Axlargrindin saman- stendur af herðablaði (e. scapula), viðbeini (e.clavicle), upphandleggs- beini (e. humerus) og mjúkveum þar í kring. Axlarsvæðið inniheldur glenohumeral lið, axlar- hyrnu (e. acromion), acromioclavicular lið, sternoclavicular lið og scapulothoracic lið. Vegna þess hve öxlin reiðir sig mikið á mjúkvetil að viðhalda stöðugleika er glenohumeral liðurinn sá liður líkamans sem oftast fer úr lið. Öxlin tengir saman handlegginn og ásgrind (e. axial skeleton).

Nokkrir vöðvar sjá um hreyfingu axlarinnar og gegna þeir mismunandi hlutverkum. Deltoid vöðvinn liggur yfir öxlinni og tekur stóran þátt í fráfærslu (e. abduction), beygju (e. exion) og réttu (e. extension) á öxlinni. Rotator cuff vöðvar samanstanda af supraspinatus, infraspinatus,teres minor og subscapularis. Supraspinatus sér um fráfærslu,infraspinatus og teres minor sjá um útsnúning (e. external rotation) og subscapularissér um innsnúning (e. internal rotation). Rotator cuff vöðvarnir stöðuga og þrýsta höfði upphandleggsbeins niður í glenohumeral lið.

Axlarmein

Þá er komið að því!! Lífið færir okkur ótalverkefni og ég hef fengið þau miskemmtileg en öll hafa þau verið lærdómsrík og flest öll gefið mikið til baka.  Í jógafræðunum segir að við þurfum að upplifa t.d. sorg til að vera undir það búin að upplifa gleði – rauverulega gleði og hamingu.  Eru þið ekki sammála því.  En í þessum greinarskrifum ætla ég að vitna í sérfræðinga um þessa mögnuðu hlið líkama okkar sem er axlarliðurinn og axlargrindin. Ótalmargir eiga við einhverskonar axlarmein að stríða og það þarf ekki að vera alvarlegt í mörgum tilfellum bólgur jú og einhver slit, alvarlegri tilfelli þarfnast mögulega aðgerðar og inngrip lækna og sjúkraþjálfara.  Meðhöndlun sérfræðinga sem við eigum ótal mikið af og hvað ég er nú heppin enn og aftur að vera í góðum höndum.

Í stuttu máli  slasaði ég mig á öxl í leik á skíðum, gönguskíðum já alls ekki þegar ég var að renna heldur í leik sem kallast ” að hlaupa í skarðið ” hlakka auðvitað til að fara aftur þegar endurhæfingartímabilið er búið.

Já alls ekki óalgengt að slasa sig á skíðum en ég datt á hægri hliðina fannst í alvöru þetta ekki vera svo alvarlegt sem það er í fyrstu og fyrstu daganna en það fór nú að renna á mig tvær grímur á fjóðra degi og þá fara hlutirnir að skírast.  Fór til læknis og beint í röntgen mynda og ómskoðun sem sýndi það alveg á svörtu og hvítu að SUPRASPINATUS og INFRASPINATUS eru rifnir.  Sinar sem stjórna hreyfingu frá líkama og lyftivöðvar.  Beinin er sterk og afar góðu standi að sögn læknis en hinsvegar þarf ég að fara í aðgerð til að hengja upp og lagfæra sinar.  Þetta er hægri handleggurinn og lærdómurinn sem fylgir því er að nota vinstri hendi í daglegu verkin t.d. tannbursta sig, sinna hárinu og andliti ofl.  og það er bara ansi töff því þessar hreyfingar hafa ekki verið nýttar í neinu magni á vinstri hendi.  En það hefur nú komið og gengur betur með degi hverjum.

Búið er að ákvarða aðgerðardaginn sem er 12.mars 2020, finnst ég vera afar heppin og lánsöm lítil jógastelpa.  Svo tekur við endurhæfingartímabil 4-6 vikur í fatla og í 8 viku á hreyfigeta vera komin ágætlega af stað í handlegg.  En styrknum safna ég jafnt og þétt út árið 2020 væntanlega og þar hef ég auðvitað bestu þjálfarana sem eru sjúkraþjálfari minn og einakþjálfari sem sjálfur hefur farið í aðgerð á báðum öxlum.  Já talandu um það mun ég væntanlega fara svo fljótlega í aðgerð á vinstri öxl því þar hef ég verið að glíma við axlarklemmu, tökum þetta alvarlega og klárum þetta allt á árinu 2020 og ef allt gengur vel þá ætti ég að vera með fullan styrk 2020/2021.

Axlarliðurinn er hreyfanlegasti liður líkamans sem gerir hann jafnframt útsettan fyrir áverkum. Axlarliðurinn er að stærstum hluta myndaður af upphandleggsbeininu og herðablaðinu og svo liðböndum og liðpoka sem styrkja liðinn. Fjórir vöðvar sem kallast rotatorcuff (subscapularis-herðablaðsgrófarvöðvi, Supraspinatus-ofankambsvöðvi, infraspinatus-neðankambsvöðvi og teres major-stóri-sívalningur) liggja frá herðablaðinu og festast á upphandleggsbeinið og tengja þessa tvo þætti saman. Sinar þessara vöðva renna saman við liðpoka axlarliðarins og er hlutverk þeirra að styrkja liðpokann og halda liðnum í réttum skorðum með því að halda efsta hluta upphandleggsbeinsins að herðablaðinu.

Helstu orsakir axlarmeina

Ýmsar orsakir geta legið að baki axlarmeinum en bólgur eða rof á sinum þessara vöðva er algengt að sjá, ekki bara hjá fólki sem stundar íþróttir heldur einnig hjá einstaklingum þar sem álag er á axlarliðinn, ýmist við leik eða störf og þeim sem komnir eru yfir miðjan aldur. Einnig geta belgmein (bursitis) valdið axlareinkennum. Allar þær íþróttagreinar þar sem mikið er um það að höndum sé lyft upp fyrir höfuð auka hættu á axlarmeinum, s.s. körfubolti, tennis, badminton, sund og lóðalyftingar. Einnig er algengt að sjá rof á þessum vöðvum hjá fólki sem dettur á útréttan handlegg.

Sinabólga (sjá sinaslíðursbólgu): Ýmsar ástæður geta legið að baki því að sinar þessara vöðva bólgna, s.s. mikið álag á axlarliðinn. Langvinnar bólgur í sin getur valdið minnkaðri hreyfingu um axlarliðinn og því að ójafnvægi kemst á styrk rotator-cuff vöðvanna og þar með styrkleika liðpokans. Bólgur geta einnig valdið því að núningur verður við aðliggjandi bein sem gerir ástandið enn verra. Ef sinabólga er ekki meðhöndluð verður sinin smám saman veikari og hættan eykst á að tognun eða slit geti orðið við áverka.

Belgmein: Á milli axlarvöðvanna annarsvegar og axlarbeinanna hinsvegar liggja litlir vökvafylltir pokar sem hafa það hlutverk að minnka núning, þeir geta einnig bólgnað upp og valdið verkjum.

Kalkútfellingar: Eftir miðjan aldur fara að koma fram öldrunarbreytingar í sinunum, þ.á.m. sjást oft kalkútfellingar sem geta valdið verkjum. Ef þær eru farnar að gefa mikil einkenni getur þurft að fjarlægja þær og er það ýmist gert með ómstýrðri ástungu eða aðgerð.

Tognun eða slit: Áverki á öxl getur valdið því að það tognar á þessum sinum eða þær rofna.

Hver eru einkenni axlarmeina?

  • Verkur er helsta einkennið.
  • Sársauki við að lyfta handleggnum út frá líkamanum, t.d. upp fyrir höfuð, eða aftur fyrir bak eða við að bera þunga hluti.
  • Minnkuð hreyfigeta.
  • Eymsl á axlarsvæðinu.
  • Verkur á nóttunni.

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

Sjúkrasaga og skoðun gefur miklar upplýsingar. Eymsl geta verið þreifanleg yfir skemmdri sin og hreyfingar og styrkur í öxlinni minnkaður. Ef verkur í öxl hefur varað í meira en vikutíma eða áverki verður á öxlinni er mikilvægt að leita læknis.

Meðferð

Ef um áverka er að ræða er best að byrja á að leggja kaldan bakstur við áverkann til að minnka blæðingar og bólgu, og leita strax læknis. Oft getur þurft að taka röngtenmyndir til að útiloka brot. Það fer svo eftir því hversu alvarlegur áverkinn er hver meðferðin er. Í flestum tilfellum felst meðferðin í hvíld, bólgueyðandi lyfjum og sjúkraþjálfun, en í þeim tilfellum þar sem grunur er á að fullkomið rof sé á rotator-cuff vöðvunum getur reynst nauðsynlegt að gera liðspeglun og lagfæra skaðann. Í framhaldinu er svo sjúkraþjálfun mikilvæg en markmið með henni er að styrkja vöðvana umhverfis liðinn og auka þannig á stöðugleika liðarins og að ná eins góðu hreyfiferli og mögulegt er.

Ef ekki er saga um áverka er oftast hægt að ráða bót á vandanum með hvíld og bólgueyðandi lyfjameðferð þar sem ýmist eru gefin bólgueyðandi lyf til inntöku og/eða bólgueyðandi sterum er sprautað í öxlina. Þjálfun gegnir einnig mikilvægu hlutverki og mikilvægt er að byrja eins fljótt og hægt er að hreyfa öxlina, því liðurinn er fljótur að stirðna og ef það gerist er oft erfitt að ná upp fullu hreyififerli.

Almennar ráðleggingar:

Ef um minniháttar áverka er að ræða eða byrjandi verk í öxl getur verið gott að byrja að fylgja eftirfarandi:

Hvíld: hætta að gera það sem veldur verk og hætta að framkvæma þær hreyfingar sem valda verk. Ekki lyfta þungum hlutum og forðast hreyfingar upp fyrir höfuð eða þar til verkirnir hafa minnkað. Mikilvægt er þó að hreyfa öxlina svo hún stirðni ekki, t.d. með því að beygja sig fram og sveifla handleggnum í hringi eins og pendúl.

Kæling: til að minnka bólgur og verki er gott að nota kalda bakstra. Setjið kaldan bakstur við staðinn þar sem verkurinn virðist koma frá og látið liggja í 15–20 mín. Þetta er gott að gera nokkrum sinnum fyrstu dagana. Eftir 2–3 daga þegar bólga og verkur hefur minnkað má byrja að nota heita bakstra til að mýkja stífa vöðva.

Bólgueyðandi lyf: fást án lyfseðils í apótekum. Fylgið nákvæmlega þeim leiðbeiningum sem gefnar eru á umbúðum.

Þjálfun: eftir 1–2 daga er mikilvægt að byrja varlega á a& eth; hreyfa öxlina til að koma í veg fyrir að hún verði stíf.

Ef einkenni versna eða hafa ekki lagast á nokkrum dögum er ráðlagt að hafa samband við lækni.  ( doktor.is )

 Supraspinatus ( rifin )

Infraspinatus ( aftan við herðablaðið ) rifin.

Jógadísin mun kenna alveg fram að aðgerðardag með hægri hendi í vasanum og leiða ykkur áfram og uppfræða og lýsa ykkar eigin getu.  Heilunartímabilið tekur svo við frá 12. mars það verður eitthvað um kennslu í salnum ekki full tafla.  Jógakennarar sem útskrifuðust janúar 2020 deila á milli sín tímunum og það verður eitthvað mjög skemmtilegt fyrir alla.

Þar sem ég hef gríðarlegan áhuga á öxlum og endurhæfingu þá er þetta mitt tækifæri til að læra og fræðast af bestu einstaklingunum og þar af leiðandi verða betri leiðbeinandi og jógakennari í hreyfingu og endurheimt.  Hafið engar áhyggjur því ég mun halda áfram að leiða ykkur áfram um leið og líkaminn gefur mér grænt ljós til þessa.

KARMA

Hugsa fallegar hugsanir, tala fallega og gera góðverk.

Það kemur svo margfalt til baka til þín.

Jai bhagwan.