Archive for month: September, 2019

Jóga með Gyðu Dís í Shree Yoga salnum og Reebok Fitness.

03 Sep
3. September, 2019

Dásamlegir haustdagar, litir og fegurð, kuldi og pínu hrím á morgnanna, logn og blíða.  Hvað getum við annað en að vera hamingjusöm og þakklát. Þetta er einnig tíminn þegar allt fer af stað með pompi og prakt og það á svo sannarlega einnig við um jógatíma, námskeið, jógaferðir og jógakennaranám í Shree Yoga Stúdíóinu.  Það er einnig óskandi að þú getir fundið þinn tíma í athvarfinu í Shree Yoga Kópavogi ( Salalaug / Gerpla ) eða í Reebok.  Hvað hentar þér?  Kíktu á tímatöfluna og megir þú eiga blessaðan og fagran dag í dag og alla aðra daga.

TÍMATAFLAN SHREE YOGA OG REEBOK 

MÁNUDAGAR  Í SHREE YOGA SALNUM KÓPAVOGI

6:15-7:15   ~ Prana Power Yoga Kröftugt morgunjógaflæði

9:30-10:30 ~ Mjúkt jóga, hentar öllum þeim sem vilja hægari tíma og mýkri jóga.  60 ára + sérstaklega velkomnir

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

ÞRIÐJUDAGUR        

18:45-19:45  ~ PRANA POWER BYRJENDAFLÆÐI / GRUNNUR ( allir geta verið með)   

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

MIÐVIKUDAGAR Í SHREE YOGA SALNUM KÓPAVOGI                                                       

6:15-7:15  ~ Prana Power Yoga Kröftugt morgunjógaflæði

9:30-10:30 ~ Mjúkt jóga, hentar öllum þeim sem vilja hægari tíma og mýkri jóga.  60 ára + sérstaklega velkomnir

REEBOK FAXAFENI

12:00-13:00 ~ Mjúkt byrjendaflæði í heitum sal.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

FIMMTUDAGAR Í SHREE YOGA SALNUM KÓPAVOGI   

20:05-21:15 ~ Inversion, Yin Yoga & Restorative yoga endurheimt       

ATHUGIÐ!!  tímar falla niður 2. fimmtudag í mánuði þá er dásemdar flot og flottþerapía í Grafarvogslaug 20:30-21:30

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

FÖSTUDAGAR Í SHREE YOGA SALNUM KÓPAVOGI 

9:30-10:30 ~ Mjúkt jóga, hentar öllum þeim sem vilja hægari tíma og mýkri jóga.  60 ára + sérstaklega velkomnir

REEBOK Völlum / Hafnarfirði

12:00-13:00 ~ Mjúkt byrjendaflæði í heitum sal.

REEBOK LAMBHAGA  – ATHUGIÐ KRAKKAR BREYTTUR TÍMI !!!! 

18:30-19:30 ~ INVERSION viðsnúnar stöður og Endurheimt (yin, restorative, rúllur og boltar)

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

LAUGARDAGAR Í SHREE YOGA SALNUM KÓPAVOGI 

8:00-9:15  ~ ANUSARA jógaflæði

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

ATHUGIÐ!! AÐ LOKAÐ VERÐUR ÞESSA DAGA Í JÓGASTÚDÍÓ SHREE YOGA  VEGNA JÓGA KENNARANÁMS

Í REEBOK VERÐUR AFLEYSINGA KENNARI

25. september – 5. október 2019.

Megi þið eiga yndislega og nærandi haustdaga og sé ykkur á jógadýnunni.

Jai bhagwna