Láttu matinn vera meðalið þitt og meðalið vera matinn þinn!!!

Þetta sagði Hippocrates fyrir meira en 2000 árum síðan, er brjálæðislega flott og ef við færum bara oggu pínu lítið eftir þessari hugmynd Hippócratesar værum við í enn bætri málum ekki satt?  Pælum aðeins í þessu!

Hin fullkomna næring eða eins og ég kalla hann flensubani er klikkað góður! Dásamlega gott að taka aðeins til hjá sér og safa sig bæði með þessum safa og græna safanum og þú finnur bara munin á þér. Verður öll léttari í lund af því að við erum að hreinsa til í innri líffærum ristilnum og lifrini sérstaklega og svo verðuum við stundum að gefa nýrnum aðeins frið og hvíld!  Endilega “googlað” þetta og allir eru sammála en við erum alls ekki að tala um að svelta sig ónei… þetta getur verið hrein viðbót við annað sem þú gerir en ef þú ert komin með flensueinkenni endilega safaðu þig sem mest helst að vera bara á fljótandi og drekka enn meira af vatni sem er ótrúlega heilandi!Hin fullkomna næring:

  •  1 epli
  • 1 meðalstór rauðrófa
  • 1/2 agúrka
  • 6 meðalstórar gulrætur
  • 1/2 sítróna
  • 3 stilka sellerí
  • 2 hvítlauksrif
  • 3 cm bút engifer

Aferð:

Hér er gott an nota safavél eða hveitigraspressuna eða þá blandara en þá þurfum við að safa eða sía með síupoka sem þú færð t.d. í Ljósinu á Langholtsveginum.  Njótið elskurnar þetta er svona ca uppskrift fyrir einn yfir daginn ásamt öðru sem þú borðar eða safar – prufaðu og leiktu þér getur  jafnvel sleppt eplinu og sett grape í staðin sem er mjög gott, hvet þig til að stíga aðeins út úr þægindahringnum og fara eftir orðum Hippócratesar!!

Endilega kíktu eftir þessum fræðum á netinu um ávinningin af rauðrófum, gulrótum, engifer og hvítlauk….  ótrúlegur og svo er þetta bara svo gott…. ég set vel af hvítlauk og engifer  í minn safa 🙂 Þannig er að ég fékk flensueinkenni í síðustu viku og drap það strax niður með miklum hvítlauk og engifer og svo þessum safa + græna safanum mínum og jóga ástundunni minni!!!  Eigið góða daga, Jai Bhagwan!

Heimildir;

http://www.heilsubankinn.is/vefur/index.php?option=com_content&task=view&id=374

http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item18861/Engifer

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math