Magnesíum og fæði guðanna.

Magnesíum er okkur nauðsynlegt til að byggja upp góða kalkið  í líkamanum.  Þetta lærði ég hjá honum David Wolfe eða David avacado sem er einn sá allra flottasti naglinn í þessum bransa sjá heimasíðu hans  http://www.davidwolfe.com/   magnesíum hefur einnig gríðarlega góð áhrif á taugakerfið, óreglulegan hjartslátt, þunglyndi, sinadrátt og margt fleira.  En stóra atriðið er það að taka einungis inn magnesíum alls ekki blöndu af kalki og magnesíum. Magnesíum sem fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum.  Eins og fyrr þá er ég engin sérfræðingur en hef prufað og lesið mig vel til.

Súkkulaði

Hér er grunnuppskrift af súkkulaði sem ég fer alltaf eftir. Svo hreinlega bæti ég fullt af góðu stöffi útí eins og hentar og hvað ég á til.  Það skemmtilegasta við súkkulaðigerðina er hversu stuttan tíma þetta tekur ( ef þú átt allt hráefnið) og svo aðal bjútíið er að hrásúkkulaði er bæði gott og meinholt, hægt að fá sér í morgunmat þess vegna enda stútfult af magnesíum og öðrum góðum steinefnum.  Grunnsúkkulaðiuppskriftin mín er frá Sollu skvís á Gló sú sem best veit um hráfæði hér á landi enda valin besti hráfæðiskokkur á heimsvísu, alger snillingur.  Hún á nú stóran þátt í minni vellíðan í dag og það sem ég hef lært af henni er bara ótrúlegt.

Súkkulaði er gert úr kakóbaunum sem vaxa í fræpokum á kakótrénu,Theobroma cacao, en gríska orðið „theobroma“ má útleggja sem „fæða guðanna“.

Hráefni:

 • 1  bolli kaldpressuð kókosolía
 • 1  bolli hreint kakóduft
 • ½ bolli agave sýróp
 • 1  msk. vanilla
 • Salt af hnífsoddi

Hér að ofan er grunnurinn, en eins og ég sagði þá sett ég fullt af flottu „stöffi „ til að gera enn betur og þið getið bara valið af þessari hugmynd en hér kemur mitt uppáhalds:

Aukastöff útí má vera allt eða velja úr:

 • ½   bolli malaðar möndlur
 • ¼   bolli tahini / sesamsjör
 • 2    msk. maca duft
 • 2    msk. lucuma duft
 • 2    msk. mesquite duft
 • 1-2 msk. grænt duft
 • 1    msk. hampfræ (hampseed)
 • ¼   bolli  goji ber
 • ¼   bolli  caco nibs (fínt eða grófmöluð)
 • 2    msk. kakósmjör
 • 2    msk  kakópaste
 • Smá af kanilduft eða annað krydd td. kardimonur
 • Myntudropar eða Orangedropar

Aðferð: Setjið kókosolíudósina í stutta stund í heitt vatn, hrærið síðan kókosolíu, kakó og agave saman í skál ásamt vanilluduftinu.  Þá er grunnblandan tilbúin og hér getið þið leikið ykkur með það hvað þið setjið útí.  Mitt er oftast nær svolítið eins, en bragðast samt aldrei eins! Hægt er að nota annað sætuefni td. Hlynsíróp sem mér þykkir hrikalega gott og ekki má gleyma að setja með ást og kærleik í súkkulaðið!

Ef þið eigið til konfektform, silikonform sem fást í Hagkaup er fínt að setja þau inní frysti á meðan maður útbýr súkkulaðið.  Hella síðan í og frysta.  Ef þið eigið ekki til form þá setja bara í t.d. eldfast mót og hella í og frysta.  Verður tilbúið eftir ca 1 klst eða minna. Nammi namm dásamlega gott, enda ekki kallað fæði guðanna fyrir ekki neitt!!

Magnesíum er okkur nauðsynlegt til að byggja upp góða kalkið  í líkamanum.  Þetta lærði ég hjá honum David Wolfe eða David avacado sem er einn sá allra flottasti naglinn í þessum bransa sjá heimasíðu hans  http://www.davidwolfe.com/   magnisíum hefur einnig gríðarlega góð háhrif á taugakerfið, óreglulegan hjartslátt, þunglyndi, sinadrátt og margt fleira.  En bara muna það að taka aðeins inn magnesíum.  Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum.   Namaste.

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=2885

http://www.calmnatural.com/natural-calm-16oz

http://www.heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=219:natturleg-sloekun-magnesium&catid=12:meefereir&Itemid=16

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math