Jóga- og hráfæðisnámskeið ” retreat”

Finnst þér þú þurfa á breytingu að halda, meiri styrk og tækifæri til að stíga til hliðar og prufa eitthvað nýtt. Þá gæti þetta verið málið fyrir þig. Ég er með tveggja daga námskeið í jóga- og hráfæðisnámskeiði… þar sem við ætlum að næra líkama – huga og sál. Þú þarft ekki að fara erlendis og borga stóra upphæð fyrir flug og gistingu – hér er tækifærið fyrir þig 🙂
Þú munt finna vel fyrir líkamanum þínum, keyrum upp kraftinn hið innra, finnur vel fyrir kviðnum og handleggjum og innri eldinum – drifkraftinum….
Við ætlum ekki einungis að næra líkama okkar á góðu og hreinu fæði „rawfood“ og superfood – því einnig ætlar þú læra að gera slíkt hið sjálf/sjálfur og síðast en ekki síst gerum við hrákökueftirrétt / rawdesert…   og hann er sko í undirbúning…. mun setja inn myndir af því dæmi!  Það verður pottþétt eitthvað súkkulaði…  jú þið sem þekkið mig vitið að ég er fíkill í RaW súkkulaði 🙂

Jarðtenging og fágun, dýnamískar jógaæfingar ásamt klikkaðri slökun – „anti aging“ jógaæfingar – balenserum hormónakerfið og já svefnjóga hver þarf ekki á því að halda alla vega einu sinni í viku.  Grípum aðeins í  jógasöguna skoðum orkustöðvar og orkubrautir – og gerum að sjálfsögðu öndunaræfingar.

Hvað segir þú viltu koma og vera með? Hér þarftu aðeins að koma með jógadýnuna þína – þægilegan jógafatnað – hlýja peysu og teppi og það sem þú telur þig þurfa hafa með í jógastuðið með okkur.

Tímasetningar eru þessar ;

Föstudagur 11 júlí…… kl: 17:30-21:30
Laugardagur 12 júlí ….. kl: 09:00-17:00

Staðsetning:  Versölum 3 – 2 hæð fyrir ofan Salarsundlaugina í Gerplusalnum “speglasalnum”  flott aðstaða og komdu endilega með sundföt og handklæði með ef þú vilt hendast í pottinn í hádegishléinu eftir matinn!

Skipulagið kemur inn á viðburðin mjög fljótlega sem er á facebook.
Hafðu samband ef eitthvað er – getur sent mér skilaboð og tölvupóst á [email protected] eða í síma 822 8803.

1393880_10151910918607346_1810583227_n
Hlakka til að sjá þig… Ljós og kærleikur
Jai bhagwan.
Gyða Dís
ATH:::  námskeiðið er að fyllast…  fylgstu með í dag.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math