Kærleikurinn, vonin, trúin og ástríðan.

Kærleikur, von og trú.  Kærleikurinn þetta er úr Biblíunni ( ók ég er ekki að lesa Biblíuna – en þetta fjallar um kærleikann)

Fyrra bréf Páls til Korintumanna 13

Kærleikurinn mestur
Þótt ég talaði tungum manna og engla, 
en hefði ekki kærleika, 
væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. 

Og þótt ég hefði spádómsgáfu 
og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, 
og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, 
en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. 

Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, 
og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, 
en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari. 

Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. 
Kærleikurinn öfundar ekki. 
Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. 

Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, 
hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. 

Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. 
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. 

Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. 
En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, 
og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok. 
Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum. 

En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem 
er í molum. 

Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, 
hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. 
En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn. 

Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, 
en þá munum vér sjá augliti til auglitis. 
Nú er þekking mín í molum, 
en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn. 

En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, 
en þeirra er kærleikurinn mestur. 

Leitumst við að vera í kærleikanum, í öllum athöfnum daglegs lífs.  Í vinnunni, við heimilisstörfin, með vinum og ættingjum, með ástvinum, börnum og barnaörnum, foreldrum og dýrunum.  Náttúrunni, umhverfinu og alheiminum.  Finndu kærleikann vaxa hið innra með þé, finndu hvernig þú nærð að draga kærleikann fram í dagsljósið og finndu hvað er miklu miklu auðveldara að staldra við og njóta í kærleikanum og ástinni heldur enn í hatrinu.  Hatur er Tamas, tamasik hugsun getur verið eitur fyrir allla.  Afhverju að hata og vera reiður.  Við reiðumst öll, verðum vond útí sjálfan okkur og aðra og finnst lífið svo ósangjarnt af því við getum ekki gert hitt eða þetta sem aðrir hafa möguleika á að gera.  Til dæmis eru Gunna, Kalli og börnin að fara í mánaðarreisu og þau hafa unnið fyrir ferðinni, áskotnast aukavinna, krakkarnar borið út blöðin og allir leggjast á eitt til að safna fyrir ferðinni.  Í staðinn fyrir að öfunda þau sýndu þeim ást og virðingu og að gleðjast með náunganum er svo miklu fallegra og betra fyrir sálina en öfundinn.  Öfundsýki gætir hjá mörgum og þá sérstaklega konum.  Kvennfólk getur verið afbrýðissamt útaf ótrúlegustu atvikum eða hlutum og þá helst útí vinkonur sínar eða aðrara konur.  Eru semsagt afbrýðissamar útí aðrar konur!  Skoðum það aðeins!  Afhverju að vera afbrýðissöm útí bestu vinkonu mína þegar hún opnaði fallega verslun með yndislegum gjafavörum og blómum sem gleðja allt og alla.  Öfundsýki, hvað er það?  Hverjum líður vel af því að öfunda annann mann eða konu?  Engum, ég held barasta engum getur liðið vel.  Nei alls ekki.  Á ég að vera afbrýðissöm af þvi hún hafði trú á sjálfri sér og fylgdi sinni ástríðu og þorði að stökkva útí djúpu laugina?  En ég sit alltaf heima og þori ekki, er hrædd við áhættu, er hrædd við að missa allt, er hrædd við að mistakast!  Afbrýðissemi er Tamas, tamasik hegðun sem kemur einungis mér sjálfri í slæmt ástand og líður verra og verra í hatri og básúnast, tala ílla um, niðurlægja t.d. vinkonuna sem hafði trú og opnaði verslunina með því að segja þetta já blómaverslunin þarna á þessu svæði mun bara aldrei ganga upp, það mun engin koma í þetta hverfi eða keyra svona langa leið til að versla við hana.  Þetta er svo dapurt, vegna þess að um leið og þú fattar það, uppgötvar hið innra með þér hversu miklu miklu betra er að samgleðjast náunganum. Samgleðjast vinkonu þinni sem í keyrði áfram og lét draumin um litla blómabúð verða að veruleika, fann ástríðuna hjá sér til að kýla verkefnið af stað.  Og hvað með það þó að það mistakist og allt færi um koll.  Ætla ég þá að sitja heima og halda áfram að tala ílla um bestu vinkonu mína og hugsa með mér og segja upphátt jafnvel “já hún hefði svo sem átt að vita þetta sjálf”  ég sagði henni að þetta myndi aldrei ganga upp. Ég sem sagt gerði í því að draga niður úr ákafa hennar og ástríðu með niðurrifstali gagnavart verkefninu frá upphafi án þess að hafa einhverja snefil af þekkingu takið eftir, enga þekkingu á blóma- og gjafavöruverslun né rekstri á verslun.  Nei ég held að það sem svo miklu meira fallegra og kærleiksríkara að samgleðjast með vinkonunnni.  Samgleðjast ástríðunni sem hún ber í brjósti til að láta þetta ganga enda er þetta drifkrafturinn hennar.  Sömuleiðis ef um mistök væri að ræða og hún af einhverri ástæðu þyrfti að hætta með verslunina eða verslunarreksturinn myndi ekki ganga upp eins og ráð var gert fyrir þá ætla ég að vera fyrsta manneskja til að koma og styðja við bakið á henni, styrkja hana til að halda áfram og nota kærleikann, vonina og ástina um að allt verði í himnalagi þó verkefnið hafi ekki farið eins og til stóð.  Og ef betur er að gáð var ég kannski svona líka afbrýðissöm vegna ástríðunar sem hún bar í brjósti til verkefnisins. Hún framkvæmdi draumin, lét verða af því og vinnur af miklum kærleika að því sem hún er að gera til að láta allt ganga upp og að daglegur rekstur beri sig.  Ég er kannski bara afbrýðissöm vegna þess að ég sjálf já ég sjálf hef haft einhverja hugmynd í maganum til margra ára og ekki þorðað, ekki haft hugrekki né ástríðu til að framkvæma hugmyndina mína!  Já og útí hvern er maður afbrýðissamur eða reiður….   vegna þess að reiði og afbrýðssemi er sami hluturinn.  Ég varð reið og ég varð afbrýðissöm af því að ég sjálf þorði ekki, ég sjálf týndi kærleikanum og ástinni og sem öllu skiptir ÁSTRÍÐUNNI til verka og að framkvæma.

Elskum og leyfðu þér að elska. Ég hef þessa líkingu á afbrýðisseminni og svo reiðinni til þess að átta sig á því hversu langt við erum oft sokkin í eigin Tamas rugli.  Reiðin og hatur afhverju er það sprottið?   Afbrýðissemi? Hvaðan er afbrýðissemi sprottin?  Já maður spyr sig. Spurðu sjálfan þig næst þegar þú finnur fyrir afbrýðissemi, hvaðan er hún sprottinn og oftast á hún alls ekki rætur að rekja til þeirra manneskju sem þú heldur að þú sért afbrýissöm útí eða reið útí.  Hugsið ykkur að oftast verðum við konur afbrýðissamar útí aðrar konur!  Afhverju?   Og karlar verða reiðir, sýna reiði sína og vilja auðvitað alls ekki tala um það eins og við konurnar.  Við höfum hlutverk hér á jörðunni til að hjálpa og styðja við aðra og gefa af sér en ekki stela frá þeim og draga niður úr fólki með tamasik orku…  notaðu Sattviku orkuna og ástina og allt verður nákvæmlega eins og það á að vera.

Hættum þessari vitleysu, samgleðjumst náunganum og vinum.  Samgleðjumst maka okkar þegar honum gengur vel enn hafðu líka vit á því að hugga þá og hina sömu þegar þeim gengur ílla.  Við erum ekki hér á jörðu til að lifa í eymd og volæði, það er einhver ástæða fyrir veru okkar hér.  Ein spurning í lokin sem ég hef verið að velta upp annað slagið;

Afhverju tekur það okkur heila mannsævi                                                                                                                að átta okkur á því að stundinn er núna                                                                                                                  til að lifa, vera og njóta.      

Það er gott að kafa inná við og skoða sjálfan sig.  Egóið er svo mikið að tala og vill svo mikið stýra okkur eins og hugurinn fer með okkur í ferðalag og vill bara taka algerlega við.  Hugurinn og Egóið vinnum með það og hafðu kjark til að sjá hvað er að gerast hið innra með þér.  Egóið er útsjónarsamt og finnur sér leið til að taka okkur á sitt vald.  Hafðu kjark til að biðja um hjálp.  Kjark til að hætta og lxosa sig við þann leiðinlega ávana að vera afbrýðissamur eða reiður.

Í jarðaförum þá heyrist þessar línur hjá prestunum oftar en ekki, vitna þeir í bréf Páls til Korintumanna. Ég rakst á þetta og fannst bara svo fallegt að skutla þessu útí alheimin.  Ég og allir að taka sig saman og lifa lífinu núna í kærleika og ást, kærleika og von, kærleika og ástríðu.

Om Namo Bhagavate Vasudevaya

Ef þér líður ílla er alltaf gott að fara með kærleiksmöntruna 12 xinnum.  Kallaðu á hjálp hjá þínum Guði og þú færð svarið, svarið mun berast til þín. Mantran hjálpar til við að hreinsa í burtu og byggja upp kærleikann.  Kallar á kærleikann í hjarta okkar og býr til Sattva eða sattvika orku hið innra með okkur.

Jai bhagwan

 

unspecified-33

 

 

                                                                                                                                       

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math