Hvað er Mudra?

Mudra þýðir handastaða. Mudrur eru oft notaðar í tengingu við öndunaræfingar og hugleiðslur til að skapa ákveðin áhrif. Taugaendar í fingrum og höndum eru tengdar upp í heila. Með stöðum og hreyfingum er starfsemi heilans örvuð og þar með áhrif höfð á gjörvalla líkamsstafsemina, hugann og hjartað. Mjög

Mudras, með því að setja hendur í Mudra ertu í reynd að bæta meðal annars líkama þinn, andlega og andlega velferð. Í Ayurveda vísindunum þá eru efnin fimm eða eiginleikunum fimm skipt á hvern fingur.

Element /Efnin eru fimm;    loft, eldur, vatn, jörð og eter/rými.

Þumalfingur táknar eldinn, vísifingur er loft, löngutöng er eter/rými og baugfingur er jörðin en litli fingur er vatn.

1-298x300

 

Á snerta fingurgómunum saman á mismunandi vegu eða til annarra hluta lófa orkubrauta  jafnar orkuflæðið (Prana) innan líkama okkar, og orkan ferðast um taugar örvar orkustöðvarnar. Í sanskrít, Mudra þýðir bókstaflega stelling / innsigli og hefur verið notað í mismunandi trúarbrögð, list, jóga og hugleiðslu í langan tíma.

Í litla sæta hand blogginu mínu í dag ælta ég að tala um Prana Vayu Mudras eða Bhairav Mudra

6a00d834539cc469e200e553a7d2ea8834-600wi

Bhairava and Bhairavi mudras þessi handsstaða kemur oft ósjálfrátt upp hjá mörgum þegar þeir setjast niður í öndunaræfingar eða hugleiðslu. Önnur hendin einfaldlega hvílir ofan á hinni hendinni og báðar hendur hvílast og lófar snúa upp og þumlarnir snertast. Bhairava er þegar hægri hendin hvílir ofan á þeirri vinstri og táknar karlægu hliðina Shiva sem hvílir ofan á þeirri vinstri. Bhairavi er þegar vinstri hendin sem táknar kvenlægu hliðina Shakti þegar vinstri hendin liggur ofan á þeirri hægri. Bhairava er mjög kröftugt “powerful” form af Shiva og Bhairavi Shakti er meðvitund.

Nú getur þú prufað allavega MUDRAS.  Sestu niður í þægilega setstöðu – þína setstöðu Shukasana eða Lotus Pose og prufaðu handstöðurnar og hvort þær opni fyrir orkubrautirnar þínar og aðstoði þið í daglega lífinu til að róa þig niður.  Bhairav Mudran er öflug ef þú átt við t.d.  kvíðavandamál að stríða og eða spennu um líkama þinn þá eru hún virkilega góð.  Sömuleiðis getur þú prufað Anjali Mudra eða í bænastöðu sem við notum alltaf þegar við lokum jógatímanum í Shree Yoga.

Anjali mudra þýðir í raun insigli á að heiðra sjálfan sig og aðra.

Þetta verða lokaorðin á litla fallega handblogginu mínu í dag.  Já löngu tímabært blogg.  Ég ætla gefa mér enn betri tíma og setja fleirri Mudra’s / handstöðu og bæti við þetta blogg á næstu dögum.

PH-47-Edit-Edit

Prana mudra er ein mikilvægasta mudran.  Prana er lífsorka og Prana mudra viðheldur þeirri lífsorku sem er til staðar í líkamanum og eykur hana um leið.  Prana Vayu er 1 af 5 Vayusanum, er í raun öndunin sjálf, þú andar að þér lífsorkunni og vekur upp þá orku sem fyrir er í líkamanum. Prana mudra er einnig sögð hafa góð áhrif á sjónina, minnkar taugastreytu og róar líkama og gefur innri frið. Sagt er að að Prana mudra hafi áhrif góð á alla sjúkdóma.  Virkir Rótarstöðina ~ Muladhara neðstu orkustöðina.  Þú setur þumalfingur og litlafingur og baugfingur saman… fingurgómarnir snertast og langatöng og vísifingur eru beinir, lófin vísar upp í loft.

Unknown-3

Gayan mudra eða Chin mudra er mudra þekkingar og lærdóms. Styrkir loft frumefnið / Air element í líkamanum.  Fingurgómarnir mætast og sagt er að Gayan mudra auki virkni innkirtlastarfseminar.  Ávinningurinn af þessari sem og öllum mudrum er mikill.  Til dæmis eykur mudran minni og skerpir heilastarfsemina, hjálpar við einbeitingu og þegar Chin mudra er reglulega æfð þá léttir á þunglyndi og reiði.

images

Prithvi mudra eykur jarðar frumefnið / earth element. Jörðin er mikilvægur hluti meðal annars af beinum, brjóski, húð, hár, neglur, vöðva, sinar og innri líffæri.  Prithvi mudra byggir og endurnærir þessa vefi og styrkir beinin.  Byggir upp traust og styrk, dregur úr streitu og máttleysi.  Hjálpar til við þyngdaraukningu, bætir meltingu, eykur blóðflæði og styrkir Kapha doshu.   Þumalfingur og baugfingur saman og hinir fingur eru beinir.

Prithvi-earth-mudra

Jal Mudra styrkir frumefnið vatn / water element. Eykur vatnsbúskapinn í líkamanum og kemur í veg fyrir vatnsskort og hvers konar þurk.  Viðheldur eðlilegu vökvajafnvægi í frumum, vefjum, vöðvum, liðum og brjósk. Hefur áhrif á tungu og bragðskyn.  Jal mudra nærir húðina, vinnur á húðsjúkdómum, eykur blóðflæði og dregur úr vöðvaverkjum.  Hjálpar til við að opna hjartastöðina ~ Anahata chakra og hentar vel í hugleiðslur.

jal-mudra-water-element

Vishnu mudra þessa handstöðu notum við þegar við gerum öndunaræfinguna Aniloma Viloma ~ Nadi Shodana eða Víxlöndun.  Vísifingur og langatöng eru inní lófanum, lokar hægri nösinni með hægri þumli ( notum alltaf hægri hendinga ) og andar út með vinstri nös…  því næst andar þú inn og lokar með hægri baugfingri, rétt tyllir fingrunum á nasir þarf ekki að þrýsta.

vishnu mudra

 

Ofangreindar mudrur gefa okkur hugmynd um það hvernig við getum notað hendurnar til þess meðal annars að stjórna efnunum eða elementunum í líkama okkar og virkja orkubrautirnar NADIS.  Prófaðu þessar í þinni ástundun og sjáðu eða finndu ávinningin af hverri og einni fyrir sig.

hsmudracenter

Orkustöðvarnar eru sjö;

  • Rótarstöðin    ~ Muladhara ~ Hárauð
  • Hvatarstöðin  ~  Svadisthana ~ Appelsínugul
  • Sólarplexus         ~ Manipura ~ Skærgul
  • Hjartarstöðin ~ Anahata ~ Fagur græn
  • Hálsstöðin       ~ Vishuddha ~ Blá
  • Ennisstöðin        ~ Ajna ~ Fjólublá / fjólliluð
  • Hvirfilsstöðin     ~ Sahasrara ~ Ljósbleik / hvít

 

Orkubrautirnar í líkamanum erum 72.000-  þrjár aðal orkubrautirnar eru;

  • IDA kalda orkubrautin
  • PINGALA heita orkubrautin
  • SUSHUMA sem hefur með taugakerfið að gera.  Fer þvert í gegnum allar orkustöðvarnar. Sjálfráða og ósjálfráða taugakerfið og er í raun aðal orkubrautin.  Orkubrautirnar mynda svokallaða fléttu utan um orkustöðvarnar.

 

nadi-ida-pingala-costa-rica-yoga-teacher-training

Þetta efni er mjög spennandi og þið getið leitað enn frekari upplýsinga á internetinu.

Gangi ykkur vel í ferðalaginu ~ megi ferðalagið vera ykkur frjósamt og umfram allt skemmtilegt.


J A I   B H A G W A N

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math