Jógakennaranám

Er þetta eitthvað sem kallar á þig?

Átt þú þér þann draum að kafa dýpra inná við og læra grunn hugtökin í jógafræðunum?

Ertu jógakennari en vantar styrk og seiglu til að byrja aftur að kenna?

Vikudvölin eða LOTA 1, er einnig tilvalin fyrir núverandi jógakennara sem vilja dusta rykið af og byggja upp grunn, styrk og seiglu já og traust og hefja kennslu á ný.

Jógakennaranámið hefst með vikudvöl á himneskum stað á Snæfellsnesi / lúxus gisting getur valið að vera ein eða einn í herbergi ( greiðir aukalega ). Þú getur litið á þetta sem heilandi viku af nærandi hvíld frá hversdagslífinu og endurnærast á huga, líkama og sál.

Heilsusamlegt fæði, jógaæfingar og himnesk jógaþerapía daglega. Hlúum mjög vel að taugakerfinu þessa viku, endurhlöðun 100% inní hverja einustu frumu. Kafað inná við með jógafræðinni, ayurveda / lífsvísindum sem eru systurvísindi jóga, opna ýmsar rásir og auðvitað svefn og tengsl við himneska náttúruperlu, fljóta í himneskum heilandi vatni undir jökli.

Viðurkenndur  jógakennaraskóli Shree Yoga ~ Jóga hjartans 240 klst.Jógakennarnám Shree Yoga slf. hefst 31.október 2021 með vikudvöl á Snæfellsnesi.

Shree Yoga býður uppá 200 klst. jógakennaranám sem uppfyllir kröfur Jógakennarafélag íslands.  Jógakennaranámið mun verður tvískipt eða í tveimur sjálfstæðum hlutum og sérstaklega hannað fyrir jógann til að kafa dýpra inná við og rækta með sér betri færni, þekkingu og sjálfsöryggi sem kennara og jógakennara. Hentar þeim sem vilja skapa sér sterkan og sérstæðan grundvöll í að boða fallega boðskap og kenna jóga eða fyrir sig sjálfa styrkja og styðja við innri seiglu.

Jógakennaranámið í heild sinni mun bera keim af Anusara yoga. “foundation and form of fundamental”  Open up to Grace / jóga hjartans. Leitast er við að sjá fegurðina hjá hverjum og einum, sjá það góða.  Áhersla lögð á góða og skilvirka Anatomy kennslu og “hands on” aðlaga og leiðrétta inn í  og úr jógastöðum.

Jógasagan; hin áttfalda leið Patanjalis, jógasútrur, yamas og niyamas.  Ferðalagið inná við í allri sinni dýrð.

*** Jógakennarnám og þitt innra ferðalag hefst 31.október 2020.

**  Námið; hefst með vikudvöl útá landi, heilsufæði og húsnæði innifalið í verði. Heildarverð krónur 435.000- bæði Immersion I & II*

Vikudvöl *Immersion II verð ( hafðu samband ) þessi vika er tilvalin fyrir núverandi jógakennara sem vilja dusta rykið af og byggja upp grunn, styrk og seiglu já og traust og hefja kennslu á ný.

Stéttarfélögin taka þátt í kostnaði kynntu þér málin.

Boðið uppá raðgreiðslur, auðveldar þér að dreifa kostnaðinum. Frekari upplýsingar eru https://shreeyoga.is/jogakennaranam-langar-thig-til-ad-dypka-thekkingu-thina-fraedunum/ Skráning og frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst merkt “kennaranám”   [email protected]

  •  Þú ert meistarinn og þú ert leikstjórnandinn í þínu eigin lífi.  
  • Hamingjan býr hið innra, fegurðin og ljósið.  
  • Gangi þér vel á þinni leið,  ferðalaginu heim, heim í hjarta þitt.

Ég er alveg fáránlega spennt að hitta þig og eiga þessa himneska daga með þér undir jökli með dásamlegum kennaranemum í hvíldinni og fegurð lífsins. Hafðu endilega samband til að taka þátt og þarna getur þú átt dásamlegasta frí og tíma fyrir þig.

Jai bhagwan