Archive for month: May, 2017

Ástar- og hatursamband mitt við svartan lakkrís!

16 May
16. May, 2017

Lakkrís er kjarni sem er unninn úr sætum, þurrkuðum rótum og jarðstöngli ýmissa afbrigða af lakkrísplöntunni,  Glycyrrhiza glabra, sem vex villt í heittempruðu loftslagi.  Forsíðumyndin er af lakkrísjurtinni.


Þetta fékk ég að láni hjá Heilsutorg.is “Ef hjarta þitt sleppir slagi í hvert skipti sem þú gerir sérlega vel við þig með svörtum lakkrís veit hjartað kannski eitthvað sem þú veist ekki“.

Ef þú borðar of mikið af honum kemur hjarta þitt raunverulega til með að taka kipp, sleppa úr slagi eða tveim, já eða jafnvel mörgum.

Þó það gerist sjaldan getur svartur lakkrís valdið óreglulegum hjartslætti hjá sumum, segir matvæla-og lyfjaeftirlitið (FDA) í Bandaríkjunum. Og umfram allt, þetta getur jafnvel valdið alvarlegum skaða.

í Kvennablaðinu 12 júlí 2015 skrifar Kolbrún Hrund um Lakkrísin og já fyrsta greinin sem ég las um það hvað lakkrís gæti verið í raun stórhættulegur þeim sem þola hann ekki eða með ofnæmi fyrir honum.  Ég var samt ekki að kveikja á neinum viðbrögðum þá!  Sjáið frábæru skrif Kolbrúnar og einlægni hennar um veikindi sín sem rekja mátti til ofneyslu á lakkrís  getur lakkrís verið lífshættulegur

Read more →