Ekki bara jóga!

Nei nei,ég geri nú margt annað en jóga og standa á höndum um allann bæ og veifa myndum á Instagramminu með #handstada365 #yogadis #alltereinsogthadaadvera til dæmis elska ég að gera góðan mat og kökur.  Eldaði í gær ósköp þægilegan kjúklingarétt ( tók nú engar myndir ).  Elsti drengurinn og kærastan komu í mat og voru ánægð með prufueldhúsið mitt – er svolítið gaman að leyfa því bara vera með sem þér dettur í hug.  Rétturinn samanstóð af eftirfarandi;

  • Bringur  4-6 stk.
  • Lítið salt og pipar
  • Spinat
  • Pesto (grænt) 2 dósir
  • Cherry tómatar
  • Döðlur  4-6
  • Brokkolí
  • Fetaostur
  • Hlynsíróp

Meðlæti;  Basmati grjón og salat eftir þínu höfði og Papaya ávexti!

Aðferð;   Eldfast mót, raða spínat í botnin og skera kjúklingabringur í 3-4 bita og velta uppúr pestói. Raða kjúkling á fat og setja inní ofn ca 20 mín á 180-200 gráðum fer eftir ofninum þínum.  Taka út og setja restina af pestói yfir kjúkling.  Döðlur kliptar í litla bita og dreift yfir.  Tómatar skornir í 4 parta og dreift yfir.  Brokkolí í litlum bitum einnig dreift yfir og að lokum fetaosturinn heil krukka en sía olíuna frá.  Valkostur er að skutla pínu hlynsírópi yfir – ekki miklu og inní ofnin í ca 10-15 mín Wolllla komin klikk góður réttur fyrir familýtime.  Ennn með þessu getur þú haft hvað þú vilt t.d. brauð en ég valdi basmati hrísgrjón ( eru holl og Ayurvedisk)

En toppurinn á yndislegu laugardagskveldi var þessi dásemdar hráfæðis “osta” kaka með hindberja/cherry fluffý og súkkulaðiglansi ofaná og hér er sko mynd af því !!!

A75A2397Nafnið á þessar dásemd er ekki komið.  Öll ráð þegin og sá eða sú sem finnur flott nafn er boðið í Kaffi/te og kökusneið og já sem fyrst áður en þessi klárast.

Bragðið á þessari fyllingu sem samanstendur af hindberjum, trönuberjum og öðru sem gerir hana svona ykkar að segja silkimjúka og að leyfa sér að velta bitanum uppí munni og finna ferska/beiska/sæta og dúnamjúka bragðið er unaðslegt.  Sagt er að til þess að fullnægja kvennamanni er nóg að gefa henni súkkulaði.  Í mínu tilfelli er það svona kaka krakkar.  Og það sem var nú eiginlega skemmtilegast að krakkarnir og gestirnir voru himinlifandi og strákunum mínum og Naglanum fannst hún vera svona í lýsingunni og allir voru fullnægðir hí hí hí ….  Já þetta er staðfreynd með súkkulaðið og kvennmaninn – en sem betur fer eru ekki allir sammála!

Þetta er svona afmælis afmælis afmælis kaka – ef þú átt von á boðskorti í afmæli þá verður þetta eftirrétturinn jebbí jeijj  yogadísinn nálgast fimmtugsaldurinn óðum og hlakkar ógurlega mikið til.

Hey þú ertu með hugmynd af nafninu á þessari dásemd.  Kannski er nafnið dásemd með hindberjum smart hvað finnst ykkur?  Einn maður og aðeins einn maður á sem hefur yfirgefið þetta líf hann elskulegur Davíð Örn okkar talaði alltaf um dásemd, átti dásemdar eiginkonu og dásemdar dætur og þrátt fyrir ógurlega erfið veikindi þá gat hann séð dásemdina allt í kringum sig.  Hann var alger snillingur og er sárt saknað.

Einnig er ég alger prjóna- heklufíkill og er alltaf alltaf með svona umþaðbil 4 atriði á prjónum og heklunálini…  Er alltaf með ölduteppi á nálinni sjáðu þessa fallegu dásemd sem einn lítill snáði fékk í skírnargjöf (frá vinkonu minni) en ég eignaði mér handavinnuna og hönunnina á teppinu sko

IMG_3782

Ölduteppin – elska sitja og hekla þessi og hugsa um litina og þann litla eða litlu sem mun eignast slíkann grip…  Alltaf með slíkt teppi á nálinni.

En núna er ég með eina orange litaða stóra garðaprjónspeysu á prjónunum og ætla auðvitað að vera búin með hana í gær… til þess að geta byrjað á nýrri handa þessum eða hinum – hugurinn minn er ótrúlega öflugur skooo…  enda hrikalegt starfstæki þessa peysu gæti ég líka hugsað mér að eiga í öllum fallegu 7 orkustöðvarlitunum.  Er núna að prjóna til að efla og styrkja hvatarstöðina/magastöðina og næst verður það ja hver veit

7-chakras-beginners

Peysuuppskriftin er norsk já er bara farin að lesa norsku “heia norge” 

 

A75A2405 Fallega kristalsglasið ber kröftugan og algeran vetrardrykk til að berjast gegn þessum flensum og kvefpestum sem herjar á alla landsmenn….   Turmerik kraftur;

  • Turmerik rót
  • Appelsínur
  • Sítrónur
  • Engiferrót
  • Grape

Allt sett í blandarann og síað í fínu síupokunum frá Ljósinu.   Þetta er algerlega skotheldur drykkur fyrir kaldann og slappan líkama…   ég lofa því 🙂

A75A2403

 

Enn og aftur að Nafngiftinni á kökunni minni “dásemdinni”  ertu hugmyndarík/ríkur hentu á mig nafni á bloggið mitt eða sendu mér skilaboð á facebook nú eða á tölvupósti undir “nafnagift” á tövlupósti;   [email protected]

Já ég hlakka til að heyra í ykkur….  nú er ég hætt og farin í sund og trítla aðeins með fallegu tærnar mínar í snjónum.     Njótið sunnudags og lífsins.. munið að LÍFIÐ ER AKKÚRAT  N Ú N A!!!

Jai bhagwan.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math