðu við þig sjálfa nákvæmlega eins og þú ert, það er langbesta lausnin því þú munnt alltaf þurfa að elska sjálfan þig og umbera þig sjálfa… þess vegna er ekkert annað í stöðunni en að elska, elska og elska aðeins meira.

Gangi þér vel og veistu að skírt smjör þolir ótrúlegan hita.

Jai bhagwan

 

 

Heilsueflandi jógaferðir 2020

23 Dec
23. December, 2019

Verður árið 2020 þitt ár í jóga og vellíðan fyrir þig sjálfa/nn?

Ég stefni á tvær ferðir í Bjarnarfjörðin í ár kannski þær ættu að vera miklu miklu fleirri því ásókn er góð og allir vilja vera með þó þeir séu ekki að stunda jóga dags daglega.

Heilsueflandi jóga- og vellíðunarferð

8-11. apríl 2020

1-4. október 2020

Þú þarft ekki að vera vanur jógi eða búin að stunda jóga til margra ára og komast í allaveg fettur og brettur. Hér eru öll stig velkomin, við ætlum að gefa egóinu frí og endurnæra sálina okkar og finna hver við raunverulega erum.

Heilsuhelgarnar sem ég hef leitt undanfarin ár hafa verið ótrúlega vinsælar og mikil ánægja og staðið undir væntingum. Treystu því bara að allt er nákvæmlega eins og það á að vera.

Líkamleg og andleg hreinsun umkringd dásamlegri náttúruöfl, hreint loft, hreint matarræði, nátturulega upphituð einkasundlaug, flot og hrein dásemd innan um fallegar sálir.

Meðal annars þetta;

~ JÓGA
~ NÁTTÚRA
~ SLÖKUN
~ KYRRÐ
~ ÖNDUN OG HUGLEIÐSLA
~ ÞÖGN
~ HREINT FÆÐI
~ HRÁFÆÐI
~ SÚKKULAÐI
~ FLOT ( EINKASUNDLAUG ) NÁTTÚRLAUG
~ AYURVEDA 
~ JURTIR
~ NUDD (HÆGT AÐ PANTA TÍMA)
~ SNYRTIFRÆÐINGUR (ÝMISLEGT Í BOÐI)
~ NÁTTÚRULAUG
~ ALGER HVÍLD Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU
~ JÓGA ~ allavega jóga
~ Hreyfiflæði
~ Arm balance ( handstöður, kennsla ofl. )
~ Kraftur og styrkur
~ NIDRA djúpslökun og hugleiðsla
~ S L Ö K U N
~ ENDURNÆRING Á LÍKAMA, HUGA OG SÁL

Hlakka til að fá þig með í ferðina. Annars vegar eru eins manns herbergi, tveggja eða þriggja.

Verð fyrir einn í tveggja manna herbergi með ÖLLU.

Kr. 82.500- pr. mann

Verð fyrir eins manns herbergi

Kr. 108.500

Verð fyrir þriggja mannaherbergi pr. mann

Kr. 69.500-

Athugið þið getið fengið endurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagin ykkar vegna heilsueflandi ferðar.

Frekari upplýsangar koma inná viðburðin, sendu mér skilaboð ef þú vilt frekari upplýsingar. Endilega staðfestið sem fyrst og sendið mér fyrispurn ef frekari upplýsinga er þörf.

Kærleikur og ljós
Gyða Dís
[email protected]
s. 822 8803
Jai bhagwan

 

Hvað er jóga að gefa?

08 Nov
8. November, 2019

Nú hef ég einbeitt mér að því að vera jógakennari undanfarin fjögur ár.  Jógakennarinn eins og allir aðrir verða vinna sér inn tekjur til að lifa af og halda rótarstöðinni,  Muladhara Chakra eða Root Chakra í jafnvægi.  Já þessi eldrauða orkustöð.  Í minni barnstrú hef ég virkilega trú á því að endurskoða sjálfan sig reglulega, leita aðstoðar ef þess þarf í ákveðnum málefnum, endurskoða áætlunina og skoða hvaða verkefni koma til manns… þar af leiðandi að velja og hafna jú það auðvitað geta verið verkefni þar sem við sem jógakennarar getum tekið að okkur eða ekki.

Starfið er í sjálfu sér ofur einfalt ef þannig er á það litið.  Þú bara mætir þar sem þú ert að kenna og kennir tíma…. tja í alvöru?  Nei, og STÓRT NEI, það er ekki svo einfalt.  Ábyrgði fylgir starfinu, ábyrgð að neminn og jóginn í salnum nálgist jógastöðuna rétt, fari sér ekki að voða og auðvitað ábyrgð að viðskiptavinirnir sem eru jógarnir er sækja tíma –  hreinlega skilji hvað er um að vera.  Er jóga eins og hver önnur íþrótt?  Nei ekki alveg og þess vegna sækja einmitt afreksíþróttafólk í jógatíma til að ná tengingu við sig sjálfan og skilning, fái pínu örlítið nasaþef af því að leiða hugann eða stýra huganum á þá braut sem þú vilt – það tekst ekki alltaf og tekur alveg mögulega langan tíma.  Einnig hafa afreksíþróttafólk áhuga á þessu tvennu að fá góðar teygjur, opnanir, nudd með rúllum eða boltum, öndunaræfingar og hugleiðslu og síðast en ekki síst djúpslökun.  Yoga nidra.

Jógakennari er akkúrat með skrítinn vinnutíma eða kennir til dæmis eldsnemma á morgnanna, í hádeginu og svo á kvöldin.  Yfir miðjan daginn er oft bil eða hlé sem kennarinn nýtir til útréttinga og vinnu eða undirbúning nú svo bókhaldið því má ekki gleyma.  Já og þar hefur maður frjálsan tíma þegar aðrir vinna til að rækta sjálfan sig einmitt andlega og líkamlega.  Ég fer mikið í göngu með hundinn minn tengist náttúrunni og fæ oftar en ekki innblástur af næstu tímum, námskeiðum eða komandi jógaferðum, kennaranámi eða mataruppskrift.

Námskeið hef ég haldið frá því ég útskrifaðist sem jógakennari, námskeið af ýmsum toga.  Það má alveg segja að ég hafi aðeins rutt brautina hvað varðar t.d. Jóga & hráfæði, súkkulaði og jóga, handstöðunámskeið, arm balance námskeið, jógahelgum, jógaferðum út á land og jógaferðum erlendis. Nei auðvitað hafa margir farið í ferðir en ég tel mig hafa gert þessa hluti á annan hátt, alltaf kennt með og leiðbeint í matarræði – sýnikennsla ofl.

Ayurveda námskeiðin hafa alltaf verið vinsæl og ayurveda eða lífsvísindin eru okkur bráðnausðynleg.  Borðum samkvæmt okkar líkamsgerð og það sem hentar okkur.  Ayurveda er yfir 5000 ára gömul læknisaðferð frá Indlandi. Eitt af því sem drífur mig áfram og gefur mér fyllingu er að gefa af mér “seva” uppfræða og leiðrétta og leiðbeina fólki á réttar brautir í sínu ferðalagi.  Andlega, líkamlega og sálarlega.  Með matarræðinu, hreyfingunni og hugmyndafræðinni um bætt líf með góðri næringu, jurtum og að sjálfsögðu smá súkkulaði.

 

Hvað er Ayurveda?

Ayurveda er hið forna og hefðbunda form læknisfræðinnar á Indlandi.

Ayurveda eykur skilning okkar og ábyrgð á heilsu okkar og að ná jafnvægi með einstaklingsmiðaðri næringu, lífsstíl, líkamlegum og náttúrulegum meðulum og aðferðum.

Það er tilhneiging innan þjóðfélags okkar að telja að heilsa sé sú sama fyrir okkur öll, sérstaklega þegar við tölum t.d. um fæði. En lítið í kringum okkur, lítum við öll eins út? Hugsum við öll það sama? Er tilfinningalíf allra eins?  Við erum öll mismunandi og þess vegna þurfum við mismunandi hluti til að haldast hraust, líkamlega, tilfinningalega og hugarfarslega.

Hvað læri ég á þessu námskeiði

Þessa daga muntu læri að líta á sjálfa þig, líkama þinn og venjur þínar á algjörlega nýjan hátt.  Þú munt læra að þú raunverulega hefur valdið og getuna til að heila sjálfa þig og vera heilbrigð og hraust NÚNA.

Á námskeiðinu muntu:

* Læra hvað Ayurveda er

* Kynnast þinni eigin líkamsgerð – Vata, Pitta eða Kapha

* Læra daglega rútínu til að halda heilsu og jafnvægi

* Læra sjálfsnudd til að næra sjálfan þig daglega

* Læra hvernig má halda líkamanum skýrum og hreinum með  “Neti”

Staðreyndir um Ayurveda;

Ayurveda læknisfræðin er upprunnin á Indlandi og er nokkur þúsund ára gömul. Nafnið er komið úr sanskrít og er samsett af orðunum „ayur“ sem þýðir „líf“ og „veda“ sem þýðir „vísindi eða þekking“. Hugtakið „ayu“ felur í sér fjóra undirstöðuþætti eða samþættingu hugar, líkama, tilfinninga og sálar.

Ayurveda er heildrænt indverskt lækningakerfi með það að markmiði að veita leiðsögn varðandi mataræði og lífsstíl svo þeir heilbrigðu geti áfram verið heilbrigðir og þeir sem eiga við heilsufarsvandamál að stríða geti bætt líðan sína. Þetta er margbrotið kerfi sem á rætur að rekja til Indlands og er mörg þúsund ára gamalt. Til eru sögulegar heimildir um kerfið í fornum ritum sem kölluð eru einu nafni Veda-ritin. Í einu þeirra, Rig Veda sem er talin rituð fyrir meira en sex þúsund árum, er að finna yfir 60 þúsund lækningaaðferðir við hinum ýmsu sjúkdómum og kvillum. Ayurveda fræðin eru samt talin vera mun eldri og það er ekki litið á þau eingöngu sem lækningakerfi, heldur sem „vísindi lífsins“. Við erum öll hluti af alheiminum og eins og dýr og plöntur eigum við að lúta lögmálum alheimsins.

Plant-based eating

Plöntufæði, sem er gríðarlega vinsælt nú á dögum þar sem margir kannast við að hafa horft á heimildarmyndina Game changer á Netflix og mæli með því vegna þess að þessi mynd vekur okkur til umhugar vegna kjötáts og hvaða afleyðingar eru af því.

Ef þú ert að borða plöntufæði þá er það einfaldlega eins og nafnið ber til kynna, ávextir, grænmeti, korn, baunir, hnetur/möndlur og fræ einnig sveppi.  Borða alls ekki unna matvöru, elda frá grunni og það er í raun hugmyndinn eða borða hráfæði sem er einnig plöntufæði. Leitin að sem mestri næringarupptöku úr fæðunni gætir auðvitað borðar kartöflur en ekki djúpsteiktar að sjálfsögðu svo dæmi sé tekið. Sumir ganga svo langt að engin olía er í fæðunni og alls engin unnin sykur.

Þeir sem eru á plöntufæði borða ekki:

 • Kjöt
 • Mjólkurvörur
 • Jógurt
 • Ost
 • Egg
 • Unna matvöru

Fersk fiskur er oftar en ekki á borðum þeirra sem eru á plöntufæði.

ORKA, ENSÍM & NÆRING ~ námskeið

Eru þið til í mánaðar vinnu, innri, líkamlegri, andlegri og skoða matarræðið – lífsstílsbreyting og fara fallega inní jólahátíðinna. Þegar við tökum okkur frí og gerum vel við okkur er það oftar enn ekki þannig að við neytum of mikils af “óhollri fæðu” reyktur matur, áfengi, sykur og svo mætti lengi telja. Og sama má segja með hreyfingu – aldrei að hætta að hreyfa sig og reyna aðeins á púlsinn, gera sínar öndunaræfingar og hugleiðslu.
Lærðu að gera þína eigin trylltu jólasteik eða hátíðarmat fyrir þig og það munu allir í kringum þig við matarborðið slefa yfir þeirri dásemd sem þú ert að borða.
Súkkulaðikökkur og meira súkkulaði eða ostakökur og konfekt. Ussssss þetta þarf ekki að vera óholt krakkar.
 • HREYFING
 • MATARRÆÐI
 • KENNSLA AYURVEDA LÍFSSTÍLL
 • HVEITIGRAS
 • GRÆNIR SAFAR OG BOOST
 • BÆTT MELTING OG FLÓRA
 • KVÍÐI OG STREITA – HVAÐ ER TIL RÁÐA
 • ÖNDUN OG HUGLEIÐSLA
 • JÓGASTÖÐUR – ASANAS
 • FITNESS, KRAFTUR, STYRKUR
 • HANDSTÖÐUR – GESTAKENNARI
 • MJÚKT JÓGA – ENDURHLÖÐUN OG NUDD
 • LÍFSSTÍLL TIL FRAMTÍÐAR
 • TVISVAR Í VIKU BOOST/SAFAR.
 • TVISVAR Í VIKU MATUR “PLANT BASED” EÐA HRÁFÆÐIS KENNSLA OFL
 • EINU SINNI VIKU YOGA NIDRA.
 • OG AUÐVITAÐ ALLT SEM HÆGT ER AÐ FRÆÐA YKKUR Á.
Hver er til í tiltekt í sínu lífi og endurskipuleggja sér til góðs? Nýtt námskeið þar sem við blöndum þessu öllu saman og hrærum vel í. Námskeið sem ég hef hannað og vil kalla
ORKA, ENSÍM & NÆRING  ~ VATA , PITTA & KAPHA 
Tímabilið: 19. nóvember – 19. desember 2019.
Vinnum í Shree yoga salnum, Hot Yoga salnum Reebok og úti í náttúrunni.
Verð krónur 34.000-
Byrjum klukkan 18:45 þann 19. nóvemer með jógatíma í klukkustund.  Kl. 20:00 verður einfaldur matur tilbúin og fræðsla um framhaldið næstu fjórar vikurnar.  Mæting í salinn:
 • Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga 6:30-7:30 í Shree Yoga salinn – Versölum 3, Kópavogi.
 • Föstudagskvöld 18:30-19:30 í heitan sal í Reebok Lambhaga
 • Laugardagar kl. 8-10:00 eða Sunnudagar kl 10-12:00
 • Endum námskeiðið með trylltri súkkulaðigerð og partý.

Þið fáið að kafa djúpt inná við og heyra í ykkur sjálfum.  Spurning mín er til þín svona, tvær reyndar;

 1. Afhverju í ósköpunum borðar þú aftur í dag fæðu sem fór virkilega ílla í þig í gær og þú engdist af kvölum og óþægindum?
 2. Afhverju hefur þú minnkað hreyfingu með aldrinum?

Vertu með okkur það er þegar komin góð skráning á námskeiðið.  Ég iða í skinninu til að leiðbeina þér “live” áfram með hollari samsetningu og beitara matarræði þér til lífs og góðs.  Bætt líf og bætt melting.

Reglufesta, agi, ákveðni og eldmóður eða TAPAS

05 Oct
5. October, 2019

Með iðkun Yamas og Niyamas gætir þú mögulega fundið fyrir djúpum og miklum breytingum í lífi þínu til góðs.

Orðið agi er mögulega eitthvað sem okkur finnst síður spennandi eða skemmtilegt, en ef þú ferð að hugsa um daglega reglufestu og heiðra og standa með þér hvernig þú vilt lifa lífinu til fulls þá mögulega gætir þú áttað þig á því að agi og aðhald gæti verið þinn mesti bandamaður og stuðningsaðili. 

Oft ætlum við okkur að hefja betra á morgun eða mánudegi, ný vika erum búin að semja við okkur um aðhald einhverskonar en mögulega brestur það strax á sama degi einum eða tveimur dögum síðar.  Í alvöru hver kannast ekki við slíkt?

Breytingin ein og sér getur tekið vel á og þá þurfum við ákveðnina og aðhaldið til að halda það út sem og eldmóðin.

Skref 1:   Þú þráir breytingu
Skref 2:  Þú framkvæmir þín áform um breytingu og leyfir því að gerast
Skref 3:  Þú framkvæmir áætlun sem þú skuldbindur þig til að fara eftir

Read more →

Jóga með Gyðu Dís í Shree Yoga salnum og Reebok Fitness.

03 Sep
3. September, 2019

Dásamlegir haustdagar, litir og fegurð, kuldi og pínu hrím á morgnanna, logn og blíða.  Hvað getum við annað en að vera hamingjusöm og þakklát. Þetta er einnig tíminn þegar allt fer af stað með pompi og prakt og það á svo sannarlega einnig við um jógatíma, námskeið, jógaferðir og jógakennaranám í Shree Yoga Stúdíóinu.  Það er einnig óskandi að þú getir fundið þinn tíma í athvarfinu í Shree Yoga Kópavogi ( Salalaug / Gerpla ) eða í Reebok.  Hvað hentar þér?  Kíktu á tímatöfluna og megir þú eiga blessaðan og fagran dag í dag og alla aðra daga.

TÍMATAFLAN SHREE YOGA OG REEBOK 

MÁNUDAGAR  Í SHREE YOGA SALNUM KÓPAVOGI

6:15-7:15   ~ Prana Power Yoga Kröftugt morgunjógaflæði

9:30-10:30 ~ Mjúkt jóga, hentar öllum þeim sem vilja hægari tíma og mýkri jóga.  60 ára + sérstaklega velkomnir

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

ÞRIÐJUDAGUR        

18:45-19:45  ~ PRANA POWER BYRJENDAFLÆÐI / GRUNNUR ( allir geta verið með)   

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

MIÐVIKUDAGAR Í SHREE YOGA SALNUM KÓPAVOGI                                                       

6:15-7:15  ~ Prana Power Yoga Kröftugt morgunjógaflæði

9:30-10:30 ~ Mjúkt jóga, hentar öllum þeim sem vilja hægari tíma og mýkri jóga.  60 ára + sérstaklega velkomnir

REEBOK FAXAFENI

12:00-13:00 ~ Mjúkt byrjendaflæði í heitum sal.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

FIMMTUDAGAR Í SHREE YOGA SALNUM KÓPAVOGI   

20:05-21:15 ~ Inversion, Yin Yoga & Restorative yoga endurheimt       

ATHUGIÐ!!  tímar falla niður 2. fimmtudag í mánuði þá er dásemdar flot og flottþerapía í Grafarvogslaug 20:30-21:30

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

FÖSTUDAGAR Í SHREE YOGA SALNUM KÓPAVOGI 

9:30-10:30 ~ Mjúkt jóga, hentar öllum þeim sem vilja hægari tíma og mýkri jóga.  60 ára + sérstaklega velkomnir

REEBOK Völlum / Hafnarfirði

12:00-13:00 ~ Mjúkt byrjendaflæði í heitum sal.

REEBOK LAMBHAGA  – ATHUGIÐ KRAKKAR BREYTTUR TÍMI !!!! 

18:30-19:30 ~ INVERSION viðsnúnar stöður og Endurheimt (yin, restorative, rúllur og boltar)

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

LAUGARDAGAR Í SHREE YOGA SALNUM KÓPAVOGI 

8:00-9:15  ~ ANUSARA jógaflæði

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

ATHUGIÐ!! AÐ LOKAÐ VERÐUR ÞESSA DAGA Í JÓGASTÚDÍÓ SHREE YOGA  VEGNA JÓGA KENNARANÁMS

Í REEBOK VERÐUR AFLEYSINGA KENNARI

25. september – 5. október 2019.

Megi þið eiga yndislega og nærandi haustdaga og sé ykkur á jógadýnunni.

Jai bhagwna

Kynningarfundur á Heilsueflandi jógakennaranámi

29 Aug
29. August, 2019

Kynningarfundur  á jógakennaranámi hjá Shree Yoga
laugardagin 31.ágúst klukkan 11:00 í Versölum 2, Kópavogi 2.hæð.

Ef þú ert í vafa og hefur einhverjar spurningar að færa komdu endilega og kynntu þér málin.  Við ætlum að hefja námið með vikudvöl útá landi þar sem þú algerlega getur “zonað” út og kafað inná við í þinni innri vinnu og má segja að þar sé hið eiginlega “retreat” eða heilsueflandi vika næringu á andlega sviðinu og líkamlega.

Jógakennaranámið er byggt upp og viðurkennt af Jógakennarafélagi Íslands og alþjóðlegu samtökunum Yoga Alliance. Það eru yfir 200 klukkustundanám og verðum í samstarfi með Reebokk á Íslandi þar sem helgar kennsla fer fram í bæði heitum og köldum sölum einnig í Shree Yoga Kópavogi.

Kynning í Reebok Lambhaga, Föstudaginn 6. september klukkan 20:45 

Byggðu upp traustan grunn, öryggi og þekkingu sem jógakennari um leið og þú dýpkar þína persónulega iðkun á fræðunum. Sterkar undirstöður í líffærafræði og líkamsbeitingu svo þú getur kennt af öryggi og vissu”.  

Þetta er það sem ég legg upp með, góða Anatomy kennslu og virkilega góða kennslu í líkamsbeitingu og leiðréttingu inní og út úr jógastöðum.  Ekki eftir útliti heldur hvað hentar þér og okkar vestrænu líkama.

Komdu á kynningarfund, hittu okkur kennarana og nema sem þegar hafa staðfest sitt nám.

Greiðsludreifing er auðvitað möguleg, ekki láta það stoppa þig í að auðga og dýpka þekkingu þína.

Pranayama ~ Öndunaræfingar hjálpa við að eyða Tamas

Asanas ~ Jógastöður hjálpa við að eyða Rajas

Leitumst við að vera Sattvik, hrein og tær, ALLTAF.

Hugsa fallegar hugsanir, Tala fallega og Gera góðverk.

SÉ YKKUR Á LAUGARDAGINN KL. 11.00

Ef þig langar að kíkja í Anusara Jógatíma þá er tími fyrir kynningu…  2 tíma Anusara tími 8.00-10.00 jóga hjartans.

Vertu hjartanlega velkomin

Eða sendu mér skilaboð

[email protected]  ~ s. 822 8803

JAI BHAGWAN

 

 

 

 

Imersion I, vika í Bjarnarfirði / retreat

27 Aug
27. August, 2019

Heilsueflandi jógakennaranám er ekki aðeins fyrir þá eða þau sem ætla sér að verða jógakennarar.  Þú getur komið í Imersion I, verið með í heilsueflandi viku í Bjarnarfirði, tekið fyrsta módulinn / eða fyrsta hlutann og séð svo til hvað þig langar að gera í framhaldinu.

Frábær næring og lærdómur, jóga hjartans Anusara inspierd jóga, samvera, hvíld og næring. Dásamlegur staður, matur og samvera.

Nánari upplýsingar koma inn nú svo máttu endilega hafa samband ef þú hefur áhuga á að vera með koma inní þögn, matarhugleiðslu, dásamlegan vegan heilsueflandi matarræði, heil vika af andlegri og líkamlegri næringu.

Haust 2019

19 Aug
19. August, 2019

Haust taflan verður frekar einföld og fögur í Shree Yoga ~ Kópavoginum

Mánudagar, Miðvikudagar og Föstudagar

***  Morguntímar 6:15-7:15

***  Mjúkir tímar 9:30-10:30

*** Hádegistímar 12-13:00 ( aðeins mánudaga )

Jógadísin ætlar að vera einnig í Reebok Fitness og kenna í Innrauðum sal:

***** LAMBHAGI       ~         Föstudagar 19:30-20:30

Laugardaga  8:30-9:30  og  16:30-17:30

********* VELLIR/HAFNARFIRÐI   ~ Föstudaga 12-13:00

***************** FAXAFEN  ~ Miðvikudagar 12-13:00  ( ath )

HEILSULEFLANDI Jógakennara nám hefst 27.sept -4.okt. 2019 út á landi, þá er frí í Versölum / Kópavogi en afleysingakennarar taka tíma í Reebok.

Mikið sem mig hlakkar til að hefja þetta haust með ykkur kæru jógar og jógínur.  Mögulega breytast tímarnir … heitið á tímunum kemur inn fljótlega og vertu bara spennt/spenntur!!!

Jai bhagwan