Gleðilegt nýtt heilsuár 2020

Andleg melting: agni, tejas og prana.

Þegar kemur að matarræði þá reyni ég eftir fremsta megni að vanda mig á allan hátt. Hefur þú tekið eftir því að við erum mögulega háð tilfinningum okkar þegar við ákveðum hvað við borðum? Það er réttast að borða sem fjölbreytast að sjálfsögðu og sem hreinasta fæðu er mögulegt er. Vanda vel vökvamagnið, drekka vel og viðhalda vökvamagni sem líkaminn þarf á að halda daglega.  Það má alveg passa sig á því hvað hugurinn vill eða óskar eftir og hvað þú rauverulega þarft til að þrífast og takast á við hin daglegu störf.  Undir miklu álagi er ekki óalgengt að skyndibitamaturinn sé sterkur inni, gos, sælgæti og óþarfa “þægilegt” fæði sem gefur akkurat enga orku þegar á þarf að halda heldur dregur þig niður, gerir þig lata, syfjan og missir einbeitingu – verður einfaldlega sljór í hugsun og gjörðum. Sömuleiðis á þetta við t.d. í mikilli vinnutörn eða prófum þá er oftar en ekki “dottið” í það: kaffidrykkja algerlega úr öllu hófi, örvandi te eða gosdrykkir.  Afleiðingarnar – já þið þekkið það örugglega þú endar mögulega með einhvers konar kvíða ( nærð alls ekki að klára verkefnin ) og svefnleysi. Að vera meðvitaður um ástandið og taka í taumanna er besta vopnið til handa þér sjálfum/sjálfri.

Agni er meltingareldurinn og þann eld viljum við hafa sterkann og þéttann og hvernig gerir þú það?

Tejas er kjarni elds er stjórnar  meltingu, uppsogi næringarefna og samlögun.

Prana er lífskraftur, orka, lífskraftur eða lífsorka og er í öllu sem er.  Segi stundum “prana er lífið og lífið er prana”  vegna þess að þar sem engin prana er er ekkert líf.  Prana er í öllu sem lifir dýrum, plöntum og mönnum.

Ojas  hefur verið þýtt sem “vigor” á ensku eða “lífsþróttur”. Ojas í líkamanum tengist eiginleikum eins og styrk, heilsu, langlífi, ónæmiskerfinu og huglægri sem og tilfinningalegri velferð.

Allt hefst þetta á fæðunni sem við innbyrðum og þá er það umbreytingin. Agni meltingareldurinn þarf að vera öflugur og til taks í réttu samræmi við Prana / lífsorkuna og því næst er það Tejas umbreytingin og uppsog.

Þetta er nú ekki langur pistill eða þungur en í meginatriðum fyrir þig að uppgötva hvað fæðan skiptir okkur miklu máli.  Ég hef engan áhuga á því að leiðbeina fólki til þess eins að fara í megrun eða grennast!!!  Bara alls ekki krakkar enda er það svo löngu úrelt.  Ég vil hinsvegar leiða þig áfram í átt að betri þú, bætt heilsa með bættu matarræði og góðri hreyfingu. Styrktaræfingum, jóga, hugleiðslu og slökun. Ef þú hélst að ég ætlaði að tala eitthvað um “megrun” eða hvernig þú eigir að létta þig þá ertu ekki á réttum stað.

Ayurveda vísindin eru systurvísindi jóga og ótrúlega mögnuð vísindi sem ég er enn að fræðast um og læra daglega eitthvað skemmtilegt.  Ég elska að benda ykkur á það hvað örvar meltinguna jú vegna þess að um 80% sjúkdóma tengjast meltinarfærunum okkar…. hugsaðu þér.  Heilbrigð melting = ljómi í maganum.  Úthald og heilsa og ljómi.

Ghee eða skírt smjör er talið “demanturinn” Ayurveda læknavísindunum.

Líkt og kókosolía inniheldur ghee miðlungslangar fitusýrur sem nýtast okkur beint sem orka og kemur jafnvægi á hormónabúskap líkamans. Frábær fita sem þessi vinnur jafnframt gegn öldrun, lækkar slæma kólestrólið, hamlar myndun bólgu- og sjálfsofnæmisjúkdóma og geymir hinar lífsnauðsynlegu omega 3 og 6 fitusýrur í hárnákvæmum hlutföllum. Það sem ghee hefur umfram kókosolíu er að hún er sex sinnum öflugri næring fyrir heilann skv. vísindalegum rannsóknum. Þetta birtist í því þegar líkaminn brýtur niður fituna til að framleiða ketóna. Það ferli krefst mikillar orku sem færir okkur kýrskíra hugsun.

Ghee er einfalt að gera sem krefst kannski smá þolinmæði til að byrja með en þér tekst vel til ég skal lofa þér því. Ghee eða skírt smjör þjappar saman og styrkir Agni, Tejas, Ojas og Prönu.  Langar þig til að spreyta þig á ghee-i? Kíktu á uppskriftina og fleiri mjög góðar uppskriftir sem koma öllum líkamanum og líkamsgerðunum í jafnvægi hér.

Byrjum árið á því að huga að hvort þú sért að borða fyrir egóið eða sálina, góðri ástundun jóga, hugleiðsla, öndun og styrktaræfingum. Held áfram að spjalla um Ayurveda og lífsstílinn inní komandi áratug 2020… #tuttugututtugu.

Þú mannst einnig eftir áskoruninni #gangadaglega3km og auðvitað er jógadísin með sína áskorun meðal annars spígat teygjuna sem virðist alveg vera vonlaus en gefst ekki upp.

Haltu áfram að bæta þig og vera betri útgáfa í dag en í gær.  Hættum að horfa á eftir fornum frægðum eða það sem við vorum og erum ekki í dag.  Vertu í nútíðinni og líkaðu við þig sjálfa nákvæmlega eins og þú ert, það er langbesta lausnin því þú munnt alltaf þurfa að elska sjálfan þig og umbera þig sjálfa… þess vegna er ekkert annað í stöðunni en að elska, elska og elska aðeins meira.

Gangi þér vel og veistu að skírt smjör þolir ótrúlegan hita.

Jai bhagwan