22 Aug
22. August, 2012

Ég get nú ekki annað en verið hrikalega glöð og ánægð með skógarjóga á menningarnótt, fullt af frábæru og mögnuðu fólki mættu í skógarjóga í Hallargarðinum…  áttum saman dásamlegan tíma í yfir 20 stiga hita.  Takk enn og aftur fyrir allt elskurnar, þið eruð algerlega frábær, set inn nokkrar myndir úr Hallargarðinum.

Skógarjóga túnflötinni í Gufunesi Grafarvogi næstkomandi sunnudag kl: 11.00 …  komdu og vertu með og upplifðu.

Eigið dásamlega daga og hugum að okkur sjálfum, nærum okkur vel á líkama og sál og hugleiðum hvað við setjum ofan í okkur, namaste.

Menningarnótt – skógarjóga með Gyðu Dís í Hallargarðinum kl: 13:30 og aftur kl: 14:30

10 Aug
10. August, 2012

JÓGA – skógarjóga kl.13:30 og kl.14:30

í Hallargarðinum, Fríkirkjuvegi.

 Skógarjóga eða útijóga í Hallargarðinum á menningarnótt, hvað er betra en það! Allir eru velkomnir hvort heldur þeir sem eru lengra komnir jógar eða þeir sem eru að byrja og langar að forvitnast um hvað er jóga.  Hugmyndin er að kynna jóga fyrir þeim sem langar að prufa – nú er tækifærið. Það er algerlega frábært og ólýsanlegt að gera jóga úti í náttúrunni með hóp af fólki,  þvílík orka sem myndast.  Stefnum að einum fjölmennasta útitímanum á íslandi þennan dag.

Jóga er stundað um allan heim í þeim tilgangi að auka heilbrigði og andlegan þroska einstaklingsins. Jóga þýðir eining og þegar við iðkum jóga fáum við meira og betra tækifæri til að stíga aðeins út úr huganum og hverfa inn í sálina, tengjast,  finna og upplifa það sem maður raunverulega er.  Dagurinn í dag er sá besti og gerðu hann að þínum með að upplifa, njóta og vera.

Komdu með jógadýnuna þína eða bara teppi og leikum okkur saman í mögnuðum félagsskap með hóp af fólki í skógarjóga í Hallargarðinum kl. 13:30 og aftur kl 14:30.

Hlakka mikið til að sjá þig.

Namaste, Gyða Dís jógakennari.

Leyndarmálið á bak við elífa æsku.

04 Aug
4. August, 2012

Ég hef verið að leika mér við kornsafagerð / spírusafa ( rejuvelac ) að hætti dr. Ann Wigmore, geggjað að fá sér á fastandi maga ódýr og góður kostur fyrir þá sem þurfa taka inn ensym eða asitofilus.  Aðeins það tekur smá tíma að gera og koma sér upp rútínu elskurnar prufið þið þetta er bara svo skemmtilegt og maður setur auðvitað slatta af ást og kærleik í spírusafann og hann verður guðdómlegur.  Er núna að gæða mér á Kínóa safa skál elskurnar njótið njótið og njótið skál og  gleðilega verslunarmannahelgi.

Kornsafa er hægt að gera úr öllum korntegundum. Næring safans fer eftir því hvaða korntegund er notuð. Rúg- og hveitikornssafi er rikastur af næringarefnum. Í kornsafa af þessum tegundum er mest af andoxunarefnum. Kornsafi er mjög próteinríkur. Í honum er mikið magn af aspergillus og lactobacillus mjolkursýrugerlum, en þeir eru nauðsynlegir fyrir meltinguna. Einnig er safinn ríkur af B, C og E vítaminum og hvötum (ensímum, efnakljúfum). Drykkurinn hjálpar okkur að brjóta niður erfið mólekúl s.s. fitu og sterkju.

KORNSAFAGERÐ Það sem til þarf er glerkrukka, grisja /gömul bleyja, teygja, korn (lífrænt korn) og vatn.  1 bolli korn eru þveginn og lögð í bleyti í ca 12 klst. Notum stóra og góða krukku td. IKEA krukkurnar fyllum svo upp með vatni látum standa í dimmu rými.

SPÍRUN/AÐFERÐ
Kornið er skolað og sett í krukku sem er lokað með grisju og teygju. Krukkunni er hallað á grind uppþvotta grind t.d. svo að allt vatnið leki úr henni. Þetta er endurtekið tvisvar sinnum á dag í 2-4 sólahringa td. kinóa þarf aðeins 2 sólarhringa eða þar til litlu spírurnar sem koma út úr frækorninu eru jafn langar og kornið sjálft.

Núna eru kornspírurnar settar í krukku með rúmlega helmingi meira vatni. Krukkunni er lokað með grisju og teygju. Krukkan er látin standa á eldhúsborðinu í 2-4 sólarhringa.

Vökvanum – Kornsafanum er hellt frá sigtaður og hann settur á flösku eða í könnu og geymdur í ísskáp. Hann geymist í u.þ.b. viku – 10 daga.

Hægt er að nota sömu kornspirurnar tvisvar sinnum í viðbót og er vökvinn í seinni skiptunum látinn standa í 2 sólarhringa á eldhúsborðinu.

Þegar hellt er af korninu í fyrsta skiptið er gott að láta nýjan umgang af korni í bleyti til að viðhalda framleiðslunni, við getum gefið svo fuglunum kornin sem við erum þegar búin að spíra og fá safa úr tvisvar sinnum.

Safinn verður bragðmeiri við geymslu. Sumum finnst hann þá betri. Hann geymist lengi í kæli. Safann má nota hvenær sem er að deginum. Sumir drekka hann á fastandi maga, aðrir fyrir mat. Getur blandað spírusafanum útí djúsa eða safanna þína ef þér finnst hann bragðvondur en hey hann er geggjaður og ……  spáið í þetta kornsafinn stutfullur af ensímum, en þau munu vera leyndarmálið á bak við eilífa æsku! Pælum aðeins í þessu.

http://en.wikipedia.org/wiki/Rejuvelac

Prjónafíkill….

30 Jul
30. July, 2012

Veit ekki alveg hvað er í gangi með mig óó jú kannski hef svolítið mikið skemmtilegt að gera.  Er að vinna hjá Víkurvögnum að selja dráttarbeisli, kerrur og varahluti og allt til kerrusmíða, er líka jógakennari hjá World Class Egilshöll þar kenni ég Hot Yoga tvisvar í viku og í haust byrjar aftur Prana jóga í heitum sal tvisvar sinnum í viku.  Svo á ég dásamlega fjölskyldu strákarnir mínir fjórir eða fimm með Neró labbanum okkar ( má ekki gleyma honum ) þarf aðeins að sinna fjölskyldu og heimilinu þó tíminn sé ansi lítill til að standa í endalausum þrifum bæði innandyra sem utandyra hehe…

En ég hef samt verið að prjóna oggulítið þetta vor og sumar.  Ástæðanfyrir prjónaleysinu í mér er tvíþætt annars vegar tímaleysi vegna jógakennaranám sem ég kláraði í byrjun júní og svo hinsvegar vegna vinnu.  Annað mál er að ég fékk mér svona svakalega smarta axlaklemmu sem ég hef verið að díla við síðan í vor t.d. er alveg bannað að fara í armbeygju eða chaturanga en kemur ekki að sök er alveg á fullu að laga mig með ýmsum ráðum meðal annars öndun, anda ljósinu inní verkina er algerlega ólýsanlega gott – prufið þetta á ykkur krakkar!

Svo er það fjölskyldan mín, elsti strákurinn minn Doddi Reynir er komin heim frá Dubai þar sem hann hefur búið síðastliðið eina og hálfa árið verið þar að leika sér unnið sem fimleikaþjálfari.  Miðlungurinn Ragnar Þór hefur haft í nógu að snúast meðal annars var að setja í loftið nýja síðu sem heitir www.skipta.is frekar spennandi verkefni hjá honum og vini hans.  Benedikt Rúnar minn yngsti sem verður 17 ára í desember leitar af bíl eins og engin sé morgundagurinn… hann fór með mér til Dubai í júní, fórum í 10 daga ferð og skemmtum við okkur alveg konunglega vel saman hlógum mikið og sáum ótrúlegustu hluti bíla, hús, byggingar, fólk, krydd og gull og margt óeteljandi já gullsjálfsala, pælið í því.  Og svo fjórði gaurinn minn hann Valli nagli er búin aldeilis að standa sig vel með sjálfan sig og kynningu á myndinni Bláa naglanum og sölu á naglanum að ég tali ekki um alla vinnuna á bak við naglann.  Enda er hann alger nagli sjálfur, hefur aldeilis hreyft við karlpeningnum hérlendis og von bráðar erlendis líka þar sem búið er að texta myndina og hún komin í hendur á umboðsaðila. En Nero labbinn okkar á pínu erfitt varð 10 ára í byrjun júlí og er komin með gigt og má kannski ekki fara í langa göngutúra né stutta hlaupatúra með mér.  Ennnnnnnn þrátt fyrir allt var ég að klára að prjóna eitt dásamlega fallegt Babuji ungbarnateppi handa einni fallegri og sattvikri dömu sem fæddist í Mai sl.  Gefst samt ekki upp því ég var að sjá svo flotta liti sem mig langar að prjóna úr appelsínugult, búrgundi, grátt og brúnt….  jebb fallegir litir og bjartir.

En elskurnar er að koma sterkt inn núna og mun blogga mjög fljótlega aftur ekkert hangs lengur.  Munið bara þetta ; þú ert  fullkomin nákvæmlega eins og þú ert…  láttu engan segja þér neitt annað, algerlega einstök mannvera og pældu í því engin er eins og þú – algerlega einstök mannvera.   Namaste.

 

Alltof langt síðan síðast…… en pælum aðeins í vatninu okkar!

09 Jul
9. July, 2012
VATN – VATN – VATN drekkum mikið vatn fyrir hot yoga tímann og alls ekki að borða 2-3 tímum fyrir tímann ♥ íslenska vatnið okkar er alger dásemd og það besta í heimi 🙂 við erum ekki alltaf svöng heldur kannski vantar okkur bara vökva, prufið þið þetta á ykkur sjálfum og finnið munin. Hér er frábær grein kíkið á svo vil ég líka minna á að kókosvatnið er alger snild t.d. eftir hot yoga tímann stútfullt af steinefnum og byggir upp orkubúskapinn.  Pælum aðeins í því hvað vatnið okkar íslenska er frábært krakkar!  Namaste ♥
http://www.mindbodygreen.com/0-5183/Hydration-and-Replenishment-for-Hot-Yogis.html

Hydration and Replenishment for (Hot) Yogis

www.mindbodygreen.com

We hear the tip frequently, ‘ensure you’re well hydrated’, especially if we’re pursuing outdoor sports or practicing yoga

Kókosolía

10 Jun
10. June, 2012

Verð bara aðeins að tjá mig um undur og dásemdir kókosolíunar.  Að fá hreina og hráa kókosolíu er geggjað.  Nota hana bæði á líkamann daglega  og sem andlitskremið smyr líkamann með henni og svo borða ég hana líka 🙂 dásamlegt!!!

Besta sólavörnin, besta “after sun” dæmið og svo er dásamlegt að setja hana í baðið með smá lavender dropum mjúkt og seiðandi. Maka henni í hárið og leyfa vera í sólinni eða yfir nótt og hárið glansar og svo dansar líka kroppurinn af kæti þegar búið er að maka olíunni á hann og jafnvel borða hana líka.  Ég nota ég kokosolíuna útí boostin mín, súkkulaðið mitt og súkkulaðikökurnar.  Verð að deila með ykkur hérna 160 ráðum um það hvernig hægt er að nota kókosolíu, kíkið á þessar upplýsingar um ávinningin af notkun á olíunni.

http://wakeup-world.com/2012/03/02/160-uses-for-coconut-oil/

Svo er ferlega flott grein frá Guðrúnu Bergmann hérna líka

http://mbl.is/smartland/pistlar/gudrunbergmann/1221701/

Semsagt ódýrasta fegrunarkremið er kókosolía spáið í það 🙂  kókosolían frá Kollu grasalækni sem fæst í Jurtaapótekinu er dásamleg eins sú besta sem ég hef fundið hérna heima.  Njótið og prufið endilega mæli með því!!!!   Nameste.

Leitumst við að vera besta útgáfan af okkur sjálfum öllum stundum og í öllum aðstæðum, sjáumst á jógadýnunni. Namaste.

08 Jun
8. June, 2012

Útskrifuð sem jógakennari með alþjóðleg réttindi!!!

06 Jun
6. June, 2012

Já það er bara alveg dagssatt, áttum dásamlegan dag á útskriftardaginn okkar síðastliðin sunnudag með samnemendum mínum og fjölskyldum okkar.  Útskrifuð sem jógakennari frá Jóga- og blómadropaskóli Kristbjargar – skóli ljóss og friðar  sjá heimasíðu  www.kristbjorg.is    Dásamleg vegferð sem ég fór í og hún heldur bara áfram að rúlla jebb ..  úllala….  er skýjum ofar og nýtt þess að vera til.

Verum jákvæð, með jákvæðum hugsunum sjáum við hið ósýnilega og hið ógerlega, allt verður svo miklu miklu auðveldara og fallegara.  Það er líka svo hrikalega gaman að vera innann um jákvæðar manneskjur, fólk er bara frábært.

Farðu vel með þig, upplifðu, stækkaðu vitundina, finndu tilfinninguna og komdu í jóga.  Prana jóga í heitum sal í Egilshöllinni kl.6:10 á mánu- og miðvikudagsmorgnum.  Hlakka til að sjá þig! Namaste.

 

 

Jógatímar

28 May
28. May, 2012

Jóga jóga jóga jóga, dásamlegt! Nú er að koma að því að ég muni útskrifast sem jógakennari, allt að gerast!  Er komin með vinnu sem jógakennari hjá World Class, ætla kenna Hot Yoga 2 sinnum í viku föstudaga kl 17.15 og laugardaga kl 11.00.  Svo það skemmtilega er að ég ætla líka kenna Prana Jóga á mánudags og miðvikudagsmorgnum kl. 06.10 í 70 mínútur.  Lofa klikkað góðum tímum;  anda, sleppa, slaka, finna og njóta!

PRANA JÓGA – ORKU JÓGA í Egilshöllinni; í þessum tímum verður boðið uppá jóga fyrir byrjendur og lengra komna. Farið verður í alla þrjá þætti sem tengjast jóga; öndun (pranyama), jógastöður (asana) og hugleiðslu og slökun (dharana /möntrur).  Farið verður rólega af stað en tímarnir geta verið mjög kröftugir. Hér  reynum við á alla þætti líkamanns,  aukum liðleikann á allann hátt, hryggurinn verður liðugri, opnum öll liðamótin betur og betur og náum betri og meiri teygju.  Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu og aukinn styrkur og úthald og síðast en ekki síst öðlumst við betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur.

Þegar við byrjum að ástunda jóga markvist fer ákveðið ferli í gang svo sem hreinsun í líkamanum,  taugakerfið róast, stoðkerfið eflist og öll líkamsstarfsemi verður virkari.  Í jóga fáum við tækifæri til að stígu út úr huganum og leita inná við í hjarta okkar.  Viskan býr hið innra og við verðum meira og meir meðvituð um sjálfan okkur.  Prana þýðir lífsorka og því meiri lífsorka því meiri gleði!

Hittumst á jógadýnunni, namaste!

Orkusprengjan mín ♥♥♥

13 May
13. May, 2012

Dásamlegi morgungrauturinn minn, sem dugar svo lengi fram eftir degi enda stútfullur af öllu því sem gott er fyrir líkama og sál. Uppskriftin er frekar einföld en leggja þarf í bleyti kvöldinu áður hverja korntegund fyrir sig í sérskál og látum vatnið flæða yfir, hér er hugmynd en það þarf alls ekki að nota allar þessar tegundir. Hvað er til í skápnum og nota það svo er alltaf hægt að bæta við og prufa sig áfram þegar fram líða stundir.

Hráefni;
2 msk. hörfræ
2 msk. sólblómafræ
2 msk. sesamfræ
2 msk. chia seed (hræra aðeins saman við vatni
2 msk. Haframjöl ( má sleppa) set þau þá í bleyti með hörfræjunum
1 msk goji ber og 1 msk. cacoa nibs (setja saman í skál og láta vatn fljóta yfir) nota svo vökvan líka.
Það er alveg nóg að setja í bleyti í 10-20 mín.

Read more →