Leitumst við að vera besta útgáfan af okkur sjálfum öllum stundum og í öllum aðstæðum, sjáumst á jógadýnunni. Namaste.

08 Jun
8. June, 2012

Útskrifuð sem jógakennari með alþjóðleg réttindi!!!

06 Jun
6. June, 2012

Já það er bara alveg dagssatt, áttum dásamlegan dag á útskriftardaginn okkar síðastliðin sunnudag með samnemendum mínum og fjölskyldum okkar.  Útskrifuð sem jógakennari frá Jóga- og blómadropaskóli Kristbjargar – skóli ljóss og friðar  sjá heimasíðu  www.kristbjorg.is    Dásamleg vegferð sem ég fór í og hún heldur bara áfram að rúlla jebb ..  úllala….  er skýjum ofar og nýtt þess að vera til.

Verum jákvæð, með jákvæðum hugsunum sjáum við hið ósýnilega og hið ógerlega, allt verður svo miklu miklu auðveldara og fallegara.  Það er líka svo hrikalega gaman að vera innann um jákvæðar manneskjur, fólk er bara frábært.

Farðu vel með þig, upplifðu, stækkaðu vitundina, finndu tilfinninguna og komdu í jóga.  Prana jóga í heitum sal í Egilshöllinni kl.6:10 á mánu- og miðvikudagsmorgnum.  Hlakka til að sjá þig! Namaste.

 

 

Jógatímar

28 May
28. May, 2012

Jóga jóga jóga jóga, dásamlegt! Nú er að koma að því að ég muni útskrifast sem jógakennari, allt að gerast!  Er komin með vinnu sem jógakennari hjá World Class, ætla kenna Hot Yoga 2 sinnum í viku föstudaga kl 17.15 og laugardaga kl 11.00.  Svo það skemmtilega er að ég ætla líka kenna Prana Jóga á mánudags og miðvikudagsmorgnum kl. 06.10 í 70 mínútur.  Lofa klikkað góðum tímum;  anda, sleppa, slaka, finna og njóta!

PRANA JÓGA – ORKU JÓGA í Egilshöllinni; í þessum tímum verður boðið uppá jóga fyrir byrjendur og lengra komna. Farið verður í alla þrjá þætti sem tengjast jóga; öndun (pranyama), jógastöður (asana) og hugleiðslu og slökun (dharana /möntrur).  Farið verður rólega af stað en tímarnir geta verið mjög kröftugir. Hér  reynum við á alla þætti líkamanns,  aukum liðleikann á allann hátt, hryggurinn verður liðugri, opnum öll liðamótin betur og betur og náum betri og meiri teygju.  Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu og aukinn styrkur og úthald og síðast en ekki síst öðlumst við betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur.

Þegar við byrjum að ástunda jóga markvist fer ákveðið ferli í gang svo sem hreinsun í líkamanum,  taugakerfið róast, stoðkerfið eflist og öll líkamsstarfsemi verður virkari.  Í jóga fáum við tækifæri til að stígu út úr huganum og leita inná við í hjarta okkar.  Viskan býr hið innra og við verðum meira og meir meðvituð um sjálfan okkur.  Prana þýðir lífsorka og því meiri lífsorka því meiri gleði!

Hittumst á jógadýnunni, namaste!

Orkusprengjan mín ♥♥♥

13 May
13. May, 2012

Dásamlegi morgungrauturinn minn, sem dugar svo lengi fram eftir degi enda stútfullur af öllu því sem gott er fyrir líkama og sál. Uppskriftin er frekar einföld en leggja þarf í bleyti kvöldinu áður hverja korntegund fyrir sig í sérskál og látum vatnið flæða yfir, hér er hugmynd en það þarf alls ekki að nota allar þessar tegundir. Hvað er til í skápnum og nota það svo er alltaf hægt að bæta við og prufa sig áfram þegar fram líða stundir.

Hráefni;
2 msk. hörfræ
2 msk. sólblómafræ
2 msk. sesamfræ
2 msk. chia seed (hræra aðeins saman við vatni
2 msk. Haframjöl ( má sleppa) set þau þá í bleyti með hörfræjunum
1 msk goji ber og 1 msk. cacoa nibs (setja saman í skál og láta vatn fljóta yfir) nota svo vökvan líka.
Það er alveg nóg að setja í bleyti í 10-20 mín.

Read more →

En hvaðan færðu þá prótein?

05 May
5. May, 2012

Dásamleg spurning,  já en bíddu nú við hvaðan færðu þá próteinið?  Ef þú borðar ekki kjöt og fisk og engar mjólkurvörur…  við sem erum á hráfæði og einnig þeir sem eru grænmetisætur fáum þessa spurningu lang oftast, jebb nánast daglega. Mér finnst gott að fá þessar spurningar og aðalbjútíð er að hafa svarið á hreinu. Ykkur að segja þá er ég að fá prótein úr öllum mat sem ég borða daglega, úr fræjunum og hnetunum og allt sem grænt er svo sem spínati, grænkáli, kryddjurtum og spergilkáli, sellery og svo lengi mætti telja.  Ég tek líka stundum syrpur og nota hampprótein útí súkkulaðisjeikinn minn, úr maca og blómafræflum eða bee pollen.  Hérna langar mig að deila með ykkur uppskrift af hummus sem ég hef útfært á alla kanta og fyrir löngu búin að lofa setja hér inn. Read more →

Njótum stundarinar.

26 Apr
26. April, 2012

Lifum hverja einustu stund….  njótum augnabliksins!

Jógakennarnámið mitt á hug minn allann þessa daganna, nóg að gera ég verð í Bláfjöllum alla helgina við nám og yoga og leik og dans og eitthvað meira skemmtilegt í fallegri náttúru með hrikalega skemmtilegu fólki og Kristbjörgu jógakennaranum mínum.  Hef nú aldeilis verið að æfa mig í að kenna undanfarnar vikur og gengið alveg þrælvel, finnst ég svo blessuð að fá að gera það sem mér þykir skemmtilegt.  Gefa af sér er ómetanlegt, lífið er dýrmætt!  Njótum stundarinnar, ef hnökrar koma í líf okkar væri þá ekki gott að geta fengið sér súkkulaði, fæði Guðanna það klikkar ekki og gæti bjargað deginum!   Namaste.

 

Patanjali, sutra 28.

17 Apr
17. April, 2012

Patanjali says, to repeat it with reflection upon its meaning is an aid.  Do not bother about the meaning in the beginning. Let the repetition  become a constant habit. When it becomes a firm habit, then you can thing, “what am I repeating?”  Then you will be able to think of the meaning without forgetting the repetiton itself because it has become a habit already.  Most things happen by habit in our lives.  Twelve o’clock means lunch; six o’clock, dinner. Just by the clock, things have become habits.  In the same way you can become what you are repeating.  If you repeat, “war, war,war,” one day you will be at war. Think, “monkey, monkey, monkey,” and probably within a week or two you will be jumping hear and there. Yes, “as you thing, so you become.” Knowingly or unknowingly, you imbibe the qualities of the thing named.

Hugsum um það hvað við erum að endurtaka aftur og aftur, léttum okkur lífið með að hugsa fallegar hugsanir. Um okkur sjálf, fjölskyldu okkar vini og heimin allann, jafnvel stjórnmálamenn.  Endurtekningin er spegilmynd. Við skulum ekki nota neikvæðar hugsanir, verum frekar jákvæð og muna að við erum það sem við erum.  Og allt er eins og það á að vera.  Eigið dásamlegan dag. Namaste.

 

Magnesíum og fæði guðanna.

14 Apr
14. April, 2012

Magnesíum er okkur nauðsynlegt til að byggja upp góða kalkið  í líkamanum.  Þetta lærði ég hjá honum David Wolfe eða David avacado sem er einn sá allra flottasti naglinn í þessum bransa sjá heimasíðu hans  http://www.davidwolfe.com/   magnesíum hefur einnig gríðarlega góð áhrif á taugakerfið, óreglulegan hjartslátt, þunglyndi, sinadrátt og margt fleira.  En stóra atriðið er það að taka einungis inn magnesíum alls ekki blöndu af kalki og magnesíum. Magnesíum sem fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum.  Eins og fyrr þá er ég engin sérfræðingur en hef prufað og lesið mig vel til. Read more →

Hvenær hættu allir að skokka?

12 Apr
12. April, 2012

Jógakennaranámið

11 Apr
11. April, 2012

Til þess að ég öðlast réttindi sem jógakennari þá fylgir náminu að leiða alla vega 20 tíma í jógakennslu. Maður byrjar á fjölskyldunni svo vinum og eitt leiðir af öðru þar til maður  verður að teygja sig svo svolítið útfyrir þægindarrammann og skella sér í djúpu laugina. Og það gerði ég í gær,  ég hef boðið foreldrum í félaginu Einstökum börnum að koma og upplifa jóga með mér.  Býð uppá byrjendajóga, slökkun og hugleiðslu.  Ég hef verið félagi í Einstökum börnum til margra ára,  starfað þar í stjórn félagsins, í ritnefnd og margt fleira skemmtilegt og félagið hefur gert svo dásamlega og einstaka hluti fyrir okkur fjölskylduna að nú var kominn tími á að borga aðeins tilbaka með því að bjóða langþreyttum foreldrum í jóga.  Gærdagurinn var dásamleg upplifun!

Hér getið þið fræðst um félagið  www.einstokborn.is.

Mæli með því að þið prufið að gera eitthvað eitt sem ykkur hefði aldrei dottið í hug að gera eða gætuð nokkurntímann gert, vegna þess að hugurinn segir og stjórnar okkur stundum algerlega og þar af leiðandi er hann búin að ákveða það að við getum ekki. Það er alveg þess virði að rannsaka sjálfan sig og vera.  Namaste.