Archive for month: April, 2017

Nýjir tímar ~ hádegistímar alla vikuna ~ Planið vikuna 24-29. april 2017

23 Apr
23. April, 2017

Hvernig leitast þú við að rækta þinn innri mann, innri kennara?

Hvernig leitast þú við að rækta og leitast við að vera betri í dag en þú varst í gær?

Hvað gerir þú?

Hvað gerir þú með eigin vanlíðan og depurð sem við öll sem erum mannleg finnum fyrir einhvern tímann á lífsleiðinni?

Þegar stórt er spurt þá kannski eru fá svörin!!  Forðumst sektarkenndina og forðumst Rajas gúnuna sem leiðir okkur áfram inní Tamas gúnu.  Leitumst við að vera í SATTVIKU gúnunni okkar.  Leitaðu hið innra, kennarinn býr hið innra með okkur í heilbrigða egóinu okkar. Byrjaður á því að horfa í kringum þig og sjáðu gleðina í öllu sem er, byrjaðu þar, börnin, blómin, náttúran, vatnið, fjöllin, grasið, dýrin,vorið, lyktin af vorinu, náungarkærleikurinn og þakklætið.

Ég eins og allir spyr mig margoft þessar spurningar!!!!!   Hver er ég?  Hvaðan kem ég?  Hvert stefni ég?  Allt snýr þetta að okkur sjálfum og svörin búa hið innra með þér eða okkur sjálfum.  Þú ert þú, aðrir eru þeir sem þeir eru.  Viðurkenndu fyrir sjálfum þér að þú þarft mögulega að horfa inná við, kafa eftir demantinum og kjarkinum og vera tilbúin að segja við sjálfan sig ” ég er ekki fullkomin”.

Mig langar svo sannarlega að halda áfram með þetta og já ég geri það, þessar spurningar eru magnaðar og skoðaðu þetta með gúnurnar SATTVA, RAJAS OG TAMAS.  En þessi stutta lýsing er bara til að benda þér að kjarkurinn, dugnaðurinn og staðfestan býr hið innra með þér.  Skoðaðu heilbrigða egói og óheilbrigða egóið.  ÞÚ ERT MEISTARINN Í ÞÍNU LÍFI.

 

TÍMARNIR í Shree Yoga verða svona í vikunni…  nýjir hádegistímar!!!

M Á N U D A G U R

Jóga fyrir 60 ára+  og þá sem vilja rólegri og mýkri tíma   kl: 9:30-10:30

Hádegisflæði fyrir byrjendur og lengra komna  12:00-13:00

Þ R I Ð J U D A G U R 

Hádegisflæði fyrir byrjendur og lengra komna  12:00-13:00

Kvöldtími flæði fyrir byrjendur og lengra komna 17:30-18:30

M I Ð V I K U D A G U R 

Jóga fyrir 60 ára+  og þá sem vilja rólegri og mýkri tíma   kl: 9:30-10:30

ATHUGIÐ !  Það verður ekki hádegistími hér – en annars alla miðvikudaga.

F I M M T U D A G U R 

Hádegisflæði fyrir byrjendur og lengra komna  12:00-13:00

Kvöldtími flæði fyrir byrjendur og lengra komna 17:30-18:30

F Ö S T U D A G U R 

Jóga fyrir 60 ára+  og þá sem vilja rólegri og mýkri tíma   kl: 9:30-10:30  ( djúpteygjur og djúpslökun )

Hádegisflæði fyrir byrjendur og lengra komna  12:00-13:00

 

L A U G A R D A G U R 

Yoga Þrek  8:00-9:30

Prana Power Yoga flæði og Inversion 10-11:30  ~ hér geta allir leikið með 🙂

HLAKKA TIL AÐ LEIKA MEÐ YKKUR Í SALNUM.  Næsta blogg í vinnslu ” Hvað er Sattva, Rajas og Tamas” Fylgist með.

 

 

Svadhyaya: Sjálfsvitund og samúð

07 Apr
7. April, 2017

Ferðalagið okkar er margslungið, já margslungið er skemmtilegt orð sem minnir mig á ömmu mína, alla vega krókar, hæðir og lægðir, hindranir, krossgötur, stórfenglegt, orkumikið, gefandi og dásamlegt.  Allir upplifa sitt ferðalag á einhvern máta og jú flest allir ef ekki allir ganga í gegnum hindranir í lífinu og yfirstíga þær hindranir á sinn máta, finna réttu leiðina og hlusta á hjartað.  Lífið er í raun heilmikil afrakstur og vinna að komast af, halda sér heilbrigðum í ferðalaginu

Svadhyaya er fjórða Niyaman,  gengur út á sjálfsskoðun og sjálfsvirðingu. Innri rödd Svadhyaya er ekki þessi sem segir; hey þú hefðir nú getað gert þetta betur eða þú ert nú meiri asnin, afhverju sagðir þú þetta? Já eða “hey ég átti langbestu handstöðuna í tímanum í dag”. Skoðum okkar innri mann og hvað hann hefur að geyma. Temjum okkur góðvild SHREE sjá allt það fallega í öllu sem er í okkur sjálfum einnig. Verum samúðarfull gagnvart okkur sjálfum og sýnum okkur virðingu og lífið verður miklu betra.

Þegar ég ákvað að fara til Thailands til frekari jóganáms í byrjun árs 2016 og um leið að vinna í sjálfri mér og fjárvesta í aukinni þekkingu á jóga, vera ein og fjarri mínum nánustu.  Ég hóf kennaranám í Anusara Jóga sem er jóga hjartans “open up to Grace  ~ flow with grace”  finna það góða í öllu.  Mig langaði mikið til að læra meira um Anusara þar sem ég var heilluð af tækninni sem mentorinn minn Jonas Westring notar.  

Mig þyrstir í að læra meira í Anusara undir leiðsögn Jonasar.  Þú útskrifast með kennara réttindi 200 RYT. Fyrsta skrefið er að útskrifast sem Anusara Elements jógakennari. Vinn þannig í tvö ár og því næst er að sækja um að vera “Anusara  – Inspired Techer” sem ég er að sjálfsögðu að vinna í en það krefst ótrúlega mikils sjálfsvilja og festu.  Vera ávalt við kennslu, finna fyrir því að maður þróar og  stækkar sviðið sitt,  þroskast sem kennari, kynnast sér og sínum innri mann.

Ég mun því kenna einu sinni í viku Anusara tíma sem verða 90 mínútna tímar og líklegast munu þeir vera áfram á laugardögum kl. 10 -11:30.  Þemað er mismunandi fyrir hvern tíma, sungin innsetning ( þið þurfið þess ekki ) Miklar áherslur eru lagðar í líkamsbeitingu í jógastöðunum.  Bara grunnstaðan t.d. grunnfjallið.  Staðsetning á fótum, tær og hælar, innanverðu jarki og utanverðu.  Draga orkuna upp finna fyrir vöðvunum, beinunum og finna kraftinn í grunnfjallinu.  Það er bara magnað krakkar.  Ég var auðvitað heilluð, hef alltaf kennt þannig að ég legg og hef alltaf gert lagt mikla áherslu á að leiðrétta og laga í stöðunum.  Ekki endilega fara sem dýpst og pína sig áfram… nei við eigum aldrei að pína.  Við finnum okkar mörk, þú gerir hverju sinni þína 100% jógastöðu og við höfum leiðbeiningarnar og reynum að nálgast stöðuna eins og útskýringarnar eru.  Ég get mögulega verið að laga og leiðrétta einn jógann í salnum, notað þrýstipunktana, innsnúning og útsnúning, herðalyftu og koma við og lyfta upp úr mittinu ofl.  en allir í salnum finna að ég er að leiðrétta hvern.  Anusara jógakennsla felst mikið í því að tala fólk inní jógastöðurnar en ekki gera þær og leiða þannig inn, það er töff, miklu erfiðara en að gera jóga með jógunum allann tímann hvort sem hann er 60, 75 eða 90 mínútna tími, trúið mér!  En það er líka skemmtileg reynsla, skemmtilegt ferðalag og þegar ég var útí Thailandi upplifði ég mig algerlega vanmáttuga stundum þegar átti að leiða tíma, kenna á ensku og leiða í gegnum tíma án þess að sýna jógaæfingarnar.  En ég komst yfir þessa hræðslu, komst yfir það að halda ég talaði slæma ensku og komst yfir það að þurfa ekki að sýna allar jógastöðurnar.  Heitið á jógastöðunum þarf að vera fast í minni, ensku  og íslensku heitið og helst Sanskritar heitið.

Það sem ég vildi aðeins útskýra með þessu bloggi er hvað Anusara jóga er og til þess að sækjast eftir því að vera Inspired Anusara jógakennari þarf ég að taka upp nokkra jógatíma og senda á mentorinn minn og hann mun yfirfara og senda svo á  Anusara Yoga School of Hatha og Yoga Alliance. Þetta verður spennandi ég mun byrja taka upp í sumar, en þið elsku jógar eruð ekkert endilega í mynd, kannski mögulega þegar ég er að aðstoða ykkur, en aðallega hvernig ég leiði tímann ( ekki vera hrædd – ég mun auðvitað láta ykkur sértaklega vita af því ) svo er bara svo hallærislegt að heyra í sjálfum sér í mynd og hálf asnalegt að fylgjast með sér í upptöku!!!   Ennnnn við græjum það – þetta verður engin hindrum.

“Yoga is the journey of the self, through the self, to the self.” — The Bhagavad Gita.

En jóga er ekki jóga ef þú stúderar ekki Yamas & Niyamas úr jógasútrum Patanlai’s hin áttfalda leið jógans. Sumir kalla Yamas og Niyamas “10 boðorðin í jóga” Engin sem stundar jóga af einhverju alvöru kemst hjá því að rekast á Yamas og Niyamas.  Leiðin sjálf til sjálfsvirðingar og hamingju, leitast við að lifa lífinu án ofbeldis, hreinleiki, fara ekki með fleipur, vera sannur sjálfum sér og öðrum, borða hollan mat.  Góð lýsing er að samaeina huga líkama og sál – jú það er það sem jóga gengur útá og Yömur og NiYömur hjálpa til við að hreinsa hugann og hugarstarfsemina og reyna tengjast líkamanum.

Ein af Niyömunum er Svadhyaya stunda sjálfsskoðun, lesa heilög rit og uppgötva það guðlega í manni sjálfum.  Þar er ég akkúrat núna, vinna í þessari Niyömu.  Erfitt ja það er erfitt að fara í gegnum sjálfskoðun – hverjum finnst það ekki?  Því meir sem við ástundum sjálfsskoðun komumst við að því hver við raunverulega erum, hvert við stefnum – það er eins og allt skýrist upp.  Nákvæmlega það sem öll jógaástundun snýst um.

Í jógaástundun getum við notað Svadhyaya, til dæmis stunda öndunaræfingar og hugleiðslu.  Einnig á jógadýnunni í jógastöðu spyrðu sjálfan þig; hvernig þessi jógastaða mun hafa áhrif á líf mitt. Hver er rótin og hvað læri ég af þessu?

Hlakka til að leika með ykkur í Prana Power tímum og Anusara jógatímum.

“Watch your thoughts, they become words;
watch your words, they become actions;
watch your actions, they become habits;
watch your habits, they become character;
watch your character, for it becomes your destiny.”

– Author Unknown

Til gamans set ég textann af innsetningunni á Anusara jógatíma….  Það er dásamlegt að syngja möntrur

Jai bhagwan

Jóga tímarnir í Shree Yoga

02 Apr
2. April, 2017

Fæ þessar spurningar oft; hvað er Anusara yoga, Prana Power Yoga og Hatha yoga??  Hver er munurinn?  Setti saman lýsingu sem er þó ekki tæmandi svo þú fáir nokkurskonar hugmynd um hvað tímarnir eru.

ANUSARA 

Það má segja að í Anusara jóga erum við alltaf að leita og kafa eftir því góða og hinu guðdómlega hið innra með okkur.  Sjá það góða í hverjum og einum til þess að öðlast færni til að sjá og finna það hjá sjálfum sér. Meðal annars með því að; vekja upp hjartastöðina og meðvitundina, stöðugleika og gleðina hið innra. Gleðin endurspeglast, hún og leyfir hjartanu þínu að skýna eða glitra þessu góða út í samfélagið og alheimin. Það er mjög mikil áherslu á hvernig líkamsstaðan er, jógakennari aðstoðar og leiðréttir nema í tímum. Ávinningurinn er að nemandinn öðlast góða meðvitund um líkamann sinn og fer öruggur í jógastöður, nær enn meiri opnun og tengslum við sjálfan sig og jógastöðuna sem kennarinn leitast við að koma nema í með virðingu fyrir hverjum og einum og þú ert alltaf á þínum eigin forsendum og enn og aftur hlustar á líkama þinn.  Með djúpri virðingu fyrir því liðna, ósk um bjarta framtíð með þakklæti og kærleika fyrir því sem er.Anusara jógakerfi er heilandi og heillandi kerfi hentar öllum stigum.

PRANA POWER YOGA

Er í raun allt jóga sem ég kenni.  Leitumst ávalt við að byggja upp Prönuna eða lífskraftinn.  Prana er lífskraftur eða lífsorka og er í öllu sem er.  Segi stundum “prana er lífið og lífið er prana”  vegna þess að þar sem engin prana er er ekkert líf.  Prana er í öllu sem lifir dýrum, plöntum og mönnum.

Þessir tímar byggja svo sannarlega á Hatha yoga eins og allt jóga gerir.  Legg áherslur á öndun, hugleiðslu, styrk og kraft. Ýmsar grunn jógastöður t.d. fjallið er margoft tekið fyrir viku eftir viku til að minna á hversu raunveruleg staðan er og hvað staðan gerir fyrir þig og undirbýr þig fyrir aðrar erfiðar og úthaldsmeiri jógastöður.  Viðsnúnar stöður, undirbúningur fyrir drottningu allra jógastaða sem er herðastaðan nú og svo einnig fyrir konung allra jógastaða sem er Höfuðstaðan.  Við leitumst ekki eftir útkomunni heldur hvernig þér líður í jógastöðunni, hvernig ber þú þig að, hvert ferðalagið þitt er og hvernig það er.

Þú getur valið um kröftuga PPY tíma, morgun tímar og hádegistímar.

JÓGAFLÆÐI 

Jógaflæði seinniparts tímar eru grunnur 1 og 2.  Allir velkomnir í þessa tíma, hér er farið hægar yfir, hver staða skoðuð og sýnd.  Í öllum jógatímum notumst við við “props” eða aðstoðarhluti svo sem kubba, strappa eða púða.  Þeir sem eru lengra komnir eða hafa stundað jóga í töluverðan tíma finnst gott að koma í Grunn aftur og aftur til að minna sig á áhersluatriðin og fara rétt í jógastöðuna.  Þessir tímar henta vel byrjendum og já lengra komnum, ég legg alltaf áherslur á mikilvægi Öndunar (pranyama) Jógastöður (asana) hugleiðslu og slökun Möntrur (dharana) í öllum tímum.

JÓGA FYRIR 60 ÁRA +

Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins.  Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, liðleik, hugleiðslu og slökun. Jóga fyrir 60+ hentar vel þeim sem vilja auka vöðvastyrk, hægja á beinþynningu, ná betra jafnvægi og auka úthald við dagleg störf.  Hér þarftu ekki að vera orðin 60 til að koma í tímann.  Ef þú hefur átt við langvin veikindi að stríða og ert að koma þér af stað aftur þá henta þessir tímar þér vel.  Auðvitað geta tímarnir verið kröftugir en alltaf innan ákveðinar marka.

Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
 Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
 Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.

SÚKKULAÐI & JÓGA

Hráfæðis súkkulalaði og jóga….  geggjað að gera þitt eigið konfekt og eiga mola í skápnum.Næring fyrir þig… ofur næring fyrir líkama og sál. Lærðu af hverju þú ættir að borða dökkt súkkulaði fyrir heilsuna þína… Á námskeiðinu verður farið yfir meðal annars:

* Ofurfæðan súkkulaði og heilsueflandi áhrif þess á líkamann.

  • Vísindin á bakvið kakóbaunina, næringarefni og virk efni.
  • Áhrif súkkulaðis á geðið, þyngdarstjórnun, hjarta-og æðakerfi..
  • Sætuefni og hráefni til að nota í súkkulaðigerð og heilsubakstur
  • Kvöldnamskeið /  Dagsnámskeið

* Uppáhalds súkkulaðiuppskriftirnar mínar:

– konfekt, kökur og fleira gómsætt

* Allir þáttakendur fá súkkulaðiglaðning með sér heim

Þátttakendur fá súkkulaðiuppskriftir,

YOGA NIDRA & YIN YOGA   EÐA   DJÚPSLÖKUN & DJÚPTEYGJUR

Yin Yoga er tilvalið til að efla núvitund og styrkja orkubrautirnar og líffærin. Í Yin Yoga er asana/jógastöðu haldið í 5 – 10 mínútur sem hefur styrkjandi áhrif á bein og bandvef og opnar fyrir orkuflæði í líkamanum.  Frábær leið til að auka einbeitingu og liðleikann og um leið er það hugleiðsla inná þau svæði sem við erum að opna.  Tíminn byrjar á 25 mínútna Yin æfingum og svo er það Yoga Nidra.

Jóga Nidra er forn jógaástundun sem hefur notið vaxandi vinsælda í hinum vestræna heimi á liðnum árum. Ekki síst vegna þess að aðferðin losar um streitu og spennu sem fylgir auknu álagi, hraða og annríki nútímamannsins.

Nidra þýðir svefn, en ólíkt svefni er Jóga Nidra meðvituð, djúp slökun, mætti líka kalla liggjandi hugleiðslu. Í Jóga Nidra er leitt í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna, þar sem engin streita býr og fullkomin eining ríkir.  Þessi djúpa slökun hjálpar við að losa um spennu og hindranir hugans sem geta dregið úr okkur í daglegu lífi.

Streita er undirliggjandi orsakaþáttur í mörgum sjúkdómum. Hún getur birst í mismunandi myndum og er stundum svo samofin tilverunni að við tökum jafnvel ekki eftir henni fyrr en hún er farin að valda vandamálum. Jóga Nidra er ein af mörgum aðferðum að vakna til vitundar!  Þú gefur líkamanum leyfi til að heila sig, náð jafnvægi og losað um streitu, kvíða og órólegar hugsanir. Þessi tækni hentar hraustu fólki við að takast á við mikið álag og getur hjálpað veiku fólki til að losna við sjúkdóma.

Er að vinna í því að gera tímatöfluna betri og lýsingu á tímunum.   Fylgist endilega með.

Næst er það jóga heilsuhelgin í

HEILSUEFLANDI JÓGA OG HRÁFÆÐISHELGI

Líkamleg og andleg hreinsun umkringd dásamlegri náttúruöfl, hreint loft, hreint matarræði, nátturulega upphituð einkasundlaug, flot og hrein dásemd innan um fallegar sálir.  Meðal annars þetta;

Hvað er betra en að fara að heiman en vera samt heima hér á landi sem við ættum að elska enn meira en við gerum. Það er bara ekki alltaf í boði að fara erlendis í jóga og heilsueflandi ferð, landið okkar hefur uppá mikið að bjóða og er farið að vera sívinsælla að bjóða uppá ferðir hérlendis til heilsueflingar.

Þú þarft ekki að vera vanur jógi eða búin að stunda jóga til margra ára og komast í allaveg fettur og brettur. Hér eru öll stig velkomin, við ætlum að gefa egóinu frí og endurnæra sálina okkar og finna hver við raunverulega erum.

Heilsuhelgarnar sem ég hef leitt undanfarin ár hafa verið ótrúlega vinsælar og mikil ánægja og staðið undir væntingum. Treystu því bara að allt er nákvæmlega eins og það á að vera.

Verð fyrir 3 nótta ferð í himneska heilsuhelgi og í dásamlegum félagskap við himnasæluna á Hótel Bjarnafirði / Hótel Laughól 233km frá Reykjavík er krónur 55.000- á mann í tveggja manna herbergi. Ef þú vilt eins manns herbergi þá bætist við 10.000- krónur
Ef þú kemst ekki í 3 nótta ferð þá gætir þú komið í 2 nótta ferð föstudag-sunnudags 45.000 kr (tveggja manna herbergi )

Staðfesting krónur 10.000- inná reikn 537-26-8803 kt 560316-0540
Ferðin verður 27/4-30/4 2017.

Jógakennarar eru Gyða Dís eigandi Shree Yoga á íslandi og Elísabet Anna Finnbogadóttir jógakennari og heilsumarkþjálfi.  Nuddari ætlar að vera okkur, hún mun bjóða upp á nudd þú getur fengið þitt dýrmæta nudd hjá Olgu Hörn nuddara.  Dagskráin og dagsskipulagið kemur inn um helgina, viðburður er hér á facebook hér

Ef þið hafið spurningar varðandi tíma og staðsetngu þá bara endilega hringdu eða sendu mér skilaboð sími 822 8803 eða [email protected]