Haustið og Vata tímabilið.

04 Oct
4. October, 2016

Nú er haustið komið með öllu sínu yndislega fallegu litum já og rigningu og roki en aðallega þurru veðri ( þó það sé blaut núna)  Haustin er VATA tímabil…  þurrt og þarf líkaminn extra mikla olíu bæði í inntöku og svo að sjálfsögðu að olíubera húðina.  Í ayurveda fræðunum er það kallað Abhyanga.  Nuddar þig sjálfa/nn með volgri olíu.  Sesamolían er aðalolían og hentar Vötunni sérlega vel.  Sólblóma olía og kókosoliu getur þú einnig notað.  Setjið olíu í krukku og hitið upp.  Berið á líkama ykkar, nuddið og gefið ykkur 10-20 mínútur.  Yndislegt að gera áður en þú ferð í rúmið á kvöldin.  Ef þú vilt ekki fara í bað eða sturtu áður en þú klæðist eða ferð í náttfötin þá væri gott að biða í 15-20 mínútur með olíuna á sér og leyfa henni að síga inní húðina.  Þetta er eitt það besta sem ég veit og gera bæði á morgnanna og á kvöldin.  Húðburstun er frábært að framkvæma áður og bera svo olíu á sig.  Inntaka olíu er einnig nauðsynlegt á þessu tímabili.  Auktu við olíu í daglegri fæðunni þinni.  Taktu inn t.d. hörfræolíu áður en þú ferð að sofa á kvöldin.  Virkar vel á innkirtlakerfið og lifrin vinnur vel úr henni yfir nóttina. Svo er hörfræolían mjög góð fyrir þá sem eiga erfitt með hægðir og stíflast auðveldlega.  Ghee er frábær og góð olía út á salatið eða yfir súpuna og strá fræum yfir.  Svo er það góð olíudressing einnig alltaf góð.

13934827_10154386138622346_6592439736065867709_n

Hér er ein  yndisleg uppskrift af Olíudressingu sem er frekar matarmikil.

Salatdressing “þessi góða

1 ½ bolli sveppir niðurskornir

½ bolli valhnetur frekar smátt saxað

1 msk. Olífuolía

1 msk. Sítrónusafi

1 msk. Tamarisósa

1 msk. Steinselja – fersk niðurskorin

1 msk. Oregano

1 – 2 msk vatn – meira ef þarf

½ tsk sjávarsalt

1/8 tsk pipar

img_9980

Öllu hrært saman í skál . Sveppirnir látnir marenarast í þessari blöndu. Leyfa þessu að taka sig 1 klst er flott eða lengur

Pac Choi er kínversk kál ef þú færð það ekki er frábært að nota íslenska grænkálið sem spretur vel og er mega holt.

Raða kálblöðum á fallegt fat, dreifa sveppamareneringunni yfir hvert blað – blaðið er einskona skál fyrir dressinguna.

Þetta er frábær forettur og gott einnig sem meðlæti með mat.

Ég mun blogga aðeins meira um Ayurveda og líkamstegundirnar Vata-Pitta-Kapha…  hefur þú tekið test og veistu hvernig þú ert í dag!  Við breytumst að sjálfsögðu erum allt önnur í dag en við vorum í gær.  Eitt sem ég ætla segja ykkur frá er

Lífselexírinn Chyawanaprash

Samkvæmt Ayurveda er Chyawanaprash eitt öflugasta náttúrumeðalið til að kveikja meltingareldinn og styrkja um leið ónæmiskerfið. Sultan er sögð auka upptöku næringar, skerpa minnið, vera blóðhreinsandi, styrkja hjarta, þétta húð og næra vöðva. Það síðastnefnda er vegna þess að með bættri meltingu eykur Chyawanaprash upptöku próteina. Þannig eykst þróttur og þrek sem heldur okkur ungum á öllum aldri. Það kemur því tæpast á óvart að Chyawanprash – sem er gefin uppskrift að í hinum 5000 ára vedísku ritum- sé flokkuð sem sjálfur lífselexírinn; einhverskonar “lýsi” indversku lífsvísindanna.  Þær systur í Systrasamfélaginu eru algerir snillingar og góðir pennar og fjári fræðandi með allt milli himins og jarðar.  Ég ætla setja linkinn þeirra hér og lesið ykkur til.  Ég er að taka Chyawanprash daglega á fastandi maga og er sérlega gott núna í Vötu tímabilinu.

Jai bhagwan

13726669_1791948971040464_7036547477548817155_n

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math