Archive for month: May, 2018

Heilsueflandi jóga- og hráfæðisferð haust 2018

24 May
24. May, 2018
Líkamleg og andleg hreinsun umkringd dásamlegri náttúruöfl, hreint loft, hreint matarræði, nátturulega upphituð einkasundlaug, flot og hrein dásemd innan um fallegar sálir.  Meðal annars þetta;

~ JÓGA
~ NÁTTÚRA
~ SLÖKUN
~ KYRRÐ
~ ÖNDUN OG HUGLEIÐSLA
~ ÞÖGN
~ HREINT FÆÐI
~ HRÁFÆÐI
~ SÚKKULAÐI
~ FLOT ( EINKASUNDLAUG ) NÁTTÚRLAUG
~ AYURVEDA 
~ JURTIR
~ NUDD (HÆGT AÐ PANTA TÍMA)
~ SNYRTIFRÆÐINGUR (ÝMISLEGT Í BOÐI)
~ NÁTTÚRULAUG
~ ALGER HVÍLD Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU
~ JÓGA ~ allavega jóga
~ Hreyfiflæði
~ Arm balance ( handstöður, kennsla ofl. )
~ Kraftur og styrkur
~ NIDRA djúpslökun og hugleiðsla
~ S L Ö K U N
~ ENDURNÆRING Á LÍKAMA, HUGA OG SÁL


Hvað er betra en að fara að heiman en vera samt heima hér á landi sem við ættum að elska enn meira en við gerum. Það er bara ekki alltaf í boði að fara erlendis í jóga og heilsueflandi ferð, landið okkar hefur uppá mikið að bjóða og er farið að vera sívinsælla að bjóða uppá ferðir hér
lendis til heilsueflingar.

Tvær ferðir í boði svo þú þarft ekkert að örvænta.

27-30. sept. 2018

4-7.okt 2018

Þú þarft ekki að vera vanur jógi eða búin að stunda jóga til margra ára og komast í allaveg fettur og brettur. Hér eru öll stig velkomin, við ætlum að gefa egóinu frí og endurnæra sálina okkar og finna hver við raunverulega erum.

Heilsuhelgarnar sem ég hef leitt undanfarin ár hafa verið ótrúlega vinsælar og mikil ánægja og staðið undir væntingum. Treystu því bara að allt er nákvæmlega eins og það á að vera.

Verð fyrir 3 nótta ferð í himneska heilsuhelgi og í dásamlegum félagskap við himnasæluna á Hótel Bjarnafirði / Hótel Laughól 233km frá Reykjavík er krónur 79.000 á mann í tveggja manna herbergi. Ef þú vilt eins manns herbergi þá krónur 109.000-
Staðfesting krónur 30.000 inná reikn 537-26-8803 kt 560316-0540
Merkt Bjarnarfjörður.

Verð fyrir 3 nótta ferð í himneska heilsuhelgi og í dásamlegum félagskap við himnasæluna á Hótel Bjarnafirði / Hótel Laughól 233km frá Reykjavík er krónur 79.000 á mann í tveggja manna herbergi. Ef þú vilt eins manns herbergi þá krónur 109.000-
Staðfesting krónur 30.000 inná reikn 537-26-8803 kt 560316-0540
Merkt Bjarnarfjörður.

Athugið þið getið fengið endurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagin ykkar vegna heilsueflandi ferðar.

Frekari upplýsangar koma inná viðburðin, sendu mér skilaboð ef þú vilt frekari upplýsingar. Endilega staðfestið sem fyrst og sendið mér fyrispurn ef frekari upplýsinga er þörf.

Maturinn er dýrlegur og náttúran hrein dásemd.

Taktu vinkonu þína með, mömmu eða dóttur þína.
Kærleikur og ljós
Gyða Dís
[email protected]
s. 822 8803
Jai bhagwan

Lúxus jóga- og heilsuferð til IBIZA

15 May
15. May, 2018

Fyrsta ferðin okkar var hreint út sagt mögnuð og fór fram úr öllum mínum viltustu, brjáæðislegustu draumum og óskum.  Ég litla jógadísin vissi auðvitað að staðurinn væri dásamlegur, villan eða húsið, staðsetningin, hitin, sólin, maturinn og það allt ennnn það að allt gangi hreinlega upp, gangi upp og allir séu sáttir, glaðir.  Fari heim með sattvika og hreina prönu og gleði í hjarta. Það var mín einlæga ósk að þessi ferð myndi uppfylla þessar kröfu.

Það að hrista saman ólíkan hóp af einstaklingum sem koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins, skipuleggja og aðlaga svo allir geti notið sín til hins ýtrasta og ganga hamingjusamir til hvíldar á hverju kvöldi.  Hreint út sagt magnað hversu vel til tókst og þar átti ég alls ekki stæðstu hlutdeildina.

Hópurinn sá um þetta, fallegu sálirnar, það var allt þeim að þakka hvernig tiltókst í fyrstu jóga- og heilsuferð Shree Yoga erlendis.  Ég hef haft margar ferðir hérlendis og nýtt aðstöðu mína vel til að gera betur og betur fyrir komandi ferðir. Byrjaði smátt, hóf svona “retreat” daga og helgar hér heima hjá mér!  Já í alvöru þannig byrjaði ævintýrið.  Lífið er skóli og stöðugur lærdómur.  Ég byrjaði strax á slíkum heilsuferðum og jógahelgum eftir útskrift sem jógakennari.  Held ég hafi verið ein af þeim fyrstu, eða með þeim fystur sem bauð uppá slíkar ferðir hérlendis með hreinu mataræði “RAW” jóga og handstöðu námskeið og fleira en alltaf hefur eitthvað bæst við og verið betrum bætt t.d. flotið sem er ævintýralega klikkað næs slökun.

Þessi ferð til Ibiza vor 2018 er ekki fyrsta og síðasta ferðin því get ég lofað ykkur og næsta ferð er fyrirhuguð í apríl 2019 – ætla bjóða uppá tvær ferðir eða eina langa.

  • 27.apríl – 4.maí 2019
  • 4.mai – 11.maí 2019
  • 27.apríl – 11.maí 2019

Verð og fleira kemur inn síðar.

Við prufukeyrðum þetta allt í þessari ferð.  Fyrir utan það að gera jóga á hverjum degi morgnanna, eftirmiðdaginn við sundlaugabakkan eða á ströndinni og á kvöldin Yin og Yoga Nidra…. hversu dásamlegt.

Sólseturganga, hjólatúr, bæjarferð, strandarferðir, róðraborð (paddle boarding) samvera, maturinn,  maður minn var himneskur, nuddið, andlits meðferð, fótsnyrting og handsnyrting.  Allt hrein unaður og mikil dásemd.  Ég tel mig ótrúlega lánsama.  Hef komist í kynni og myndað góð tengsl við Ibiza og þá sem sérhæfa sig t.d. í gönguferðum, hjólaferðum, matreiðslufólkinu, meðferðaraðilum sem sjá um nudd, fót- hand og andlitsmeðferðum og róðrabrettum.  Þetta er fjársjóður að kynnast og geta gengið að þeim er bara lang best.

Leyfðu þér að langa og dreyma það er alveg ókeypis.  Ef þú hinsvegar hefur brjálaðan áhuga skaltu panta fljótlega í næstu IBIZA ferð. Hafðu bara samband ef þú vilt komast í drauma jóga- og heilsuferðina til Ibiza ferðin okkar til Santa Gertrudis  litlu sætu búðirnar og veitingastaðirnir þar er þessi heimsfrægi og besti Raw veitingastaður sem ég hef nokkurn tíman farið á.

En þú þarft alls ekki að örvænta, ef þú kemst ekki í jóga- og heilsuferð með okkur til Ibiza þá gætir þú látið þig dreyma um ferð í Bjarnarfjörðin á Ströndum.  Það verða tvær ferðir í haust 27.sept-30.sept og aftur 4.okt -7.okt.

Fyrir frekari upplýsingar sendu mér tölvupóst [email protected]

Þakklæti er mér efst í huga.

Annars er sumartaflan í jógastúdíóinu komin upp.  Það verða ekki fastir tímar seinnipartinn á Mánudögum, Miðvikudögum eða Föstudögum en ég get lofað ykkur að ég ætla hafa einn langan tíma Anusara tíma í mánuði alla vega einn ef ekki tvo.  Aðstæðurnar kalla á að ég set það upp svona um eða eftir mánaðarmótin mai/júní.

Eigið yndislega daga og leitumst við að vera í hjartanu okkar.  Stöðugt að minna okkur á að draga athyglina inná við.  Draga okkur úr þeim aðstæðum sem valda því að við verðum meir og meir Rajasik sem leiðir í en meiri og frekari Tamasik ástand. … þangað viljum við ekki fara og vera.  Við viljum bara SATTVIK ástand núna og alltaf.  Ekki láta neinn segja þér eða koma upp samviskubiti hjá þér því þegar á öllu er á botni hvolft er það aðeins þú sem skapar þína eigin hamingju.

jai bhagwan