Author Archive for: gyda

Sumar 2021

13 Jun
13. June, 2021

Jæja það er bara byrjað !!!  Sumarið!!!  Með sínum kulda og jafnvel snjókomu hér og þar um landið.  Það er samt sem áður margt hægt að gera til þess að gleðjast, ekki satt?

 • Klæða sig aðeins betur ( ekki pakka vetrarfötunum)
 • Anda inn feguðrinni allt um kring
 • Jákvæðni í alla staði – þú ferð lengra
 • Sundlaugar, æfðu sundtökin í sumar
 • Fjallgöngur, æfðu þig í litlu lágu fellunum hér allt um kring
 • Lestur góðra bókar
 • Hjólaferðir, æfði hjólið og hjólaþrekið í sumar
 • Hoppaðu, æfðu hoppið og blöðruna já og síðast en ekki síst styrkja beinin þín
 • Sippaðu, æfðu sippið í sumar.
 • Gerðu æfingar sem styrkja þig og liðka, já til dæmis “five rites of tibetian” sjáðu hér https://shreeyoga.is/5-tibet-aefingar-sem-thu-aettir-ad-gera-hverjum-degi/

Þetta allt ætla ég að gera og meira til í sumar en fyrst og fremst ætla ég að taka mér frí frá jógakennslu í tvo mánuði!!!!!!!!  Já hvað finnst þér?  Þetta hef ég alls ekki gert síðan ég byrjaði að kenna 2012 áður en ég útskrifaðist sem jógakennari.  Ég er hvergi að segja skilið við jógakennslu – láttu þér ekki detta það í hug. Þetta eru mínar ær og kýr! Í alvöru ég ætla breyta til og vinna aðeins meira á tannlæknastofunni, vinna í sjálfri mér – sjálfsrækt. Ætla hlaupa um í skóginum í leit af viltu stelpunni í mér – sækja krakkann og leyfa henni að blómstra á jákvæðan og sterkann hátt.

 

Ég mun vera með aðeins öðruvísi “pop upp” jóga í eitt til þrjú skipti í sumar.  Fer allt eftir aðsókn ofl.  Fyrsti tíminn verður nú um mánaðarmótin júní / júlí ( allt eftir veðri ).  Við erum að tala um Kampavíns jóga…. jebb ég nenni ekki bjórjóga – finnst bjór alls ekki góður en hjálpi mér hvað kampavínið er gott!!  Ertu til?  Þetta verðu auglýst, staðsetning, tímasetning og dagsetning og verð.

 • Miðvikudagurinn 30. júní
 • Miðvikudagurinn 28. júlí
 • Miðvikudagurinn 25. ágúst

En vittu til dagsetningar gætu svo sannarlega breyst – veðrið spilar stóran leik í þessu hamingjukasti sem jóga – skógarjóga og kampavínsjóga getur verið.

Síðasti tími tímabilsins var á föstudaginn og þá las ég þennan fallega texta um hina sterku og sérstöku konu sem oftar en ekki er barin niður af umhverfinu já og samfélaginu.  Fær ekki að vera eins og hún er í raun og veru…..  Bókin er um hina viltu kvenerkitýpu.

 

 

Gjörðu svo vel og megi sumarið vera þinn tími elsku vinur og vinkona.   Jai bhagwan, jai jai jai OM.

Dr. Clarissa Pin­kola Estés er þekkt­ur sál­fræðing­ur sem hef­ur m.a. ritað bók­ina um Kon­ur sem hlaupa með úlf­um. Bók­ina um hina villtu kvenerkitýpu. Kon­una sem á erfitt með að beygja sig und­ir regl­ur sam­fé­lags­ins um hlut­verk kvenna. Kon­una sem elsk­ar tunglið meira en nokk­ur ann­ar. Kon­an sem hef­ur verið kölluð kven­úlf­ur­inn (she wolf), eða „La loba“ á mexí­kósku.

Erkitýp­an um villtu kon­una á sér langa sögu og er talið að lang­flest­ar kon­ur geta tengt við hana á ein­hverj­um tíma­punkti. Eft­ir­far­andi er út­skýr­ing á villtu kon­unni út frá kenn­ing­um Estés.

Bókin um konuna sem hleypur með úlfum eftir Clarissa Pinkola …

Villta kon­an fæðist

Sam­kvæmt dr. Estés er villta kon­an ein­stök allt frá upp­hafi. Hún á ekki heima í fjöl­skyld­unni sinni og ekki í sam­fé­lag­inu. Hún á erfitt með að beygja sig und­ir það sem al­mennt telst gilda fyr­ir kon­ur. Regl­ur eru til að brjóta þær, eða finna und­anþágu á að mati villtu kon­unn­ar.

Hún vill ekki klæða sig eins og aðrar stelp­ur. Hún á það til að hlaupa út úr hús­inu, ber­fætt og hálf­klædd í þægi­leg­um föt­um. Hún elsk­ar nátt­úr­una sem barn. Þegar hún á að koma heim á kvöld­in, þarf að draga hana inn. Hún er villt í eðli sínu, með mikla orku og gamla sál.

Þess­ar stúlk­ur fara oft ung­ar að heim­an. Þær upp­lifa höfn­un, því fjöl­skyld­an hef­ur ekki skiln­ing fyr­ir þeim og reyn­ir að setja þær í fyr­ir­framskil­greind­an kassa sem þær vita að þær eiga ekki heima í.

Þær fara því oft of ung­ar að heim­an, upp­lifa erfitt líf, fá lít­inn stuðning og lenda í ógöng­um.

Villta kon­an finn­ur sinn lífstíl

Það get­ur vel verið að þessi teg­und af konu finni sinn ró­lega fasta lífstíl, en hún þarf að gera það á eig­in for­send­um, frjáls. Það er sagt að fyr­ir þessa konu sé auðveld­ara að ráfa um frjáls að leita að sínu um­hverfi, held­ur en að sitja föst í um­hverfi sem hún á ekki heima í.

Hún þráir mikla hlýju og ást. En þess­ar til­finn­ing­ar verður hún að finna skil­yrðis­laus­ar. Hún mun prófa ást­mann sinn með því að koma og fara. Hún mun finna ást­ina með manni sem lít­ur á hana eins og tré eða blóm, sem leyf­ir henni að vaxa, breyt­ast og þrosk­ast stöðugt. Sá sem hvet­ur hana áfram og þorir í leiðang­ur­inn með henni.

Villta kon­an aðstoðar aðrar kon­ur

Villta kon­an er fljót að bera kennsl á aðrar kon­ur með þetta eðli. Þær geta einnig verið erfiðar við þær kon­ur sem hafa náð að bæla niður villt eðli sitt, því þær minna á það sem þær geta ekki gert.

Þegar þær hafa komið sér fyr­ir í sínu nátt­úru­lega um­hverfi geta þær byrjað að aðstoða aðrar kon­ur með þetta villta eðli. Þær hjálpa öðrum villt­um kon­um í leit sinni að frelsi og standa með þeim þegar eng­inn ann­ar skil­ur staðinn sem þær eru á.

Þær hugsa: „Ég vona að þú hlaup­ir frjáls og búir til sög­ur, sem er lífið, og þú vinn­ir með þess­ar sög­ur, vökv­ir þær með blóði þínu, sáir hlátri þangað til lífið byrj­ar að verða þessi saga sem þú munt vaxa inn í og byrja að blómstra sjálf inn í.“

Þegar villta eldri kon­an hitt­ir yngri konu á sama leiðangri er það sú sem hvísl­ar: „Hús­verk­in eru enda­laus, í raun besta leiðin til að stoppa okk­ur kon­ur frá því að skapa. Skapaðu fyrst og gerðu svo.“ Það er kon­an sem hvísl­ar: „Taktu ábyrgð á þínu lífi, farðu út og gerðu það sem þú þarft að gera.“

Opnaðu aug­un og þá ferðu að sjá ótrú­legt magn af villt­um kon­um sem hafa fundið sinn stað í líf­inu á hljóðlát­an skyn­sam­an hátt. Þetta eru kon­urn­ar sem eru raun­veru­lega frjáls­ar, sem fengu tæki­færi á að velja, staðinn sinn og stund.   –  ( fengið að láni frá MBL.)

01 May
1. May, 2021
Nú skellum við í byrjenda- eða grunn námskeið í handstöðu.
Tækniæfingar og grunnur byggjum ofan á styrk og getu hægt og rólega. Hentar öllum, byrjendum og lengra komnum með sína handstöðu en vilja fá “fínpússingu” á stöðuna.
Allir þriðjudagar kl. 17:15 – 18:15 
8.júní – 1. júlí. kr. 8000- aðein námskeið
Gestakennari – fimleikaþjálfari.
Verð krónur 19.000- námskeið og innifalið frír aðgangur í opna tíma á meðan námskeiði stendur.
Skráning hafin.
Athugið takmarkaður fjöldi!

Námskeið vor 2021

01 May
1. May, 2021

Byrjendanámskeið / jógagrunnur.

10.mai – 4. júní 2021
Mánudaga & Miðvikudaga 12:00-13:00
Verð: 15.000 kr.
Kennari; Gyða Dís

Í þessum tímum verður boðið uppá jóga fyrir byrjendur.  Farið verður í alla þrjá þætti sem tengjast jóga;

Öndun (pranyama) Jógastöður (asana) hugleiðslu og slökun Möntrur (dharana)

yoga-men-side-plank2

Farið verður rólega af stað en tímarnir geta verið mjög kröftugir. Hér reynum við á alla þætti líkamans, aukum liðleikann á allan hátt, hryggurinn verður liðugri, opnum öll liðamótin betur og náum betri og meiri teygju og liðleika.  Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu, aukinn styrkur og úthald og síðast en ekki síst öðlumst við betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur.

Þegar við byrjum að ástunda jóga markvisst fer ákveðið ferli í gang, leysum úr læðingi „prönuna“ eða lífsorkuna og hreinsun á sér stað í líkamanum, taugakerfið róast, stoðkerfið eflist og öll líkamsstarfsemi verður virkari.  Í jóga fáum við tækifæri til að stíga út úr huganum og leita inná við í hjarta okkar.  Allir geta stundað jóga, krakkar, unglingar, fullorðnir og einnig fólk sem á við veikindi eða fötlun að stríða. Viskan býr hið innra og við verðum meira og meir meðvituð um sjálfan okkur við ástundun jóga.    Skráning hafin.

Spennandi nýtt jóganámskeið fyrir 60 ára og eldri.

12. mai – 6. júní 2021.
Mánud. og miðvikud. 10-11:00
Verð: 15.000kr.
Kennari; Gyða Dís

Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins.  Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, liðleik, hugleiðslu og slökun. Námskeiðið 60+ hentar vel þeim sem vilja auka vöðvastyrk, hægja á beinþynningu, ná betra jafnvægi og auka úthald við dagleg störf.

maxresdefault

Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
 Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
 Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.
 Gerðar verða léttar æfingar bæði á stól og á gólfi sem auka teygjanleika og mýkt, bæta jafnvægi og stöðugleika. 
Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga, líkama og sál.  Endurgerir og endurnýjar þig.

jean-dawson-yoga-sukhasana-500x333

 

Svo er auðvitað gott að skutla sér í Salarsundlaugina eftir dýrðar jóga og slökunartíma.  Ef spurningar vakna hafðu endilega samband, sendu mér tölvupóst [email protected]  eða hringdu í síma 822 8803

Jai bhagwan

Kærleikur og ljós

IBIZA ferðir 2022 – Dagsetningar og verð.

29 Apr
29. April, 2021

LUXURY jógaferðir til IBIZA Maí 2022

Komdu með mér í ógleymanlega heilsueflandi jóga og upplifunarferð til IBIZA vor 2022. Tilvalin leið til að núllstilla- og endurhlaða í sól og hita, dásamlegum hlýjum og notanlegu sjávarlofti sem umlykur eyjuna fögru.

Dýpkaðu jógaþekkingu og ástundun

Nú verða tvær ferðir í boði eða tvær vikur.  Annars vegar ef þú ert að glíma við líkamleg vandamál eða ná þér aftur á strik eftir erfið veikindi eða slys jafnvel byrjandi í jóga og vilt læra að höndla betur jógaflæði og komast klakklaust í flæðistengingar.

Hópur I, 

28.maí – 4. júní 2022

Sérhannað fyrir byrjendur eða þá sem eru að stíga aftur á jógamottuna eftir langt hlé, athugaðu að aldur er algerlega afstæður.  Við getum verið 65 ára ung í feikna góðu formi einnig 25 ára ung alls ekki í góðu líkamlegu formi.

Hópur II

4.júní – 11.júní 2022

Sérhannað fyrir lengra komna, eru örugg í jógaflæði, viljinn til að fara örlítið lengra.

 

Grunnurinn er hins vegar í báðum hópum að slaka, njóta og upplifa.  Óborganleg fegurð og vinsemd.

Það er komin listi yfir áhugasama.  Sendu endilega tölvupóst ef þú hefur áhuga á að heyra meira um verð og ferðatilhögun.

Forvitni og ásetningur fyrir dýpri sjálfsþekkingu er lykill að velgengni.

Verð fyrir 7 nætur og 8 daga ferð á Ibiza 2022 krónur 330.000-  pr. mann í tveggja manna herbergi.

Staðfestingargjald krónur 30.000-  óendurkræft

Greiðsla fer inná IBIZA reikning Shree Yoga slf.

kt. 560316-0540.  banki: 537-26-6696.

Innifalið í verði

 • Gisting 7 nætur / 8 dagar í lúxus villu
 • Fæði – plant based og hráfæði
 • Jógakennsla, jógagrunnur, jóga- og ayurvedafræðsla
 • 1 nudd tími hjá himneskum nuddara
 • Róðraborð (paddle boarding)

Ekki innifalið:

 • Flug fram og til baka ( verð með hópbókun alla leið )
 • Út að borða
 • Leigubílaferðir
 • Bátsferð og annað “activity”
 • Snyrtifræðingar
 •    Andlitsnudd- og meðferð
 •    Nuddtímar / auka
 •    Hand- og fótsnyrting

 

Ég hef komið mér upp mjög góðum tengiliðum á IBIZA.  Eyjan er undurfögur með mörgum leyniströndum og við munum að sjálfsögðu fara á nýjar slóðir og kanna.  Himneskir matsölustaðir, verslanir í gamla bænum sem og í Gertrud…. þið munið allar fallegu verslanirnar og fegurðina þar að ég tala ekki um matin og litina.  Nuddarinn hann Bunkie og snyrtifræðingurinn hún Abi verða með okkur og dekra við okkur að okkar vild.  Dásmalegur fót- og handsnyrtifræðingur kemur og dekrar við þig ef þess er þörf.  Allt þetta er aukalega…. en svo mikið þess virði að dekra sig alveg útí gegn.

Göngur um fegurðina, hjól og ýmsar stuttar dagsferðir inná milli.  Hins vegar er himnesk upplifun að vera og njóta í Villunni og gleyma stund og stað.

Sendu fyrispurn [email protected] eða hringdu s. 822 8803

Kærleikur og ljós

Gyða Dís

 

Yoga fitness og Vellíðan – námskeið.

23 Feb
23. February, 2021

Nú er jógadísin búin að hanna skemmtilega samblöndu af jóga og fitness tímum.  Byrjum á lokuðu námskeiði og svo þegar haustið rennur í garð verður miní útgáfa af þessu í opnum tímum í haust.

FÖSTUDAGAR

16:45 – 18:15    Y O G A  FITNESS & VELLÍÐAN – NÁMSKEIР

                            Námskeið í fjórar vikur kr. 35.000-  frítt í alla tíma í töflu – hefst 13.mars

                            Hugmyndin hér er að tengja saman jóga, hreyfiflæði, lyftingum með léttum lóðum

                            teygjum, handlóðum og fótlóðum ( þyngja og styrkja )

                            Helstu markmið með þessu námskeiði er að sjá hve þolmörkin eru, hve styrkurinn vex

Er svo fáránlega spennt yfir þessum nýju og skemmtilegum tímum.  Þú verður ekki vonsvikin.  Hér ætla ég að leiða þig inní skemmtilega lífsreynslu í 90 mín föstudags “spa” fitness tímum.  Frítt í alla opnu tíma í töflu sem eru ansi margir hjá Shree Yoga.  Veistu skráning er hafin og þú sendir mér einfaldlega skilaboð [email protected] eða hringdu s. 822 8803

Nú það er svo einnig byrjendanámskeið að hefjast þann 8. mars n.k.

12:00-12:55 ~ Byrjendajóga 4 vikna námskeið 

                              Hefst 8. Mars – 3. Apríl 2021

                              Hentar algerum byrjendum sem og þeim sem vilja rifja upp gamla takta og enn og aftur

                              ef þú hefur átt við langvarandi veikindi eða erfiðleika að stríða þá gætu námskeiðið

                              hentað þér.  Verð kr. 22.000-  Tveir lokaðir tímar í viku, aðgangur að tímum í töflu.

Með því að ástunda vináttu gagnvart þeim sem eru hamingjusamir og samúðmeð þeim sem eiga erfitt, gleði gagnvart góðmennsku og jafnaðargeð
gagnvart íllsku, þá verður hugurinn skírari og þér líður alltaf betur íalla staði.  Þegar á botnin er hvolft er það þú sem hefur
vinningin með betri líðan og lífsgæði. Sýnum nærgætni og friðsemd.

 


Jai bhagwan 

Heilsueflandi jógaferðir

12 Feb
12. February, 2021

Það er nú bara þannig að við erum að fara í ferð #2 #gyðjurnáttúrunnar á Snæfellsnesið í vor.

Nú hefur þú tækifæri til þess að draga að þér öll orku / prana –  náttúruöflin, kraftinn úr jökli og umhverfi í kring.  Gyðjur náttúrunar er sérsniðin ferð fyrir þig, vinkonur, mæðgur systur eða og síðast en ekki síst þig eina.

Heilsueflandi jóga- og matarupplifun, hreint fæði, RAW eða hráfæði, PLANT BASED FOOD eða plöntufæði, jurtir og kræsingar og það sem við köllum fæði guðanna SÚKKULAÐI.

Upplýsingarnar streyma inn hægt og róllega og örfá pláss laus ( nú erum við ekki að grínast ).  Takmarkað pláss líklegast eru um 2 tveggja manna herbergi laus.

Drögum í okkur kjark til að leita inná við skoða kvenn- og sköpunarkraft.

Líkamleg og andleg hreinsun umkringd dásamlegri náttúruöfl, hreint loft, hreint matarræði, hrein dásemd innan um fallegar sálir.

Meðal annars þetta;

~ JÓGA
~ NÁTTÚRA
~ SLÖKUN
~ KYRRÐ
~ ÖNDUN OG HUGLEIÐSLA
~ ÞÖGN
~ HREINT FÆÐI
~ HRÁFÆÐI
~ SÚKKULAÐI
~ AYURVEDA – kynning 
~ JURTIR
~ ALGER HVÍLD Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU
~ JÓGA ~ allavega jóga – flæði, styrkur og viðgerðir – bandvefslosun ofl. Jóga fyrir byrjendur – yin & yang 

~ Hreyfiflæði – body movement

~ Arm balance ( handstöður, kennsla ofl. )
~ Kraftur og styrkur – sterkari þú andlega og líkamlega
~ NIDRA djúpslökun og hugleiðsla
~ S L Ö K U N  í allri sinni dýrð
~ ENDURNÆRING Á LÍKAMA, HUGA OG SÁL

Hlakka til að fá þig með í ferðina. Annars vegar eru eins manns herbergi og tveggja manna herbergi.

Hvenær:
Fimmtudagur 22.apríl mæting kl.19:30
Heimferð sunnudag 25. apríl kl. 13:00
Staðsetning:
Snæfellsnes 90 mín. keyrsla frá Rvk.
Gisting í nýjum sumarhúsum 70m2, fullkomin lúxus í glænýjum húsum eða ný uppgerðum húsum.
Tveggja manna herbergi pr. mann 79.000 ( tveir í herbergi )
Einn í herbergi pr. mann 99.000- 
Hlakka til að heyra í ykkur… Já og nánari upplýsingar síðar, skipulag og hvað þú tekur með of.
Endilega greiðið til að staðfesta ykkar herbergi / rúm.
Bankaupplýsingar
537-26-8803
kt. 560316-0540

Athugið með endurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagin.

Frekari upplýsangar koma inná viðburðin, sendu mér skilaboð ef þú vilt frekari upplýsingar. Endilega staðfestið sem fyrst og sendið mér fyrispurn ef frekari upplýsinga er þörf.

Því liðugri sem hryggurinn þinn er 

Því unglegri er líkami þinn.

Kærleikur og ljós
Gyða Dís
[email protected]
s. 822 8803
Jai bhagwan

AYURVEDA 2021

01 Jan
1. January, 2021

Ertu tilbúin til að finna fyrir FRELSINU frá meltingarvandamálum…. frá og með núna!

 • Tilbúin til að LIFA, hamingjusömu lífi og frjáls?
 • Meltingarvandamál eru að hafa svo ótrúlega mikil áhrif og alls ekki til góðs og þess vegna, eru hljóðlátir og láta mögulega ekki á sér bera.

Ert þú að ströggla með ….

 • einkenni sem þessi; magakrampa, uppþembu, niðurgang og lausar hægðir, hægðatregðu, bakflæði eða og vindgang
 • kvía eða depurð án ástæðu
 • húðvandamál, exem, psoriasis eða umnglingabólur
 • þráláta kviðfitu eða léttist án þess að óska eftir því
 • kvenn- hormónaflakk og ójafnvægi, fyrirtíðarspennu, legslímuflakk eða hormónatengdar unglingabólur
 • bælt ónæmiskerfi tengud mögulega lífsstíl og fæðuvals
 • sólgin í kolvetni, ójafnvægi í blóðsykri og vonleysi í að missa úr máltíð með því að hreinsa líkamann á eðlilegan og náttúrulegan hátt – endurstilling
 • að hugsa út fyrir ramman og mæta sjálfum þér þar sem þú ert, vandræðalegt að gera þínar eigin heilsuáskoranir, finnst þú einangruð/einangraður eða einmanna.
 • safna hugrekki og styrk því það getur verið þung byrði að bera í raun óþarfa byrði að sjá ekki birtuna í enda ganganna.

Ayurveda námskeið hefst 9. janúar 2021 kl. 10:30 viltu vera með?  Skráðu þig og við vinnum saman í gegnum netið, á Zoom og í salnum þegar tækifæri gefast.

Sendu línu

[email protected]

Verð 5.000-

 

 

10 Sep
10. September, 2020

Allt þetta græna er svo gott fyrir kroppin og frumurnar.

Vissir þú að Klettasalat væri svarin óvinur krabbameinsfrumna?  Ég komst að þessu því mér finnst ótrúlegt hvað það vex og er viljugt svona pínu eins og arfinn!!

 

Til dæmis:

1. Minnkar áhættu á krabbameini

Ýmsar rannsóknir gefa til kynna að klettasalat sem virkar í útliti eins og arfi já og lítur þannig út í beðinu hjá mér í raun og veru er bara svona fjandi sterkur og með þennan glæsilega ávinning.

Læt þetta fylgja með …

Finnst einnig mjög spennandi að bok Choy sem auðvelt er að fá núna og er t.d. í kálið sem ég nota með salat dressingunni. Það er fallegt og hrikalega gott já og við viljum alltaf borða eitthvað sem er gott fyrir kroppinn okkar.

Researchers have found that sulforaphane can inhibit the enzyme histone deacetylase (HDAC), which is involved in the progression of cancer cells. The ability to stop HDAC enzymes could make foods that contain sulforaphane a potentially significant part of cancer treatment in the future.Reports have linked diets high in cruciferous vegetables with a reduced risk of breast cancer, colorectal cancer, lung cancer, prostate cancer, and more. However, the research is limited, and scientists need more high-quality evidence before confirming these benefits.  Easily recognized cruciferous vegetables include broccoli, cauliflower, kale, cabbage, Brussels sprouts, and turnips. Less well known types include arugula, bok choy, and watercress.

2. Varnir gegn beinþynningu,

Það er hátt hlutfall af kalki og k-vítamíni í klettasalati. Í raun allt þetta græna er með hátt hlutfall af K vitaminni.. munum bara að skella smá spínat, grænkál eða vatnakarsa í bústið okkar. Höldum beinunum okkar sterkum með því hvernig við fóðrum musterið okkar og hoppa og skoppa í raun og veru. Fá smá högg á líkama nei ég er ekki að tala um að hlaupa maraþon… langt í frá. Hoppaðu alltaf á morgnanna inná baði á fastandi maga eða sippaðu eða farðu út og skokkaðu í kring um húsið / blokkina eða út götuna.. jafnvel meira þetta gefur ótrúlega mikið.

3. Sykursýki

Já nokkar rannsóknir sýna einmitt fram á hvað lífstíll og grænmeti minnkar í raun og veru áhættuna á sykursýki 2.

type 2 diabetes. A review study from 2016 reports that leafy green vegetables are especially beneficial. One test tube study showed that arugula extract had antidiabetic effects in mouse skeletal muscle cells. They produced this effect by stimulating glucose uptake in the cells.Plus, arugula and other cruciferous vegetables are a good source of fiber, which helps to regulate blood glucose and may reduce insulin resistance. High fiber foods make people feel fuller for longer, meaning they can help tackle overeating.

 1. Hjartaheilsan

Allt þetta græna hvað það er gott fyrir okkur!!!

A 2017 meta-analysis reports that diets rich in cruciferous vegetables, salads, and green leafy vegetables have links with a reduced risk of cardiovascular disease. In addition, a 2018 study published in the Journal of the American Heart Association reported that consuming a diet high in cruciferous vegetables could reduce atherosclerosis in older women. Atherosclerosis is a common condition where plaque builds up in the arteries, increasing a person’s risk of cardiovascular problems. The heart protective effects of these vegetables may be due to their high concentration of beneficial plant compounds, including polyphenols and organosulfur compounds.

Amerríska FDA’s miðar við að borða daglega einn bolla af klettasalati sem inniheldur :

 • 20 grams 5 kaloríur
 • 516 g Prótein
 • 132 g Fitu
 • 7% K- Vítamín
 • 2% Kalk
 • 5% C – Vítamín

Klettasalat inniheldur einnig Járn, magnesium og kalíum og A-vítamín.

Klettasalat getur þú notað á ýmsa vegu t.d. í pesto sjá uppskrift nú í súpuna, á pizzu ( uppskrift síðar ) á salatið og það sem þér dettur í hug hverju sinni. Auðvelt er að rækta klettasalat.

UPPSKRIFT AF KLETTASALAT PESTÓ DÁSEMD

 • 2 bollar basil
 • 2 bollar klettasalat
 • 1/3 bolli furuhnetur eða kasju
 • 2 hvítlauksrif
 • 2 msk. Næringarger
 • 1 msk. Sítrónusafi
 • pínu salt og pipar
 • 2 msk. Hrein og góð olífuolía

AÐFERÐ

 • Basil, klettasalat, hnetur, hvítlaukur og næringarger, sítrónusafi og salt sett í matvinnsluvél. Blandað saman gróflega ekki of fínt það er ekki eins spennandi. Á meðan vélin vinnur setur þú olíu útí eða setur í skál og blandar olíu útí ( ég geri það í raun alltaf með öll pesto ) svo bragðbæti ég með salti og pipar.

Klettasalat með ýmsum mat t.d. vefju og grænmeti eða svartbauna pasta eða kínóa pasta fæst í Vegan búðinni og stundum í Nettó og Krónunni nú skilst mér að heilsudagar Nettó verði í lok September.

Gangi ykkur vel.

 

UPPSELT!!! Gyðjur náttúrunar ~ HEILSUEFLANDI jóga- og vellíðunarferð

28 Aug
28. August, 2020

Mögnuð ásókn í dásamlega ferð á Snæfellsnesið.  Fylgist með ekki missa af næstu ferð!!!

 

Nú hefur þú tækifæri til þess að draga að þér öll orku / prana –  náttúruöflin, kraftinn úr jökli og umhverfi í kring.  Gyðjur náttúrunar er sérsniðin ferð fyrir þig, vinkonur, mæðgur systur eða og síðast en ekki síst þig eina.

Heilsueflandi jóga- og matarupplifun, hreint fæði, RAW eða hráfæði, PLANT BASED FOOD eða plöntufæði, jurtir og kræsingar og það sem við köllum fæði guðanna SÚKKULAÐI.

Upplýsingarnar streyma inn hægt og róllega og örfá pláss laus ( nú erum við ekki að grínast ).

Drögum í okkur kjark til að leita inná við skoða kvenn- og sköpunarkraft.  Náttúrukrans gerð undir leiðsögn Auðar Árnadóttir blómameistari og eigandi verslun AUDUR blómaverkstæði Garðatorgi. Hún mætir með allt efni í kransagerð.

 

Ég ætla leiða þig inn í undarsamlega veröld jóga og jógafræði, viðsnúnar stöður, öndun og hugleiðslu, rólegt og kröftugt flæði allt hvað hentar þér í himneskri nýju rými fyrir ást og gleði sem kemur til með að næra og styrkja hverja einu og einustu frumu líkama þíns.

Hvenær:

Föstudaginn 25.sept. mæting kl.14:00 til sunnudags 27.sept. heimferð kl. 17:00

Staðsetning:

 • Snæfellsnes 90 mín. keyrsla frá Rvk.

Gisting í nýjum sumarhúsum 70m2, fullkomin lúxus í glænýjum húsum.

 • 6 saman í húsi pr. mann 59.000- er 7 manna hús ( tilvalið fyrir vinkonuhóp )
 • 4 saman í húsi pr. mann 59.000-  ( tveir í herbergi 2.metra reglan )
 • 2 saman í húsi pr. mann 65.000-  Sitt hvort herbergið
 • Ein í húsi 75.000-   UPPSELT 

 

STAÐFESTU ÞITT PLÁSS

Með greiðslu inná reikn. 537-26-8803.  Kt 560316-0540

Sendu póst fyrir frekri upplýsingar

[email protected]

eða hringdu s. 822 8803

Hér erum við að tala um algeran LÚXUS!!! Kæra gyðja,  ýmislegt innifalið sem ekki er getið hér um.

VELLÍÐAN

KYRRÐ OG SLÖKUN

HEILDRÆN UPPLIFUN

Hver er  Gyða Dís.

Gyða Dís

Hver er Auður

https://audurblom.is/index.php/my-product/audur-i-natturu-islands/

 

K Y N N I N G A R F U N D U R

17 Aug
17. August, 2020

Kynningarfundur  á jógakennaranámi hjá Shree Yoga tveir fundir og förum eftir öllum reglum 2metra
laugardag 29.ágúst  og 5.september klukkan 15:00 í Vesturfold 48, Grafarvogi Skráning  [email protected]

Ef þú ert í vafa og hefur einhverjar spurningar að færa komdu endilega og kynntu þér málin.  Við ætlum að hefja námið með vikudvöl útá landi  þann 28.október – 3. nóvember 2020 þar sem þú algerlega getur “zonað” út og kafað inná við í þinni innri vinnu og má segja að þar sé hið eiginlega “retreat” eða heilsueflandi vika næringu á andlega sviðinu og líkamlega.  Jógakennarar verða á staðnum og segja frá sinni reynslu frá náminu.

Jógakennaranámið er byggt upp og viðurkennt af Jógakennarafélagi Íslands og alþjóðlegu samtökunum Yoga Alliance. Það eru yfir 200 klukkustundanám og verðum í samstarfi með Reebokk á Íslandi þar sem helgar kennsla fer fram í bæði heitum og köldum sölum einnig í Shree Yoga Kópavogi.

Byggðu upp traustan grunn, öryggi og þekkingu sem jógakennari um leið og þú dýpkar þína persónulega iðkun á fræðunum. Sterkar undirstöður í líffærafræði og líkamsbeitingu svo þú getur kennt af öryggi og vissu”.  

Þetta er það sem ég legg upp með í náminu góða Anatomy kennslu og virkilega góða kennslu í líkamsbeitingu og leiðréttingu inní og út úr jógastöðum.  Ekki eftir útliti heldur hvað hentar þér og okkar vestrænu líkama.

Komdu á kynningarfund, hittu okkur kennarana og nema sem þegar hafa staðfest sitt nám og útskrifaða nema 2019-2020

Greiðsludreifing er auðvitað möguleg, ekki láta það stoppa þig í að auðga og dýpka þekkingu þína. Þá er alltaf hægt að hliðra til á þessum tímum og alls alls ekki hika við að spyrja að því.

Pranayama ~ Öndunaræfingar hjálpa við að eyða Tamas

Asanas ~ Jógastöður hjálpa við að eyða Rajas

Leitumst við að vera Sattvik, hrein og tær, ALLTAF.

Hugsa fallegar hugsanir, Tala fallega og Gera góðverk.

SÉ YKKUR Á LAUGARDAGINN 29. ágúst á fyrsta fundinum svo aftur eða 5.september kl 15:00

Hringdu í mig fyrir enn nánari upplýsinga eða sendu mér línu á netfangið mitt.

[email protected]  ~ s. 822 8803

Jógakennaraskóli SHREE YOGA  –  jóga hjartans.

JAI BHAGWAN