Meistaramánuður og hvað á maður ekki að taka þátt?

Lífið hefur nú uppá ýmislegt að bjóða, ef maður er tilbúin að taka þátt og vera með 🙂 og horfa á og taka á móti lífinu með jákvæðum augum í hverju andartaki og öllum þeim aðstæðum sem við lendum í að reyna að vera besta útgáfan af sjálfum okkur ALLTAF.  Þá hreinlega gerast hlutirnir og þú munt uppskera. Nú í dag 1.október var að hefjast svo kallaður “meistaramánuður” frábært framtak hjá þessum sem hófu þetta fyrir einhverjum árum síðan og fólk tekur þessu nú bara nokkuð alvarlega og setur sér markmið og reynir eftir fremsta megni að uppfylla markmiðin sín.  Gæti verið að standa sig betur í skólanum, hreyfa sig meira eða eitthvað, borða meira af ávöxtum og grænmeti og eða bara almennt að borða hollari mat og sleppa öllum skyndibitamat í október, vera góð við sjálfan sig og aðra, hugsa jákvæðar og fallegar hugsanir til þeirra sem á þurfa að halda,  taka eftir öllu því sem er að gerast í nærumhverfinu þínu, vera til staðar fyrir þá sem áþurfa að halda, ekki drekka áfengi í október, sleppa öllu brauði ( ég veit um einn sem ætlar að gera það) byrja taka inn olíur t.d. hörfræolíu á hverjum degi í einn mánuð og sjá hvað gerist ( þekki einn sem ætlar að massa það ) já svo skemmtilegt, en hvað ætlar þú að gera?  Endilega segðu frá og leyfðu okkur að fylgjast með!  Oft er betra setja markmiðið sitt niður á blað og opinbera það svo það verði auðveldara að framkvæma og fylgja því og jú fá stuðning frá þínu neti – vinum og fjölskyldu og vinnufélögum!!  Mitt er komið ég ætla fyrst og fremst að nota meistaramánuð til að skipuleggja mig ( jebb ha finnst þér á þurfa að halda 🙂 ) já skipulag á alla hluti hér innann heimilisns, elsti drengurinn er fluttur að heiman og nú losnaði um pláss og skipuleggja mig varðandi hráfæðis og jóga námskeiðin (armbalancing/inverse) og bara í daglega lífinu.  Og einnig að stunda jóga á hverjum degi þ.e. öndunaræfingar á hverjum degi og síðast en ekki síst að ganga þó ekki sé nema 20-30 mín daglega og þar getur maður hugleitt og notað möntrur verið einn með sjálfum sér eða í hóp og í göngu er gott að nota öndunaræfingar ( þar gæti ég slegið tvær flugur í einu höggi) já ég hlakka til að heyra í þér hvað þú ætlar að gera!

Ég er þó búin að skipuleggja tvo námskeið í október “armbalancing/handstöður” og hráfæðis námskeið annað verður laugardaginn 12 október og það seinna laugardaginn 26 október.  Ef þið hafið áhuga endilega sendið mér póst á [email protected] .

höfuðstaða sirsasana

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math