Ayurveda og þrjár aðal grunnstoðirnar í lífinu.

Í Ayurveda eru þrjár helstu stoðir til að halda heilsu og jafnvægi:

Ahara (matur ), Nidra ( svefn ) og Brahmacharya ( jafnvægi kynhvöt ). Þegar allir þrír eru í jafnvægi lifum við hinu fullkomnu lífi samkvæmt Ayurveda fræðinni.  Uppfylla almennilega og góða næringu, nægilega hvíldir, og kynferðislega heilbrigt líferni og jafnvægi í öllum löngunum og fíknum.

Matur er ein besta leiðin til að koma í veg fyrir sjúkdóma og hámarka heilsu. Mörg og góð ráð eru meðal annars bara í kryddum og jurtum til að stuðla að almennri heilsu og betri meltingu, betri svefn og ást.

Hvað er Ayurveda? Ayurveda eru systurvísindi jóga, hið forna og hefðbundna form læknisfræðinnar á Indlandi. Ayurveda eykur skilning okkar og ábyrgð á eigin heilsu og að ná jafnvægimeð einstaklingsmiðaðri næringu og lífsstíl. Það er tilhneigin innan þjóðfélags okkar að telja að heilsa sé sú sama fyrir okkur öllm sértaklega þegar við tölum t.d. um fæði.En þaðer kannski ekki alveg rétt, það hentar okkur ekki öllum það sama, við lítum mismunandi út,skoðaðu í kringum þig. Kannski hentar þinni Dhosu/líkamsgerð að borða heitan mat þegar þaðhentar öðrum einstaklning að borða kaldan mat og svo framvegis. Við erum nefnilega öll mismunandi og þurfum því mismunandi hluti til að haldast hraust, líkamlega, tilfinningalega og hugarfarslega.

Ayurveda er heildrænt indverskt lækningakerfi með það að markmiði að veita leiðsögn varðandi mataræði og lífsstíl svo þeir heilbrigðu geti áfram verið heilbrigðir og þeir sem eiga við heilsufarsvandamál að stríða geti bætt líðan sína. Þetta er margbrotið kerfi sem á rætur að rekja til Indlands og er mörg þúsund ára gamalt. Til eru sögulegar heimildir um kerfið í fornum ritum sem kölluð eru einu nafni Veda-ritin. Í einu þeirra, Rig Veda sem er talin rituð fyrir meira en sex þúsund árum, er að finna yfir 60 þúsund lækningaaðferðir við hinum ýmsu sjúkdómum og kvillum. Ayurveda fræðin eru samt talin vera mun eldri og það erekki litið á þau eingöngu sem lækningakerfi, heldur sem „vísindi lífsins“. Við erum öll hluti af alheiminum og eins og dýr og plöntur eigum við að lúta lögmálum alheimsins.

Matarræðið tekið í gegn skv. Ayurvedic fræðunum og yogaæfingar á hverjum degi – hér erum við aðallega að tala um að byggja upp heilsuna – byggja upp gott meltingarkerfi til þess að þér geti liðið sem best í eigin líkama/musteri. Ef ristillinn og meltingarkerfið í heild sinni er ekki að vinna og skila því sem þarf að skila getur það verið ávísun á veikindi ogskv. Ayurvedic fræðunum þá byggist almennt heilbrigði á því að meltingin sé starfhæf og í lagi.

AYURVEDIC ráð;  Á hverjum degi að nota svartan pippar og Kardimommur á allann mat!

 

images-1

Hversdags sætt krydd;

2 tsk kanil

2 tsk engifer duft

1 tsk kardimommu duft

Blanda öllu saman – geggjað útí smúþí eða á morgungrautin.

 

Hversdags krydd;

1 tsk. coriander fræ

1 tsk. cummin fræ

1/2 tsk fennel fræ

1 tsk turmerik duft

 

Þurrusta fræin og á pönnu í nokkrar mínutur þar til þú finnur að það leysist upp og kemur keymur/lykt af þeim. Kælið og malið í kaffikvörn eða mortel. Setjið í skál og turmerik duftið útí.

Jurtate ;

1 tsk cumin fræ

1 tsk fennelfræ

1 tsk cuminfræ

1/4 tsk engifer duft

Setja allt í pott og sjóða í örstutta stund, kælir og setur á brúsa og sýpur 1/2 tíma

fresti – hreinsandi og gott fyrir meltinguna. Getur alltaf bætt við vatni á soðnu vatni af og til og

drekka volgt.

images

Fleiri Ayurvedic “tips” koma inná síðuna. Sendið mér skilaboð ef þið viljið fræðast

frekar. Næsta námskeið hefst 8. september n.k.

 

Allt stefnir í massívt AYURVEDIC party í lok september.

Jai bhagwan.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math