Byrjenda námskeið í jóga

Jóganámskeið, það er smart hugmynd að taka byrjendanámskeið í jóga þrátt fyrir að þú eða þið séuð nokkuð vön að fara í jóga og gera jóga hvort heldur heima eða í tímum.  Ástæðan er að farið er vel í grunninn já allann grunn á grunnjógastöðunum.  Fólk er aðlagað og leiðrétt, farið vel yfir öndun og öndunaræfingar gerðar og þú veist að 80% af jógaástundunni eru öndunaræfingar jebb akkúrat ekki jógastöður.   Enn þú veist hinsvegar gerum við jógastöður og notum einnig gríðarlega mikla öndun með Pranayama – ujjjai ofl.

Ef þú ert að spá í grunnnámskeið – koma þér vel af stað, kynnast einnig fræðinni, þar sem allt jóga snýst um eru yomur og niyomur!  Kemur á óvart að jóga snýst ekki um að gera bara jógaæfingar og mæta flottur í jógatíma í nýjustu tísku og gera klikkað flottar jógastöður !!!   Þú getur vel farið í jógatíma og komið algerlega útkeyrður úr tíma – kannski var akkúrat ekkert farið inná við og þú ferð beint út í samfélagið með egóið / hugann allsráðándi og þá varstu alls ekki að gera jóga….  þá varstu bara í líkamsrækt 🙂 sem er einnig alveg frábært… líkami okkar þarf á hreyfingu að halda að sjálfsögðu.  En pældu aðeins í þessu!

Ég ætla bjóða uppá grunnnámskeið í jóga HATHA jóga, prana power yoga.  Með mikla áherslu á öndun, hugleiðslu og leiðina okkar – hver er þín leið 🙂 jú við erum öll á sömu leiðinni þ.e. á leiðinni heim, tengjast hjartanu okkar, sálarvitundinni og líkamsvitundinni. Grunnvísindin – yömurnar á fyrsta námskeiðinnu svo verður framhaldsnámskeið og þið munið finna og læra hvað jógafræðin á vel við allar athafnir daglegs lífs þrátt fyrir að þær séu afar afar gamlar frá því fyrir 200 árum fyrir krist!

Fyrsta yaman….   AHIMSA = án ofbeldi….   leitumst við að lifa lífinu án þess að beita ofbeldi.  Já nú hugsar þú “ég! Ég beiti alls ekki ofbeldi því síður….   en skoðaðu málið! Ertu að beita sjálfum þér ofbeldi?  Með því að dæma þig – vera ekki sátt við hvernig þú t.d. ert í vaxtarlaginu og að þú lítur í spegil á morgnanna og segir æji já ert þetta þú!!!  Vildi að ég væri einhvern vegin öðruvísi í vaxtarlaginu eða liti fallegra út ( hvað er fegurð )….   Ertu að beita fólkinu þínu ofbeldi t.d. með því að reyna stjórna allt og öllum á heimilinu?  Já pældu aðeins í þessu.

Hlakka svo til að halda fyrsta byrjendanámskeiðið í Gerplusalnum á þessari haustönn…  ef þú hefur áhuga þá eru tímarninr kl 8:20-9:20 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og þér er frjálst að mæta í alla opnu tímanna í Gerplusalnum og með fylgir mappa sem við munum fylla í reglulega á námskeiðinu.  Aðstaðan til fyrirmyndar góður búningsklefi og alltaf verður fallegt og gott te í boði eftir tíma – getur sest niður og slakað á áður en þú flýgur útí samfélgið til að sinna þínum daglegum skyldum.

Eigið dásamlegann sunnudag og megi guðinn þinn (hver svo sem hann er) leiða þig áfram þinn veg.

Hafðu endilega samband ef frekari upplýsinga er þörf …

[email protected]  eða sími 822 8803.

JAI BHAGWAN

10373969_658233570936638_5690117280485555177_n

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math