Archive for month: November, 2019

Hvað er jóga að gefa?

08 Nov
8. November, 2019

Nú hef ég einbeitt mér að því að vera jógakennari undanfarin fjögur ár.  Jógakennarinn eins og allir aðrir verða vinna sér inn tekjur til að lifa af og halda rótarstöðinni,  Muladhara Chakra eða Root Chakra í jafnvægi.  Já þessi eldrauða orkustöð.  Í minni barnstrú hef ég virkilega trú á því að endurskoða sjálfan sig reglulega, leita aðstoðar ef þess þarf í ákveðnum málefnum, endurskoða áætlunina og skoða hvaða verkefni koma til manns… þar af leiðandi að velja og hafna jú það auðvitað geta verið verkefni þar sem við sem jógakennarar getum tekið að okkur eða ekki.

Starfið er í sjálfu sér ofur einfalt ef þannig er á það litið.  Þú bara mætir þar sem þú ert að kenna og kennir tíma…. tja í alvöru?  Nei, og STÓRT NEI, það er ekki svo einfalt.  Ábyrgði fylgir starfinu, ábyrgð að neminn og jóginn í salnum nálgist jógastöðuna rétt, fari sér ekki að voða og auðvitað ábyrgð að viðskiptavinirnir sem eru jógarnir er sækja tíma –  hreinlega skilji hvað er um að vera.  Er jóga eins og hver önnur íþrótt?  Nei ekki alveg og þess vegna sækja einmitt afreksíþróttafólk í jógatíma til að ná tengingu við sig sjálfan og skilning, fái pínu örlítið nasaþef af því að leiða hugann eða stýra huganum á þá braut sem þú vilt – það tekst ekki alltaf og tekur alveg mögulega langan tíma.  Einnig hafa afreksíþróttafólk áhuga á þessu tvennu að fá góðar teygjur, opnanir, nudd með rúllum eða boltum, öndunaræfingar og hugleiðslu og síðast en ekki síst djúpslökun.  Yoga nidra.

Jógakennari er akkúrat með skrítinn vinnutíma eða kennir til dæmis eldsnemma á morgnanna, í hádeginu og svo á kvöldin.  Yfir miðjan daginn er oft bil eða hlé sem kennarinn nýtir til útréttinga og vinnu eða undirbúning nú svo bókhaldið því má ekki gleyma.  Já og þar hefur maður frjálsan tíma þegar aðrir vinna til að rækta sjálfan sig einmitt andlega og líkamlega.  Ég fer mikið í göngu með hundinn minn tengist náttúrunni og fæ oftar en ekki innblástur af næstu tímum, námskeiðum eða komandi jógaferðum, kennaranámi eða mataruppskrift.

Námskeið hef ég haldið frá því ég útskrifaðist sem jógakennari, námskeið af ýmsum toga.  Það má alveg segja að ég hafi aðeins rutt brautina hvað varðar t.d. Jóga & hráfæði, súkkulaði og jóga, handstöðunámskeið, arm balance námskeið, jógahelgum, jógaferðum út á land og jógaferðum erlendis. Nei auðvitað hafa margir farið í ferðir en ég tel mig hafa gert þessa hluti á annan hátt, alltaf kennt með og leiðbeint í matarræði – sýnikennsla ofl.

Ayurveda námskeiðin hafa alltaf verið vinsæl og ayurveda eða lífsvísindin eru okkur bráðnausðynleg.  Borðum samkvæmt okkar líkamsgerð og það sem hentar okkur.  Ayurveda er yfir 5000 ára gömul læknisaðferð frá Indlandi. Eitt af því sem drífur mig áfram og gefur mér fyllingu er að gefa af mér “seva” uppfræða og leiðrétta og leiðbeina fólki á réttar brautir í sínu ferðalagi.  Andlega, líkamlega og sálarlega.  Með matarræðinu, hreyfingunni og hugmyndafræðinni um bætt líf með góðri næringu, jurtum og að sjálfsögðu smá súkkulaði.

 

Hvað er Ayurveda?

Ayurveda er hið forna og hefðbunda form læknisfræðinnar á Indlandi.

Ayurveda eykur skilning okkar og ábyrgð á heilsu okkar og að ná jafnvægi með einstaklingsmiðaðri næringu, lífsstíl, líkamlegum og náttúrulegum meðulum og aðferðum.

Það er tilhneiging innan þjóðfélags okkar að telja að heilsa sé sú sama fyrir okkur öll, sérstaklega þegar við tölum t.d. um fæði. En lítið í kringum okkur, lítum við öll eins út? Hugsum við öll það sama? Er tilfinningalíf allra eins?  Við erum öll mismunandi og þess vegna þurfum við mismunandi hluti til að haldast hraust, líkamlega, tilfinningalega og hugarfarslega.

Hvað læri ég á þessu námskeiði

Þessa daga muntu læri að líta á sjálfa þig, líkama þinn og venjur þínar á algjörlega nýjan hátt.  Þú munt læra að þú raunverulega hefur valdið og getuna til að heila sjálfa þig og vera heilbrigð og hraust NÚNA.

Á námskeiðinu muntu:

* Læra hvað Ayurveda er

* Kynnast þinni eigin líkamsgerð – Vata, Pitta eða Kapha

* Læra daglega rútínu til að halda heilsu og jafnvægi

* Læra sjálfsnudd til að næra sjálfan þig daglega

* Læra hvernig má halda líkamanum skýrum og hreinum með  “Neti”

Staðreyndir um Ayurveda;

Ayurveda læknisfræðin er upprunnin á Indlandi og er nokkur þúsund ára gömul. Nafnið er komið úr sanskrít og er samsett af orðunum „ayur“ sem þýðir „líf“ og „veda“ sem þýðir „vísindi eða þekking“. Hugtakið „ayu“ felur í sér fjóra undirstöðuþætti eða samþættingu hugar, líkama, tilfinninga og sálar.

Ayurveda er heildrænt indverskt lækningakerfi með það að markmiði að veita leiðsögn varðandi mataræði og lífsstíl svo þeir heilbrigðu geti áfram verið heilbrigðir og þeir sem eiga við heilsufarsvandamál að stríða geti bætt líðan sína. Þetta er margbrotið kerfi sem á rætur að rekja til Indlands og er mörg þúsund ára gamalt. Til eru sögulegar heimildir um kerfið í fornum ritum sem kölluð eru einu nafni Veda-ritin. Í einu þeirra, Rig Veda sem er talin rituð fyrir meira en sex þúsund árum, er að finna yfir 60 þúsund lækningaaðferðir við hinum ýmsu sjúkdómum og kvillum. Ayurveda fræðin eru samt talin vera mun eldri og það er ekki litið á þau eingöngu sem lækningakerfi, heldur sem „vísindi lífsins“. Við erum öll hluti af alheiminum og eins og dýr og plöntur eigum við að lúta lögmálum alheimsins.

Plant-based eating

Plöntufæði, sem er gríðarlega vinsælt nú á dögum þar sem margir kannast við að hafa horft á heimildarmyndina Game changer á Netflix og mæli með því vegna þess að þessi mynd vekur okkur til umhugar vegna kjötáts og hvaða afleyðingar eru af því.

Ef þú ert að borða plöntufæði þá er það einfaldlega eins og nafnið ber til kynna, ávextir, grænmeti, korn, baunir, hnetur/möndlur og fræ einnig sveppi.  Borða alls ekki unna matvöru, elda frá grunni og það er í raun hugmyndinn eða borða hráfæði sem er einnig plöntufæði. Leitin að sem mestri næringarupptöku úr fæðunni gætir auðvitað borðar kartöflur en ekki djúpsteiktar að sjálfsögðu svo dæmi sé tekið. Sumir ganga svo langt að engin olía er í fæðunni og alls engin unnin sykur.

Þeir sem eru á plöntufæði borða ekki:

 • Kjöt
 • Mjólkurvörur
 • Jógurt
 • Ost
 • Egg
 • Unna matvöru

Fersk fiskur er oftar en ekki á borðum þeirra sem eru á plöntufæði.

ORKA, ENSÍM & NÆRING ~ námskeið

Eru þið til í mánaðar vinnu, innri, líkamlegri, andlegri og skoða matarræðið – lífsstílsbreyting og fara fallega inní jólahátíðinna. Þegar við tökum okkur frí og gerum vel við okkur er það oftar enn ekki þannig að við neytum of mikils af “óhollri fæðu” reyktur matur, áfengi, sykur og svo mætti lengi telja. Og sama má segja með hreyfingu – aldrei að hætta að hreyfa sig og reyna aðeins á púlsinn, gera sínar öndunaræfingar og hugleiðslu.
Lærðu að gera þína eigin trylltu jólasteik eða hátíðarmat fyrir þig og það munu allir í kringum þig við matarborðið slefa yfir þeirri dásemd sem þú ert að borða.
Súkkulaðikökkur og meira súkkulaði eða ostakökur og konfekt. Ussssss þetta þarf ekki að vera óholt krakkar.
 • HREYFING
 • MATARRÆÐI
 • KENNSLA AYURVEDA LÍFSSTÍLL
 • HVEITIGRAS
 • GRÆNIR SAFAR OG BOOST
 • BÆTT MELTING OG FLÓRA
 • KVÍÐI OG STREITA – HVAÐ ER TIL RÁÐA
 • ÖNDUN OG HUGLEIÐSLA
 • JÓGASTÖÐUR – ASANAS
 • FITNESS, KRAFTUR, STYRKUR
 • HANDSTÖÐUR – GESTAKENNARI
 • MJÚKT JÓGA – ENDURHLÖÐUN OG NUDD
 • LÍFSSTÍLL TIL FRAMTÍÐAR
 • TVISVAR Í VIKU BOOST/SAFAR.
 • TVISVAR Í VIKU MATUR “PLANT BASED” EÐA HRÁFÆÐIS KENNSLA OFL
 • EINU SINNI VIKU YOGA NIDRA.
 • OG AUÐVITAÐ ALLT SEM HÆGT ER AÐ FRÆÐA YKKUR Á.
Hver er til í tiltekt í sínu lífi og endurskipuleggja sér til góðs? Nýtt námskeið þar sem við blöndum þessu öllu saman og hrærum vel í. Námskeið sem ég hef hannað og vil kalla
ORKA, ENSÍM & NÆRING  ~ VATA , PITTA & KAPHA 
Tímabilið: 19. nóvember – 19. desember 2019.
Vinnum í Shree yoga salnum, Hot Yoga salnum Reebok og úti í náttúrunni.
Verð krónur 34.000-
Byrjum klukkan 18:45 þann 19. nóvemer með jógatíma í klukkustund.  Kl. 20:00 verður einfaldur matur tilbúin og fræðsla um framhaldið næstu fjórar vikurnar.  Mæting í salinn:
 • Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga 6:30-7:30 í Shree Yoga salinn – Versölum 3, Kópavogi.
 • Föstudagskvöld 18:30-19:30 í heitan sal í Reebok Lambhaga
 • Laugardagar kl. 8-10:00 eða Sunnudagar kl 10-12:00
 • Endum námskeiðið með trylltri súkkulaðigerð og partý.

Þið fáið að kafa djúpt inná við og heyra í ykkur sjálfum.  Spurning mín er til þín svona, tvær reyndar;

 1. Afhverju í ósköpunum borðar þú aftur í dag fæðu sem fór virkilega ílla í þig í gær og þú engdist af kvölum og óþægindum?
 2. Afhverju hefur þú minnkað hreyfingu með aldrinum?

Vertu með okkur það er þegar komin góð skráning á námskeiðið.  Ég iða í skinninu til að leiðbeina þér “live” áfram með hollari samsetningu og beitara matarræði þér til lífs og góðs.  Bætt líf og bætt melting.