Nýjir tímar ~ hádegistímar alla vikuna ~ Planið vikuna 24-29. april 2017

Hvernig leitast þú við að rækta þinn innri mann, innri kennara?

Hvernig leitast þú við að rækta og leitast við að vera betri í dag en þú varst í gær?

Hvað gerir þú?

Hvað gerir þú með eigin vanlíðan og depurð sem við öll sem erum mannleg finnum fyrir einhvern tímann á lífsleiðinni?

Þegar stórt er spurt þá kannski eru fá svörin!!  Forðumst sektarkenndina og forðumst Rajas gúnuna sem leiðir okkur áfram inní Tamas gúnu.  Leitumst við að vera í SATTVIKU gúnunni okkar.  Leitaðu hið innra, kennarinn býr hið innra með okkur í heilbrigða egóinu okkar. Byrjaður á því að horfa í kringum þig og sjáðu gleðina í öllu sem er, byrjaðu þar, börnin, blómin, náttúran, vatnið, fjöllin, grasið, dýrin,vorið, lyktin af vorinu, náungarkærleikurinn og þakklætið.

Ég eins og allir spyr mig margoft þessar spurningar!!!!!   Hver er ég?  Hvaðan kem ég?  Hvert stefni ég?  Allt snýr þetta að okkur sjálfum og svörin búa hið innra með þér eða okkur sjálfum.  Þú ert þú, aðrir eru þeir sem þeir eru.  Viðurkenndu fyrir sjálfum þér að þú þarft mögulega að horfa inná við, kafa eftir demantinum og kjarkinum og vera tilbúin að segja við sjálfan sig ” ég er ekki fullkomin”.

Mig langar svo sannarlega að halda áfram með þetta og já ég geri það, þessar spurningar eru magnaðar og skoðaðu þetta með gúnurnar SATTVA, RAJAS OG TAMAS.  En þessi stutta lýsing er bara til að benda þér að kjarkurinn, dugnaðurinn og staðfestan býr hið innra með þér.  Skoðaðu heilbrigða egói og óheilbrigða egóið.  ÞÚ ERT MEISTARINN Í ÞÍNU LÍFI.

 

TÍMARNIR í Shree Yoga verða svona í vikunni…  nýjir hádegistímar!!!

M Á N U D A G U R

Jóga fyrir 60 ára+  og þá sem vilja rólegri og mýkri tíma   kl: 9:30-10:30

Hádegisflæði fyrir byrjendur og lengra komna  12:00-13:00

Þ R I Ð J U D A G U R 

Hádegisflæði fyrir byrjendur og lengra komna  12:00-13:00

Kvöldtími flæði fyrir byrjendur og lengra komna 17:30-18:30

M I Ð V I K U D A G U R 

Jóga fyrir 60 ára+  og þá sem vilja rólegri og mýkri tíma   kl: 9:30-10:30

ATHUGIÐ !  Það verður ekki hádegistími hér – en annars alla miðvikudaga.

F I M M T U D A G U R 

Hádegisflæði fyrir byrjendur og lengra komna  12:00-13:00

Kvöldtími flæði fyrir byrjendur og lengra komna 17:30-18:30

F Ö S T U D A G U R 

Jóga fyrir 60 ára+  og þá sem vilja rólegri og mýkri tíma   kl: 9:30-10:30  ( djúpteygjur og djúpslökun )

Hádegisflæði fyrir byrjendur og lengra komna  12:00-13:00

 

L A U G A R D A G U R 

Yoga Þrek  8:00-9:30

Prana Power Yoga flæði og Inversion 10-11:30  ~ hér geta allir leikið með 🙂

HLAKKA TIL AÐ LEIKA MEÐ YKKUR Í SALNUM.  Næsta blogg í vinnslu ” Hvað er Sattva, Rajas og Tamas” Fylgist með.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math