Archive for month: February, 2018

Besta mögulega hráfæðispizzan með gylltum hörfræum.

26 Feb
26. February, 2018

Hráfæðis “guru” pizza

Í dag er ég að undirbúa GURU hráfæðis pizzuna mína, botnin er svo “eazy” eða þannig og hráefnið er nú ekki flókið.  Í hana nota ég Gullin hörfræ sem þú færð í Heilsuhúsinu  og nánast allt sem fer í pizzuna. Veistu hvað er mikil næring og prótein í einu svona litlu fræi?  Einnig nota ég psyllium husk já það er hrikalega gott fyrir meltinguna til dæmis og gerir eitthvað extra gott fyrir deigið. Psyllium lífrænt færðu í litlu jógasjoppunni í Shree Yoga.

Þessi botn er fyrir ca 8 … það þarf þurkofn og undirbúningurinn er 24 klst.

BOTN

 •  500 gr. Gullin hörfræ eða 4 bollar – dökku hörfræ eru í lagi en þau eru bragðmeiri
 • 4 msk. Psyllium ( gerir deigið meira fluffy)
 • ¼ tsk salt
 • 500 ml. vatn eða tveir bollar …. Passaðu þig samt að setja ekki allt vatn útí – ég nota alltaf minna vatn.

AÐFERÐ

Mala hörfræin blandara ( ég nota Vita Mix ) því næst er sett í skál og allt sett útí. Blandar saman með höndunum ~ stundum nota ég blandarann first til að byrja með og svo klára ég að hnoða með höndunum. Nú setur þú deigið sem er orðið þétt og flott á plötu úr ofninum notar “teflon seed” fletja út, ég kýs að hafa botnin í þykkara lagi og háa barma til að koma fyrir ostasósu og grænmetisgumsinu ofaná. Nú svo fer þetta inní í þurkofnin í 8-12 klst.

 

OSTASÓSA

125 gr. eða 1 bolli Brasilhnetur leggja í bleyti í 4-8 klst.  Getur að sjálfsögðu notað hvaða hnetur sem er;  möndlur, casjú ég hef gert úr báðum.

 • Safi úr einni sítrónu
 • ¼ bolli olívuolía
 • 1 hvítlauksrif
 • pínu sjávarsalt
 • 2 msk. Næringarger
 • 1-2 tsk. Agave eða hlynsýróp ( má sleppa )
 • ½ bolli vatn
 • 1 msk. turmeric

AÐFERÐ

Setjið allt hráefni í blandara, blandið og bætið við vatni ef með þarf. Þegar er orðið mjúkt er tími til að taka út pizzubotnin og setja ostasósu yfir, þykkt lag. Svo er bara setja pizzu aftur í ofnin í ca 4 klst. Á meðan að gera grænmetis gumsið og láta það marenerast í nokkrar klukkustundur.

 

PIZZA TOPPING

 • 1 bolli sveppir
 • ½ rauð paprika
 • ½ rauðlaukur
 • 1 bolli steinlausar olífur
 • 4 stk tómatar eða kirsuberjatómatar
 • 12 stk sólþurkaðir tómatar (lagðir í bleyti 1 klst.)
 • ½ bolli olífuolía
 • 1 msk. Tamari
 • 1 msk. Eplaedik
 • 3-4 lúkur grænt salat; spínat eða grænkál… athugið þegar kál er marenerað verður lítið úr því og það er svo bragðgott og gott fyrir meltinuna!å

Skerið grænmetið í hæfilega bita ekki of litla, marenerið í olíu, tamari og eplaediki. Leggið yfir ostasósuna fyllið pizzuna og setjið aftur inní ofnin svona ca 2-3 klst.

Borið fram “heit” og skerið í 8 sneiðar… og reynið að borða aðeins eina sneið 🙂 getur gengið ílla hún er svo hrikalega góð.

HÖRFRÆ eru smá í sniðum en öfl­ug fæðubót, því auk þess að vera basísk gagn­ast þau lík­am­an­um vel á ýms­an hátt. Hör­fræ­in eru hlaðin nær­ing­ar­efn­um fyr­ir bein­in okk­ar og eru eitt af þeirri und­ir­stöðufæðu, sem við ætt­um að neyta til að vernda þau vel. Flest­ir nota hör­fræ til að bæta melt­ing­una, en hvaða öðrum eig­in­leik­um búa þessi litlu fræ yfir, sem ger­ir þau svona sér­stök?

 • OMEGA-3 FIT­USÝRUR
 • LIGN­ANS
 • MANG­ANKOP­AR 
 • B-1 VÍTAMÍN
 • MAGNESÍUM
 • FOSFÓR
 • SELENI­UM –
 • TREFJAR
 • MOLYBD­EN­UM

Öll þessi efni er að finna í litlu hör­fræj­un­um. Ef þú ert ekki þegar að nota þau í búst eða grauta, er um að gera að bæta þeim við.  Einnig er vinsælt að leggja hörfræ í bleyti yfir nótt ca 8 klst. og drekka vökvann sem er stúttfullur af ensímum og þessi vökvi er brilljant fyrir meltingu eða hægðartregðu.

Gangi ykkur vel 🙂

Kærleikur

Gyða Dís

 

En meira að læra!

21 Feb
21. February, 2018

Jógadísin er stöðugt að mennta sig og efla til að vera sterkari og faglegri leiðbeinandi sem jógakennari.  Nú er fyrirhugað að skella sér í kennaranám í YOGA NIDRA sem er mjög svo spennandi enda er eitt það besta í heimi að komast í góðan djúpslökunartíma krakkar.  Ég elska að leiða ykkur í slökun og hvað þá í langa slökun sem er þó aðeins einu sinni í viku ( mögulega setjum við inn annan tíma ) eins og þið vitið er ég einnig með meistarahópana í Gerplu í jóga, djúpteygjum Yin Yoga og Djúpslökun Yoga Nidra og þau ELSKA þessa tíma.  Þegar þau koma inní salin þá er eins og þau hreinlega afsressast og byrja syngja kærleiksmöntruna og þau hreinlega klæða sig sjálfkrafa úr öllu stressi og ati sem fylgt hefur þeim þann daginn.  Eru svo ótrúlega fljót að hreinsa sig og núlstilla sig eða kjarna sig sem mér finnst svo töff!

Jógadísin tekur allt svona pínu alvarlega og verður því að fella niður tíma föstudagseftimiðdag, mánudag og þriðjudag.  Já þetta er kennaranám og hlakka til að deila þessari reynslu með ykkur En það verður tími á laugardagsmorgun.

ATHUGIÐ, TÍMARNIR SEM FALLA NIÐUR vegna námskeiðs

16:45-18:05    FÖSTUDAG

6:15-7:15   og 9:30 – 10:30   MÁNUDAG 

12-13 og 16:30-17:30 ÞRIÐJUDAG 

 

 

OM NAMO BHAGAVATE VASUDEVAYA

 

JAI BHAGWAN 

 

 

Anusara jógatímar

04 Feb
4. February, 2018

Heil og sæl kæru lesendur!

Anusara jógatímarnir voru gríðarlega vinsælir í janúar mánuði.  Ég ætla breyta til og taka alveg frí á sunnudögum og færa þá yfir á mánudaga kl 17:3 – 19:00 Þú bara mátt ekki missa af þessum tímum.  Jóga hjartans…. TANTRA jóga ef þú veist eitthvað um tantra ( ATH! alls ekki neitt kynferðislegt ). Að finna það góða í öllu sem er SHREE sjá það fallega í öllu og öllum.  “adjustment” að aðstoða jóga inní “basic” jógastöðu t.d. fjallið með anatomy og líkamsvitund.  INNER SPIRAL & OUTER SPIRAL…..  opna til hins æðra, orkan og flæðið.  Hvað einfaldar jógastöður geta verið mikil upplifun með réttri líkamsbeitingu og aðlögun og aðstoð.

Verð pr. ími er á 2.000-  þú getur keypt Anusara Mánaðarkort ( frítt í alla
aðra tíma ) krónur 20.000-

Meðlimir Shree Yoga greiða aðeins 1000- pr.tíma ( anatomy þekking kennara
mjög mikilvæg og leiðrétting inní stöður )

Stundataflan breytist örlítið aftur í febrúar og þá til að vera fram á IBIZA ferð.

HÁDEGIS TÍMARNIR koma til með að vera aftur á sínum stað á

**********     ÞRIÐJUDAGA  OG FIMMTUDAGA   12 – 13:00

MORGUNTÍMAR

**********      MÁNUDAGAR, MIÐVIKUDAGAR OG FÖSTUDAGAR   6:15  –  7:15 

MJÚKIR TÍMAR ( 60+ og þeir sem þurfa að fara varlega eða örlítið rólegra)

**********     MÁNUDAGAR, MIÐVIKUDAGSAR OG FÖSTUDAGAR   9:30  –  10:30

INVERSION   leidd höfuðstaða, herðastaða og plógurinn / Anusara

**********     FÖSTUDAGAR 16:45 -17:00

YOGA NIDRA / YIN YOGA  djúpteygjur og djúpslökun…. svefnjóga

**********     FÖSTUDAGAR 17:10  – 18:05

LAUGARDAGAR

**********     8:00 – 9:30  jógaþrek, armbalancing og body movement / hreyfiflæði. ( lengra komnir )

**********    10:00 – 11:00 Mjúkt jógaflæði – frábært fyrir byrjendur

VINYASA flæði / hratt flæði og kröftugt 

**********   ÞRIÐJUDAGAR OG FIMMTUDAGAR 17:45-18:50

BYRJENDA JÓGA ~ NÁMSKEIРalla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:30-17:30

Hér er frábært að detta inní magnaðan hóp sem eru að hefja sína ástundun og taka því rólega og byggja upp styrk til að koma í opnu tíma í töflu.  Þú ert með aðgang í alla opnu tíma á því 4 vikna tímabili sem þú kaupir námskeiðið á krónur 20.000-

 

ANUSARA jóga tímarnir hefjast á morgun.  Getur keypt þér aðild 4 vikur í senn og opið í alla aðra tíma í töflu.  Æskilegt að búið sé að taka byrjendanámskeið áður.

Ja hérna hér hvað ég hlakka til að hefja starfið í febrúar og fram á vorið því það lofar eitthvað svo fallega og góðu.  Við munum taka tíma og skoða anatomy, bandvefi, axlavandamál, herðablöðin, mjaðmirnar og skoða það hreinlega hvað mögulega getur verið að valda þér líkamseymslum og hvað jóga getur í raun og veru hjálpað þér.  Jóga er bara ótrúlega fallegt og öflugt tól til sjálfshjálpunar.  Manst bara þetta eitt að þú ert alltaf á þínum eigin forsendum í jógatíma.  Þú lærir að þekkja mörkin þín, lærir á líkama þinn og hægt og bítandi eflir þú styrkinn þinn.

Jógarnir í Shree Yoga stúdíó eru allir að taka þátt í febrúaráskorun… hún er aðeins gefin upp handa þeim er mæta í tíma og fá leiðbeiningar….  svo komdu og vertu með og leiktu þér og finndu hvað líkami þinn er brjálæðislega fallegur og öflugur í hvaða ástandi sem hann er.  Virðum mörkin okkar, virðum líkama okkar og gefum sálinni afraksturinn.

Jai bhagwan

ps… sendu mér póst [email protected]  eða hringdu í síma 822 8803

IBIZA ferðin er að fyllast þú sérð upplýsingar um hana hér örlítið neðar.