Archive for month: February, 2017

Ayurvedískar hugleiðingar og ráð við flensu og slappleika.

15 Feb
15. February, 2017

Þrátt fyrir dásamlegt veður og daginn farinn að lengja þá hefur flensan látið á sér kræla, kvef, hiti, magapestir og allt í gangi. Flensan getur verið ansi ágeng, öndunarfærasýkingar, þrengsli og erting í öndunarfærum og oftast er það Kapha doshan sem er í ójafnvægi. Ef meltingin gengur ekki eðlilega fyrir sig… það er ef fæðið sem þú borðar meltist ekki almennilega og vinnslan eigi sér stað í kerfunum þínum þá safnast upp óhreinindi “Ama” eða eitur í líkamanum sem eykur Kapha, þyngslin í líkama, brjóstkassa, höfðuð, háls og maga.  Ayurveda fræðin geta aldeilis hjálpað til hér ef þú hefur áhuga á jurtunum og að lesa þig aðeins til um þessi fræði.  Ég er enn að læra og sækist í að hlusta og nema í þessum fræðum samferða jógafræðunum ~ já enda er Ayurveda systurvísindi jóga.

Hvað er til ráða til að koma í veg fyrir og berjast við flensu og flensueinkennin?  Það er gott að vita sína líkamsgerð ertu Vata – Pitta eða Kapha?   Með því að auka þessar tvær og ýta undir Vata og Pitta doshur / líkamsgerðir til að rífa upp og losa öndunarfærasjúkdóma, kvef og magaveiki svo eitthvað sé nefnt.

  1. Fæði: Skoðaðu matarræðið þitt, borðaðu léttan og einfaldan mat, súpur og kitchari.  Forðastu mjólkurvörur, sykur, djúpsteiktan mat, kjöt, banana og hveiti og ger.  Forðast kaldan mat og drykki, drekka heit, te, soðið vatn og halda vatnsbúskapnum gangandi.  Ferskur engifer, heitt engiferte er mjög áhrifaríkt til að viðhalda hringrásinni er hreinsandi, svitaaukandi og slímlosandi.
  2. Lífstíllinn: Neti pottur til að hreinsa nefgöngin daglega er magnað, setja volgt vatn og íslenska sjávarsaltið í pottinn láta standa og kólna aðeins og hefjast handa ( set inn myndband ) Passa hitastigið, ekki láta þér verða kalt, forðast of mikinn svefn því það er Kapha aukandi.
  3. Ayurvedic jurtir: Dásamlega og bragðgóða maukið eða sultan Chywanaprash mátt taka inn daglega til að styrkja lungun og keyra upp innkirtla starfsemina. Ein tsk. á morgnanna.  Chywanaprash er talið eitt öflugasta náttúrumeðalið til að kveikja meltingareldinn og styrkja um leið ónæmiskerfið. Sultan er sögð auka upptöku næringar, skerpa minnið, vera blóðhreinsandi, styrkja hjarta, þétta húð og næra vöðva. Það síðastnefnda er vegna þess að með bættri meltingu eykur Chyawanaprash upptöku próteina. Þannig eykst þróttur og þrek sem heldur okkur ungum á öllum aldri. Það kemur því tæpast á óvart að Chyawanprash – sem er gefin uppskrift að í hinum 5000 ára vedísku ritum- sé flokkuð sem sjálfur lífselexírinn; einhverskonar “lýsi” indversku lífsvísindannaTurmeric er stútfult af andoxunarefnum og bólgueyðandi. 1/2 tsk. af turmerik og volgt vatn hræra vel og drekka eins oft yfir dagin að vild.  Í drykkin má bæta svörtum pipar eins og við þekkjum hann eða Pippala langur pipar malaður.
  4. Heimilisráðin: Í sögu Ayurveda er sagt að ekkert í heiminum sem ekki er meðal og þú getur notað margt úr eldhúsinu til að búa til þína eigin “remedíu”.  Til dæmis þessi hér:
  • Blandaðu tsk. af hverju engiferdufti, turmerik, svörtum pipar.  Taktu svo 1/2 tsk af þessari fínu blöndu og settu í volgt vatn, hrærir vel og drekkur tvisvar yfir daginn, getur sett 1/2 tsk góðu hunangi útí.
  • Blandaðu 1/2 tsk. engifer, svartur pipar, kardimommum, negul, kanil, og turmerik. Blandar 1/2 tsk af þessari blöndu með hunangi í volgt vatn.  Getur drukkið svona tvisvar á dag.
  • Ferskur engifer djús og 1/2 tsk. hunang, drekka þrisvar á dag.

Viltu vita meira um Ayurveda og fræðina?  Næsta námskeið hefst 8. mars n.k.

Kryddin eru mögnuð, kíktu í skápinn hjá þér og auðvitað viljum við hafa þessi krydd lífræn.  Fæðan skiptir meginmáli í Ayurveda fræðunum.

Ayurveda og líkamsgerðirnar
Ayurveda snýst um hvernig við getum öðlast jafnvægi í lífinu í gegn um val á heilsutengdum þáttum, s.s. mataræði, lífsmunstri, hreyfingu, hugleiðslu o.fl. Samkvæmt Ayurveda fræðunum er maðurinn þrískipt vera, sál, líkami og hugur. Þessa þrjá þætti þarf alla að rækta ef viðhalda á góðri heilsu og jafnvægi. Ayurveda heilsufræðin getur hjálpað fólki að öðlast skilning á því hversvegna hinir ýmsu sjúkdómar myndast. Sá skilningur getur hjálpað fólki til að sættast við afleiðingar sjúkdóma og getur þá heilunarferlið hafist, en það sem er mest um vert, er að Ayurveda kennir aðferðir til að koma í veg fyrir að ójafnvægi, sem orsakar sjúkdóma, myndist.

Ayurveda fræðin snúast m.a. um að koma jafnvægi á það sem fræðin nefna ,,dóshur“ eða líkamsgerðir. Líkamsgerðirnar eru skilgreindar sem Vata, Pitta og Kaffa. Ef þær fara úr jafnvægi upphefst sjúkdómsástand og með því að koma jafnvægi á þær má hafa áhrif á heilsufar til hins betra. Enn fremur leggur Ayurveda áherslu á að allt í alheiminum er byggt upp af frumefnunum fimm. Þessi frumefni eru jörð, vatn, eldur, loft og eter (eða rými). ,,Vata, Pitta og Kaffa“ hugtökin eru byggð á þessum 5 frumefnum, ásamt eiginleikum mannslíkamanns og öllu í náttúrunni.

Vata: Hefur eiginleika lofts, en einnig rýmis eða eters, (eter er nokkurskonar ástand milli orku og efnis). Vata hefur því gott af eiginleikum vatns og jarðar til að ná stöðugleika og jarðtengingu, auk eiginleikum Pitta eða elds þar sem Vata er köld.
Pitta: Hefur eiginleika elds og hefur því gott af kælingu vatns og jarðar og þarf einnig að hafa loft í hæfilegu magni til að örva eldinn þegar við á.
Kaffa: Hefur eiginleika vatns og einnig jarðar. Kaffa hefur því gott af eiginleikum Vata sem er rými (eters) og lofts en einnig hitann sem Pitta býr yfir þar sem Kaffa er köld og þarf örvun. Þannig vinna andstæðurnar saman og hægt er að ná bæði andlegu og líkamlegu jafnvægi í gegnum þá þekkingu sem þessi vísindi gefa okkur.

Nærandi súkkulaði drykkur

08 Feb
8. February, 2017

Er ekki komin tími á einn góðan?

Ég elska súkkulaði og það hefur aldeilis ekki farið fram hjá neinum.  Ég ætla hafa þetta stutt og laggott (skrítið orð ) en ég bara hreinlega læt þetta mjög oft eftir mér og “sukka” eins og engin sé morgundagurin og þá passa ég mig á því að hafa eitthvað holt og nærandi og gott stöff sem styður við kerfin mín og reyni að sækjast í það sem hentar minni líkamstegund. Því meir sem ég eldist færist ég meir og meir í Vata doshuna!!!  Hvað finnst ykkur og Vötunni líkar alls ekki við kaldan mat!  Jebb ég er að skoða að færa mig yfir í meira eldaðan mat samkvæmt Ayurveda fræðunu.

Nærandi súkkulaði drykkur

1 bolli möndlumjól, sólblómamjólk, kókosmjólk eða kókosvatn

1 msk. Maple sýróp, coconut suger eða 2-4 döðlur eða döðlumauk (uppskrift )

½ bolli cacoa duft, hreint – lífrænt /raw  eða kakó nibbur 1/4 bolla

1 tsk hversdags sæt kryddblanda  sjá hér  eða 1 tsk kanil

1 tsk ashwaganda

Kakónibbur, múskat duft eða kanilstangir til að skreyta bollann.

Setjið allt í blandarann, keyrið blandaran í smá stund til að hitinn komi í drykkin.

Setjið í fallegt glas eða bolla

Stráið yfir múskati setjið kanilstangir og jafnvel kakónibbur…   nammi namm 🙂

Stundum geri ég hann matarmeiri og set bananana mína 1, 2 og jafnvel þrjá ( trúðu mér ) og chia, haframjöl.

Ashwagandha gerir drykkin að meiri næringu og heilnæmari fyrir þig. Ashwagandha er of talað um sem Indverska gingsenið. Hefur góð uppbyggjandi áhrif, nærandi fyrir bein og beinþéttni og styrkir innkyrtlakerfið.

Það er geggjað að eiga kako nippur og setja þær útí í staðin fyrir kakóduft. Kakónippurnar eru “raw” og það verður meira úr drykknum.

Ef þú vilt “spica” drykkinn en meira upp er smart að setja nokkur cayenne korn útí.

Ef ég á ekki til möndlumjólk þá nota ég möndluhrat eða bara möndlur / kasjúhnetur eru einnig mjög góðar. Alltaf best að leggja möndlurnar í bleyti þær þurfa 8 kls. En kasjú 2 klst.

Döðlumauk:

Setja döðlur í krukku eða skál og vatn fljóta yfir. Leyfa liggja í bleyti ca 20 mín til 60 mýkjast upp (alltaf gott að leggja döðlur í bleyti áður en er notað útí kökur ofl.)

Setjið döðlur í blandarann, hellið af vatninu útí – passa setja ekki of mikið.. bæta frekar meira í. Blanda saman og þú ert komin með dásemdar Döðlumauk eða Döðlusultu.