Höfuðstaðan – Headstand – Sirsasana

11 Feb
11. February, 2014

Hey þetta er svo skemmtilegt – Jóga já hvað gerir jóga fyrir þig hefur þú pælt í því?  Jóga er að stíga út úr huganum og inní auðmýktina – og finna að öryggið þitt kemur innann frá!

Jebsí dúdí day 🙂 akkúrat en hér setti ég saman myndband um höfuðstöðuna reyndi að tala inná til að leiða inn kíktu á þetta dæmi!!!  Er aðeins að leika mér með upptökur á jógastöðum.  Þetta er til dæmis frekar krefjandi staða sem þú getur vel byrjað að æfa þig á heima upp við vegg.  Kannski ég haldi þessu áfram og laga jafnvel hvað ég segi og hvernig ég tala hahahaaaa  finnst þetta alltaf svolítið aumt að heyra mann sjálfan tala 🙂 en svona er þetta ég heyri mig ekki tala í jógatíma ég bara flæði áfram og allt gerist – já jóga gerist akkúrat eins og núna.

 

Ávinningurinn er gríðarlegur:

  • Svissar blóðflæðinu, hreinsar til í sogæðakerfinu, höfuð og andlit fá klikkað gott nýtt og ferskt útlit og súrefni og blóð.
  • Blóðstreymi eykst upp til heila og örvar heilastarfsemina ( hugsaðu þér ) bætir minni og einbeitingu
  • Kemur jafnvægi á innkirtlastarfsemina, skjaldkirtil g kalkkirtla og efnaskiptin komast í betra jafnvægi
  • Frábært að gera til að vekja athygli á þér  í partý 🙂 já alveg rétt t.d. eins og ég geri í myndbandinu, fara í splitteygju með fætur – krossleggja fætur og fleira skemmtilegt!
  • Örvar ónæmiskerfið og styrkir hjartað, æðakerfi og sogæðakerfi – LOSAR OKKUR VIÐ BJÚG
  • Styrkir kviðvöðva gríðarlega, líffæri kviðarhols, æxlunafæri, endurnærir kynkirtla og bætir kynlífið með höfuðstöðunni
  • Bætir meltingarkerfið og hreinsum til í þörmunum og losar harðlífi. Líkamshiti eykst.
  • Styrkjum algerlega miðjuna okkar, kviðvöðva og ef við höldum í pínu stund farin að ná jafnvæginu vel þá getur þú byrjað á að færa fætur í splitstöðu báðum megin og svo getur þú prufað að fara upp í vinkli og leika þér að vinkla niður og halda og aftur upp og svo koll af kolli….
  • Gefur unglegt útlit og æskuþrótt.

Mótteygjan er barnið – alltaf að fara í barnið eftir höfuðstöðuna og slaka og taka á móti gjöfinni  “umbreytum byrðum þeim sem við berum á herðum okkar í frelsi og léttleika með því að fara í höfuðstöðuna”

Krakkar sjáumst á jógamottunni…  njóttu dagsins vúps njóttu í höfuðstöðunni 🙂  já hey og músikin eða lagið sem hljómar í bakgrun er yndisleg…                                                                                     Þetta er lagið Bliss I wish you were there kíktu á:         https://www.youtube.com/watch?v=3f3KhR5oDC4

Jai bhagwan.

 

 

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *