Jógatímar

Jóga jóga jóga jóga, dásamlegt! Nú er að koma að því að ég muni útskrifast sem jógakennari, allt að gerast!  Er komin með vinnu sem jógakennari hjá World Class, ætla kenna Hot Yoga 2 sinnum í viku föstudaga kl 17.15 og laugardaga kl 11.00.  Svo það skemmtilega er að ég ætla líka kenna Prana Jóga á mánudags og miðvikudagsmorgnum kl. 06.10 í 70 mínútur.  Lofa klikkað góðum tímum;  anda, sleppa, slaka, finna og njóta!

PRANA JÓGA – ORKU JÓGA í Egilshöllinni; í þessum tímum verður boðið uppá jóga fyrir byrjendur og lengra komna. Farið verður í alla þrjá þætti sem tengjast jóga; öndun (pranyama), jógastöður (asana) og hugleiðslu og slökun (dharana /möntrur).  Farið verður rólega af stað en tímarnir geta verið mjög kröftugir. Hér  reynum við á alla þætti líkamanns,  aukum liðleikann á allann hátt, hryggurinn verður liðugri, opnum öll liðamótin betur og betur og náum betri og meiri teygju.  Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu og aukinn styrkur og úthald og síðast en ekki síst öðlumst við betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur.

Þegar við byrjum að ástunda jóga markvist fer ákveðið ferli í gang svo sem hreinsun í líkamanum,  taugakerfið róast, stoðkerfið eflist og öll líkamsstarfsemi verður virkari.  Í jóga fáum við tækifæri til að stígu út úr huganum og leita inná við í hjarta okkar.  Viskan býr hið innra og við verðum meira og meir meðvituð um sjálfan okkur.  Prana þýðir lífsorka og því meiri lífsorka því meiri gleði!

Hittumst á jógadýnunni, namaste!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math