Heilsueflandi jógaferðir

Það er nú bara þannig að við erum að fara í ferð #2 #gyðjurnáttúrunnar á Snæfellsnesið í vor.

Nú hefur þú tækifæri til þess að draga að þér öll orku / prana –  náttúruöflin, kraftinn úr jökli og umhverfi í kring.  Gyðjur náttúrunar er sérsniðin ferð fyrir þig, vinkonur, mæðgur systur eða og síðast en ekki síst þig eina.

Heilsueflandi jóga- og matarupplifun, hreint fæði, RAW eða hráfæði, PLANT BASED FOOD eða plöntufæði, jurtir og kræsingar og það sem við köllum fæði guðanna SÚKKULAÐI.

Upplýsingarnar streyma inn hægt og róllega og örfá pláss laus ( nú erum við ekki að grínast ).  Takmarkað pláss líklegast eru um 2 tveggja manna herbergi laus.

Drögum í okkur kjark til að leita inná við skoða kvenn- og sköpunarkraft.

Líkamleg og andleg hreinsun umkringd dásamlegri náttúruöfl, hreint loft, hreint matarræði, hrein dásemd innan um fallegar sálir.

Meðal annars þetta;

~ JÓGA
~ NÁTTÚRA
~ SLÖKUN
~ KYRRÐ
~ ÖNDUN OG HUGLEIÐSLA
~ ÞÖGN
~ HREINT FÆÐI
~ HRÁFÆÐI
~ SÚKKULAÐI
~ AYURVEDA – kynning 
~ JURTIR
~ ALGER HVÍLD Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU
~ JÓGA ~ allavega jóga – flæði, styrkur og viðgerðir – bandvefslosun ofl. Jóga fyrir byrjendur – yin & yang 

~ Hreyfiflæði – body movement

~ Arm balance ( handstöður, kennsla ofl. )
~ Kraftur og styrkur – sterkari þú andlega og líkamlega
~ NIDRA djúpslökun og hugleiðsla
~ S L Ö K U N  í allri sinni dýrð
~ ENDURNÆRING Á LÍKAMA, HUGA OG SÁL

Hlakka til að fá þig með í ferðina. Annars vegar eru eins manns herbergi og tveggja manna herbergi.

Hvenær:
Fimmtudagur 22.apríl mæting kl.19:30
Heimferð sunnudag 25. apríl kl. 13:00
Staðsetning:
Snæfellsnes 90 mín. keyrsla frá Rvk.
Gisting í nýjum sumarhúsum 70m2, fullkomin lúxus í glænýjum húsum eða ný uppgerðum húsum.
Tveggja manna herbergi pr. mann 79.000 ( tveir í herbergi )
Einn í herbergi pr. mann 99.000- 
Hlakka til að heyra í ykkur… Já og nánari upplýsingar síðar, skipulag og hvað þú tekur með of.
Endilega greiðið til að staðfesta ykkar herbergi / rúm.
Bankaupplýsingar
537-26-8803
kt. 560316-0540

Athugið með endurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagin.

Frekari upplýsangar koma inná viðburðin, sendu mér skilaboð ef þú vilt frekari upplýsingar. Endilega staðfestið sem fyrst og sendið mér fyrispurn ef frekari upplýsinga er þörf.

Því liðugri sem hryggurinn þinn er 

Því unglegri er líkami þinn.

Kærleikur og ljós
Gyða Dís
[email protected]
s. 822 8803
Jai bhagwan