Archive for month: March, 2017

Heilsueflandi jóga og hráfæðishelgi

23 Mar
23. March, 2017

Líkamleg og andleg hreinsun umkringd dásamlegri náttúruöfl, hreint loft, hreint matarræði, nátturulega upphituð einkasundlaug, flot og hrein dásemd innan um fallegar sálir.  Meðal annars þetta;
~ JÓGA
~ NÁTTÚRA
~ SLÖKUN
~ KYRRÐ
~ ÖNDUN OG HUGLEIÐSLA
~ ÞÖGN
~ HREINT FÆÐI
~ HRÁFÆÐI
~ SÚKKULAÐI
~ FLOT ( EINKASUNDLAUG ) NÁTTÚRLAUG
~ AYURVEDA 
~ JURTIR
~ NUDD (HÆGT AÐ PANTA TÍMA)
~ SNYRTIFRÆÐINGUR (ÝMISLEGT Í BOÐI)
~ NÁTTÚRULAUG
~ ALGER HVÍLD Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU
~ JÓGA ~ allavega jóga
~ Hreyfiflæði
~ Arm balance ( handstöður, kennsla ofl. )
~ Kraftur og styrkur
~ NIDRA djúpslökun og hugleiðsla
~ S L Ö K U N
~ ENDURNÆRING Á LÍKAMA, HUGA OG SÁL

Hvað er betra en að fara að heiman en vera samt heima hér á landi sem við ættum að elska enn meira en við gerum. Það er bara ekki alltaf í boði að fara erlendis í jóga og heilsueflandi ferð, landið okkar hefur uppá mikið að bjóða og er farið að vera sívinsælla að bjóða uppá ferðir hérlendis til heilsueflingar.

Þú þarft ekki að vera vanur jógi eða búin að stunda jóga til margra ára og komast í allaveg fettur og brettur. Hér eru öll stig velkomin, við ætlum að gefa egóinu frí og endurnæra sálina okkar og finna hver við raunverulega erum.

Heilsuhelgarnar sem ég hef leitt undanfarin ár hafa verið ótrúlega vinsælar og mikil ánægja og staðið undir væntingum. Treystu því bara að allt er nákvæmlega eins og það á að vera.

Verð fyrir 3 nótta ferð í himneska heilsuhelgi og í dásamlegum félagskap við himnasæluna á Hótel Bjarnafirði / Hótel Laughól 233km frá Reykjavík er krónur 55.000- á mann í tveggja manna herbergi. Ef þú vilt eins manns herbergi þá bætist við 10.000- krónur
Ef þú kemst ekki í 3 nótta ferð þá gætir þú komið í 2 nótta ferð föstudag-sunnudags 45.000 kr (tveggja manna herbergi )

Staðfesting krónur 10.000- inná reikn 537-26-8803 kt 560316-0540
Ferðin verður 27/4-30/4 2017.

Jógakennarar eru Gyða Dís eigandi Shree Yoga á íslandi og Elísabet Anna Finnbogadóttir jógakennari og heilsumarkþjálfi.  Nuddari ætlar að vera okkur, hún mun bjóða upp á nudd þú getur fengið þitt dýrmæta nudd hjá Olgu Hörn nuddara.  Dagskráin og dagsskipulagið kemur inn um helgina, viðburður er hér á facebook hér

Athugið þið getið fengið endurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagin ykkar vegna heilsueflandi ferðar.

Frekari upplýsangar koma inná viðburðin. Endilega staðfestið sem fyrst og sendið mér fyrispurn ef frekari upplýsinga er þörf.

Kærleikur og ljós
Gyða Dís
[email protected]
s. 822 8803

 

 

Gyllta mjólkin

07 Mar
7. March, 2017

Ég eins og svo margir hef verið að berjast við slitgigt.   Sem lýsir sér í því að liðir í fingri bólgna og verða aumir.  Hefur aðeins ágerst með árunum og vitið þið að turmerikið getur haft virkilega góð áhrif til batnaðar og að hindra slitgigtina til að þróast.  Daglega fæ ég mér allavega eina teskeið af turmerik útí volgt vatn, hræri vel í bæti svo við 1/8 tsk af svörtum pipar og msk af ólífuolíu lífrænni að sjálfsögðu.  Þessi uppskrift hér að neðan er dásemd og ávinningurinn af turmerikinu er ólýsanlegur. Alger “elexír” bara það að hann vinni á eða hamlar krabbameinsfrumum að myndast er magnað.  Náttúrulegt dæmi krakkar.  Skoðið þetta og leitið ykkur upplýsingar um þetta fallega krydd.

Ayurveda og ayurveda vísindin eru hjálpsamleg, jurtirnar þessar náttúrulegu eru magnaðar.  Hugaðu að því og leitaðu þér upplýsinga á netinu við þínum kvilla eða já sendu mér skilaboð ef eitthvað er að angra þig og kroppinn þinn.  Getur sent mér beint á [email protected]

Ávinningurinn er meðal annars þessi:

 • Bólgu og verkjaeyðandi
 • Vinnur á kvefbakteríum og er einstaklega gott hóstasaft
 • Er nokkurskonar detox á blóðið og lækkar blóðþrýsting
 • Hreinsar lifrina
 • Eykur og auðveldar meltingu
 • Eykur orku
 • Passar upp á kólestrólið
 • Er gott fyrir minni og heilastarfsemi
 • Kemur í veg fyrir, eða dregur úr einkennum Alzheimer
 • Gott fyrir húðina og hina ýmsu húðkvilla
 • Hefur styrkjandi áhrif á hjartað, og þessvegna vinnur það á móti myndun hjartasjúkdóma og kvilla ýmisskonar
 • Gott við liðagigt
 • Turmeric inniheldur efni sem hamla krabbameinsfrumum að myndast
 • Hjálpar til við þyngdarstjórnun

Okey þá er komið að mjólkinni gyltu dásamlegu.

Innihald

1 bolli möndlumjólk

1 msk. kókosolía ( hrein )

1 tsk. lífræn turmerik / kúrkuma

1/2 tsk. lífrænn kanill

1/4 tsk. lífræn engifer

1 tsk. lífrænt og gott hunang eða hlynsýróp

1/8 tsk svartur pipar ( hjálpar allri virkni í turmerikinu )

Aðferð

Allt sett í blandarann og blandað saman.  Því næst sett í pott og hitað upp en ekki láta suðuna koma upp.

Já og svo er bara njóta yndislegrar kvöldstundar, setjið mjólkina í fallega krukku eða glas og njótið.

Lestu meira um ávinningin af gylltri mjólk hér