Archive for month: November, 2016

Anusara “workshop”

29 Nov
29. November, 2016

Gefðu þér gjöf og vertu með í kröftugu og vel skipulögðu Anusara jóga “workshop” á milli jóla og nýárs.  Þema verður Y A M A S  ..  allt um það hvernig við tæklum hið ytra, umhverfið og allt utan um okkur!.  Nærðu þig og hlúðu að þér og gefðu þér gjöf.

Svona verður skipulagið ;

  • Þriðjudagur 27. desember kl: 17-19:00  Hrönn gestakennari, þema tímans er; Access Backbends through the power of Joy. This 90 minute Anusara class will lead you through a creative sequence of poses building up to Eka Pada Urdhva Dhanurasana – (one legged (upward bow)wheel pose). The class is available to all levels of yogis and there will be modifications of challenging poses. The class will be taught in English.
  • Miðvikudagur 28. desember kl: 17-20:00 SATYA ~ Heiðarleiki og Sannleikur 180 mínútna tími
  • Fimmtudagur 29. desember kl: 17-20:30  ASTEYA ~ Nægjusemi og  Sjálfskoðun 90 mínútna tími
  • Föstudagur 30. desember kl: 17-19:00 BRHAMACHRYA ~ Hófsemi og Tjáning 120 mín
  • Laugardagur 31. desember kl: 9:30-11:30 APARIGAHA ~ Óeigingirnin  ~ Gjafmildi og Þú ert alveg nóg ~ Fullkomnun 120 mínútna tími

Skipulagið er spennandi, verð með gestakennara og þú getur fræðst um Anusara hér og svo set ég meira inn fljótlega….  Það verður takmarkaður fjöldi og óvænt gleði á námskeiðinu.  Hlakka mikið til ~ kannaðu málið og hlúðu að jálfri þér.

Til að skrá sig er ofur einfalt og verðið er krónur 17.000.- en meðlimir / korthafar Shree Yoga kr. 14.000.-

Kærleikur og ljós inní dimman en skemmtilega mánuð.

Jai bhagwan.

eagle pose

Jógasjoppan

07 Nov
7. November, 2016

Litla fallega jógasjoppan er staðsett í Versölum 3 ~ Kópavogi.  Í sama húsnæði og fimleikafélagið Gerpla ( er í samstarfi með Gerplu ) einnig er Salarsundlaugin í sama húsi og já Rebook fittness.  Í Kópavoginum er bara allt að gerast!

Í jógasjoppunni færðu ýmislegt fallegt og nytsamlegt fyrir þig og þá sem þér þykir vænt um.  Ég legg áherslu á að vera með sem hreinustu vörurnar í jurtum, olíum og kremum. Vöruúrvalið er alltaf að aukast en sjoppan er lítil svo við ætlum að halda okkur við naumhyggjuna og hafa fáa en góða hluti til sölu og meðal annars eru þessi vörumerki til í sjoppunni.

# Jurtir, krydd, krem og líkamsolíur frá Banyan hér

# Jógadýnur, jógahandklæði ( hot yoga ) og props frá Manduka hér

# Kdeer leggings og toppar hér

# Leðurtöskur O My Bag allar gerðir Eco friendly hér

En nýjasta viðbótin eru töskurnar, veskin, Ipad og fartölvuumslögin frá O My Bag.  Vörurnar eru hannaðar í Amsterdam en framleiddar í Indlandi.  Hanndunnar vörur og dásamlega fallegar, vel gerðar sterkar litlar og stórar töskur.  Herratöskur og dömutöskur, snyrtitöskur, pennaveski seðlaveski ofl skemmtilegt.  Er með þessar töskur á lágmarskverði og kynningarverði núna út Nóvember mánuðin.  Þú getur eignast þína eigin O My Bag tösku auðveldlega.  Leðrið í þeim er dásamlega fallegt.  Annars vegar getur þú fengið töskurnar í “hunter leðri”  sem er mjög náttúrulegt “vintage look” og eldist mjög vel, verður mýkra með tímanum.  Já eldist hrikalega vel.  Sömuleiðis erum við með töskur úr leðri sem eru meira unnið mýkra og mikil handvinna í því.  Þið sjáið algerlega munin ~ sjón er sögu ríkari.

Alltaf velkomin í jógasjoppuna til mín í te, spjall og knús.

Jai bhagwan.