Menningarnótt – skógarjóga með Gyðu Dís í Hallargarðinum kl: 13:30 og aftur kl: 14:30

JÓGA – skógarjóga kl.13:30 og kl.14:30

í Hallargarðinum, Fríkirkjuvegi.

 Skógarjóga eða útijóga í Hallargarðinum á menningarnótt, hvað er betra en það! Allir eru velkomnir hvort heldur þeir sem eru lengra komnir jógar eða þeir sem eru að byrja og langar að forvitnast um hvað er jóga.  Hugmyndin er að kynna jóga fyrir þeim sem langar að prufa – nú er tækifærið. Það er algerlega frábært og ólýsanlegt að gera jóga úti í náttúrunni með hóp af fólki,  þvílík orka sem myndast.  Stefnum að einum fjölmennasta útitímanum á íslandi þennan dag.

Jóga er stundað um allan heim í þeim tilgangi að auka heilbrigði og andlegan þroska einstaklingsins. Jóga þýðir eining og þegar við iðkum jóga fáum við meira og betra tækifæri til að stíga aðeins út úr huganum og hverfa inn í sálina, tengjast,  finna og upplifa það sem maður raunverulega er.  Dagurinn í dag er sá besti og gerðu hann að þínum með að upplifa, njóta og vera.

Komdu með jógadýnuna þína eða bara teppi og leikum okkur saman í mögnuðum félagsskap með hóp af fólki í skógarjóga í Hallargarðinum kl. 13:30 og aftur kl 14:30.

Hlakka mikið til að sjá þig.

Namaste, Gyða Dís jógakennari.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math