Hindberjasæla

SÆLA  sæla SÆLA

Afmæliskakan mín “fifty” afmælis er loks að komast hér á bloggið. Jú ástæðan fyrir því að ég setti þessa köku saman er morgunmaturinn minn!!!   Pældu í því uppáhalds-matartíminn minn er morguntíminn eða morgunmaturinn og þá borða ég langsamlega mest. Rútínan mín er þessi:   vakna kl 5:15…

Hefðirnar ; tunguskafa, Oilpulling, sítrónu/hunang/salt vatn   skv. Ayurveda

Græja grænan safa til að taka með mér 3 x í viku kenni ég 6:15-7:15 hina tvo daganna hef ég mina ástundun hér heima, hugleiði, anda, geri jóga og styrktaræfingar og kvið og fer með Esju Ösp mina (golden retriever) í göngu eða pínu skokk. Efti það fæ ég mér græna drykkinn! ½ síðar ca fæ ég mér morgunmat og hann er bara svo klikkað góður er í raun oft alveg eins eða sama hráefni og í gær en er aldrei með sama bragðinu !!!   Barasta hver mín stemming er hverju sinni. Ennn einn daginn þá fór ég að pæla hvort ég gæti ekki búið til fyllingu í KökuPÆJU sem samanstæði af morgunmatnum mínum hí hí…. Hvað finnst ykkur um það? En nóg um það.

Kostir lesitíns

  • Nauðsynlegt uppbyggingarefni frumuhimna
  • Fyrir heila og taugakerfi – minni og fókus
  • Fyrir heilbrigða starfssemi lifrar og gallblöðru
  • Fyrir kólesteról- og blóðfitujafnvægi

Ég nota Sunflower Lecetin sem fæst hjá þeim í Mamma veit best eða Hrein heilsa.  Einnig nota ég berjablönduna frá þeim og rauðrófuduftið það er frá Pure Synergy.

Berjablandan

  • Gríðarleg næringarþéttni
  • Mikið magn vítamína og steinefna og steinefna í litlum skammti •
  • Mikil andoxun – ver frumur fyrir skemmdum og hægir þannig á hrörnun líkamans
  • Gríðarleg breidd næringarefna
  • Styður við öll líkamskerfi með því að útvega hverri frumu heilnæma næringu
  •  Mikið magn C vítamíns í náttúrulegu formi
  •  Mikið af heilsubætandi plöntuefnum eins og anthocyanins og polyphenols
  •  Dásamlega bragðgóð leið til að nærast betur

Rauðrófuduftið

  • Stútfullt af andoxunarefnum og öðrum heilsubætandi plöntuefnum
  • Styrkir starfssemi lifrarinnar
  • Eykur blóðflæði og er náttúruleg uppspretta nitric oxide – gagnast því hjarta og æðakerfi
  • Eykur úthald og getu við æfingar
  • Blóðstyrkjandi og hreinsandi

A75A3324

 

 

 

Þetta klikkað góða “superpowerstöff” getur þú séð inná www.mammaveitbest.is

Áhöldin sem þú þarft í þessa fínu köku er; Matvinnsluvél, blandari, form, sellofan og svo þetta hefðbunda sleif og mæliskeiðar ofl.   Ókey hér er uppskriftin af sælunni;

A75A3290Botn / crust:

  • 1 bolli haframjöl   ——    ég legg í bleyti og þurka í þurkofni (val)
  • 1 bolli raw möndlur —-   ég legg í bleyti og þurka í þurkofni (val)
  • 1/4 bolli kókoskjöt – færð það í austulensku búðunum (frystivara)
  • 1/4 tsk sjávarsalt – íslenskt
  • 1/4 bolli kókosolía
  • 1/4 – 1/2 bolli vatn
  • 3 msk. Maple síróp
  • 1/4 bolli raw kakóduft

Byrja á því að setja haframjöl og möndlur í matvinnsluvélina með “S” blaðinu og mala vel. Athugið að vera vakandi yfir möndlunum þær geta farið ílla ef við látum vélina vinna lengi.  Restin set útí og blandað vel saman.

Klæða formið með sellófan og passa setja ekki of mikið í botn…  þjappa vel “crustinu” og uppá barma sjá mynd.  Skutla inní frystir og græja fyllinguna.

 

A75A3309

Fylling:

  • 1/2 bolli kakósmjör
  • 2 msk. Sólblóma Lesitín
  • 1/4 bolli kókosolía
  • 2 1/2 bolli kasjúhnetur lagðar í bleyti ca 2 tíma
  • 2-3 bollar hindber
  • 1/2 – 1 bolli þurkuð trönuber ( fæ þau hjá Græna hlekknum )
  • 6-10 stórar döðlur lagðar í bleyti ( Græni hlekkurinn )
  • 2 msk. Organinc Berry Powder
  • 1 msk  Organing Beet Juce Powder
  • Safi úr 1 sítrónu
  • pínu sjávarsalt

Bræða kakósmjör í vatnsbaði, á meðan græjar þú í blandarann ef hann er öflugur og ræður við innihaldið eða setur í matvinnsluvélina ( þá verður meira “cruncy” áferð)  í blandara verður svona eins og við segjum “silkimjúk” áferð.   Setur allt nema olíuna og lesitínið.  Blandar þar til orðið nokkuð mjúk áferð og setur svo restina útí kokosolíu, kakósmjör og lesicitínið  ( getur malað það )

 

Setur fyllingu í botninn og aftur inní frystir.

A75A3328

Súkkulaði “gnache”

  • 3/4 bolli maple syrop
  • 3/4 bolli raw kakoduft
  • 1/3 bolli kokosolía fljótandi (bræða í vatnsbaði)
  • 1/8 tsk sjávarsalt íslenska
  • Allt sett í blandarann og blanda vel þar til orðið mjúkt.  Þarft að stoppa annað slagið og nota sleif til að hjálpa.  Þessi súkkulaði sósa er klikkuð með öllu t.d. heimagerðum ís eða bara eiga inní skáp þegar þig langar í pínu súkkulaði með teinu þínu eða kaffinu.

 

 

A75A3334

Gangi þér nú vel með SÆLU sæluna.   Hún er klikkuð góð.  Þú getur að sjálfsögðu breytt og aðlagað og leikið þér.  Njóttu bjarta sumars og náttúru og elskaðu.

Jai bhagwan.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math