Kynningarfundur á Heilsueflandi jógakennaranámi

Kynningarfundur  á jógakennaranámi hjá Shree Yoga
laugardagin 31.ágúst klukkan 11:00 í Versölum 2, Kópavogi 2.hæð.

Ef þú ert í vafa og hefur einhverjar spurningar að færa komdu endilega og kynntu þér málin.  Við ætlum að hefja námið með vikudvöl útá landi þar sem þú algerlega getur “zonað” út og kafað inná við í þinni innri vinnu og má segja að þar sé hið eiginlega “retreat” eða heilsueflandi vika næringu á andlega sviðinu og líkamlega.

Jógakennaranámið er byggt upp og viðurkennt af Jógakennarafélagi Íslands og alþjóðlegu samtökunum Yoga Alliance. Það eru yfir 200 klukkustundanám og verðum í samstarfi með Reebokk á Íslandi þar sem helgar kennsla fer fram í bæði heitum og köldum sölum einnig í Shree Yoga Kópavogi.

Kynning í Reebok Lambhaga, Föstudaginn 6. september klukkan 20:45 

Byggðu upp traustan grunn, öryggi og þekkingu sem jógakennari um leið og þú dýpkar þína persónulega iðkun á fræðunum. Sterkar undirstöður í líffærafræði og líkamsbeitingu svo þú getur kennt af öryggi og vissu”.  

Þetta er það sem ég legg upp með, góða Anatomy kennslu og virkilega góða kennslu í líkamsbeitingu og leiðréttingu inní og út úr jógastöðum.  Ekki eftir útliti heldur hvað hentar þér og okkar vestrænu líkama.

Komdu á kynningarfund, hittu okkur kennarana og nema sem þegar hafa staðfest sitt nám.

Greiðsludreifing er auðvitað möguleg, ekki láta það stoppa þig í að auðga og dýpka þekkingu þína.

Pranayama ~ Öndunaræfingar hjálpa við að eyða Tamas

Asanas ~ Jógastöður hjálpa við að eyða Rajas

Leitumst við að vera Sattvik, hrein og tær, ALLTAF.

Hugsa fallegar hugsanir, Tala fallega og Gera góðverk.

SÉ YKKUR Á LAUGARDAGINN KL. 11.00

Ef þig langar að kíkja í Anusara Jógatíma þá er tími fyrir kynningu…  2 tíma Anusara tími 8.00-10.00 jóga hjartans.

Vertu hjartanlega velkomin

Eða sendu mér skilaboð

[email protected]  ~ s. 822 8803

JAI BHAGWAN