Archive for month: October, 2019

Reglufesta, agi, ákveðni og eldmóður eða TAPAS

05 Oct
5. October, 2019

Með iðkun Yamas og Niyamas gætir þú mögulega fundið fyrir djúpum og miklum breytingum í lífi þínu til góðs.

Orðið agi er mögulega eitthvað sem okkur finnst síður spennandi eða skemmtilegt, en ef þú ferð að hugsa um daglega reglufestu og heiðra og standa með þér hvernig þú vilt lifa lífinu til fulls þá mögulega gætir þú áttað þig á því að agi og aðhald gæti verið þinn mesti bandamaður og stuðningsaðili. 

Oft ætlum við okkur að hefja betra á morgun eða mánudegi, ný vika erum búin að semja við okkur um aðhald einhverskonar en mögulega brestur það strax á sama degi einum eða tveimur dögum síðar.  Í alvöru hver kannast ekki við slíkt?

Breytingin ein og sér getur tekið vel á og þá þurfum við ákveðnina og aðhaldið til að halda það út sem og eldmóðin.

Skref 1:   Þú þráir breytingu
Skref 2:  Þú framkvæmir þín áform um breytingu og leyfir því að gerast
Skref 3:  Þú framkvæmir áætlun sem þú skuldbindur þig til að fara eftir

Read more →