Gyllta mjólkin

Ég eins og svo margir hef verið að berjast við slitgigt.   Sem lýsir sér í því að liðir í fingri bólgna og verða aumir.  Hefur aðeins ágerst með árunum og vitið þið að turmerikið getur haft virkilega góð áhrif til batnaðar og að hindra slitgigtina til að þróast.  Daglega fæ ég mér allavega eina teskeið af turmerik útí volgt vatn, hræri vel í bæti svo við 1/8 tsk af svörtum pipar og msk af ólífuolíu lífrænni að sjálfsögðu.  Þessi uppskrift hér að neðan er dásemd og ávinningurinn af turmerikinu er ólýsanlegur. Alger “elexír” bara það að hann vinni á eða hamlar krabbameinsfrumum að myndast er magnað.  Náttúrulegt dæmi krakkar.  Skoðið þetta og leitið ykkur upplýsingar um þetta fallega krydd.

Ayurveda og ayurveda vísindin eru hjálpsamleg, jurtirnar þessar náttúrulegu eru magnaðar.  Hugaðu að því og leitaðu þér upplýsinga á netinu við þínum kvilla eða já sendu mér skilaboð ef eitthvað er að angra þig og kroppinn þinn.  Getur sent mér beint á [email protected]

Ávinningurinn er meðal annars þessi:

  • Bólgu og verkjaeyðandi
  • Vinnur á kvefbakteríum og er einstaklega gott hóstasaft
  • Er nokkurskonar detox á blóðið og lækkar blóðþrýsting
  • Hreinsar lifrina
  • Eykur og auðveldar meltingu
  • Eykur orku
  • Passar upp á kólestrólið
  • Er gott fyrir minni og heilastarfsemi
  • Kemur í veg fyrir, eða dregur úr einkennum Alzheimer
  • Gott fyrir húðina og hina ýmsu húðkvilla
  • Hefur styrkjandi áhrif á hjartað, og þessvegna vinnur það á móti myndun hjartasjúkdóma og kvilla ýmisskonar
  • Gott við liðagigt
  • Turmeric inniheldur efni sem hamla krabbameinsfrumum að myndast
  • Hjálpar til við þyngdarstjórnun

Okey þá er komið að mjólkinni gyltu dásamlegu.

Innihald

1 bolli möndlumjólk

1 msk. kókosolía ( hrein )

1 tsk. lífræn turmerik / kúrkuma

1/2 tsk. lífrænn kanill

1/4 tsk. lífræn engifer

1 tsk. lífrænt og gott hunang eða hlynsýróp

1/8 tsk svartur pipar ( hjálpar allri virkni í turmerikinu )

Aðferð

Allt sett í blandarann og blandað saman.  Því næst sett í pott og hitað upp en ekki láta suðuna koma upp.

Já og svo er bara njóta yndislegrar kvöldstundar, setjið mjólkina í fallega krukku eða glas og njótið.

Lestu meira um ávinningin af gylltri mjólk hér

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math