Elska, elska, elska – love, love, love.

Er ekki ótrúlegt hvað tíminn líður, sólin farin að láta sjá sig meira og meira. Lóan er komin segja þeir ( hef ekki séð hana né heyrt í henni ) daginn farin að lengja þannig nú eru flest allir hamingjusamari með lífið og tilveruna.  Það er nefnilega ótrúlegt hvað birtan hefur mikil og góð áhrif á okkur. Mars 2013og já og eitt ár síðan ég hóf mína göngu á þessari dásamlegu leið sem ég er á. Jógaleiðin og leiðin mín að settu marki vinna í því að gera mig að betri manneskju, þekkja sjálfan mig og meta mína hæfileika og getu og vera sátt og elska sig sjálfan nákvæmlega eins og maður er….  stundum er það erfitt en “common” maður lítur bara í spegil og sér þessa líka dásamlega fallegu mannveru þar og segir bara “hæ skvís, ég er til í að vera með þér í dag”.

Fyrir ári síðan 8 mars 2012 hóf ég jógakennarnámið mitt, tek það nú fram að ég er alltaf að læra í hverjum einum og einasta tíma sem ég kenni og leiði læri ég meira og meira.  Læri að elska – elska – elska.  í byrjun febrúar s.l. hóf ég að kenna byrjendanámskeið í Heilsuborg í Faxafeni. Ótrúlega gefandi og krefjandi og skemmtilegt að blanda þessu tvennu saman að kenna algerlega byrjendum og svo í World Class eru lengra komnir. Nú er ég með byrjendanámskeið II og í vor verður framhaldsnámskeið þessi hópur er gríðarlega flottur og hefur tekið frábærum framförum og ég er glöð í mínu hjarta þegar vel tekst til og fólk er að finna sig í jóga hjá mér. Hér eru upplýsingar um Heilsuborg og jóganámskeiðið  http://www.heilsuborg.is/likamsraekt/yoga/   

Það er ekki annað hægt að segja en að ég hafi alveg fullmikið að gera – og það er jú ástæðan fyrir því að ég hef bara ekki enn sest niður og bloggað fyrr en nú!!  Mun bæta úr því vegna þess að á næstu vikum mun ég blogga meira, í mars 2003 var nú alveg brjálæðislega flott ár og þá tók ég svo stóra ákvörðun sem varðar mitt líf og heilsu. Það eru liðin heil tíu ár síðan og að því tilefni ætla ég blogga aðeins um það  verður vonandi spennandi og langt blogg eflaust!!  En ég er líka að vinna í því að næra sjálfan mig með því að reyna eins og ég mögulega get að hentast í jógatíma hjá öðrum sem er algerlega nauðsynlegt svo maður brenni ekki sjálfur og verði uppgefin.  Um helgina fór ég á hrikalega skemmtilegt námskeið eða Work shop í Acro partner yoga í Yoga Shala.  Klikkað gaman – og að vera með félaga í jóga er mjög skemmtilegt og gefandi set hér inn myndir með þar sem ég var a læra fljúga aftur og fannst ég bara hreinlega vera orðin tíu ára aftur hahaha..  dásemdin ein.

En njótið vorkomunar – birtunar og dásemdina, fangið fegurðina í augnablikinu og takið á móti gjöfum jarðar elskurnar.

Jai bhagwan.

 

One Reply to “Elska, elska, elska – love, love, love.”

  1. Mikið er ég heppin að þú skulir hafa tekið jógakennaranámið og ég fengið að kynnast jóganu hjá þér. Takk fyrir Gyða Dís þú ert alveg frábær.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math