Mokkadraumurinn

Nú er komið að því, mokkadraumurinn komin á prent og krakkar endilega prufið ykkur áfram.  Þessi klikkar aldrei þó svo draumurinn sé aldrei eins hjá mér er hann alltaf góður haha….  ég meina stundum set ég minna af sætu meira af cacoa dufti og svona en galdurinn við mokkabragðið er í raun droparnir sem ég nota þeir eru frá Medecine flower, ég kaupi þá á netinu t.d. á síðunni hjá Kate getir séð hérna http://www.rawliving.eu/super-sweeteners.html?p=1

Gjörið svo vel, látið líka í ykkur heyra hvernig gekk og hvað þið viljið vita meira um hráfæði, jóga eða lífstílsbreytingar og þær umbreytingar sem ég fór í gegnum til hins betra… þið vitið sem mig þekkja að það er vart hægt að lýsa hvernig líðan og orkan mín er í dag miðað við það hvernig hún var fyrir ríflega 10 árum síðan. Dásamlegar umbreytingar og pæli þið í því við erum alltaf að ganga í gegnum svokallaðar umbreytingar – breytingarskeið sem á alltaf að herða okkur og gera okkur að enn betri manneskjum…. verum ákvæð gagnvart öllum breytingum og reynum alltaf að vera þakklát fyrir það sem við höfum ALLTAF og segðu þínum nánustu frá því hversu vænt þér þykir um það eða þau og svo elska elska elska og elska lífið sjálft hvern einasta dag.

Botn / hráefni; 

  • Kókosolía   3/4 bolli
  • Agave         1/2 bolli        
  • Hunang        2 msk  
  • Vanilla          1 tsk    
  • Himalaya salt  1/4 tsk.   
  • Kakóduft       1 ½ bolli    
  • Kókosmjöl      4 bollar 

Aðferð:   Setjið kókosolíu, agave, hunang, vanilu og salt í  matvinnsluvélina og blandið vel saman. Bætið kakódufti útí pínustund, síðan kókosmjölinu og klára að blanda vel saman.   Þjappa deiginu í form t.d silicon formin eru ferlega þægileg (muffins eða eitt stórt hringlaga form)   Setjið svo inní frysti á meðan fyllingin er búin til.

Fylling / hráefni; 

  • Kasjúhnetur (lagðar í bleyti 2 klst. eða lengur)   3 bollar  
  • Kornkaffi  3 msk ( má vera venjulegt kaffi)  eða  5-10 mokka/kaffidropar                   
  • Kókosmjólk eða möndlu/hnetumjólk         1 bolli                
  • Agave   1 bolli            
  • Kakóduft    3 msk             
  • Himalayasalt   ¼ tsk           
  • Kókosolía1 ¼ bolli     
  • Kakónippur til skrauts.

 Aðferð:    Setjið kasjúhnetur í blandara ásamt kaffinu (leyst upp í 3msk vatni) eða dropunum, kókosmjólkinni og blandið í smá stund. Bætið agave, kakódufti og saltinu útí og haldið áfram að blanda þar til er orðið alveg kekklaust. Þá er kókosolíunni bætt útí og blandið vel saman. Hellið fyllingu ofaná botna og stráið kakónibs til skrauts. Setja inní frysti í nokkra klukkutíma (fylling er pínu tíma að frjósa).

Víí, gjörið svo vel.  Þessi klikkar aldrei!!!!!

En ef þú lendir í vandræðum hafðu þá bara samband – þetta er lítið mál og ég er sko alltaf til í spjall!!

[email protected]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math