04 Sep

Jógakennaranám í Shree Yoga

Löggildur jógakennaraskóli Shree Yoga ~ Jóga hjartans
200 klst.Jógakennarnám Shree Yoga slf. 
Shree Yoga býður uppá 200 klst. jógakennaranám sem uppfyllir kröfur Jógakennarafélag íslands.  Jógakennaranámið mun verður tvískipt eða í tveimur sjálfstæðum hlutum og sérstaklega hannað fyrir jógann til að kafa dýpra inná við og rækta með sér betri færni, þekkingu og sjálfsöryggi sem kennara og jógakennara. Hentar þeim sem vilja skapa sér sterkan og sérstæðan grundvöll í að boða fallega boðskap og kenna jóga.

Immersion I, þar sem fyrstu 100 tímarnir fara fram. Þetta er gert svo nemandi geti hafið námið á einum tímapunkti og komið inn í seinni hlutan eða Immersion II, annað hvort í beinu framhaldi eða þegar þeim hentar.  Við lok Immersion II er útskrift ef nemi stenst allar kröfur skólans.

Jógakennaranámið í heild sinni mun bera keim af Anusara yoga. “foundation and form of fundamental” Open up to Grace / jóga hjartans. Leitast er við að sjá fegurðina hjá hverjum og einum, sjá það góða.  Áhersla lögð á góða og skilvirka Anatomy kennslu og “hands on” eða aðlaga og leiðrétta inní jógastöður.  Jógasagan; hin áttfalda leið Patanjalis, jógasútrur, yamas og niyamas.  Ferðalagið inná við.

*** Fyrstu jóganemar verða teknir inn á vorönn 2019

       **  Námið; hefst með vikudvöl útá landi
       **  Úrvals gestakennarar
Frekari upplýsingar koma inn síðar, en þú getur sent fyrirspurn á netfangið